Morgunblaðið - 04.04.1979, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.04.1979, Qupperneq 17
friðurí 30 ár MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1979 49 þeirra. Þó er aö því gætandi, aö hlut- leysisyfirlýsingin frá 1918 var aldrei numin úr gildi. Stjórnmálaflokkarnir lýstu yfir því, að stefnan frá 1941 væri tímabundin stríðsráðstöfun, og að á friðartímum yrði hlutleysið hafið til vegs á nýjan leik. 5. Hlutleysi áný? Menn sáu fyrir sér í hillingum, hvernig nýr og betri heimur risi upp úr ösku hins gamla. Sigurvegararnir smíðuðu sér al- þjóðlegt öryggiskerfi er færði þjóðunum ævarandi frið. Ljónin og lömbin léku sér þar saman. Hömlum kreppunnar yrði létt af milliríkjaviðskiptum, og þjóðirnar kæmu á verkaskiptingu sín á milli. íslensk utanríkisverzlun hefði greiðan aðgang að mörkuðum, og velmegun stríðsáranna yrði til frambúðar. Engin tormerki voru á því, að þjóðin gæti náð öllum markmiðum sínum í utanríkismál- um innan ramma ævarandi hlutleysis. Eftir því sem leið á stríðið hurfu þessar hillingar. Sundurþykki ágerðist með Vesturveldunum og Ráðstjórnarríkjun- um, og þótt vopnaviðskiptum lyki sumar- ið 1945, var ekki friðvænlegt um að litast í Evrópu. Allt var í óvissu um endurreisn álfunnar, og útlit var fyrir, að atvinnulíf hennar yrði lamað um ófyrirsjáanlega framtíð. Á fjórða áratugnum höfðu landstjórnendur reynt að halda sem lengst í þá von, að ísland stæði sem fyrr utan við valdabaráttu stórveldanna. Forsendur hlutleysisstefnunnar voru augljóslega ótryggari en áður, en samt vonuðu menn, að hún dygði þjóðinni til að komast óskaddaðri frá enn einu Evrópu- stríði. í stríðslok voru íslendingar reynsl- unni ríkari. Nú var það vitað, að Island var einn mikilvægasti staður jarðar frá hernaðarlegu sjónarmiði. Þær hættur, sem framsýnir menn sáu í flugtækni fjórða áratugarins, höfðu nú margfaldazt. Einangrun landsins var endanlega rofin, og stríðið sannaði, að völt var gæfa þeirra, sem byggðu öryggi sitt á víddum hafsins. Nú gat enginn dregið í efa þau varnaðarorð, sem Þjóðviljinn, málgagn Sósíalistaflokksins, hafði birt þjóðinni fyrir hernámið 1940: Gildi hlutleysisins „er nákvæmlega jafnmikið og hinar hervæddu stórþjóðir vilja^vera láta, — hvorki meira né minna". Þetta leiddi huga ýmissa áhrifamanna að flugvöllun- um, sem Bandamenn höfðu lagt á íslandi. Auðsætt var, að þessi mannvirki stæðu eftir óvarin, ef Vesturveldin kölluðu herinn brott frá landinu. Hér bættist þá við enn ein brotalömin á öryggi landsins: Óvarðir flugvellir hlutu að bjóða hætt- unni af hinni nýju hernaðartækni heim. Með einum flugleiðangri til Keflavíkur eða Reykjavíkur gat yfirgangssamt stór- veldi tekið landið kverkatökum. Ef ráða mátti af nýlegri reynslu smáríkjanna, kunni stórveldið að beita fyrir sig inn- lendum mönnum til að auðvelda sér sjálfa landtökuna. Hlutverk þessarar „fimmtu herdeildar" yrði að hrifsa til sín flug- vellina í þann mund, er innrásarleiðangur nálgaðist landið. Það var einkum í þessu samhengi, sem íslenzkum og erlendum ráðamönnum stóð stuggur af Sósíalista- flokknum. Af málflutningi sósíalista drógu menn þá ályktun, að flokkurinn eða einstakir flokksmenn væru reiðubúnir að búa hér í haginn fyrir herskara „verka- lýðsríkisins". 