Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 20
friðurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
52
herra, Geir Hallgrímsson, tók síðar
einnig þátt í þeim.
Það er eftirtektarvert, að engu máli
virðist hafa skipt, hvaða ríkisstjórn hefur
setið að völdum í Bretlandi, meðan stóð á
öilum þessum deilum, þorskastríðum ef
menn vilja. I fyrstu tvö skiptin voru það
ríkisstjórnir Ihaldsflokksins, sem sendu
herskipin inn fyrir línu til verndar brezku
togurunum, og síðar stóðu að samningum
við Islendinga um lausn fiskveiðideilunn-
ar. í síðara tilfellinu vegna 200 mílnanna
voru það Verkamannaflokksstjórnir, sem
sátu að völdum, fyrst ríkisstjórn Harold
Wilson með James Callaghan sem utan-
ríkisráðherra, er sendi flotann á vett-
vang, en þegar deilan leystist, var
Callaghan tekinn við forsætisráðherra-
embættinu með Anthony Crosland sem
utanríkisráðherra, og var hann þó kosinn
á þing frá Grimsby.
Aðild íslands
að NATO
skipti
meginmáli
í öllum þessum deilum allt frá því fyrir
útfærsluna í 12 sjómílur árið 1958 hefur
Atlantshafsbandalagið komið mikið við
sögu og aðild íslands að því skipt megin-
máli, bæði hvað form snertir óg efnisatr-
iði. Vilji menn á annað borð forðast
milliríkjadeilur og jafna þær, ef upp rísa,
þá eru möguleikarnir mestir til, að það
megi verða í Atlantshafsbandalaginu.
Þar er ætlunin að starfa saman og koma
sér saman, þegar mikið liggur við, enda
þótt deildar meiningar séu oft með
aðildarríkjunum og mismunandi skoðanir
iðulega settar fram. En átök milli tveggja
NATO-ríkja eins og þau, sem urðu út af
útfærslu fiskveiðilögsögu íslendinga,
þekkjast ekki jafnalvarleg í sögu banda-
lagsins, nema deilur Grikkja og Tyrkja,
er harðastar hafa verið út af Kýpur.
Að forminu til eru utanríkisráðherra-
fundir haldnir reglulega tvisvar á ári, og
gefst þá tækifæri til að reifa bæði á
fundunum sjálfum í áheyrn fulltrúa allra
15 aðildarríkjanna, en einnig, og kannske
er það ekki síður vænlegra til árangurs,
utan funda á tvíhliða grundvelli. Þar að
auki kemur fastaráð bandalagsins saman
til funda allan ársins hring og oft í viku
hverri, og starfa raunar fastafulltrúarnir
þar stöðugt saman og daglega, enda eru
skrifstofur þeirra og framkvæmdastjóra
bandalagsins allar í sömu byggingunni.
Allir voru þessir möguleikar til við-
ræðna notaðir í þorskastríðunum í þeim
tilgangi að finna lausn á deilumálinu.
Raunar var Atlantshafsbandalagið alls
ekki stofnað til þess að leysa innbyrðis
deilur aðildarríkjanna. Það var stofnað í
varnarskyni vegna utanaðkomandi
hættu, og þess vegna er um samtök
samherja að ræða. í sjálfum Atlantshafs-
samningnum er ekki stafkrók að finna
um deilumál aðildarríkjanna. Samning-
urinn er aðeins 14 greinar, og þær eru
allar stuttar. Og með einni þeirra er
fastaráðið sett á stofn og þar með kveðið
á um samráð aðildarríkjanna, sem fljót-
lega urðu mjög náin og árangursrík. Með
skýrslu „vitringanna þriggja" frá 1956
um aukið pólitískt samstarf innan banda-
lagsins og ályktun fastaráðsins í því
sambandi um friðsamlega lausn deilu-
mála milli aðildarríkjanna var komið
fastari reglum á aðferðina í slíkum
tilfellum, er tvær eða fleiri NATO-þjóðir
deila sín í milli, og framkvæmdastjóra
bandalagsins falið sérstaklega að bjóða
fram alla aðstoð við að ná samkomulagi.
I deilum Islendinga og Breta kom
aldrei til þess, að farið væri nákvæmlega
eftir ákvæðum þessarar ráðsályktunar.
