Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 21
friðurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
53
en íslendingar verða að teljast með þeim
fastheldnustu á gamlar venjur og reglur í
þjóðarétti varðandi víðáttu landhelgi.
Raunar hafa þær allar, a.m.k. þær, sem
geta vegna staðhátta, tekið sér 200 mílna
efnahagslögsögu núna með einhliða yfir-
lýsingum um útfærslu. En það höfðu þær
engar gert, meðan deilurnar við Breta
stóðu sem hæst. Á þessu sviði þjóða-
réttarins eingöngu voru NATO-þjóðirnar
þess vegna á öndverðum meiði við Islend-
inga, en þær sýndu þó sérstökum vanda
íslendinga skilning, þar sem allt efna-
hagslíf okkar hefur löngum verið háð
fiskveiðum og byggir miklu mest á þeim.
En það fór ekki á milli mála, að þessi
skilningur á vanda Islands og samúð með
afstöðu Islendinga var þrátt fyrir allt
miklu ríkari innan Atlantshafsbanda-
lagsins, einmitt vegna aðildar okkar að
bandalaginu. Væru Islendingar ekki sam-
herjar í bandalaginu, þá hefðu aðrar
bandalagsþjóðir örugglega haft mun
minni skilning á efnahagsvandamálum
utangátta smáþjóðar, sem ekkert legði til
sameiginlegra viðfangsefna bandalags-
ins. Með öðrum orðum, vegna þess að
bandalagsþjóðunum er kappsmál að hafa
allar 15 saman, þar meðtaldir Islending-
ar, sem sitja í landfræðilegri miðju
bandalagssvæðisins, til að skipuleggja
varnir og öryggi Vestur-Evrópu og Norð-
ur-Ameríku, þá voru þær í ríkara mæli
reiðubúnar að ganga til móts við íslend-
inga í fiskveiðilögsögumálum og þar með
leggja harðar að Bretum að gefa eftir á
þessu sviði og ganga til samkomulags.
Þetta kom iðulega fram í orðum og verki
og var t.d. sagt berum orðum af tals-
mönnum ríkisstjórnar Sambandslýð-
veldisins Þýzkalands, þegar hún gerði
samkomulagið við Islendinga eftir út-
færsluna í 200 mílur, um svipað leyti og
Bretar voru að senda flotann enn á ný inn
í fiskveiðilögsöguna í nóvemberlok 1975.
Þá sögðust Vestur-Þjóðverjar hafa slegið
af kröfum sínum og gert samkomulagið,
af því að Islendingar væru mikilvægur
samherji í Atlantshafsbandalaginu.
En þróunin varð líka mjög ör í þjóð-
réttarmálum, eftir því sem leið á þriðju
alþjóðaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna,
um réttarreglur á hafinu, og það stefndi
að 200 mílna efnahagslögsögu níuveld-
anna í Efnahagsbandalagi Evrópu. Um
áramótin 1975/76 reyndist James Callag-
han, þáverandi utanríkisráðherra Bret-
lands, alls ekki hægt um vik að halda
annars vegar fram hörðum kröfum Breta
undir herskipavernd á íslandsmiðum og
hins vegar krefjast samtímis sérréttinda
fyrir brezka fiskimenn innan sameigin-
legrar fiskveiðilögsögu Efnahagsbanda-
lagsins. Utanríkisráðherrann brezki var
einmitt á slíkum samningafundi í Efna-
hagsbandalaginu í Bruxelles hinn 19.
janúar 1976, þegar Joseph Luns, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins,
þá nýkominn úr Islandsferðalagi, átti
langar viðræður við hann þetta kvöld.
Daginn eftir sigldu herskipin út fyrir
línu, og Bretar fengu góðar einkunnir
semherjanna í NATO fyrir samkomulags-
vilja, en það dugði þó ekki, því að
jákvæður árangur varð ekki af Lundúna-
viðræðum forsætisráðherranna Geirs
Hallgrímssnar og Harolds Wilsons undir
lok janúarmánaðar. Brezki flotinn kom
skömmu síðar (5. febrúar) inn fyrir aftur,
er deiian harðnaði á ný og endaði með
því, að stjórnmálasambandinu var slitið.
Er það í fyrsta og eina skiptið, sem
stjórnmálasambandi hefur verið slitið
milli tveggja NATO-ríkja.
Með breytingum á afstöðu til viðáttu
eigin efnahagslögsögu, þörfum fyrir sér-
réttindi brezka sjávarútvegsins innan
sameiginlegrar fiskveiðilögsögu Efna-
hagsbandalags Evrópu, ástandinu á ís-
landsmiðum í skugga herskipanna og
starfa landhelgisgæzlunnar íslenzku þar,
harðri afstöðu Islendinga og samúð
annarra bandalagsþjóða í NATO, einmitt
vegna öryggis- og varnarsjónarmiða, þá
myndaðist loks möguleiki á málamiðlun,
sem varð að samningsgrundvelli, er
Oslóarsamkomulagið var gert sumarið
1976. Enginn vafi er á því, að þar skipti
meginmáli aðild íslands að Atlantshafs-
bandalaginu og þar af leiðandi meiri *
skilningur bandalagsþjóðanna, einnig
Breta þrátt fyrir allt, á viðhorfum
íslendinga og lífsnauðsyn að tryggja
skynsamlega nýtingu fiskistofnanna um-
hverfis landið.
