Morgunblaðið - 04.04.1979, Page 5

Morgunblaðið - 04.04.1979, Page 5
friðurí 30 ár MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 37 Málamiðlun vegna landhelgisdeilu Islendinga og Breta fór meðal annars fram á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins, og átti dr. Joseph Luns. fram- kvæmdastjóri bandalags- ins. þar ekki sízt hlut að máli. Myndin var tekin í skrifstofu Geirs Hall- grímssonar. þáverandi for- sætisráðherra. er dr. Luns kom til Reykjavíkur í janú- ar 1976 til viðræðna við íslenzk stjórnvöld til að kanna möguleika á sam- komulagi í deilunni við Breta. — Má þá ef til vill líta svo á, að nú séu fremur en áður skilyrði til hugsanlegrar stjórnarsamvinnu Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags? — Það er enginn vafi á því að ágreiningur um öryggismál hefur verið óyfirstíganleg hindrun i vegi fyrir samstarfi þessara flokka og á meðan Alþýðubandalagið leggur þessa stefnu sína á hilluna eins og í núverandi stjórnarsamstarfi má líta svo á að sú hindrun þurfi ekki að standa í vegi fyrir slíku sam- starfi. Hins vegar er að sjálfsögðu margs konar ágreiningur annar fyrir hendi, enda grundvailast flokkarnir á gerólíkum hugmynd- um. — Á fámenn og herlaus þjóð, eins og íslendingar, heima í hern- aðarbandalagi? — Menn skipuleggja ekki varnir gegn hugsanlegri hernaðarárás með vopnleysi, og í hervæddum heimi skiptir ekki máli hvort um er að ræða smáríki eða stórveldi. Ef til átaka kemur er ekki spurt um hlutleysi Og hlutleysi þarf ekki síður að verja með því að vígbúast, eins og dæmi Svía og Svisslend- inga sýna. Það þarf ekki mikið hugvit til að sjá fyrir hvað gerðist ef til átaka kæmi í þessum heims- hluta. Væri landið óvarið yrði kapphlaup milli styrjaldaaðila um að ná hernaðarlegri aðstöðu hér. Slík er lega landsins, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Um hlutleysi þýðir ekki að ræða í þessu sambandi, sizt af öllu fyrir vopnlausa þjóð, eins og okkur Islendinga, enda ber reynslan af hlutleysi ýmissa Evrópuþjóða í síðari heimsstyrjöldinni vitni um það. Þessar einföldu staðreyndir skilur yfirgnæfandi meirihluta Islendinga og því erum við aðilar að Atlantshafsbandalaginu og tök- um þátt í varnarsamstarfi ríkja þess. Það er augljós staðreynd, að Atlantshafsbandalagið er stofnað vegna þess að þátttökuríkin töldu öryggi sínu hætta búin af vopna- valdi, og þá fyrst og fremst vopna- valdi Sovétríkjanna sem eru hið allsráðandi afl innan Varsjár- bandalagsins. En til að gera sér grein fyrir gjörólíku eðli þessara tveggja hernaðarbandalaga þarf ekki annað en að líta á tvennt: Hugmyndafræðilegan grundvöll þeirra ríkja sem bandalögin mynda, og feril þeirra frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. — Atlantshafsbandalagið byggir tilveru sína og starf á vernd og viðgangi þess lýðræðis, sem stjórnarkerfi allra aðildar- ríkjanna grundvallast á og átt hefur ríkastan þátt í velmegun og friði bandalagsþjóðanna á undan- förnum áratugum. I samræmi við þær hugsjónir sem lýðræðisríkin Forgöngumenn um undirskriftasöfnun Varins lands árið 1974, en þar kom fram með afdráttarlausum hætti afstaða almennings til varnarmála, eins og Geir Ilallgrímsson getur um í viðtalinu. Á myndina vantar Bjarna Helgason jarðeðlisfræðing, en talið frá vinstri eru: Stefán Skarphéðinsson, lögfræðingur. Valdimar J. Magnússon, framkvæmdastjóri, Unnar Stefáns- son, viðskiptafræðingur, Jónatan Þórmundsson, prófessor, Hreggviður Jónsson, Þorvaldur Búason, eðlisfræðingur, Þorsteinn Sæmundsson, stjarnfræðingur, Þór Vilhjálmsson. hæstaréttardómari, Ragnar Ingimarsson, prófessor, Ottar Yngvason, lögfræðingur, Ólafur Ingólfsson, Björn Stefáns- son, skrifstofustjóri og Hörður Einarsson, ritstjóri. byggja tilveru sína á, er Atlants- hafsbandalagið varnarbandalag, en því miður verður hið sama ekki sagt um Varsjárbandalagið. Það hefur kommúnisma að bakhjarli og í samræmi við hann koma svokallaðir hagsmunir heildarinn- ar alltaf fyrst. Hvert meðal helg- ast af tilganginum, sem er kerfis- bundin stjórnun þjóðfélagsins í smáatriðum. Slíkum tökum er ekki hægt að ná nema með samþjöppun valds og áhrifa, og þessi sókn kommúnista eftir valdi kemur meðal annars fram í umsvifum Sovétmanna og Kúbumanna í Afríku og Suðaustur-Asíu um þessar mundir, svo og sívaxandi flotastyrk Sovétmanna, ekki síst hér á Norður-Atlantshafi. Allt þetta ber auðvitað ekki vott um annað en útþenslustefnu Sovét- ríkjanna og gegn henni hljóta lýðræðisríki að standa með þeim ráðum sem tiltæk eru. Við núver- andi aðstæður eigum við Islend- ingar ekki hetri kost.a völ en að taka þátt í varnarsamstarfi ríkja Atlantshafsbandalagsins og þar sem hervæðing þess miðast ekki við annað en varnir fæ ég ekki séð hvernig okkur Islendingum ætti að vera ósamboðið að vera fullgildir aðilar að bandalaginu þar sem fullt tillit er tekið til sérstakra þarfa okkar og aðstæðna. Hitt er svo aftur allt annað og raunar sjálfsagt mál, að auðvitað vona allir, að sá tími komi að hernaðar- bandalaga verði ekki lengur þörf, og ú því mun áreiðanlega ekki standa að íslendingar skilji sinn vitjunartima þegar hann kemur. — En á meðan öryggi landsins er bezt tryggt með þátttöku í Atlantshafsbandalaginu hljóta íslendingar að halda áfram því samstarfi, sem meðal annars hef- ur leitt til þess að friður hefur haldist á varnarsvæði bandalags- ins frá stofnun þess og tryggð hefur verið almenn velmegun langt umfram það sem þekkist í öðrum heimshlutum. — Á.R.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.