6. Hlutleysi hafnað Sú heimsmynd, sem blasti við lýðræðis- flokkunum sumarið 1945, gaf þeim litla von um að endurvekja mætti hlutleysis- stefnuna í bráð. Hlutleysið hafði reynzt gagnslaust til að ráða fram úr úrlausnar- efnum svipuðum þeim og nú voru að koma aftur í sjónmál. Þjóðstjórnin hafði reynt þetta, en hún lenti í ófæru. Stjórnin hafði sveigt frá hlutleysinu, og henni hafði lánazt að bjarga öryggis- og við- skiptahagsmunum þjóðarinnar úr bráð- um háska. Þetta var lærdómurinn, sem í síðari heimsstyrjöldinni skiptu brezku herstöðvarnar á íslandi sköpum í átökunum um Atlantshaf. Myndin sýnir þann einstæða atburð, er þýzkur kafbátur, U-570, gaíst upp fyrir Hudson sprengiflugvél frá 269 flugsveitinni brezku, sem hafði bækistöðvar sínar í Kaldaðarnesi. Kafbátsmenn veifa spariskyrtu skipherra síns til merkis um uppgjöfina, 27. ágúst 1941. Herskip dró kafbátinn til Hvalf jarðar og það, sem eftir var stríðsins, sigldi hann undir brezku flaggi. — „Siðmenningin og villimennskan tókust þá [1941] á uppi í landsteinum íslands. En þótt orrustugnýrinn glymdi í eyrum sósíalista og ummerkin bæri fyrir augu þeirra, var viðkvaeðið hið sama og nú: dvöl hersins í landinu er andstæð íslenzkum hagsmunum“. Heimsókn Winstons S. Churchills til Reykjavíkur 16. ágúst 1941. Hermann Jónasson forsætisráðherra Þjóðstjórnarinnar kveður Churchill á hafnarbakkan- um. Hermann átti farsælt samstarf við Breta á þeim árum, er þeir stóðu einir gegn ofurvaldi Hitlers. forystusveit lýðræðisflokkanna dró af reynslu styrjaldaráranna. Sú skoðun fékk aukinn byr í þessum flokkum, að breyttist heimsástandið ekki til batnaðar, bæri að halda áfram á svipaðri braut og valin var með herverndarsamningnum 1941. Ráða- menn í flokkunum þremur voru efnislega sammála um, að í utanríkismálum ætti að stefna að eftirfarandi markmið- um: Að tryggja og stækka þann markað, sem Islendingar höfðu aflað sér með samvinnunni við Breta og Bandaríkja- menn; að vernda innra og ytra öryggi ríkisins gegn veldi Stalíns, þ.e. Ráðstjórnarríkj- unum og heimshreyfingu kommúnismans. En eitt var aö velja stefnu, annað að framkvæma hana. Leiðir lýðræðisflokk- anna höfðu skilið í innanlandsmálum, og fullur fjandskapur var með foringjum tveggja stærstu flokkanna. Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur höfðu myndað Nýsköpunarstjórn með sósíalistum 1944, en Framsóknarflokkurinn var í stjórnar- andstöðu. Ólafur Thors, forsætisráð- herra, vildi fyrir engan mun st.vggja sósíalista, því að hann taldi samstarfið við þá nauðsynlegt til að endurnýj'a atvinnutækin í landinu. Af þessum sökum frestaði hann því að taka framtíðarstefnu í utanríkismálum og hélt sér við her- verndarsamninginn. En haustið 1945 tóku Bandaríkjamenn öryggismálin úr höndum Ólafs með því að biðja um leigu herstöðva á íslandi til langs tíma. Tillagan var með öllu óað- gengileg fyrir lýðræðisflokkana, en