Morgunblaðið - 04.04.1979, Side 2
friðurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
34
Frásögn Bjarna Benediktssonar frá 1949
27. og 28. janúár 1949, réttum tveimur
mánuðum áður en Alþingi fjallaði um
aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu,
átti Bjarni Benediktsson utanríkisráð-
herra viðræður við starfsbræður sína í
Danmörku og Noregi, Gustav Rasmussen
og Halvard Lange.
I viðtali við Morgunblaðið 3. apríl 1969
rifjaði Bjarni Benediktsson upp aðdrag-
andann að aðild Islands að Atlantshafs-
bandalaginu og sagði m.a.: „Á mig hafði
það ennfremur mikil áhrif, að ég var
þátttakandi í fundi utanríkisráðherra
Norðurlanda, þegar endanlega slitnaði
upp úr samningaviðræðum um stofnun
norræns varnarbandalags, og kynntist af
eigin raun því hugarfari, sem þar ríkti."
Til er frásögn Bjarna Benediktssonar
af viðræðum hans við Gustav Rasmussen
og Halvard Lange þessa janúardaga 1949
og er m.a. til hennar vitnað í bókinni „30.
marz 1949“. I frásögninni kemur fram, að
Bjarni var ekki þátttakandi í sjálfum
fundinum, þar sem slitnaði upp úr
viðræðunum um Norðurlandabandalagið.
Hann skráir hjá sér eftir Halvard Lange
„... sagði berum orðum, að hann hefði
hreyft því og óskað eftir, að ég ætti kost á
að sitja á fundunum um hið skandi-
navíska varnarbandalag, en Svíar hefðu
neitað því, vegna þess að þeir hefðu talið,
að slíkt mundi leiða til of mikilla um-
ræðna um Norður-Atlantshafsbandalag."
Fulltrúar Noregs, Danmerkur og Sví-
þjóðar ræddu haustið og veturinn
1948/1949 um það sín á milli, hvort ríkin
gætu sameinast í norrænu varnarbanda-
lagi. í öllum löndunum var það skoðun
manna, að ástandið á alþjóðavettvangi
væri svo ótryggt og hættulegt, að nauð-
synlegt væri að leita nýrra leiða í
isráðherrann til Kaupmannahafnar og
Óslóar. Hafði hann meðal annars í fórum
sínum bréf frá Stefáni Jóhanni Stefáns-
syni, forsætisráðherra, til Hans Hedtoft,
forsætisráðherra Danmerkur.
í frásögninni er lýst „því hugarfari"
sem ríkti í kringum fundinn í Ösló og
dregin fram þau atriði, sem leiddu til
þess, að ekki varð úr stofnun norræns
varnarbandalags. Óslóar-fundinum ,lauk
með ræðu Einars Gerhardsen, forsætis-
ráðherra Noregs, þar sem hann sagði
meðal annars:
„Við, sem höfum tekið þátt í þessum
fundi, höfðum vonað, að okkur tækist að
Bandaríkjunum og heföu ekki á móti
að biðja um þau, en teldu ástæðulaust
að biðja um þau fyrr en bandalagið
væri komið á laggimar, en væru á
móti því að biðja um nokkurar gar-
antíur, enda mundu Bandaríkin —
hvað sem öllum fyrirfram samningum
liði — koma Norðurlöndunum til
hjálpar, ef á þau yrði ráðist. Danmörk
vildi umfram állt koma Norðyr-
landa-bandalagi á og teldi það höfuð-
vinning, að Svíar vildu yfirleitt vera
með í slíku bandalagi. Hann sagði, að
sjónarmið dönsku stjórnarinnar
kæmu fram i grein, sem í morgun
hefði birst í ,f>ocialdemokraten“.
Aðspurður af mér svaraði hann, að
nánast mætti segja, að sjónarmið
dönsku og sænsku stjórnarinnar nú
væru hin sömu.
Hann sagði, að verið gæti, að fleiri
fundir yrðu haldnir um málið heldur
en Oslo-fundurinn. Danir teldu slíkt
nytsamlegt og vildu umfram allt koma
i veg fyrir, að upp úr slitnaði. Hann
sagði, að á þessum fundum hefði ekki
verið rætt um afstöðu til Norður-Atl-
antshafsbandalagsins, en auðvitað
hefði hver stjóm fyrir sig hugsað það
mál. Norðmenn mundu ganga i banda-
lagið, ef upp úr slitnaði, Svíar áreiðan-
lega ekki. Danir væru óákveðnir, en
sjálfur sagðist hann gera ráð fyrir, að
hann myndi ekki mæla með inngöngu
í bandalagið og hafði þó á því ýmsa
fyrirvara, sagði skoðanamun milli
dönsku stjórnmálaflokkanna um þetta.
