Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 6
friðurí 30 ár MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 38 Brezku hermennirnir, sem hér voru í stríðinu, voru kirkjuræknir svo til fyrirmyndar þótti. En það var sjaidan sem Þjóðverjar virtu messufrið, því að nánast á hverjum sunnudagsmorgni tóku loftvarnarflautur að væla og boða heimsókn óvinarins. Oftast var þar á ferð ein flugvél og var Ilenkel 111 ekki sjaldséð í slfkum leiðöngrum. Þessa mynd tók ól.K.Magn. á Reykjavíkurflugvelli þegar ein þessara þýzku sprengjuvéla var á leið vestur um haf þar sem hún átti að fara á safn. Rætt við Benedikt Gröndal utanrikisráðherra MORGUNBLAÐIÐ hafði viðtal við Benedikt Gröndal utanríkisráðherra í tilefni af 30 ára afmæli Nato og fer það hér á eftir. — 30 ár eru liðin frá stofnun NATO og ýmsar breytingar orðnar í heiminum. Hafa forsendur fyrir nauðsyn NATO breyst? Það er vel til fundið á þessum tímamótum að gera sér fyrst grein fyrir hinum stófelldu breytingum, sem orðið hafa á síðustu 30 árum. Tímar hafa breyst og mennirnir verða að breytast með þeim. Ekki dugir að staðna í stríðsrústum eða kalda stríðinu. Tæknin hefur ger- breytt mannlífinu, nýlendukerfið er hrunið, Sameinuðu þjóðirnar eru 150 en ekki 50, þriggja mílna landhelgiskerfið er horfið, kjarn- orkuöld er gengin í garð. Risaveldin eru ekki særðir drekar eins og í ófriðarlok. Þau eru tæknivæddir risar, sem skilja hvorir annars mátt og vita, hvað í veði er, að friður haldist. Forsendur fyrir nauðsyn NATO hafa gerbreyst, en útkoman úr dæminu er enn hin sama. Það er rík nauðsyn fyrir NATO til að varðveita það jafnvægi í Evrópu, sem skapast hefur. Á þessu jafn- vægi byggist bætt sambúð Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, en hún getur veitt þeim mátt til frekari árangurs og til að draga úr ófriði í öðrum heimshlutum. — Hefur Atlantshafsbandalag- ið uppfyllt þær vonir, sem við það voru tengdar í upphafi? Já og nokkru betur. Það var stofnað sem gamaldags trygginga- bandalag, en hefur orðið að risa- vöxnu öryggiskerfi, sem með jafn- vægi við sams konar kerfi Varsjár- bandalagsins hefur náð valdajafn- vægi, er tryggt hefur 30 ára frið í Evrópu. Það er sögulegt afrek. Það hefur sannað, að vestrænt þing- ræði og lýðræði, sem margir telja veikt stjórnskipulag, á til mikinn styrk, og það getur veitt viðnám hvaða einveldisþjóðskipulagi, sem er. — í hverju er gildi NATO fyrir ísland fyrst og fremst fólgið? I friði. Valdajafnvægið í Evrópu (sem margir virðast hafa óraun- hæfa andúð á og vanmeta af algerri fáfræði) hefur tryggt okkur íslendingum frið í 30 ár, en við höfum gert þessi ár að mesta framfaratímabili í sögu þjóðarinn- ar. Hefði þetta getað gerst, ef jafn ófriðlegt hefði verið í Evrópu og verið hefur í Afríku eða Asíu? Ég held ekki. — Andstæðingar NATO vilja leggja Atlantshafsbandalagið og Varsjárbandalagið að jöfnu. í þeim samanburði er oft skír- skotað til innrásarinnar í Tékkóslóvakíu og síðan bætt við, að hún sýni, hversu hættulegt það sé smáríki að vera í hernaðar- bandalgi. Hvað viltu segja um þetta? Þegar litið er á hernaðarlegan mátt bandalaganna, er hyggilegast að leggja á þau sama mælikvarða. sé litið á stjórnskipan þeirra ríkja, sem innan bandalaganna eru, er að sjálfsögðu um mikinn mun að ræða, sem ég þarf væntanlega ekki að útskýra frekar að þessu sinni. Innrásir Sovétríkjanna í Ung- verjaland á sínum tíma og Tékkó- slóvakíu tala sínu máli, ekki