Einn af mörgum kostum við samstarfið í
NATO í reynd er einmitt sá, að formfesta
er í lágmarki, og menn vinna saman án
þess að binda sig við ýtarleg samnings-
ákvæði, allt eftir því hvað ástæður leyfa
hverju sinni. En framkvæmdastjóri
bandalagsins bauð jafnan fram aðstoð, og
þó var hún ekki alltaf þegin. Gerði hann
sér tvisvar sérstakar ferðir til Islands og
oftar til Englands út af fiskveiðideilunni.
Var hann í stöðugu sambandi við fasta-
fulltrúa deiluaðila og reyndi alltaf að
bera sáttarorð á milli og benda á leiðir til
úrlausnar.
Fundaformið er þannig í NATO-ráðinu,
að þar er hægt að bera upp hvaða mál
sem vill, hvort heldur er á ráðherrafundi
eða fastaráðsfundum, og eru beinlínis 2
dagskrárliðir á hverjum ráðsfundi, þar
sem ætlazt er til, að mál séu flutt án
nokkurs formála. Og ef menn vilja fá mál
sitt á dagskrá formlega, er ekkert auð-
veldara, enda kemur aldrei til atkvæða-
greiðslu um dagskrá, gagnstætt því, sem
gerist iðulega hjá öðrum alþjóðastofnun-
um, eins og t.d. í öryggisráðinu.
Fundir í Atlantshafsbandalaginu eru
líka lokaðir, og verður ekki sagt frá
umræðum annað en það, sem samþykkt
er að segja frá. Hver einstakur fulltrúi
getur reyndar skýrt frá eigin máli að vild,
en fulltrúar geta ekki haft eftir opinber-
lega ummæli annarra ræðumanna. Mun
líklegra er, að hægt sé að ná samkomu-
lagi í deilumálum á slíkum fundum, en
þeim, sem haldnir eru fyrir opnum
tjöldum og fjölmiðlar hafa greiðan
aðgang að.
Mikið byggist einnig á persónulegu
sambandi fundarmanna, sem eykst
auðvitað og styrkist, þegar mikið er unnið
saman og fundir margir á skömmum
tíma. Ágætt dæmi um viðræður eða
upptöku viðræðna, sem auðvelt var að
koma á í NATO, eru einmitt samtöl
Anthonys Croslands, utanríkisráðherra
Breta, við Einar Ágústsson, utanríkisráð-
herra — og síðar einnig Geir Hallgríms-
son, forsætisráðherra, — kvöldið fyrir
fyrri NATO-ráðsfundardaginn í Osló um
miðjan maí 1976, sem síðar leiddi til 1.
júní-samkomulagsins, er batt enda á
fiskveiðideiluna. Þá var ekki einu sinni
stjórnmálasamband milli Islands og
Bretlands, því að stjórnmálasambandi
var formlega slitið við Breta 19. febrúar
1976 eða þremur mánuðum fyrr. Fyrir
tilstilli Norðmanna og að ósk brezka
ráðherrans var komið á sambandi þarna
undir kvöld, áður en fundurinn hófst.
Anthony Crosland kom í heimsókn á
hótelið til Einars Ágústssonar, og höfðu
þeir ráðherrarnir með sér mjög óformleg-
an viðræðufund, sem reyndist svo verða
upphafið að endanlegri lausn á síðustu
fiskveiðideilu Breta og Islendinga, því að
viðræðurnar héldu áfram næstu daga,
meðan á ráðherrafundi bandalagsins
stóð, og var þar raunar jafnframt til
umræðu á sjálfum fundinum líka.
En formið getur aldrei verið nema
aukaatriði, þó að betra sé, að hafa það
nógu þjált til að möguleikar skapist á
sáttum, því að formfesta og örðugleikar í
því sambandi geta í sjálfu sér komið í veg
fyrir allar sáttatilraunir. Efnislega verð-
ur að vera möguleiki til, að endar nái
saman, samningsgrundvöllur verður að
vera fyrir hendi, ef árangur á að nást.
Skilninjíur á
vanda Islend-
inga ríkari
innan NATO
en utan
Bandalagsþjóðirnar í NATO allar aðrar
Grjótkastið á Alþingishúsið 30. marz 1949. Á þessari mynd sést gjörla að ofbeldisaðgerðir hófust áður en útrás lögreglunnar byrjaði. Mönnum varð margt að vopni í þessu
uppþoti og gripu það, sem hendi var næst, svo sem hraungrýti sem haft var til skrauts í blómabeðum á Austurvelli og rimlar úr grindverki umhverfis Baðhús Reykjavíkur.