Morgunblaðið - 04.04.1979, Page 28
frióurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
60
Fyrst og fremst
friðarbandalag
Rætt við Stefán Jóh. Stefáns- lag og heimsólán hlytist af, ef
I* p i • r forystumenn Nató yrðu ekki
son fyrrv. forsætisraðherra ný
Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrverandi formaður
Alþýðuflokksins, var forsætisráðherra, þegar aðild
íslands að Atlantshafsbandalaginu var samþykkt. Af því
tilefni hafði Morgunblaðið við hann það viðtal, sem hér
fer á eftir.
— I minningarbók þinni segir
þú. að með aðild sinni aO Atlants-
halsbandalaginu hafi ísland gert
hvort tveggja í senn: tryggt frelsi
sitt og lagt sitt litla ióð á vogar-
skálina til þess að friður megi
haldast í heiminum. — Hvað olli
því einkum. að þú tókst af skarið
um það, að ísland skyldi gerast
stofnaðili að Atlantshafsbanda-
laginu?
— Það hafði búið lengi í mér og
kannski voru þetta áhrif frá for-
ystumönnum jafnaðarmanna á
Norðurlöndum. Ég hafði haft náið
samband við þá og stóð í bréfa-
skiptum við þá út af Nató. Hans
Hedtoft, sem þá var forsætisráð-
herra Danmerkur, var mjög
harður Nató-maður, eftir að hug-
myndin um skandinavískt varnar-
bandalag varð að engu, en Norð-
menn höfðu alltaf talið Atlants-
hafsbandalagið líklegra til þess að
geta orðið Norðmönnum sú vörn,
sem þeir þyrftu.
Vestrænt samstarf var alltaf
mjög sterkt í mér og ég taldi það
hið merkilegasta. Mér fannst ein-
sýnt, að litlu vestrænu þjóðirnar,
ekki sízt þær norrænu, ættu fulla
samleið með þeirri hugmynd sem
lá að baki stofnunar Nató, og það
styrkti mína skoðun.
Ég lagði áherzlu á það, að Nató
— Var ekki örðugleikum bund-
ið að ná samstöðu í Alþýðuflokkn-
um?
— Það var dálítið erfitt í mið-
stjórninni og þingflokknum, því að
þar voru þá menn sem voru mjög
vafasamir í sinni afstöðu, eins og
Hannibal Valdimarsson og Gylfi
Þ. Gíslason.
I þessu sambandi vil ég að það
komi fram, að ég var ekki ánægður
með hlut Alþýðuflokksins í sjón-
varpsþætti um þessi mál 30. marz
sl. Ég saknaði þess að heyra ekki
rödd míns gamla félaga og vinar
Emils Jónssonar, en í staðinn kom
maður frá Alþýðuflokknum, sem
hafði ekki alls kostar sömu skoð-
anir og við Emil á aðildinni að
Nató.
— Hvað var það sem olli því.
að viðhorf manna breyttust svo
frá 1949 til 1951 að varnarsamn-
ingurinn við Bandarfkin var
gerður?
— Ég held, að það hafi verið
vaxandi tortryggni í garð Rússa-
veldisins.
— Telur þú, að Nató hafi dug-
að, — svarað þeim vonum, sem
við það voru bundnar í upphafi?
— Það er dálítið örðugt að
svara því, Nato hefur reynzt vel að
mörgu leyti og við þurfum ekki
undan neinu að kvarta. Það þykir
kannski „kúnstugt" að segja það,
en mér finnst það. — H.Bl.
AJlt í hers höndum. Þannig var umhorfs við Herkastalann fyrsta dag hernámsins. Lengst til hægri á myndinni
er Sveinn K. Sveinsson, nú forstjóri í Völundi, en við hlið hans stendur Karl Guðmundsson, landsliðsbakvörður
og þekktur Frammari. (Ljósm. Svavar Hjaltested).
Rætt við Eystein Jónsson
fyrrverandi ráðherra
Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráðherra og formaður
Framsóknarflokksins var einn þeirra þriggja ráðherra í
þáverandi ríkisstjórn, sem mest fjölluðu um öryggismál
Islands og aðild að Atlantshafsbandalaginu í því
sambandi. Morgunblaðið hafði viðtal við Eystein Jónsson
af því tilefni og fer það hér á eftir.
— Hver er afstaða þín til
hlutleysisstefnunnar í ljósi þeirra
atburða, sem gerðust í heims-
styrjöldinni?
