Morgunblaðið - 04.04.1979, Síða 9

Morgunblaðið - 04.04.1979, Síða 9
friðurí 30 ár MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 41 MORGUNBLAÐIÐ hefur óskað eftir því við Gylfa Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra og formann Alþýðu- flokksins, að hann rifjaði upp reynslu sína að aðdrag- anda stofnaðildar íslands að Atlantshafsbandalaginu, og fer frásögn hans hér á eftir. Þar kemur meðal annars fram að af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar var málið að vissu marki meðhöndlað sem leyndarmál og upplýsing- um um það beinlínis haldið frá sumum þáverandi þingmönnum stjórnarflokka, sem voru Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Telur Gylfi þessa málsmeðferð hafa alið mjög á tortryggni og ágreiningi innan Alþýðuflokksins, og megi hugsanlega rekja til hennar klofningu þess flokks árið 1953. Hins vegar hafi menn dregið lærdóm af mistökum þeim, sem slík málsmeðferð hafði í för með sér, og hafi Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, séð til þess að þeir menn innan lýðræðisflokkanna þriggja, sem sérstakan áhuga höfðu á utanríkismálum og treysta mátti til fyllsta trúnaðar, voru látnir fylgjast með viðræðum um herverndarsamning við Bandaríkin frá upphafi. Hafi þetta frumkvæði Bjarna Benediktssonar síðan orðið til þess að allir þingmenn lýðræðisflokkanna greiddu atkvæði með varnarsamningnum við Bandaríkin árið 1951. Ríkisstjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar, sem var við völd árið 1949, j>egar ákvörðun var tekin um aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu á ríkisráðsfundi. Frá vinstri, Bjarni Ásgeirsson, Eysteinn Jónsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Sveinn Björnsson, Bjarni Benediktsson, Emil Jónsson og Jóhann Þ. Jósefsson. Tortryggni og leynd af hálfu stjórnvalda Gylfi Þ. Gíslason prófessor f skrifstofu sinni f Háskóla íslands. una til Nato-aðildar Ég hafði setið þrjú ár á Alþingi þegar aðild að Atlantshafsbanda- laginu kom til afgreiðslu. Ég kom á þing árið 1946, 29 ára gamall, og var þá yngstur þingmanna. Jafnaðarmaður hafði ég orðið á skólaárum mínum, en jafnframt var ég endreginn þjóðernissinni. Þá þegar var ég mikill andstæð- ingur byltingarkenninga og alræðishyggju kommúnistans, og þeirrar alþjóðahyggju, sem mjög var í tísku á mínum skólaárum. Ég kom heim frá námi rétt fyrir stríð. En eftir að landið var hernumið 1940 skipaði ég mér strax í hóp þeirra, sem höfðu miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi vegna dvalar hins fjöt#ienna herliðs. Við sem þannig hugsuðum, töldum okkur hafa rökstudda ástæðu til þess að hvetja þjóðina til þess að standa vörð um þjóðerni sitt og menningu í því mikla ölduróti, sem þá átti sér stað, og um sjálfstæði sitt, sem þá var ekki nema rúm- lega tuttugu ára gamalt. Allir Islendingar höfðu verið sammála um hlutleysi þjóðarinnar milli styrjaldanna, en við, ungir og gamlir úr öllum stjórnmálaflokk- um veltum mikið fyrir okkur og höfðum áhyggjur af, hvað myndi taka við, þegar styrjöldinni lyki, og hver yrðu þá örlög yngsta og minnsta sjálfstæða ríkisins í Evrópu við nýjar og gerbreyttar kringumstæður. . Ég kom einmitt inn á Alþingi þegar Keflavíkursamningurinn kom til afgreiðslu árið 1946. Áður en hann var gerður höfðu Banda- ríkin farið þess á leit að fá hér leigðar þrjár herstöðvar til 99 ára. Þessi málaleitun olli mér og mörg- um ungum mönnum, sem svipað hugsuðu, miklum áhyggjum. Frá þessum tilmælum var fallið og Bandaríkjunum var veitt hér sér- stök aðstaða með Keflavíkursamn- inginum. Svo sem kunnugt er fylgdi allur þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins þessum samningi, allur þingflokkur Sósíalistaflokks- ins