Morgunblaðið - 04.04.1979, Side 27
friðurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
59
Frá setningu ársfundar Þingmannasambands Atlantshafsbandalagsins 1968. Matthías Á. Mathiesen,
þáverandi forseti í ræðustóli. Þá kemur Manilo Brosio, sem á þessum tíma var framkvæmdastjóri NATO,
síðan Pierre Harmel utanríkisráðherra Belgíu og Pierre Deshorms framkvæmdastjóri þingmannasam-
bandsins.
Matthías Á. Mathiesen alþingismaður og fyrrverandi
fjármálaráðherra hefur einn íslendinga verið forseti.
Þingmannasambands Atlantshafsbandalagsins. Það var
á árunum 1967 til 1968, en á þessu ári er aldarfjórðung-
ur liðinn frá stofnun sambandsins. Morgunblaðið fór
þess á leit við Matthías að hann segði nokkuð frá
starfsemi þess og spurði fyrst í hverju hún væri einkum
fólgin.
Vettvangur
til að
skiptast á upplýs-
ingum og fylgjast með
þróun alþjóðamála
— segir Matthías A. Mathiesen
um Þingmannanefnd NATO
— Þingmannasambandið er
fyrst og fremst vettvangur þar
sem þingmenn frá aðildarlöndun-
um hafa tækifæri til að fylgjast
með málefnum bandalagsins og
þróun mála á hverjum tíma.
Haldnir eru árlegir fundir, þar
sem venjulega eru um 200 þing-
menn frá öllum aðildarríkjunum,
mismunandi margir auðvitað eftir
stærð þjóðanna. Við íslendingar
höfum verið með þrjá til fjóra
fulltrúa sem fá þannig tækifæri
til að kynna sér mál á þessum
vettvangi. Þingmannasambandið
er í rauninni hugsað sem nokkurs
konar tengiliður milli Atlants-
hafsbandalagsins og og þjóðþings
hvers lands, því að ekki er síður
nauðsynlegt að þingmenn í hverju
landi séu vel heima í því sem
viðkemur sameiginlegum vörnum
bandalagsríkjanna en ríkis-
stjórnirnar, sem vitaskuld eru
ævinlega í beinum tengslum við
það sem er að gerast innan NATO.
— Koma ákveðin úrlausnar-
efni tii kasta sambandsins þannig
að það taki beina afstbðu til
einhverra mála?
— Nei, slíku hlutverki gegnir
þingmannasambandið ekki, enda
er því fyrst og fremst ætlað að
vera vettvangur fyrir upplýsingít-
skipti. Á binn bóginn koma skoð-
anir þingmanna skýrt fram á
þessum fundum. Það hefur áreið-
anlega sitt að segja. Það er til
dæmis ekki vafi á því að íslenzkum
þingmönnum gafst á sínum tíma
mjög gott tækifæri til að kynna
málstað íslendinga í landhelgis-
málinu hjá þingmannasamband-
inu og það hefur áreiðanlega átt
sinn þátt í lausn þess máls.
— Hvaða þingmenn eru full-
trúar íslands í Þingmannasam-
bandi Atlantshafsbandalagsins
um þessar mundir?
— Það eru Ólafur G. Einarsson,
sem er formaður íslenzku sendi-
nefndarinnar, Einar Ágústsson,
Sighvatur Björgvinsson og Jón G.
Sólnes.
— Hafa þingmenn Alþýðu-
bandalagsins aldrei tekið þátt í
störfum þingmannasambands-
ins?
— Nei, það hafa einungis verið
þingmenn frá lýðræðisflokkunum
sem hafa sótt fundina, enda er það
forsenda samstarfsins að þeir, sem
þar bera saman bækur sínar, séu
sammála um nauðsyn þess að
vestræn lýðræðisríki standi saman
um öryggi sitt og það hagræði,
sem tvímælalaust fylgir því að
tryggja varnir aðildarríkjanna í
sameiningu. Þingmenn Alþýðu-
bandalagsins hafa heldur ekki svo
mér sé kunnugt um sýnt áhuga á
starfsemi þingmannasambands-
ins, þótt þeir gætu sjálfsagt haft
gagn af því að kynnast henni, ekki
síður en aðrir. Á ársfundunum
flytja margir málsmetandi menn
fróðleg erindi um alþjóðamál, en
auk þingmanna eru á þessum
fundum framkvæmdstjóri
Atlantshafsbandalagsins og ýmsir
helztu forvígismenn þess. Á milli
ársfundanna eru svo starfandi
fimm nefndir, þ.e.a.s. stjórnmála-
nefnd, efnahagsnefnd, vísinda- og
tækninefnd, menningar- og upp-
lýsinganefnd og varnarmálanefnd,
en þar að auki starfar innan
sambandsins stjórnarnefnd með
einum fulltrúa frá hverju aðildar-
ríki.
Það er skoðun mín að Þing-
mannasamband Atlantshafs-
bandalagsins hafi fyllilega rækt
það hlutverk, sem því var ætlað i
upphafi, og að það hafi á margvís-
legan hátt orðið til þess að styrkja
innviði þessa varnarbandalags,
sagði Matthías Á. Mathiesen.
r I
A'/ "/'v- V <•
mmm.
íwÍwSb
!'%L&
:!í«
ms.
mmlf/J.rtrtv j