Morgunblaðið - 04.04.1979, Side 12
friðurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
44
vera hnupl, ef ég færi að ræða það. Björn
Bjarnason hefur skrifað ágæta grein og
flutt erindi hér við svipaðar aðstæður um
þetta efni líka, og hygg ég því, að það sé
ekki ástæða fyrir mig að gera grein fyrir
því.
Verkefni
Öryggis-
málanefndar
Nú, en hvað er þá eftir? Það er
framtíðin kannske. Og með því að það,
sem hjartanu er kærast, er tungunni
tamast, þá ætla ég nú að leyfa mer að
verja þessum faú mínútum, sem ég hef
hér til umráða, til þess að ræða um
nýstofnaða nefnd, svokallaða Öryggis-
málanefnd, sem núverandi ríkisstjórn
hefur nýlega sett á laggirnar.
Þessi nefnd er skipuð mönnum úr öllum
stjórnmálaflokkunum, tveimur frá hverj-
um, og henni er ætlað það hlutverk, — og
nutdreg ég upp biblíuna, sem ég les nú að
vísu ekki kvölds og morgna, þó að mér sé
kannske uppálagt það, heldur svona af og
til við hátíðleg tækifæri, eins og t.d. núna,
— og þar segir: Ríkisstjórnin mun beita
sér fyrir því, að sett verði upp nefnd, þar
sem allir þingflokkar eigi fulltrúa, og
verði verkefni nefndarinnar að afla gagna
og eiga viðræður við innlenda og erlenda
aðila til undirbúnings álitsgerðum um
öryggismál íslenzka lýðveldisins. Nefndin
geri ýtarlega úttekt á öryggismálum
þjóðarinnar, stöðu landsins í heimsátök-
um, valkostum um öryggisstefnu, núver-
andi skipan öryggismála og áhrif á
íslenzkt þjóðlíf, svo og framtíð herstöðv-
anna, eftir að herliðið fer, og varnir gegn
hópum hryðjuverkamanna. Nefndin fjalli
einnig um hugmyndir um friðlýsingu,
friðargæzlu og eftirlit á Norður-
Atlantshafi og lati semja yfirlit yfir
skipan öryggismála smáríkja í heiminum,
einkum eyríkja, sem eiga svipaðra hags-
muna að gæta og íslendingar. Eins og
háttvirtir ráðstefnugestir heyra, er hér
ekkert smávegis verkefni, sem þessari
nefnd er fengið, og þó að takist nú ekki að
vinna nema hluta af því, tel ég það
nokkurn ávinning í sjálfu sér.
En ég vil segja það í upphafi, að ég tel,
að hér sé stigið rett skref, og ef vel tekst
til, eigi hér að geta orðið um vísi að ræða
að stofnun, sem hafi þessi mál með
hönduin, ekki bara svona í tiltekinn tíma,
heldur alla tíð, eins og gerist hjá
nágrannaþjóðum okkar og þær hafa
ómetanlegt gagn af í mótun utanríkis- og
öryggismálastefnu. Það er ekki alveg
vanzalaust fyrir okkur Islendinga, hvern-
ig utanríkismálaumræða hefur verið hér
á landi nú um langt skeið, eða nánast
síðan sjálfstæðisbaráttunni við Dani
Jauk. Við höfum, yfirleitt svona, álitið að
utanríkismál, það væri það, hvort að
herinn ætti að vera á Keflavíkurvelli eða
ekki, og afstöðu okkar til þess höfum við
byggt á tilfinningum frekar heldur en
vitneskju og raunhæfum staðreyndum.
Ég hef þá von, að þessari nefnd takist að
færa utanríkismálaumræðuna upp úr því
djúpa hjólfari, sem hún hefur legið í
undanfarin ár og ég vil leyfa mer að orða
það þannig, að lyfta henni á örlítið hærra
plan. Meginforsenda fyrir því, að svo geti
orðið, er að Islendingar eigi aðgang að
rettum og raunhæfum upplýsingum um
það, sem er að gerast í kringum okkur, og
að íslenzka þjóðin, hver maður fyrir sig,
geti á grundvelli slíkrar vitneskju mynd-
að sér rétta skoðun um það, hvernig
afstöðu íslendinga sé bezt varið.
orðið, er, að Islendingar eigi aðgang að
réttum og raunhæfum upplýsingum um
það, sem er að gerast í kringum okkur, og
að íslenzka þjóðin, hver maður fyrir sig,
geti á grundvelli slíkrar vitneskju mynd-
að sér rétta skoðun um það, hvernig
afstöðu Islendinga sé bezt varið.