— Það kom í ljós í heimsstyrj-
öldinni, að hlutleysi er engin vörn,
einskis virt. Og Hitler komst upp
með í upphafi átakanna að ein-
angra nágrannalöndin eitt af öðru
og mylja þau undir sig. Nazisminn
varð ekki stöðvaður nema með
samtökum þjóða í heimsstyrjöld.
Þetta varð dýrkeypt reynsla.
Margir hugsuðu og hugsa enn:
Hefði ekki mátt komast hjá þess-
um skelfilegu morðum og tortím-
ingu með varnarsamtökum í tæka
tíð?
A stríðsárunum gerðu menn
áætlanir um Sameinaðar þjóðir,
sem gætu gert árásarstríð ófram-
kvæmanleg og fyrirbyggt ofbeldi í
samskiptum þjóða. Maður vonaði,
að Sameinuðu þjóðirnar gætu
strax orðið svo öflugar, að í skjóli
þeirra mættu þjóðirnar njóta frið-
ar og öryggis, þ.á m. við Islending-
ar, vopnlaus þjóð sem hafði engar
hervarnir.
Það sýndi sig á hinn bóginn
mönnum til sárra vonbrigða, að
allt annað var uppi. Stórfelld átök
voru í uppsiglingu með gamla
laginu. Sovétríkin hófu útþenslu-
stefnu sína af fullum krafti og
tóku að sölsa undir sig nágranna-
löndin í A-Evrópu með hervaldi.
Með þessum aðförum voru allar
vonir um tryggan frið og öryggi
þjóða í skjóli Sameinuðu þjóðanna
úr sögunni um ófyrirsjáanlegan
tíma. Og menn stóðu frammi fyrir
þeirri ógnvekjandi staðreynd, að
þrátt fyrir fórnir og ólýsanlegar
hörmungar hafði ekki tekizt að
innleiða nýja og betri siði í
samskiptum þjóðanna. Þetta voru
ill tíðindi og þungt áfall fyrir alla
og ekki sízt fyrir friðsamar smá-
þjóðir, varnarlausar, sem höfðu
viljað treysta því, að stríðið myndi
öllu breyta og upp renna friðaröld
í skjóli Sameinuðu þjóðanna. I
mínum huga og margra annarra
þýddu þessi ótíðindi endalok hlut-
leysisstefnunnar. Útþenslustefna
kommúnismans drap hana á þess-
um árum.
— Hvað olli því fyrst og
fremst, að þú tókst afstöðu með
aðild íslands að NATO?
— V-Evrópulöndin fóru að
mynda varnarsamtök. Fyrst Bret-
ar, Frakkar og Beneluxlöndin. Þá
tóku Norðurlöndin að ráðgast um
sínar varnir og kom til greina að
þau mynduðu sitt eigið varnar-
bandalag. Loks komu upp hug-
myndir um Atlantshafsbandalagið
og komst framkvæmd þeirra á
fleygiferð, þegar Sovétmenn brutu
Tékkóslóvakíu undir kommún-
ismann með hervaldi 1948.
Strax 1946 ályktaði Framsókn-
arflokkurinn í framhaldi af þeim
atburðum, sem þá þegar höfðu
skeð, að rétt væri fyrir Islendinga
að hafa samstarf við vestrænar
nágrannaþjóðir sínar um örygg-
ismál okkar, en þess yrði gætt, að
ekki fyigdi herseta á friðartímum.
Þetta var tímamótasamþykkt. Eft-
ir var að móta það, hvernig þess
háttar samstarfi gæti orðið
háttað.
Satt að segja leið mér ekki vel,
þegar til kom að segja af eða á um
þátttöku í beinu varnarbandalagi.
Svo framandi voru mér hernaðar-
málin í raun og veru og vonbrigðin
sár, að draumur stríðsáranna um
frið og öryggi, eftir allan viðbjóð-
inn á stríðsárunum skyldi ekki
geta rætzt.
En það sem maður hafði lifað og
reynt og sá að enn var að gerast í
Evrópu, hjálpaði upp á raunsæið.
Ég varð stuðningsmaður þess, að
við yrðum með, skærum okkur
ekki úr. Norðmenn og Danir voru
með. Við fengum okkar fyrirvara
viðurkennda. Allir okkar næstu
nágrannar og þeir, sem við hlutum
að hafa mest samskipti við, voru
með, og það sem mestu máli skipti,