var honum andvígur, en bæði Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur skiptust í afstöðu sinni til hans. Ég var í hópi þeirra, sem voru samningnum andvígir. Ástæðan var ekki sú, að ég hefði ekki fyllstu samúð með málstað Bandaríkjanna og lýðræðisríkj- anna yfirleitt í heimsmálum. Ástæðan var sú, að ég var uggandi um framtíð sjálfstæðis smáríkis eins og Islands í nýjum heimi, sem enginn vissi í raun og veru hvernig mundi verða. Ég hallaðist þá að þeim skoðunum, sem þá nutu mikils fylgis í Vestur-Evrópu, ekki síst meðal jafnaðarmanna, að Evrópuríki skyldu verða „þriðja aflið", — nokkurs konar jafn- vægisafl milli risaveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. En aðalástæðan fyrir andstöðu okkar, sem greiddum atkvæði gegn Keflarvíkursamningnum, var samt sú, að við töldum þar ekki gengið nógu tryggilega frá ýmsum réttindum Islendinga. Á þessum árum voru umræður hér um utanríkismál mjög heitar og hatrammar. í einum hópnum voru þeir sem aðhylltust sjónar- mið Sovétríkjanna og alheims- kommúnistmans í alþjóðarmálum og beittu sér gegn öllum tengslum við Bandaríkin og önnur vestræn ríki. Þá voru þeir, sem töldu svo mikið í húfi fyrir frelsishugsjón- ina í heiminum, og þá um leið fyrir frelsi og sjálfstæði Islands, að þeir töldu ísland hiklaust og mér liggur við að segja skilyrðislaust eiga að tengjast varnarkerfi Vesturlanda. í þriðja lagi voru svo þeir, sem voru eindregið fylgjandi málstað lýðræðisríkja og varnarsamstarfi þeirra, en töldu Islendinga verða að gæta sín vandlega í þessum efnum vegna algerrar sérstöðu sinnar, og þá fyrst og fremst þeirrar staðreyndar, að þeir hefðu engar landvarnir og gætu aldrei komið upp slíkum landvörnum, sem nægðu til að tryggja sjálf- stæði og öryggi landsins. í þeim hópi, sem aðhylltist þessar skoð- anir, var ég. Þar voru líka menn eins og Pálmi Hannesson, Sigur- björn Einarsson, Klemenz Tryggvason og Jónas Haralz. Á þessum árum gætti mjög lítils umburðarlyndis í umræðum um stjórnmál, ekki síst utanríkismál. Látum það vera. Ég tók ekki harðar deilur nærri mér á þeim árum frekar en síðar á ævinni. Hitt var verra, að við vorum augljóslega tortryggðir af valdhöf- um. Það átti að minnsta kosti við um okkur Hannibal Valdimarsson, sem höfðum verið andstæðingar Keflavíkursamningsins í þing- flokki Alþýðuflokksins. Ef til vill er þarna að finna upphaf þess sundurlyndis milli Hannibals og þáverandi forystu Alþýðuflokks- ins, sem síðar leiddi til þess að hann klauf flokkinn. En hvað sem því líður er það víst, að við, sem vorum andstæðir þáverandi utan- ríkisstefnu eða að minnsta kosti mjög tortryggnir á hana, vorum ekki hafðir með í ráðum um eitt eða neitt er að henni laut, og gátum aldrei verið vissir um að við værum ekki leyndir einhverju, sem máli skipti. Þannig var ástandið varðandi þessi mál þegar stofnun Atlants- hafsbandalagsins komst á dag- skrá. Það mál var rætt mjög ýtarlega í allri Vestur-Evrópu. Hér á landi var það hins vegar lítið rætt og það litla sem var sagt og skrifað lengi vel, var á lágu stigi stjórnmálaumræðu. í öllum löndum Vestur-Evrópu voru skoðanir skiptar um stofnun Atlantshafsbandalagsins, ekki hvað síst innan jafnaðarmanna- flokkanna, og út frá mörgum sjónarmiðum. Þegar umræðan loks hófst hér, var engu líkara en að aðeins væri um tvö sjónarmið að ræða: Fylgi við vestrænt lýð- ræði eða fylgi við alheims- kommúnistmann. Við vorum margir sem ekki vildum sætta okkur við slíka málsmeðferð og vildum huga sérstaklega að stöðu og rétti íslands í þessu sambandi. Var þar enn um sama hópinn að ræða og ég nefndi áðan. Þegar tillagan um aðildina að Atlantshafsbandalaginu kom til afgreiðslu á Alþingi, fluttum við Hannibal Valdimarsson