Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 26
friðurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
58
Tryggir
s j álfstæði
ÍSLANDS
veruleikinn er allur annar. Ég
kalla það ekki þjóðrækni, að vilja
hafa ættland sitt varnarlaust,
liggjandi hundflatt í hlutleysis-
auðmýkt fyrir hverjum, sem hér
vildi seilast til áhrifa, og ég kalla
það ekki frjálslyndi að 'vera
viljandi eða óviljandi að útbreiða
uppgjafaranda og friðkaupastefnu
frammi fyrir hættulegasta ein-
ræðisafli nútímans, háþróaðasta
kúgunarkerfi mannlegs anda, sem
sagan kann frá að greina.
Stundum hvarflar að mér, að það
sé með vilja gert. hve ómerkilegur
áróður liðsodda herstöðvaand-
stæðinga er. Hamrað er á víg-
orðum, sem höfða til tilfinninga en
ekki hugsunar. Meðan við höldum
ráðstefnur og málfundi, halda þeir
popphátíðir og leiksýningar. Það
er engu líkara en þeir, sem ráða
ferðinni, vilji halda fylgjendum
sínum fáfróðum um það, sem er að
gerast í veröldinni, og hverjar eru
forsendur fullveldis okkar, svo að
þeir fari ekki að hugsa of mikið og
verði færir um að draga rökréttar
ályktanir. Hvernig skyldi standa á
því, að öll þessi afmælishátíð
herstöðvaandstæðinga snýst um
alls konar músík, klassíska hljóm-
leika og poppmúsík, kabaretta,
sjónleiki, ljóðalestur, kvikmynda-
sýningar, ljósmyndasýningar
o.s.frv. en ekki umræður með
rökstuddum málflutningi um
kjarna málsins? Þegar hinir
misheppnuðu „menningardagar"
hófust á Klambratúni, var haldin
setningarræða, sem er skólabókar-
dæmi um málflutning þeirra.
Engar rökræður, heldur
uppkreistar fyndnitilraunir og
bull um steikarát Varðbergs-
manna og fleira álíka gáfulegt
þvaður. Innan um tilfinninga-
vaðalinn blandast svo hatrið á
þeim, sem hafa andstæðar skoðan-
ir á sjálfstæðismálum þjóðar-
innar. Er þetta ekki gert til þess
að fylgiliðið hugsi ekki of djúpt um
eðli hlutanna, eða hafa þeir
kannske ekkert annað fram að
færa? Minnzt var á það rétt einu
sinni, að þjóðin hefi klofnað 1949,
og nú þyrfti að sameina hana
aftur. Sameina hverja hverjum og
hvernig? Eiga 80% þjóðarinnar
allt í einu að taka upp skoðanir
tuttugu prósentanna til þess að
kaupa sér frið? Eða á að gera þetta
á sósíalistiskan hátt? Næg eru
fordæmin.
— Þú talar ýmist um Sovétrík-
in sem einræðisafl eða alræðisafl.
Fer það saman?
— Já. Þar er það einn aðili, sem
öllu ræður. Bókstaflega öllu í
mannlegu lífi. Þannig er sósíal-
isminn, kommúnisminn, bolsév-
isminn, samhyggjustefnan, eða
hvaða gæluorði sem þú vilt kalla
þetta, alls staðar í framkvæmd.
Kalda
stríðið
og Rússa-
grýlan
— Stundum er talað um það, að
þeir sem aðhyllast aðild að
Atlantshafsbandalaginu, séu
steinrunnir í anda kalda
stríðsins, trúi enn á Rússagrýl-
una og haldi, að ekkert hafi
breytzt á 30 árum. Hvað viltu
segja um það?
— Með leyfi, hvenær lauk kalda
stríðinu? Hver setti punkt aftan
við það? Halda Rússar ekki áróðri
sínum áfram um allan heim, er
ekki land þeirra jafnlokað og áður,
heldur vígbúnaður þeirra ekki
áfram af fullum krafti langt
umfram eðlilega sjálfsvarnarþörf?