um hernaðarbandalög í sjálfum sér, heldur um sambúð kommúnista- ríkjanna í Austur-Evrópu sín á milli. Ég tel að báðar innrásir hefðu gerst óháð því, hvort þessi ríki væru saman í Varsjárbanda- laginu eða ekki. — Hvað vilt þú segja um þá kröfu, að ísland gangi úr NATO, sem gjarna er rökstudd með því, að þá væru frekari líkindi til að bæði NATO og Varsjárbanda- lagið legðust niður? Ég tel rök fyrir áframhaldandi aðild íslands að NATO miklum mun veigameiri en rök fyrir brott- för úr bandalaginu. Það er fráleit rökvilla, að brottför Islands úr NATO mundi stuðla að upplausn hernaðarbandalaganna. Þvert á móti mundi skapast nýtt hættu- og óvissusvæði mitt á milli þeirra á hafinu, og þau mundu magnast um allan helming í valdataflinu. Hlutlaus sérfræðingur, Svíinn Nils Andrén við Rannsóknarstofn- un landvarna í Stokkhólmi, ræddi þetta nýlega í tímaritsgrein. Hann sagði, að brottför varnarliðsins frá Islandi mundi „skapa alvarlegt hernaðarlegt ástand. Island mundi sjálft verða hættulegt tómarúm á Hitt er annað málm að þjóðir og einstaklingar eru ákaflega mis- munandi næm fyrir dvöl erlends herliðs — jafnvel vinsamlegs her- veldis á landi sínu. Lítið er um, að Bretar, Belgar, Þjóðverjar, ítalir eða Portúgalir kvarti, þótt banda- rískt herlið sé í löndum þeirra. Hins vegar eru Danir og sérstak- lega Norðmenn næmir fyrir þessu og vilja ekki erlendan her á friðar- tímum (nema á Grænlandi). Is- lendingar hugsa líkt og þarf ekki að vera munur á ættjarðarástinni, hvað sem líður skoðunum manna á utanríkismálum. Vopnleysi Is- lendinga gerir þetta að sérstöku og vandasömu máli. Meginstaðreynd er, að enginn stjórnmálaflokkur telur núverandi varnarskipan vera til langrar frambúðar, heldur til takmarkaðs tíma. — Hver er hernaðarleg þýðing íslands? voru bundnar legar. Mundi þá endurtaka sig gamla sagan, að NATO þarf á Islandi að halda til að loka hinn mikla sovéska flota norðan við Grænland — ísland — Bretland. Sovétríkin þyrftu á sama hátt að rjúfa þennan vegg og ná „skamm- byssunni". Margt hefur bæst við þennan því, sem sennilega er mikilvægasta flotasvæði veraldar". Hernaðarbandalögin mundu bæði setjast að þessu tómarúmi og beita öllum ráðum (og peningum) til að ná einhvers konar aðstöðu á Islandi og skapa sér þar smám saman fótfestu. Islendingar yrðu ekki öfundsverðir af því hlutskipti. — Skerðir aðildin að NATO fullveldi íslands á nokkurn hátt? Churchill stígur við stokkinn. The Prince of Wales leggur af stað til íslands eftir leynifund Roosevelts og Churchills í ágúst 1941. Rétt kjörin yfirvöld Lýðveldsins Islands geta tekið allar ákvarðanir, sem stjórnarskráin heimilar (og breytt henni), þar á meðal vikið varnarliðinu úr landi og sagt ísland úr NATO. Hlut- lausir sérfræðingar (til dæmis áðurnefndur Niels Andrén) telja vafalaust, að önnur Atlandshafs- bandalagsríki mundu virða slíkar ákvarðanir, og því tel ég fullveldi Islands óskert. Nato hefur Einn af fyrstu ráðgjöfum Adolfs Hitlers í hervísindum var Karl Haushofer, prófessor í geopolitik. Hann sagði þau frægu orð, að hver sem réði Islandi, héldi á skamm- byssu, sem stöðugt væri miðað á England, Bandaríkin og Kanada. Þessi orð eiga að verulegu leyti við enn. Hefjist ófriður í Vestur-Evrópu, verða Vestur- heimsmenn að koma til hjálpar. Nú fer mikið lið í lofti, en siglingar verða engu að síður lífsnauðsyn- vonir, sem við það uppfyllt þær ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.