Morgunblaðið - 15.02.1979, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979
36
Magnús Jóhannsson dósent:
Ýmislegt hefur verið skrifað í
dagblöð undanfarið um vítamín og
svokölluð náttúrulyf, og sýnist sitt
hverjum. Hinn 25. janúar s.l.
birtust í Morgunblaðinu spurning-
ar frá Elsu G. Vilmundardóttur
um þessi mál, sem hún beinir til
Manneldisráðs. Svar frá Mann-
eldisráði birtist síðan í sama blaði
þann 8. febrúar og eins og þar
kemur réttilega fram er það ekki í
verkahring ráðsins að svara
spurningum Elsu. Á vegum Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins hefur farið fram flokkun
náttúrulyfja þar sem kveðið er á
um hvort og hvernig sala þessara
vörutegunda skuli leyfð. Undir-
ritaður hefur, fyrir hönd Lyfja-
nefndar, unnið að þessari flokkun.
Mun ég því taka að mér að svara
spurningum Elsu, en fyrst er
óhjákvæmilegt að skýra frá
aðdraganda málsins og þeim
meginsjónarmiðum sem höfð hafa
verið að leiðarljósi í þessu starfi.
Aðdragandi þessa máls er mjög
langur og verður ekki rakinn hér
nema í fáeinum atriðum. Svo-
kölluð náttúrulyf, þar með talin
alls kyns vítamín og steinefni,
hafa lengi verið seld hér á landi.
Lengi vel var þetta að mestu
takmarkað við vítamín, steinefni
og fáein önnur efni, og fór salan
einungis fram í verslun Náttúur-
lækningafélags Islands. Þessum
vörutegundum hefur siðan stöðugt
farið fjölgandi og margar þeirra
eru nú seldar í matvöruverslunum
og lyfjabúðum auk verslunar
N.L.F.I. Smá saman fóru að
bætast við vörutegundir sem inni-
halda mjög mikið magn af víta-
mínum og aðrar sem innihalda
ýmis konar lyf. Þannig hætta
þessar vörutegundir að vera
einungis nærandi og styrkjandi en
eiga nú margar hverjar að lækna
eða koma í veg fyrir ýmis konar
sjúkdóma. Þessum vörum er síðan
óspart haldið að fólki með
heillandi áletrunum og bæklingum
og einnig er hægt að fá viðtal með
ráðleggingum um hvaða vöru-
tegund henti í viðkomandi sjúk-
dómstilfelli. Ástandið er nú orðið
þannig, að í matvöruverslunum úir
og grúir af alls kyns
kína-lífs-elexír, sem ekki hefur
neitt sannað lækningagildi og í
mörgum tilfellum er beinlínis
hættulegur eins og síðan verður
lýst.
Haustið 1977 var sett reglugerð
(nr. 329/1977) þar sem er að finna
nýja skilgreiningu á lyfjahugtak-
inu og þar sem kveðið er á um
hæfilega dagskammta vítamína og
nokkurra steinefna. Ýmis ákvæði
þessarar reglugerðar hafa ekki
enn komið til framkvæmda, en í
nýjum lyfjalögum, sem tóku gildi
um s.l. áramót, er enn kveðið á um
þessi atriði. Nú spyrja sjálfsagt
ýmsir hvort nokkur þörf sé á
lögum og reglugerðum um þessi
atriði, hvort sala þessara vöruteg-
unda eigi ekki að vera frjáls. Eg
býst við að flestir gætu verið
sammála um að æskilegast væri að
allir borðuðu svo hollan mat, að
hann fullnægði daglegri þörf fyrir
vítamín og steinefni. Líklega er
þetta ekki alltaf svo og því er þörf
fyrir vítamínlyf, og þar eiga
náttúrleg vítamín (unnin úr
jurtum og dýrum) vissulega rétt á
sér alveg eins og samtengd víta-
mín (syntetisk, framleidd úr öðr-
um efnasamböndum). Reynsla
undanfarinna ára hefur hins vegar
sýnt að aðhald er nauðsynlegt, í
formi lagaákvæða, reglugerðar og
Magnús Jóhannsson
mælst mjög mikið magn af einni
tegund skordýraeiturs (lindan).