Þeir, sem hía á Rússagrýluna,
segja að hún sé dauð, og finnst
þetta allt saman voða fyndið, eru
annað hvort nytsamir
sakleysingjar með blöðkur fyrir
augunum eða menn, sem hafa
pólitískan hag af því að draga úr
árvekni lýðræðissinna og svæfa
þá. Bara, að það verði ekki
svefninn langi. Ætli Aþeningar til
forna hafi ekki haldið, að lýðræðið
myndi breiðast út um allan heim
og vara að eilífu, af því að
mannsandinn og mannkærleikurinn
væri að komast á svo hátt stig hjá
öllum, eins og hjá þeim sjálfum
að eigin áliti? Lýðræðið þar varð
nú aldrei annað en smáglæta í
einu horni heimsins eitt andar-
tak; og svo slokknaði hún. Við
skulum gera okkur ljóst, að Sovét-
ríkin eru enn öflugri nú og áhrifa-
meiri en þau voru 1949 og hafa sízt
látið af úþenslustefnu sinni, þótt
NATO hafi stöðvað þau í Evrópu.
Mörg grundvallaratriði hafa vit-
anlega ekkert breytzt á 30 árum,
eins og herstöðvaandstæðingar
segja reyndar líka, en sá er mun-
urinn að sagan hefur staðfest
málstað okkar en ekki þeirra. Nei,
Rússagrýlan er sprelllifandi, og
það er ekki annað en heimska og
ábyrgðarleysi, finnist einhverjum
annað.
Ljónin og
lömbin
— Nú segja herstöðvaandstæð-
ingar og reyndar ýmsir aðrir, að
leggja beri niður öll hernaðar-
handalög, einkum Atlantshafs-
bandalagið og Varsjárbanda-
lagið, a.m.k. fari svo vonandi að
lokum. Er það skoðun þin?
— Ef við tökum mið af
heiminum, eins og hann hefur
verið og eins og hann er, þá hljóta
ríki áfram að áskilja sér rétt til
þess að stofna sjálfsvarnarbanda-
lög, eins og viðurkennt er í Sátt-
mála Sameinuðu þjóðanna. Það
hlýtur að auka á stöðugleika í
heiminum og minnka líkur á
ófriði, þegar mörg ríki vinna
saman í varnarbandalagi og bera
hvert ábyrgð á öðru. Það dregur úr
líkum á glæfraspili í krafti
valdbeitingar, heldur en ef hver
spilaði frítt. Þú ert kaldari að slá
út spili í tveggja manna kasjón en
fjögurra manna bridge. Dönum
þótti gott að komast í bandalag við
Þjóðverja eftir slæma reynslu af
bandamannaleysi á síðustu öld og
þessari. Sama er að segja um
Frakka, Belga, Hollendinga og
Lúxemborgara. Hvernig ætli
landabréf af Evrópu liti út núna,
hefði NATO ekki verið stofnað?
Ég sé ekki lengra fram í tímann en
hver annar, en mikið má
mannkynið göfgast, ef allir hætta
að beita valdi eða knýja sitt fram
aðeins með því að hnykla vöðvana
og sýna aflið. Kannske verða
eintóm lömb á jörðinni í framtíð-
inni. En þó spái ég því, að ljónin
verði einnig langlíf.
- H. Bl.
Aukinn skilningur
ungs fólks á
starfi bandalagsins
tæplega eitt hundrað nýir félag-
ar verið teknir inn í það síðustu
vikurnar. Sagði Alfreð, að sú
þróun væri vissulega ánægjuleg
og benti til þess, að ungt fólk
hér á landi sýndi aukinn
skilning á mikilvægi Atlants-
hafsbandalagsins. Félagsmenn
Varðbergs eru nú um 600 tals-
ins.
Stjórn Varðbergs minnist
þess þessa dagana, að 30 ár eru
liðin frá stofnun Atlantshafs-
bandalagsins. Fjölmennur
fundur var haldinn s.l. laugar-
dag, þar sem dr. Gunnar
Thoroddsen fjallaði um inn-
göngu Islands í bandalagið.
