Morgunblaðið - 04.04.1979, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.04.1979, Qupperneq 3
friðurí 30 ár MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 35 Norðurlandabandalagið færu út um þúfur, og ef Noregur og Danmörk hæfu þá viðræður um þátttöku í Norður-Atlantshafsbandalaginu, að hafa samráð við þau, enda teldi ísland sig enn oflítið vita um þær ráðagerðir til að gera tekið afstöðu til þeirra. Rasmussen spurði að vísu, hver af- staða íslenzku stjómarinnar mundi verða, og hlustaði á ummæli mín um, að við vildum hafa samráð við þá hina í þessu tilfelli, en ekki virtist mér hann leggja mikið upp úr því, en ég sagði, að auðvitað færi afstaða íslenzku stjóm- arinnar að lokum eftir því, hvaða skyldur ísland yrði að taka á sig, ef það gengi í Norður-Atlantshafsbanda- lagið, og hvert aukið öryggi þaðfengi. Rasmussen sagði, að aðspurður af mér, að ekki væri hœgt að segja, að Bandaríkin hefðu reynt að beita nokk- urri pressu á Danmörku um þátttöku í Norður-Atlantshafsbandalaginu, að- eins hefði sendiherrann sagt, að þeir gætu þá ekki búist við vopnum, að minnsta kosti ekki í fyrstu, en úr því vildi Rasmussen lítið gera, því að bœði þyrfti Danmörk lítið af vopnum á bandarískan mælikvarða, og Danir mundu hvort eð er ekki fá vopn þaðan fyrstu 2 árin. Þá taldi Rasmussen vera nú heldur friðvænlegra en áður í alþjóðamálum. Ekki sagði hann að Rússar hefðu reynt að hafa nein áhrif á þá, heldur aðeins hefði þaðan heyrst almennur propaganda. Auk þessa máls drápum við í sam- talinu aðeins á Grænlandsmálið og skýrði ég nefndarskipunina í því. Auk þess kvartaði ég yfir afstöðu Dana í París til togarakaupa okkar í Eng- landi. Rasmussen kannaðist við það, hélt að þegar væri búið að kippa því í lag, en lofaði að athuga það. ★ Föstudaginn 28. janúar 1949 kl. 9‘A f.h. átti ég tal við hr. Halvard Lange, utanríkisráðherra Norðmanna, á skrifstofu hans í Oslo, samkvæmt beiðni minni. Lange átti mjög annríkt. Átti eftir stutta stund að fara á fund með miðstjórn flokks síns. Lange sagði mér, að hann byggist við, að ekki yrði samkomulag um skandinaviskt vamarbandalag nema því aðeins, að Bandaríkjastjóm hefði breytt um afstöðu frá því sem verið hefði, en í morgunblöðunum þennan dag væri skýrt frá, að hugsanlegt væri að Bandaríkin mundu láta slíkt skandinaviskt varnarbandalag fá vopn, ef það yrði myndað. Hr. Lange sagði, að þetta kæmi algjörlega í bága við þœr fregnir, sem hann hefði haft síðast frá sendiherra Bandaríkjanna i Oslo daginn áður. Nú hefði hann látið spyrja um þetta á ný og ef engin breyting yrði, teldi hann litlar sem engar líkur, að úr skandi- naviska vamarbandalaginu yröi. Þá þyrftu Norðmenn eftir viku eða hálfan mánuð að segja til um, hvort þeir vildu taka þátt í samningunum um stofnun Norður-Atlantshafsbandalags. Taldi hann allar líkur til, að svo yrði, en þó mundi það nokkuð fara eftir þvi, hvað í þessum samningum fœlist. T.d. mundu Norðmenn ekki samþykkja að hafa herstöðvar i landi þeirra á friðartímum. Hitt teldu þeir mjög miklu máli skipta, að áður en til ófriðar kœmi, vœri búið að gera ráð fyrir, hvemig aðstoð Vestumeldanna yrði háttað. Skildist mér að synjun Svía á því, að slíkar ráðagerðir ættu sér stað, væri ein höfuð ástœðan fyrir því, að ekki myndi samkomulag verða. Eins hafði ráðherrann daginn áður haldið rœðu um málið í norska Stór- þinginu og vékum við að henni. Sagði ráðherrann að þar kæmi skoðun sín og stjórnarinnar fram. Þá sagði ráðherrann, að nokkur skoöanamunur væri innan norska verkamannaflokksins um afstöðuna til Norður-Atlantshafsbandalags, og gæti sá skoðanamunur orðið stjórninni mjög örðugur. Að vísu væri vitað, að yfirgnœfandi meiri hluti þings vœri með Norður-Atlantshafsbandalagi, en þessi skoðanamunur innan stjómar flokksins gæti ef til vill kostað hann meirihluta afstöðu við kosningar. Hann sagði og, að hugsanlegt væri, að Rússar réðust á Noreg á tímabilinu frá því að Norðmenn segðust vera reiðubúnir til samninga um þessi efni og þangað til að bandalagið vœri komið á, og þyrftu Norðmenn að tryggja sig eftirfongum og fá aðstoð ef til slíks kæmi. Framhjá þessum mögu- leika væri ekki alveg hœtt að líta. Ég sagði ráðherranum, að íslenzka stjórnin