Hægri og vinstri fiokkamir hefðu
nokkurn veginn sömu afstöðu og Norð-
menn, en mjög margir væm þeirrar
skoðunar, að Danir ættu ekki að taka
þátt í bandalagi þessu. Auk þess sagði
hann dönsku stjórnina ekki vita nóg
um, hvað í Norður-Atlantshafs-sátt-
málanum mundi felast, en taldi aug-
Ijóst, að ef byrja ætti á fundum um
hvað gera œtti einhverju riki til
hjálpar eftir að á það vœri ráðist, þá
mundi það verða of seint fyrir Dan-
mörku, því að þá mundi vera búið að
taka hana. Ég sagði, að ísland hvorki
vildi né gœti haft áhrif á hvað hin
Norðurlöndin gerðu, en við hefðum
áhuga fyrir, að ef samningar um
norrænt
varnarbanda
lag Og TOT
irvcrcrÍQmálnm Rlrlcprt. lanHanna hricrcria ~
öryggismálum. Ekkert landanna þriggja
hafði áður gert slíka varnarsamninga við
annað ríki á friðartímum. Menn voru
sammála um, að norrænt varnarbandalag
yrði að njóta aðstoðar frá öðrum. Hins
vegar voru skiptar skoðanir um það,
hvaðan bæri að leita slíkrar aðstoðar og
hvernig norræna varnarsamstarfið ætti
að tengjast samvinnu á Atlantshafssvæð-
inu.
í janúar 1949 efndu norrænir ráða-
menn til síðustu fundalotunnar um varn-
arbandalagið. 5. og 6. janúar hittust
forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar og
varnamálaráðherrar Noregs, Danmerkur
og Svíþjóðar á leynilegum fundi i Karl-
stad í Svíþjóð. Hafði hver sendinefnd með
sér drög að varnarsamningi og voru þau
rædd og ákveðið að halda viðræðunum
áfram á tveimur fundum í Kaupmanna-
höfn 22. og 23. janúar og í Ósló 28.—30.
janúar 1949. Báðir fundirnir voru haldnir
þessa daga. Á fundinum í Kaupmanna-
höfn varð ljóst, að erfitt yrði að sætta
ógreininginn milli Svía og Norðmanna.
Fundina í Kaupmannahöfn og Ósló sátu
auk ofangreindra ráðherra leiðtogar
þeirra stjórnmálaflokka, sem áttu full-
trúa á þjóðþingum landanna þriggja fyrir
utan kommúnista. Norski sagnfræðingur-
inn Magne Skodvin segir í bók sinni
„Norden eller NATO“, að aldrei frá því á
miðöldum hafi jafn áhrifamikill hópur
norrænna manna komið saman til við-
ræðna um slík mál og á þessum fundum.
5. janúar 1949 hafði bandaríski sendi-
herrann á Islandi gengið á fund Bjarna
Benediktssonar og rætt við hann í fyrsta
sinn efnislega um þátttöku Islands í
Atlantshafsbandalaginu. Islenzku ríkis-
stjórninni var mikill vandi á höndum og
vildi kynnast viðhorfum í Noregi og
Danmörku, áður en hún tæki afstöðu
sína. í þeim tilgangi fór íslenski utanrík-
finna skandinavíska lausn á öryggis-
vandamálum okkar að þessu sinni. Eng-
inn okkar efast um, að sendinefndirnar
hafa lagt sig mjög fram, en ástæðurnar
fyrir. því, að viðræðurnar í dag hafa
reynzt árangurslausar, eru ef til vill þær,
að öryggishagsmunir okkar eru ólíkir, að
minnsta kosti metum við þá þannig í dag.
Við höfum metið stöðuna þannig, að ekki
sé rétt að nota óljóst orðalag til að láta
líta svo út sem um samkomulag sé að
ræða, þegar það er ekki fyrir hendi...“
Björn Bjarnason
Frásögn Bjarna Benediktssonar birtist
hér orðrétt:
Fimmtudaginn 27. janúar 19^9 átti
ég tal, samkvæmt beiðni minni, við
Gustav Rasmussen, utanrikisráðherra
Dana, á skrifstofu hans. Hann sagði
þegar í stað, að hann hefði haft mikið
að gera undanfarna daga og hefði enn,
og tók síðan að segja mér, án þess að ég
spyrði, frá samningaumleitunum um
varnarbandalag Danmerkur, Noregs
og Svíþjóðar. Hann taldi að samninga-
umleitanirnar hefðu leitt til þess, að
sjónarmið hinna þriggja ríkja hefðu
nálgast. Aðalskoðunarmunurinn nú
væri sá, að Norðmenn vildu ekki
ganga í þetta varnarbandalag nema
því aðeins, að tryggt væri að vestur-
veldin, þ.e. Bandaríkin, létu þeim í té
vopn, veittu þeim aðstoð í stríði og þar
að auki gæfu einskonar garantíur um
hjálp þeim til handa, ef á þá yrði
ráðist. Svíar teldu þörf á vopnum frá
Atlantshafsbandalagið stofnað. Sáttmáli tólf aðildarríkja undirritaður í Washington
4. aprfl 1949. Stofnríkin voru: Bandaríkin, Belgía, Bretland, Dannjörk, Frakkland,
Holland, Island, Italía, Kanada, Luxembourg, Noregur og Portúgal. Árið 1952 bættust
Grikkland og Tyrkland í hópinn, og loks varð Vestur-býzkaland aðili að bandalaginu
árið 1955. Að undanförnu hefur aðild Spánar að bandalaginu talsvert borið á góma,
aðildarrfkin yrðu scxtár; talsins ef af henni yrði.