Morgunblaðið - 15.02.1979, Side 37

Morgunblaðið - 15.02.1979, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 37 magasár, nýrnaskemmdir (steinar), úrkölkun beina, hækkaður blóðþrýstingur, skemmdir á hjarta, krampar, seinkun á þroska barna, þreyta og svefntruflanir. Nokkuð ákveðnar vísbendingar eru um að þetta vítamín geti valdið fóstur- skemmdum. Fundist hefur sam- band milli inntöku þessa vítamíns og kransæðastíflu, þannig að óhóf- legir skammtar virðast geta aukið hættuna á þeim sjúkdómi. Tíamín (Bl): Lítið virðist um eitranir af þessu vítamín,i þó er vel þekkt þreyta, hjartsláttur, verkir í brjóstholi eða kvið, uppköst, kláði og útbrot. Riboflavin (B2): Mjög lítið er vitað um eitranir. Pyridoxin (B6): í óhóflegum skömmtum getur þetta vítamín valdið krömpum. Einnig er vel þekkt að þetta vítamín getur truflað lyfjameðferð við Parkins- sonssjúkdómi og jafnvel gert sjúkdóminn verri. Nikotínamíð: Reynt hefur verið að nota þetta vítamín við meðferð geðklofa með mjög misjöfnum árangri og miklum aukaverkunum. Alvarlegustu eiturverkanirnar eru truflun á lifrarstarfsemi og hjart- sláttartruflanir. Folinsýra: Alvarlegustu eitur- verkanirnar eru á heila og nýru. Þetta vítamín í hóflegum skömmtum getur valdið krömpum og fyrir flogaveika er það sérstak- lega varasamt. Önnur þekkt ein- kenni eru lystarleysi, svefn- truflanir með martröð, ofnæmis- viðbrögð og nýrnaskemmdir. Einnig má geta þess að folinsýra getur hulið fyrstu einkenni B-12 skorts (anemia Perniciosa) og þannig stuðlað að tauga- skemmdum sem eru síðkomin ein- kenni í þeim sjúkdómi. Cyankóbalamín (B12): Við inntöku óhóflegra skammta þessa vítamíns eru best þekktar unglingabólur (akne). C-vítamín: Algenar aukaverkan- ir við óhóflega skammta eru óþægindi frá maga, aukið þvag- magn og niðurgangur. Talið er að þetta vítamín geti valdið úrkölkun beina og nýrnasteinum. Skortsein- kenni (skyrbjúgur) hafa komið fram hjá fólki sem tekið hefur stóra skammta og hætt því, einnig er skyrbjúgur þekktur hjá nýfæddum börnum mæðra sem tekið hafa óhóflega skammta á meðgöngutímanum. E>vítamín: Vitað er að óhóflegir skammtar valda hækkun á blóðfitu (kólesteróli), sem hugsan- lega gæti stuðlað að æðakölkun og kransæðastíflu. Þetta vítamín veldur fósturskemmdum í músum en ekki er vitað hvort það hefur slíka verkun í mönnum. Reynslan ætti þannig að hafa kennt okkur að meðalhófið er heillavænlegast í neyslu vítamína. En því miður eru ýmsir sem þrjóskast við og loka augunum fyrir staðreyndum. Varðandi nauðsynleg steinefni gildir sama máli, sé þeirra neytt í óhóflegu magni koma fram eitrunareinkenni sem eru vel þekkt (sbr. járn, fosfór, joð, kopar, zink, o.fl.). Auglýsingaskrum Á umbúðum umræddra vöru- tegunda eða í bæklingum um þær, sem liggja frammi í verslunum, er iðulega að finna fullyrðingar sem flokkast undir auglýsingaskrum. Taldir eru upp hinir ýmsu sjúkdómar sem viðkomandi vöru- tegund á að lækna eða að ágætum vörunnar er lýst á annan hátt með stórum orðum. Yfirleitt er ekki minnsti fótur fyrir þessum fullyrðingum. Einnig er algengt að finna ýmsar aðrar rangfærslur. Sem dæmi um það síðarnefnda má taka vörutegund sem undirritaður hefur séð í mörgum matvöru- verslunum og inniheldur sterkt hægðalyf, (senna), en á umbúðun- um stendur að vörutegund þessi örvi eðlilega starfsemi meltingar- færanna. Spurningar Eisu G. Vilmundardóttur Spurningum þessum skal nú svarað og eru númerin þau sömu og í grein Elsu. 1) Elsa spyr hvort það réttlæti algert bann við sölu VM Vitamins + Minerals að þessi vörutegund inniheldur meira magn af Bi vítamíni en reglugerðin heimilar. Því er til að svara, að þetta réttlætir bannið engan veginn, enda er þetta alls ekki ástæðan fyrir því að þessi vörutegund var sett á bannlistann. 