Nokkrar upplýsingar um gæði
þessarar framleiðslu hafa borist
erlendis frá og verið er að afla
meiri slíkra gagna. Þær
upplýsingar sem ég hef benda til
þess, að í ýmsum tilvikum séu
þessi náttúrulyf verulega gölluð
vara, þannig að raunverulegt
innihald af t.d. vítamínum sé ekki
í samræmi við áletrun á umbúðum
eða að varan innihaldi ýmis konar
óhreinindi eins og t.d. sýkla,
eitraða málma eða skordýraeitur.
Eitruð og
hættuleg efni
Hér að framan var þess getið að
verið væri að banna sölu á ýmsum
náttúrulyfjum. Margar þessara
vörutegunda eru eða hafa verið til
skemmdum og e.t.v. krabbameini.
Morfín, ávana- og fíknilyf.
Nokkrar vörutegundir voru þar
að auki settar á bannlistann vegna
mjög mikils magns vítamína eða
steinefna, skorts á upplýsingum
um innihaldsefni eða mjög glæfra-
legra áletrana um lækningamátt.
Óhóflegir skammtar
vítamína og steinefna
Allir vita að vítamín og viss
steinefni eru nauðsynleg hverjum
manni og verði skortur á einhverju
þessara efna koma fram ákveðin
sjúkdómseinkenni. Þessi efni eru
virk í líkamanum, þ.e. þau hafa
þar viss áhrif, og það er því ekki
undarlegt þó að flest þeirra hafi
eiturverkanir séu þau gefin í
óhóflega stórum skömmtum. Dag-
legar þarfir fyrir þessi efni eru
virk í líkamanum, þ.e. þau hafa
þar viss áhrif, og það er því ekki
undarlegt þó að flest þeirra hafi
eiturverkanir séu þau gefin í
óhóflega stórum skömmtum. Dag-
legar þarfir fyrir þessi efni eru
nokkuð einstaklingsbundnar og
sama er að segja um þol við
stórum skömmtum. Þegar
ákvarðaðir eru hæfilegir dag-
skammtar þessara efna, er miðað
við skammta sem ættu að nægja
þeim sem þurfa mest, en einnig
þarf að gæta þess að ofbjóða ekki
þeim sem þola minnst.
Á undanförnum árum hafa
komið fram alls kyns tískufyrir-
bæri er varða neyslu vítamína í
stórum skömmtum. Því hefur
verið haldið fram að stórir víta-
mínskammtar lækni vissa sjúk-
dóma, komi í veg fyrir aðra eða
hafi almennt heilsubætandi áhrif.
Fjölmargar rannsóknir hafa verið
gerðar til að kanna þessar hugsan-
legu verkanir vítamína, en því
miður hafa þetta yfirleitt reynst
vera tálvonir einar. Við þessar
rannsóknir hefur hins vegar
aukist verulega þekking okkar á
eiturverkunum vítamína, þegar
þau eru gefin í óhóflegum
skömmtum. Af ýmsum ástæðum
hefur neysla vítamína í okkar
heimshluta aukist verulega á und-
anförnum árum og á sama tíma
hefur orðið veruleg aukning á tíðni
vítamíneitrana. Hér fer á eftir
lýsing á nokkrum helstu eitrunar-
einkennum sem þekkt eru við
langvarandi inntöku óhóflegra
skammta af vítamínum.
A-vítamín: Nokkur algeng ein-
kenni eru þreyta, slappleiki,
höfuðverkur, svimi, uppköst og
krampar, en þetta stafar af
hækkuðum þrýstingi í heilabúinu.
Einnig eru þekkt húðútbrot,
hárlos, liðaverkir og truflun á
starfsemi lifrarinnar. Þetta víta-
mín virðist geta valdið fóstur-
skemmdum.
D-vítamín: Nokkur vel þekkt
einkenni eru ógleði, uppköst,
V ítamín og
náttúrulyf
eftirlits. Vissulega væri æskilegast
að sömu kröfur væru gerðar til
náttúrulyfja og venjulegra lyfja,
en áður en sala er leyfð á lyfi eru
gerðar mjög strangar kröfur um
allan búnað viðkomandi verk-
smiðju, rannsóknir á raunverulegu
efnainnihaldi lyfjaformsins og
geymslþoli þess rannsóknir á
hugsanlegum eiturverkunum lyfs-
ins, rannsóknir á útskilnaði lyfsins
úr líkamanum, nákvæmar
rannsóknir á öllum verkunum og
aukaverkunum lyfsins, rannsóknir
á útskilnaði lyfsins úr líkamanum,
nákvæmar rannsóknir sem sanni
Iækningalegt gildi lyfsins, o.fl.