Harry D. Train,
yfirmaður A tlantshafsherstjórnar NA TO (saclant):
A30 ára afmæli Atlantshafs-
bandalagsins á það vel við,
eins og á öðrum tímamótum,
að líta um öxl á atburði
sögunnar, sem fyrnist yfir
með tímanum, og meta áhrif þeirra
breytinga, er orðið hafa og setja svip sinn
á framtíðina. Þeir, sem muna síðari
heimsstyrjöldina, hafa ekki gleymt því,
hvernig sú fagnaðaralda, sem gagntók
bandamenn við uppgjöf öxulveldanna,
varð að engu, þegar menn áttuðu sig á
því, að annað veldi fylgdi áfram útþenslu-
stefnu og „járntjaldið" varð viðtekið
hugtak.
Lýðræðisríkin
afvopnuðust
í samræmi við yfirlýsingar sínar á
styrjaldarárunum og að kröfu almenn-
ings afvopnuðust lýðræðisríki Vestur-
landa fljótt að stríðinu loknu. Á einu ári
eftir uppgjöf þýzkalands fækkaði her-
mönnum í liði þeirra í Evrópu úr 5
milljónum manna í 880 þúsund. Á hinn
bóginn drógu Sovétríkin ekkert úr stríðs-
rekstri sínum. 1945 höfðu þau meira en 4
milljónir manna undir vopnum, og her-
míns og ykkar sín á milli og við alla
nágranna okkar í Norður-Ameríku og
Evrópu. Fullveldi hvers ríkis er viður-
kennt og virt. Jafnræðið meðal ríkjanna
er óskorað. Síðan ég tók við störfum
mínum sem yfirmaður Atlantshafsher-
stjórnar NATO (SACLANT) 2. október
1978 hef ég af eigin raun á ferðum mínum
kynnzt því, hvernig menn halda þessar
meginreglur í heiðri. Til dæmis er Portú-
gal, sem glímir við alvarlegan efnahags-
vanda og er fjarlægt stærri heild banda-
lagsríkjanna norður í Evrópu, ekki síður
þátttakandi en heimaland mitt. Ég nefni
annað dæmi frá Osló. I ferð minni þangað
lagði ég á það áherzlu, að sem yfirmaður
Atlantshafsherstjórnarinnar hefði ég
ríkum skyldum að gegna gagnvart vörn-
um Noregs. Hins vegar gæti ég ekki gegnt
skyldum mínum gagnvart bandalaginu í
heild án Noregs. Sama á við um Island.
Afl Atlantshafsbandalagsins og friðar-
starf þess í 30 ár felst í því, að skyldurnar
Varnirís-
lands eru lífs-
nauðsynlegar
fyrir banda-
lagið
gagnaframleiðsla þeirra var sú sama og
áður.
Paul-Henri Spaak, forsætisráðherra
Belgíu, sagði á Allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna 1948: „Aðeins eitt ríki hefur
lagt undir sig önnur lönd í og eftir
styrjöldina, og það eru Sovétríkin".
Landvinningastefna Sovétríkjanna undir
forystu Stalíns hófst þegar í stríðinu,
þegar þau innlimuðu Eistland, Lettland
og Litháen, auk hluta af Finnlandi,
Póllandi, Rúmeníu, Norðaustur-Þýzka-
landi og Austur-Tekkóslóvakíu. Á
skömmum tíma féllu Albanía, Búlgaría,
Rúmenía, Austur-Þýzkaland, Pólland,
Ungverjaland og Tékkóslóvakia undir
yfirráð kommúnista.
Stjórnmálamenn í landi mín og ykkar
og í öðrum frjálsum lýðræðisríkjum í
Norður-Ameríku og Evrópu komust að
þeirri niðurstöðu, að þeir gætu aðeins
með varnarbandalagi smárra ríkja og
stórra, þeirra, sem meira máttu sín, og
hinna, sem lítils voru megnugir, milljóna-
þjóða og þeirra, sem töldu hundruð
þúsunda, skapað nægilegt afl í öryggis-
skyni. 4. apríl 1949 var Norður-Atlants-
hafssáttmálinn undirritaður í Washing-
ton. 5. greinin geymir mikilvægasta
ákvæði samningsins, þar sem segir:
„Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás
á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða
Norður-Ameríku skuli talin árás á þá
alla“.
Óskorað
jafnræði,
fullveldi
hvers ríkis
virt
Ég hef hér vakið sögulegar staðreyndir,
sem ég er viss um, að þið allir þekkið. En
þetta er grundvöllur samstarfs lands
eru hinar sömu gagnvart öllum banda-
lagsþjóðunum, og hver þjóð verður að
leggja það af mörkum, sem hún er fær
um.
Þegar við minnumst þeirra atburða,
sem leiddu til stofnunar Atlantshafs-
bandalagsins, hlýtur þessi spurning að
vakna: „Eru áform Sovétríkjanna hin
sömu og við blöstu fyrir 30 árum?“ Ég ver
að vísa til stjórnmálamanna um mat á
áformunum nú, en ég get staðhæft, að
meginverkefni Atlantshafsherstjórnar-
innar hafa ekki breytzt. Höfuðhlutverk
hennar er að koma í veg fyrir árás, sem
þýðir hið sama og að tryggja frið. Til þess
Vaxandi umsvif Sovétflotans á heimshöfunum. og þá ekki sízt á Norður-Atlantshafi,
hafa öðru fremur undirstrikað þá staðreynd að vígbúnaður Sovétríkjanna miðast ekki
við varnir nema að takmörkuðu leyti. Hér sést sovézkt birgðaskip færa tundurspillum
vistir.