2) Spurt er hvaða hugsanlegu heilsutjóni slíkt magn af Bi vítamíni (4 mg) geti valdið. Hér er um óhóflegt magn að ræða og hefur þessari spurningu því þegar verið svarað. 3) og 4) Spurt er um önnur skaðleg efni í VM Vitamins + Minerals. Ástæðan fyrir því að þessi vörutegund var Sett á bann- íistann er sú að hver tafla inni- heldur 0,1 mg af molybden. Molybden er þungur málmur sem kann að vera nauðsynlegur líkamanum í örlitlu magni en ekkert bendir til þess að hann skorti nokkurn tíma. Lítið er vitað um eitranir af völdum molybdens en telja má víst, að efni þetta sé eitrað eins og allir þungir málmar virðast vera. Eitrunareinkenni mundu væntanlega koma fyrst frá nýrum og hjarta. 5), 6) og 7) Elsa spyr hvað réttlæti bann við sölu á Gerogin töflum og hvort þær innihaldi önnur efni en vítamín og steinefni. Ástæðan fyrir banni við sölu þessarar vörutegundar er að hún inniheldur nikotínsýru sem er lyf (sbr. að framan). Einnig má geta þess, að Georgin inniheldur kóbolt sem er þungur málmur með margar vel þekktar eiturverkanir svo og kínversku „töfrajurtina" ginseng. 8) Elsa spyr hvort heimilt sé að banna sölu á vörutegundum þessum vegna innihalds annarra efna en vítamína og steinefna. Ég tel að þessari spurningu hafi verið fullsvarað hér að framan. 9) Elsa spyr hve margir Islendingar séu undir læknishendi vegna neyslu einhverra þeirra vörutegunda sem nú er verið að banna. Auðvitað hlýtur Elsa að vita það að enginn getur svarað þessari spurningu. Eins og nefnd voru dæmi um hér að framan, er að finna í þessum vörutegundum ýmiss konar lyf og eitruð efni og má því telja mjög sennilegt að allmargir hafi orðið fyrir óþæg- indum og sjúkleika vegna neyslu þeirra. 10) Spurt er hvers vegna almenningi sé ekki veitt fræðsla um skaðsemi þessara efna frekar en að banna þau. Hér er spurt um mismunandi aðferðir til að vernda almenning fyrir efnum sem við vitum að eru skaðleg. I slíkum tilvikum finnst mér sjálfsagt að nota þær aðferðir sem eru áhrifa- mestar. Ég hef litla trú á þeirri aðferð að ráðleggja fólki að fara ekki út í búð og kaupa morfín eða hass, það sé hættulegt. Ég er hins vegar hjartanlega sammála Elsu í því efni að stórauka þarf fræðslu um þessu mál. 11) og 12) Spurt er hvort þessar vörutegundir séu bannaðar af einhverjum öðrum ástæðum en þeim, að þær séu heilsuskaðlegar. Þessari spurningu hefur þegar verið svarað hér að framan. 13) Elsa spyr hvaða hættur fylgi meiri neyslu en 45 einingum af E-vítamíni daglega og gefur í skyn að stórir skammtar af E-vítamíni hafi heilsubætandi áhrif. Gerðar hafa verið viðamikl- ar rannsóknir á gildi stórra E-vítamínskammta fyrir heilsuna og hefur ekkert marktækt komið út úr þeim rannsóknum annað en beinar eiturverkanir eins og lýst er hér að framan. Að stórir E-víta- mínskammtar bæti heilsuna og komi í veg fyrir hjarta- og æða- sjúkdóma er kredda sem boðuð hefur verið mjög ákaft af fram- leiðendum og seljendum E-víta- míns. Ég vona að þessi grein veiti fullnægjandi svor við öllum spurningum Elsu G. Vilmundar- dóttur. Fyrsti hráefnisf armur- inn