Morgunblaðið - 04.04.1979, Síða 22

Morgunblaðið - 04.04.1979, Síða 22
friðurí 30 ár MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 54 Sovétmenn eiga yfir 170 kafbáta í norðurflotanum einum og verða þcssar vigvélar stöðugt fullkomnari. að þessu hlutverki sé gegnt sem skyldi, verður það að vera framkvæmt á þann veg, að hugsanlegur árásaraðili sé ekki í neinum vafa um, að Atlantshafsbanda- lagið geti varizt öllum árásum, hvar og hvernig sem þær ber að. Nánar tilgreint merkir þetta, að ekki er unnt að líta á nokkurn fermetra lands sem einangraðan frá heildinni, hvort sem um er að ræða nyrzta odda Noregs, syðstu tá Portúgals við innsiglinguna í Njörvasund eða Island úti í miðju Norður-Atlantshafi. Með þetta í huga er rétt að kanna, hvaða herafli kynni að reynast nauðsynlegur á vegum NATO til að standast sókn óvinar inn á Norður-Atlantshaf eða annars staðar. í því efni getum við litið fram hjá áformum og einskorðað okkur við hernaðarmátt- inn, sem er óumdeilanlegur. Sovétflotinn ógnar sigl- ingarleiðum á Atlantshafi Sovézki flotinn hefur nú orðið áhrif á alla þætti alþjóðasamskipta — stjórn- málin, efnahagsmálin, hugmyndafræðina og hermálin. Útþensla flotans, fjöldi skipa og aukinn tækjakostur þeirra hafa gjörbreytt hernaðarmyndinni og leiða hugann að vandamálum, sem þekktust ekki og enginn sá fyrir við stofnun bandalagsins. 1949 höfðu herforingjar í bandalagslöndunum ekki miklar áhyggj- ur af liðs- og birgðaflutningum yfir Atlantshafið. Þeir gátu einbeitt sér að land- og loftvörnum Evrópu. Nú á tímum hefur það leitt af auknum umsvifum sovézka flotans, þar sem til sögunnar er kominn áhrifamikill kafbátafloti, nýtízku herskip og flugvélar, sem ógna flutninga- leiðunum milli Norður-Ameríku og Evrópu, að aukna áherzlu verður að leggja á áætlanir um varnir siglingaleiða. Opinberlega hefur verið ýtarlega fjallaö um sovézka kafbátaflotann, skipafjöldann og getu hans. Umræöur hafa ekki veriö eins miklar um hættuna af loftárás samhliöa kafbátahernaöi. Langdrægar, sovézkar flugvélar og flugvélar úr sovézka flotanum eiga nú auöveldara en áöur meö aö ráöast á skip á hafi úti meö eldflaug- um. Island liggur um þjóð- braut þvera Sovézka Backfire-sprengjuflugvélin getur nú gert árás á skotmörk talsvert fyrir sunnan línuna, sem dregin er frá Grænlandi um ísland til Bretlands (GIUK- eða GIB-hliðið), og eykur hún þannig hættuna á siglingaleiðinni milli Norður-Ameríku og Evrópu. Áður gat ég þess, hvernig land getur lagt sinn skerf af mörkum til sameiginlegra varna. Meðal þeirra mörgu kosta, sem Island hefur að bjóða innan Atlantshafsbandalagsins, er landfræðileg léga þess. Meginherafli sovézka flotans hefur bækistöðvar á Norðurslóðum í Barentshafi, og á friðar- og styrjaldartímum verður hann að sækja suður á bóginn, til þess að komast inn á Atlantshaf. ísland liggur þar um þjóðbraut þvera. Flug sovézkra orrustuvéla við Island tvö- faldaðist í fyrra Ferðir sovézkra kafbáta og flugvéla um GIUK-hliðið jukust á árinu 1978 miðað við fyrri ár. Athygli vekur, að 1978 flugu orrustuflugvélar frá Islandi í veg fyrir meira en 135 sovézkar flugvélar, sem komu inn á loftvarnarsvæði Islands. Þar að auki voru skráðar 70 sovézkar flugvél- ar í innan við 300 mílna fjarlægð frá íslandi, þ.e. á flugstjórnarsvæði Reykja- víkur. Ferðirnar voru á síðasta ári næstum tvöfalt fleiri en að meðaltali undanfarin fimm ár. Ástæða er til að benda sérstaklega á aukin umsvif sovézku Bear Foxtrot-kaf- bátaleitarflugvélanna vestur af Skot- landi. Allar þær flugvélar fóru um íslenzka loftvarnarsvæðið, annaðhvort á leið sinni suður eða á heimleið til Norðurflotans. Um sovézku kafbátana er það að segja, að með hverri SPRINGEX eða voræfingu sinni hafa þeir þokazt lengra suður á bóginn. Að koma íveg fyrir árás Allt hefur þetta áhrif á áætlanagerð okkar um liðs- og birgðaflutninga, ekki aðeins til Evrópu, heldur einnig hingað til lands og eyjanna sunnar í Atlantshafi. Samkvæmt þeim áætlunum, sem fyrir liggja, er gert ráð fyrir fjölgun í varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli, ef spenna magnast. Það er á valdi stjórnmálamann- anna að ákveða, hvenær fjölga skuli hermönnum, og hve mikið, auk þess, sem það hlýtur að ráðast af aðstæðum hverju sinni, en ekki er unnt að ítreka nægilega rækilega, hve mikilvægt það er að grípa til tímabærra ráðstafana. Meginhlutverk okkar er að koma í veg fyrir árás, eins og áður sagði, og þess vegna vona ég, að tímanlegir liðsflutningar geti stuðlað að framkvæmd þess, hvar sem þeirra kann að verða þörf. Til skýringar á hvernaðarlegu ákvörðunarvaldi tel ég rétt að lýsa, hvernig herstjórninni á Atlantshafs- og Evrópusvæðinu er fyrir komið. Atlants- hafsherstjórnin (Saclant) er ein af þrem- ur yfirherstjórnum NATO. Alexander Haig, hershöfðingi, stjórnar Evrópuher- stjórninni (SACEUR), og Sir Henry Leach stjórnar Ermarsundsherstjórninni (CINCHAN), og hafa þær þá allar þrjár verið nefndar. Tæknilega séð eru her- stjórnirnar allar jafnsettar. í raun eru þær það ekki. Evrópuherstjórnin þarf á liðsauka að halda, þegar styrjöld hefur hafizt. Atlantshafsherstjórnin flytur liðs- auka, ég legg SACEUR lið við að tryggja landamæri Vestur-Evrópu. Tafarlausir liðs- og birgðaflutn- ingar vestan um haf á hættutímum Þegar ég ræði um liðs- og birgðaflutn- inga, er ég í raun að fjalla um þau yfirráð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.