Þetta er stórt í sniðum og það
kostar lyfjaframleiðandann
margra ára vinnu áður en
viðkomandi lyf kemst á
markaðinn. Allir ættu að skilja
hvers vegna þessar kröfur eru
gerðar og hvers vegna þetta er
talið nauðsynlegt, þetta er allt
gert til að vernda sjúklingana eins
og frekast er unnt.
En hvað þá með náttúrulyfin,
hvaða kröfur eru gerðar? Því er
fljótsvarað, kröfurnar eru yfirleitt
litlar sem engar. Verksmiðjurnar
sem framleiða þessar vörur eru
yfirleitt vanbúnar varðandi hrein-
Iæti og framleiðslueftirlit, hráefn-
in eru ódýr, kostnaður við gæða-
eftirlit og rannsóknir er enginn og
lokaframleiðslan er síðan seld
dýru verði. Lyfjaverksmiðjur og
náttúrulyfjaverksmiðjur hafa þó
a.m.k. tvennt sameiginlegt, þær
eru reknar af kaupsýslumönnum
sem hafa það megintakmark að
láta fyrirtækið skila sem mestum
hagnaði og þær beita öllum tiltæk-
um ráðum til að selja sína vöru og
er þá ekki hikað við að lagfæra
staðreyndir ef einhver von er um
að komast upp með það. Það
eftirliit og aðhald með
innflutningi og sölu náttúrulyfja,
sem reynslan hefur sýnt að er
nauðsynlegt, miðar þannig að því
að vernda almenning fyrir óvand-
aðri framleiðslu, eitruðum og
hættulegum efnum, vítamínum og
steinefnum í óhóflegum skömmt-
um og einnig fyrir auglýsinga-
skrumi.
Óvönduð
framleiðsla
Mjög lítið hefur verið gert af
rannsóknum hérlendis á þeim
náttúrulyfjum sem eru á
markaðnum. Mér er þó kunnugt
um talningu á bakteríum í einni
þessara vörutegunda og var niður-
staðan slík (123,000
sýklar/gramm) að þessi vara er
tæpast hæf til manneldis. Verið er
að gera fleiri sýklarannsóknir og
einnig er verið að mæla skordýra-
eitur í nokkrum þessara vöruteg-
unda. Mér er kunnugt um það að í
einni af þessum vörum hefur
sölu í verslunum hér á landi.
Flestar þessara vörutegunda voru
settar á bannlistann vegna þess að
þær innihalda eitruð og hættuleg
efni. Skulu nú nefnd nokkur dæmi
um innihaldsefni þessara vöru-
tegunda.
Yohimbin, getur valdið skyndi-
legu blóðþrýstingsfalli, geðdeyfð
og ofnæmi. Testósterón,
kynhormón karla, hefur alvarlegar
aukaverkanir sé það tekið inn.
Róandi lyf, ekki stendur á
umbúðunum hvaða róandi lyf er
hér á ferðinni, en það er ætlað
smábörnum! Senna kröftugt
hægðalyf sem hefur margar auka-
verkanir. Acetfenolisatin,
kröftugt hægðalyf, notkun þessa
lyfs hefur víða verið algerlega
hætt vegna þess að það getur
valdið lifrarskemmdum. Kawain,
róandi lyf. Boldin, róandi lyf.
Pholkódín, skylt morfíni, hefur
hóstastillandi verkun og veldur oft
ógleði og sljóleika. Nikotínsýra,
lyf, sem getur valdið skyndilegu
blóðþrýstingsfalli, húðkláða og
ýmsum öðrum óþægindum.
Alkohól, allt að því 15%. Ópíum,
ávana- og fíknilyf. Absint, þetta
efni er þekkt að því að valda
varanlegum skemmdum á mið-
taugakerfinu. Mistilteinn, eitruð
jurt sem hefur valdið fjölda
eitrana og mörgum dauðsföllum.