Bandaríkjamenn óðu í villu og ríghéldu í óraunhæfar óskir. Sósíalistar og banda- menn þeirra fengu þannig tækifæri til að leika einleik á strengi þjóðernishyggjunn- ar. Keflavíkursamningurinn var afleið- ingin af þessum mistökum Bandaríkja- stjórnar. Varnarsamstarfi íslendinga við Vesturveldin var slitið í bráð: Raunsæið laut hér í lægra haldi fyrir þjóðernistil- finningum. En hlutleysið í sinni uppruna- legu mynd átti sér ekki viðreisnar von. í ársbyrjun 1947 mynduðu lýðræðis- flokkarnir stjórn, sem var einhuga um að halda nánum tengslum við Vesturveldin í stjórnmálum og viðskiptum. 7. Túnabil óvissu Þær heimildir, sem nú liggja fyrir um tímabilið frá 1947, sýna, að ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar hóf göngu sína ráðin í að endurnýja ekki varnar- samstarfið við Vesturveldin á friðartím- um. Stjórnin ætlaði að fara eftir almenn- ingsálitinu í þessu efni, og hún taldi, að Keflavíkursamningurinn væri nokkur trygging fyrir öryggi landsins og utan- ríkisverzlun, þótt gallaður væri. Árin 1948—49 mörkuðu ný tímamót í íslenzkum utanríkismálum. Við getum skipt þessum árum í tvö þróunarskeið: Tímabil óvissu, er hófst með valdatöku kommúnista í Tékkóslóvakíu í febrúar 1948, og tímabil ákvarðana eftir flutn- ingabann Ráðstjórnarríkjanna á Berlín í júní 1948, en því skeiði lauk með inngöngu íslands í Atlantshafsbandalag- ið í marz 1949. Baksviðið er kalda stríðið; klofningur heimsins í tvær fylkingar, er römbuðu á barmi nýrrar styrjaldar. Frá ársbyrjun 1948 gerðust íslenzkir ráðamenn áhyggjufullir vegna varnar- leysis landsins. Það kom nú fram, sem menn höfðu séð fyrir í stríðslok: Á ólgutímum stóð íslenzka ríkið máttvana andspænis nýrri hernaðartækni, sem gerði landið sérstaklega eftirsóknarvert í styrjöld. Hættan á skyndiárás tók á sig áþreifanlegri mynd, er óþekktar flugvélar sáust sveima yfir Keflavíkurflugvelli og sovézkur síldarfloti gerði sig heimakom- inn við landið. Þá fór tortryggni í garð sósíalista vaxandi, eftir að kommúnistar í Austur-Evrópu frömdu valdarán í skjóli Rauða hersins. Islenzkir ráðamenn gátu ekki lengur leitt það hjá sér, að ekkert ríki var skuldbundið til að koma landinu til bjargar, ef í harðbakkann sló. Milli- lendingar bandarískra herflugvéla gáfu mönnum að vísu vonir um, að liðsstyrkur kynni að verða til varnar á Keflavíkur- flugvelli, en allt var þetta þó tilviljunum háð, þegar grannt var skoðað. Ótíðindin frá Austur-Evrópu og stríðsblikur yfir Berlín knúðu ríkisstjórn íslands til að leita að afdráttarlausri tryggingu fyrir öryggi landsins. I stefnu ríkisstjórnarinnar örlaði einn- ig á alþjóðahyggjunni, sem miklu hafði ráðið um samstarfið við Vesturveldin á styrjaldarárunum. Ráðherrarnir ein- blíndu ekki á öryggi íslands í þrengstu merkingu. Héðan var útsýni til umheims- ins. Stjórnin taldi, að lýðræðisskipulag- inu stafaði nú svipuð hætta af kommúnismanum og nazismanum áður. Islenzkir landstjórnendur og þorri almennings gerði sér grein fyrir eðli Sjá nœstu Sjðu j^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.