Morgunblaðið - 04.04.1979, Qupperneq 4
friðurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
36
Rætt við Geir Hallgríms-
son formann
S j álfstæðisflokksins
— Það er eftirtektarvert, að í haust var í fyrsta skipti
mynduð vinstri stjórn á íslandi án þess að minnzt sé á í
málefnasamningi að rifta skuli því varnarsamstarfi sem
við íslendingar höfum stofnað til við Bandaríkin í
samráði við Atlantshafsbandalagið. Þetta er tímanna
tákn. Alþýðubandalagið lætur sér að þessu sinni nægja
hókun af sinni hálfu varðandi aðild að bandalaginu, en í
þau tvö skipti, sem áður hafa verið myndaðar vinstri
stjórnir, hefur það verið yfirlýstur tilgangur að
varnarliðið hyrfi úr landi. Hér er tvímælalaust um að
ræða meiriháttar breytingu á afstöðu Alþýðubandalags-
ins, sem hingað tiÞ hefur ekki verið til viðtals um að
slaka í neinu á kröfum sínum um brottför varnarliðsins,
sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins í
viðtali við Morgunblaðið.
essi breytta stefna við
stjórnarmyndun
vinstri flokkanna á
vafalaust rætur að
rekja til þeirrar al-
mennu afstöðu fólks úr öllum
flokkum og stéttum um allt land,
sem fram kom gegn áformum
vinstri stjórnarinnar, sem var við
völd árin 1971—74, um brottför
varnarliðsins í áföngum. Þessi
eindregna afstaða til varnarmála
kom sem kunnugt er skýrt fram í
undirskriftasöfnun Varins lands á
árinu 1974. Úrslit þingkosninga
um vorið voru frekari staðfesting
á vilja almennings í þessu máli, en
þá vann Sjálfstæðisflokkurinn,
sem alla tíð hefur haft forystu um
að tryggja varnir og öryggi Is-
lands, eftirminnilegan kosninga-
mál yfirleitt í þingkosningunum
1978, voru viljayfirlýsingar kjós-
enda frá árinu 1974 svo eindregn-
ar, að Alþýðubandalagið hefur
dregið saman seglin varðandi þessi
mál í kjölfar Framsóknarflokks-
ins. Breytt stefna í varnarmálum
við stjórnarmyndun vinstri flokk-
anna eftir síðustu kosningar sýnir
það kannski bezt að þáttaskil hafa
orðið á þessu sviði. Hins vegar er
vert að hafa það í huga að fyrir
þingkosningar 1956 og 1971 voru
varnar- og öryggismál aðeins lítil-
lega til umræðu, þannig að þau
voru ekki það sem kalla má kosn-
ingamál. Samt gerðist það í bæði
skiptin að við stjórnarmyndun
vinstri flokkanna var ákvörðun
tekin um að stefna að brottför
varnarliðsins, og engin trygging er
íslendingar
vilja óbreytta
skipan
öryggismála
sigur. í þingkosningunum 1974
voru varnarmál, ásamt efnahags-
málum og landhelgismálinu, þau
mál, sem fyrst og fremst var kosið
um, og niðurstaðan gaf til kynna
svo ekki varð um viílzt að Islend
ingar vilja óbreytta skipan örygg-
ismála að óbreyttum þeim megin-
forsendum, sem ollu því að Alþingi
samþykkti stofnaðild Islands og
Atlantshafsbandalaginu 1949.
— Lítur þú þá svo á að niður-
staða sé fengin í þessu deilumáli í
hiii?
— Já, tvímælalaust. Þótt tæp-
ast verði sagt, að sérstaklega væri
kosið um varnarmál eða utanríkis-
fyrir því að slíkt geti ekki komið
fyrir aftur.
— Nú er ljóst að ágreiningur
um utanríkis- og varnarmál hefur
um langa hríð haft mikil áhrif á
gang annarra mála hér innan-
lands. Álítur þú að slíkra áhrifa
gæti minna nú en áður?
— Já, ég tel skilning manna,
hvar í flokki sem þeir standa, hafa
farið vaxandi á því að það getur
ekki gengið til lengdar að ákveðið
deilumál, þar sem auk þess er
víðtæk samstaða um annan mál-
staðinn, standi í vegi fyrir lausn
aðkallandi úrlausnarefna, eins og
talsvert hefur borið á. Þróun mála
undanfarið sýnir það líka væntan-
lega að stjórnmálamenn í öllum
flokkum skilja að íslendingar
verða að gæta öryggis síns ekki
síður en aðrar þjóðir, og þeir sem
ekki eru að öllu leyti ásáttir um
stöðu þeirra mála gera .sér grein
fyrir því að þeir geta ekki af þeirri
ástæðu skotið sér undan þátttöku í
úrlausn almennra innanlandsmála
með tilvísun til óraunhæfrar af-
stöðu sinnar í varnarmálum. Slíkt
hlyti þegar til lengdar lætur að
leiða til stjórnmálalegrar einangr-
unar, og það er ekki vafi á því að
þessi hætta á stjórnmálalegri
einangrun Alþýðubandalagsins
vegna þessa máls er meginskýr-
ingin á raunsærri afstöðu þess
stjórnmálaflokks nú en hingað til
hefur verið.
Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins í
skrifstofu sinni í Valhöll.