hvorki vildi né gæti haft nokkur áhrif á norsku stjórnina um hverja ákvörðun hún tœki, en ef Norðmenn hefðu í athugun þátttöku i Norður-Atlantshafsbandalagi hefði ís- lenzka stjórnin áhugafyrir aðfylgjast með því og hafa samvinnu við norsku Árið 19G9 var haldinn í Washington söguleKur umræðufundur fjögurra manna, sem allir höfðu undirritað Atlantshafssáttmálann tuttugu árum áður. Allir höfðu á þeim tíma verið utanríkisráðherrar landa sinna. Þessi mynd var tekin á fundinum. sem var liður í hátíðahöldum vegna tuttugu ára afmælis Atlantshafs- handalagsins. Talið írá vinstri: Halvard Lange, Noregi, Bjarni Benediktsson, Dean Acheson, Banda- ríkjunum, og Lester Pearson Kanada. Svíar vildu ekki nœrveru Islend- inga stjómina ef til kæmi. Væri hugsanlegt, að sérstakir menn kæmu til Noregs til viðræðna um það efni. Lange tók því vel en ekki virtist mér hann leggja mikið upp úr þvi. Ég tjáði ráðherranum, að afstaða íslands væri sú, að við hefðum litla sem enga herþekkingu; okkur væri ekki tilMítar Ijóst, hver hemaðarþýðing lands okkar væri né hvað gera þyrfti til vamar landinu og gœti því farið svo, að við óskuðum eftir sérstöku samráði við Norðmenn um það atriði. Lange játaði þvi einnig en sagði, að Norðmenn hefðu enn ekki ihugað til neinnar hlítar i hverju aðstoð af hálfu Vestumeldanna þeim til handa ætti að vera fólgin. Athugun á slíku mundi einmitt hefjast eftir að úr því væri skorið, hvort skandinaviska vamar- bandalagið kæmist á eða ekki. Ég hafði látið uppi við fulltrúa utanrikisráðuneytisins, sem tók á móti mér á flugvellinum, að ég gæti ekki sagt um hversu lengi ég yrði i Noregi fyrr en ég hefði talað við utanrikisráð- herra Lange. Ég gæti þessvegna ekki svarað því, hvort ég gæti þegið boð daginn eftir um hádegisboð hjá Noregskonungi. Lange lét uppi að fyrra bragði von um, að ég gæti tekið þátt i þessum hádegisverði en nefndi ekki að öðru leyti, að ég dveldi lengur í Oslo, heldur sagði bemm orðum, að hann hefði hreyft því og óskað eftir, að ég ætti kost á að sitja á fundunum um hið skandinaviska varnarbandalag, en Svíar hefðu neitað þvi, vegna þess að þeir hefðu talið, að slíkt mundi leiða til of mikilla umræðna um Norður-Atl- antshafsbandalag. Ég sagði Lange þsssvegna, að ég mundi hverfa frá Noregi strax daginn eftir, en hann sagði, að við mundum hittast um kvöldið í boði hjá sér og mundum við þá geta rætt nánar um þessi efni. Ekki varð það þó, því að í boðinu veik Lange ekki einu orði að þessum efnum, enda virtist hann þá æmar áhyggjur hafa og sat ýmist á tali við Undén (sænska utanríkisráð- herrann), Rasmussen (danska utanrík- isráðherrann) eða forystumenn flokks síns. Varð ég þess mjög var í sam- kvæmi þessu, að Norðmenn, sumir að minnsta kosti, höfðu þungar áhyggjur um, hvernig horfði í þessu efni og að, einkum Danir, lögðu ríka áherzlu á, að ekki slitnaði upp úr. Norðmenn, a.m.k. Lange, töldu þýðingarlaust, eftir því sem hann hafði sagt mér um morguninn, að halda lengur áfram þessum viðræðum, og sagði hann Svía hafa sömu skoðun. Réði ég það og af ummælum Svía eins, er ég þekkti frá fyrri tíð og hitti þarna um kvöldið, að hann taldi ákaflega ólíklegt, að nokkur niðurstaða yrði þessa fundar önnur en sú, að slíta samningaviðrœðum. Forseti Stórþingsins, Nat- vig-Patersen, kom að máli við mig i boði þessu og vékum við meðal annars að þessum efnum. Taldi Stórþingsfor- setinn það hafa verið mikla vitleysu að forma sjónarmiðin svo rækilega, sem gert hafði verið í Kaupmannahöfn nokkrum dögum áður, því að nú vœri norskt sjónarmið og sænskt sjónarmið og ef hvika ætti frá hvoru um sig teldi sá sig láta í minni pokann. Einnig væru komin inn í málið persónuleg prestige atriði o.fl., sem gerði það óþarflega erfitt viðfangs. Það væri að vísu svo, að norski verkamannaflokk- urinn væri nokkuð klofinn um málið, en víst vœri og að ef horfið væri frá hinu norska sjónarmiði er verið hefði, þá mundu borgaraflokkarnir snúast á móti stjórninni og mikill hluti verka- mannaflokksins vera þeim sammála og mundi það að sjálfsögðu valda miklum örðugleikum. Eftir að samkvæmi þessu lauk hafði ég ekki méiri samgang við norska stjómmálamenn iför minni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.