viðauka- tillögu við hana um, að sú sérstaða íslands yrði viðurkennd sem samningsatriði, að það gæti aldrei sagt öðrum þjóðum stríð á hendur né háð styrjöld, þar eð þjóðin væri vopnlaus og ætlaði sér ekki að hervæðast, og ennfremur að Kefla- víkursamningurinn yrði endur- skoðaður, þannig að reksturinn yrði í höndum Islendinga, en þær þjóðir sem völlinn notuðu, greiddu kostnaðinn við rekstur hans. Við Hannibal lýstum því yfir, að yrði þessi tillaga samþykkt, myndum við greiða atkvæði með aðildinni. Yrði hún aftur á hinn bóginn felld myndum við greiða atkvæði gegn aðaltillögunni. Það gerði einnig Páll Zóphoníasson, en Hermann Jónasson og Skúli Guð- mundsson sátu hjá. Nú, þrjátíu árum síðar, mun mörgum eflaust finnast það undarlegt að þingmönnum lýðræðisflokkanna á Alþingi skuli ekki hafa tekist að ná samstöðu um aðildina að Atlantshafsbanda- laginu. Segja má, að andstaða okkar Hannibals, sem þá vorum nýkomnir á þing, hafi ekki verið talin sérlega mikilvæg, en Fram- sóknarflokkurinn, næststærsti flokkur þjóðarinnar, var einnig klofinn í málinu og formaður hans, Hermann Jónasson, í hópi þeirra, sem ekki töldu rétt að málinu staðið. Sannleikurinn var sá, að það var bókstaflega engin tilraun gerð til þess að setja okkur Hannibal inn í alla málavexti og eyða þeirri tortryggni okkar, sem við af reynslu undanfarinna ára töldum okkur hafa fyllstu ástæðu til. Ég tel að undirbúningurinn að inngöngunni í Atlantshafsbanda- lagið og meðferð þess máls á Alþingi séu dæmi um mjög alvar- leg mistök af hálfu stjórnvalda í örlagaríku máli. Málflutningur allur hafði verið heiftúðugur og óskynsamlegur og lýðræðissinnuð- um öflum í landinu sýnd óþörf tortryggni. Margir lærðu smám saman mik- ið af þessu. Ég fyrir mitt leyti sá smám saman, eftir að Keflavíkur- samningurinn hafði verið gerður, að ýmiss ótti, sem var eðlilegur fyrst eftir styrjöldina, reyndist ástæðulaus. Sömuleiðis varð ljóst, eftir að Atlantshafsbandalagið tók til starfa, að það var í eðli sínu hreint varnarbandalag, samtímis því sem starf þess bar árangur, og miklu víðtækari samstaða varð um það en horfur voru á meðan það var í undirbúningi. En einn af helstu valdamönnum landsins á þessum árum dró einnig mikilvægar og örlagaríkar álykt- anir af þeim atburðum, sem ég hef sagt frá. Það var Bjarni Benediktsson, þáverandi útan- ríkisráðherra. Hann gerði sér ljóst, að það hefði ekki verið rétt stefna að einangra sum lýðræðis- öfl í utanríkis- og öryggismálum jafn gersamlega og átt hafði sér stað. Það er alkunna, að eftir að Kóreustríðið braust út árið 1951, taldi Atlantshafsbandalagið sér nauðsyn á stórkostlega auknum vígbúnaði og þar á meðal nokkurri aðstöðu á íslandi. Hans G. Andersen sendiherra var þá sér- fræðingur í utanríkisráðuneytinu. Við vorum skólabræður og góðir vinir. Hann kom til mín og sagðist hafa um það fyrirmæli frá Bjarna Benediktssyni að láta mig, Hannibal og þá aðra í Alþýðu- flokknum, sem við teldum hafa sérstakan áhuga á utanríkismál- um og treysta mætti til fyllsta trúnaðar, fylgjast nákvæmlega með þeim viðræðum, sem voru að hefjast við Bandaríkin og Atlants- hafsbandalagið um hugsanlegan herverndarsamning við Island. Með okkur Hermanni Jónassyni var á þessum árum mjög náið samband og vissi ég, að hann fylgdist náið með öllum málavöxt- um. Niðurstaðan varð sú, að við. sem verið höfðum uggandi í sam- bandi við aðildina að Atlantshafs- bandalaginu sannfærðumst allir um nauðsyn þess að gera her- verndarsamninginn 1951. Hann var því samþykktur á Alþingi með öllum atkvæðum þingmanna Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Þingmenn Sósíalistaflokksins vöru einir á móti. - ÁR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.