til Grundartanga FYRSTI farmur hráefnis til Járnblendiverksmiðjunnar kom til landsins á mánudag og var unnið að því að skipa upp 4.300 tonnum af kvarzi við Grundar- tanvahutn og var ráðgert að Almannavarnir ríkisins gengust fyrir snjóflóða nám- skeiðum í Neskaupstað og á Seyðisfirði í samvinnu við Almannavarnir á fyrrnefndum stöðum. Á námskeiðunum fjallaði Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur um orsakir og eðli snjóflóða ásamt mati á hættu, gagnasöfnun og heb.tu tegundum varnarvirkja. Hafþór Júlíusson fulltrúi fjall- aði um virkjun Almannavarna í tilfelli snjóflóða, ásamt rýmingar- áætlunum í hættutilvikum. Ingvar Valdimarsson formaður Flug- verkinu lyki á miðvikudagsmorg- un. Að sögn Guðlaugs Hjörleifsson- ar staðarverkfræðings á Grundar- tanga kom flutningaskipið Isskip með 4.300 tonn af kvarzi frá björgunarsveitarinnar fjallaði að lokum um skipulagningu snjóflóðabjörgunar bæði á fræði- legan og verklegan hátt. Hvort námskeiðið tók 16 klukkustundir og sóttu þau aðilar frá björgunar- sveitum, lögreglu, slökkviliði og almannavarnanefndum viðkom- andi staða ásamt mönnum frá björgunarsveitum S.V.F.I. á nær- liggjandi stöðum, alls 67 manns. Almannavarnir fyrirhuga áframhaldandi fræðslu á þessu sviði og eru þegar ákveðin sams- konar námskeið á ísafirði, Siglu- firði og Patreksfirði. Noregi og er það fyrsti farmurinn af þeim fjórum tegundum hráefna er þarf til framleiðslunnar. Þá kom einnig í gær flutningaskipið Vesturland með 500 tonn efnis í rafskaut, en ráðgert er að verk- smiðjan hefji vinnslu í aprílmán- uði og að sögn Guðlaugs eru flutningar nú hafnir til að þeim verði lokið er verksmiðjan á að fara í gang. Nú eru um 200 manns við störf að byggingarframkvæmdum á Grundartanga, en þeim mun fara fækkandi á næstu vikum og verður fjölgað verksmiðjustarfsfólki í þeirra stað, að því er Guðlaugur tjáði Mbl. Guðmundur Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri Nesskips er gerir út ísskip sagði að þetta væri fyrsta ferð skipsins hingað til lands og væri ráðgert að það yrði bundið í flutningum fyrir Járnblendifélagið a.m.k. fyrst um sinn meðan verið væri að afla fyrsta hr 'xfnisins, en síðan yrði e.t.v. reynt að finna önnur verkefni meðfram. Almannavamir gangast fyrir snjóflóðanániskeiðum Nettóaukning langra lána nam 14,5 milljörðum krona NÚ LIGGJA fyrir bráðabirgða- tölur um mikilvægasta þátt fjár- magnshreyfinga í þjóðar- búskapnum erlendar lántökur til langs ti'ma og afborganir þeirra. í fréttatilkynningu Seðlabankans um þetta efni kemur fram, að alls hafi innkomin löng lán numið 34,8 milljörðum króna og afborganir 20 milljörðum króna, þ.annig að nettóaukning langra lána nam 14,8 milljörðum króna á móti 27,8 milljörðum króna 1977. Gjaldeyrisviðskipti bankanna reiknuð á meðalviðskiptagengi ársins urðu hagstæð um 14,5 milljarða króna og er þá með hliðsjón af því ásamt áætlun um 9 milljarða króna hagstæðan viðskiptajöfnuð áætlað að fjár- magnsjöfnuður hafi í heild orðið hagstæður um 5,5 milljarða króna. Hér fer á eftir samandregin bráðabirgðaáætlun um greiðslu- jöfnuð ársins 1978 og til saman- burðar sýndar tölurnar 1977 um- reiknaðar til sambærilegs gengis, þ.e. meðalviðskiptagengis 1978: Greiðslujöfnuður við útlönd, áætlun í milljörðum kr. 1977 1978 Vöruskiptajöfnuður-15,3 7,8 Þjónustujöfnuður 1,2 1,2 Viðskiptajöfnuður -14,1 9,0 Fjármagnsjöfnuður 22,8 5,5 Heildar greiðslu jöfnuður 