Fundur verður haldinn á
Akureyri í næstu viku, og síðar í
þessum mánuði verður haldinn
fundur í Reykjavík, þar sem
Einar Ágústsson ræðir um störf
og markmið öryggismála-
nefndar. Þá má geta um
spurningakeppni, sem efnt
verður til í dagblöðunum um
Island og Atlantshafsbanda-
lagið. Ennfremur stendur Varð-
berg ásamt Samtökum um
vestræna samvinnu að útgáfu
bæklings, þar sem lögð er
áherzla á gildi Atlantshafs-
bandalagsins. Verður þeim
bæklingi m.a. dreift meðal
unglinga í skólum á Reykja-
víkursvæðinu.
Alfreð Þorsteinsson sagði að
lokum, að lýðræðissinnar hér á
landi þyrftu að halda vöku sinni.
Það væri bezt gert með öflugu
og stöðugu starfi í Varðbergi og
Samtökum um vestræna sam-
vinnu.
í stjórn Varðbergs eiga sæti
Alfreð Þorsteinsson formaður,
Ævar Guðmundssson 1. vara-
formaður, Guðni Jónsson, 2.
varaformaður, Þorsteinn
Eggertsson ritari, Geir Haarde
gjaldkeri og meðstjórnendur:
Kári Jónasson, Björn Björnsson,
Bjarni P. Magnússon og Björn
Hermannsson. í varastjórn sitja
Jósteinn Kristjánsson, Marías
Sveinsson, Skafti Harðarson,
Pétur Sturluson, Jón B.
Helgason og Róbert T. Árnason.
Mbl. sneri sér til Alfreðs Þorsteinssonar, formanns
Varðbergs, og bað hann að skýra frá starfsemi
félagsins.
Alfreð sagði, að Varðberg hefði verið stofnað árið
1961. Félagið væri sameiginlegur starfsvettvangur
ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, en
félagsmenn væru aðallega úr lýðræðisflokkunum
þremur, Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálf-
stæðisflokki. í lögum félagsins væri gert ráð fyrir, að
fólk úr þessum flokkum skiptist á formennsku í
félaginu. Þetta árið væri formaðurinn úr hópi
framsóknarmanna.
Alfreð sagði, að tilgangur
félagsins væri sá að efla
skilning ungs fólks á íslandi á
gildi lýðræðislegra stjórnar-
hátta og að skapa aukinn áhuga
á mikilvægi samstarfs lýðraéðis-
þjóðanna til verndar friðinum.
Ennfremur að mennta og þjálfa
unga áhugamenn í stjórnmála-
starfsemi og kynna þeim
markmið og starf Atlantshafs-
bandalagsins, svo og að aðstoða
í þessum efnum samtök og
.stjórnmálafélög ungs fólks, sem
starfa á grundvelli lýðræðis-
reglna.
Markmiði sínu hygðist félagið
m.a. ná með útgáfustarfsemi,
fundum og ráðstefnum, þar sem
sérfróðir menn flyttu fyrirlestra
og kynntu málefni þau, sem
félagið vinnur að. Ennfremur er
lög áherzla á þátttöku í
alþjóðlegum ráðstefnum, svo og
samskipti við lýðræðissinnaða
stjórnmálamenn í aðildar-
ríkjum Atlantshafsbandalags-
ins.
Alfreð sagði, að Varðberg
fjallaði einungis um utanríkis-
mál, en tæki ekki afstöðu til
innanríkismála, annarra en
þeirra, sem fjalla um öryggis-
og varnarmál.
Alfreð Þorsteinsson sagði, að
jafnan hefði ríkt gott samstarf
milli félagsmanna í Varðbergi,
þótt þeir kæmu úr mismunandi
flokkum. Hann sagði enn-
fremur, að um þessar mundir
væri mikill og vaxandi áhugi á
starfsemi félagsins, og hefðu
segir
Alfreð G.
Þorsteins-
son
formað-
ur Varð-
bergs