Klóróform, svæfingalyf sem hætt
er að nota, getur valdið lifrar-
Samnorræn sál-
fræðingaráóstefna
Haldin í Reykjavik
í TILEFNI af aiþjóðlegu ári
barnsins gengst Sálfraéðinga-
félag ísiands fyrir samronrænni
ráðstefnu sálfræðinga í Reykja-
vík dagana 7. —13. maí á Hótel
Loftleiðum. Titill ráðstefnunnar
er „Barnið 1979“. Þetta er í fyrst
skipti sem norræn sálfræðinga-
ráðstefna er haldin á íslandi og
er hún sú 12. í röðinni. Gert er
ráð fyrir að 2—300 norrænir
sálfræðingar sæki ráðstefnuna.
Um helmingur þeirra kemur frá
Svíþjóð þar sem félag þeirra er
jafn mannmargt og öll sálfræð-
ingafélög á Norðurlöndum til
samans.
Ráðstefnan sem stendur yfir í 5
daga fæstvið ákveðið verkefni á
hverjum degi og skipuleggja lönd-
in hvert fyrir sig einn dag. Fyrsti
dagurinn er dagur íslands en þá
verður rætt um „Barnið í sam-
félaginu", annan daginn dkipu-
leggja Finnar og bera umræðuefni
í mai á vegum Sálfrædingafélags íslands
hans nafnið „Barnið í fjölskyld-
unni“. Þriðja daginn skipuleggja
Danir og verður þá rætt um
„Barnið í skóla og stofnunum
þjóðfélagsins", Svíar sjá um fjórða
daginn, „Barn með sérþarfir" og
Norðmenn sjá um umræðuefni
síðasta dag ráðstefnunnar og ber
það heitið „Ungabarnið“. Á hverj-
um degi er einn aðalfyrirlestur og
fleiri fyrirlestrar og vinna í smá-
hópum. Einnig mun verða sérstakt
námskeið alla vikuna fyrir fag-
menn sem hafa áhuga á að taka
þátt í þeim og verður á námskeið-
inu leiðbeint í meðferð á börnum
og fjölskyldum. Að sögn þeirra
sem að ráðstefnunni standa munu
færustu sálfræðingar Norðurlanda
taka þátt í henni.
Á hverjum degi meðan á ráð-
stefnunni stendur verða haldnir
blaðamannafundir en einnig
verður blaðamönnum boðin þátt-
taka í ráðstefnunni auk eins full-
trúa frá barnaársnefndum
Norðurlanda. I lok þessa árs mun
síðan verða send út skýrsla frá
ráðstefnunni.
Á blaðamannafundi sem sál-
fræðingarnir Sigurður Ragnars-
son, formaður Sálfræðingafélags
Islands, Guðfinna Eydal, ritari
félagsins, Álfheiður Steinþórs-
dóttir og Gylfi Kristjánsson héldu
í tilefni ráðstefnunnar kom það
fram að ætlunin væri að reyna að
láta ráðstefnuna höfða til almenn-
ings og reyna einnig að láta efni
hennar ná til hans. í því skyni
verða blaðamannafundir haldnir
dag hvern og fréttamönnum auk
þess boðið að sitja ráðstefnuna og
sögðu þau að útvarps- og sjón-
varpsstöðvar á Norðurlöndunum
myndu senda þangað fulltrúa sína
auk blaðanna. Ráðstefnan mun
þar að auki senda frá sér ályktanir
til ríkisstjórna Norðurlanda og
Sameinúðu þjóðanna.
- _ , jÉfc... . ^ ;
Gylfi Kristjánsson, Álfheiður Steinþórsdóttir, Guðfinna Eydal og
Sigurður Ragnarsson sálfræðingar skýra blaðamönnum frá tilhögun
ráðstefnunnar. Ljósm. Kristján.
Sálfræðingarnir sögðu á fundin-
um að um 25% barna þyrftu á
sálfræðilegri aðstoð að halda og
væri þessi tala svipuð á öllum
Norðurlöndunum. Það væri þess
vegna einn tilgangur ráðstefnunn-
ar að varpa ljósi á hvaða aðstæður
í samfélaginu, fjölskyldunni, í
skóla og stofnunum þjóðfélagsins
sem skapa vandamál hjá börnum.
Einnig mun verða lögð áhersla á
hvaða breytingar eru nauðsynleg-
ar til að bæta lífskjör barna.
Guðfinna Eydal og Sigurður
Ragnarsson eru í samnorrænni
nefnd sem starfar að undirbúningi
ráðstefnunnar en Guðfinna Álf-
heiður Steinórsdóttir og Gylfi
Kristjánsson sjá um blaðamanna-
fundina meðan á ráðstefnunni
stendur.