8,7 14,5 Gjaldeyrisstaða bankanna: Batnaði um nær 11 milljarða í fyrra GJALDEYRISSTAÐA bankanna batnaði á árinu 1978 um 10,9 milljarða króna reiknað á gengi í árslok samanborið við 9,8 milljarða bata á árinu 1977 miðað við sama gengi. Eftirfarandi yfirlit sýnir gjaldeyrisstöðu bankanna í árslok 1978 og eru samsvarandi tölur í árslok í millj. kr. á gengi í árslok 1978 Seðlabanki Gjaldeyrisforði Gjaldeyrisskuldir Nettóstaða Seðlabanka Viðskiptabankar, nettó Gjaldeyrisst. bankanna nettó tilgreindar á samsvarandi gengi: Breyting 1977 1978 1978 33.570 43.778 10.208 26.963 26.452 -511 6.607 17.326 10.719 2.734 2.944 210 9.341 20.270 10.929 Góðar markaðshorf- ur fyrir ullarvöru- útflutning á árinu Heildarútflutningsverðmæti ullar- og skinnavöru var á síðasta ári kr. 6.662 milljónir og jókst um 46% frá árinu áður þegar flutt var út fyrir 4.577 m.kr. Vörur unnar úr ull námu 1.018 tonnum á síðasta ári, árið 1977 voru flutt út 1.146 tonn aí ullarvörum og 882 tonn árið 1976. Þróunin í vörum unnum úr loðskinni var þannig: árið 1976 659 tonn, 1977 605 tonn og 755 tonn árið 1978. í frétt frá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins segir m.a. svo um þróun ullarvöruútflutnings: Það sem hins vegar setur mest- an svip á útflutning ullarvara á árinu 1978 er samdrátturinn í viðskiptum við Sovétríkin. Sam- tals var útflutningur á ullarfatn- aði til Sovétríkjanna 270 tonn árið 1977 en einungis 77 tonn 1978. Salan á vestrænum markaði jókst um 10% og varð 253 tonn en hafði verið 229 tonn árið 1977. Meðalút- flutningsverð á ullarfatnaði pr. kg. nam hins vegar 8.415 kr. og hafði hækkað úr 4.820 eða um 75%. Hér munar að sjálfsögðu mest um innbyrðis hlutföll milli einstakra markaða en árið 1977 hafði tiltölu- lega mikið magn farið til Sovét- ríkjanna á hlutfallslega lágu verði. Markaðshorfur á árinu 1979 eru góðar. Nú þegar hafa verið gerðir stórir samningar við Sovétmenn um sölu þangað. Söluundirbúning- ur á vestræna markaði hófst snemma og má segja að salan sé komin í fullan gang. Að vanda veltur mjög á því að sölutímabil hefjist snemma og að framleiðslutímabil fullnýtist. Undanfarin ár hefur varla brugð- ist að allir framleiðendur hefðu nóg að gera þegar líða tekur á framleiðsluárið. Vandinn er hins vegar sá að fullnýta framleiðslu- getuna fyrri hluta tímabilsins og að sérhverjum framleiðanda takist að koma sinni vöru að nógu snemma. Eftir ákveðinn tíma er ekki unnt að koma nýjum gerðum að og allar endurpantanir beinast að vöru, sem kaupendur hafa þegar kynnst. Fröken Margrét ekki fyrsta leik- ferð til Grimseyjar ALFREÐ Jónsson hafði samband við Mbl. og kvað það fjarri lagi, að sýning Þjóðleikhússins á Frök- en Margréti í Grímsey væri fyrsta leikferðin, sem þangað væri far- in. eins og látið væri liggja að í frétt Mbl. á föstudaginn. „í fljótu bragði man ég eftir heimsókn leikfélagsins á Dalvík með Hart í bak fyrir 4 árum og Hríseyingar komu og sýndu okkur Orrustuna á Hálogalandi," sagði Alfreð. „Þetta var hins vegar fyrsta sýning Þjóðleikhússins hér í Grímsey, en fýrir einum þremur árum ætlaði Inuk-hópurinn að heimsækja okkur, en veður komu í veg fyrir það. Við erum hins vegar ekki úrkula vonar um að fá að sjá Inuk hér í eyjunni." Alfreð sagði að margir söng- flokkar, kórar og aðrir skemmti- kraftar hefðu sótt Grímseyinga heim og væru allir slíkir aufúsu- gestir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.