Ég veit, að hér er um mikið verkefni að
tefla, og við erum nokkuð vanbúnir til
þess að takast það á hendur, með því að
við höfum ekki sinnt því sem skyldi að
sérhæfa menn til þessara starfa fram að
þessu. Fyrsta verk þessarar nefndar
verður því, og er þegar hafið, að afla
upplýsinga frá þeim stofnunum, sem ég
áðan nefndi í nágrannalöndum okkar og
þegar hefur verið ritað bréf og beiðni til
stofnana í Svíþjóð, Noregi, Danmörku,
Kanada og Englandi. En þar, í öllum
þessum löndum, eru viðurkenndar stofn-
anir, sumar alveg á heimsmælikvarða,
eins og SIPRI í Stokkhólmi, sem geta
áreiðanlega lagt okkur í hendur efni, sem
kemur að gagni í þessu sambandi. Auk
þess sýnist mér nauðsyn bera til þess, að
við fáum leyfi til þess hjá sjórnvöldum að
sérhæfa menn í þessum störfum, þannig
að einnig íslenzk þekking og íslenzkt
hugvit geti komið til, þegar lagt skal mat
á þessi mál. Nú er ég ekki að tala hér
eingöngu um hernaðarmál, því að utan-
ríkismál eru svo miklu, miklu víðtækari,
og það verðum við að gera okkur fulla
grein fyrir. Og í því sambandi má
kannske geta þess, að NATO, þó varnar-
bandalag sé, hefur lafið sig skipta einnig
nokkur önnur mál. Og ég tel, að það sé
ávinningur að því, að slík starfsemi haldi
áfram og aukist, eins og um hefur verið
talað.
En einnig varnarmálin munu koma hér
auðvitað til skoðunar, og ég vænti þess, að
áður en langt um líður, geti þessi
margnefnda nefnd, sem ég er hér að gera
að umtalsefni, látið þjóðinni í té réttar,
hlutlausar upplýsingar um stöðu íslands í
heiminum, um ástand alþjóðamála, til
þess á þánn hátt að gera okkur sjálfum
kleift að leggja raunhæft mat á stöðuna
eins og hún er.
Stuðnings-
maður NATO
Mér er engin launung á því, að ég hef
verið stuðningsmaður NATO alla mína
pólitisku ævi, sem að vísu er ekki ýkja
löng, en sumum mun nú kannske þykja
alveg nógu löng, og ég hef byggt það á því,
að í Atlantshafsbandalaginu eru þær
þjóðir, sem við erum skyldastir og eiga
mest sameiginlegt með okkur margar
hverjar. Og þó að, eins og hæstvirtur
ráðherra veik hér að, að stöku sinnum
hafi skorizt í odda meðal bandalagsþjóða
og ætti ekki að þurfa að ræða, þá hefur
þessum þjóðum tekizt að jafna þennan
ágreining án blóðugra átaka. Það er
ennþá ein deila, a.m.k., innan veggja
Atlantshafsbandalagsins, sem óleyst er,
það er Kýpurdeilan, en ennþá hefur þó
ekki verið gripið þar til vopna að neinu
marki a.m.k., og allar vonir virðast nú
benda til þess, að á henni fáist viðunandi
lausn gegnum aðild beggja þjóðanna,
Tyrkja og Grikkja, í þessu bandalagi. A
þessu sjáum við, ásamt öðru því, sem hér
hefur verið nefnt, að bandalagið er veru
lega mikils virði í þessum heimshluta til
þess að setja niður innbyrðis deilur og til
þess að halda því valdajafnvægi, sem
ríkir í Evrópu með þeim bandalögum,
sem fyrir hendi eru og starfa, hvort sem
mönnum líkar það betur eða verr. Auðvit-
að hljótum við öll að vona, að sá tími
komi, áður en langt um líður, að slík
varnarbandalög, slík hernaðarbandalög,
verði óþörf. En meðan sú stund er ekki
upprunnin, þá tel ég, eins. og ég áðan
sagði, eindregna skyldu Islendinga að
halda áfram heilshugar þátttöku í NATO
og leggja það af mörkum, sem okkur,
samkvæmt upphaflegum skilmálum og
samningum, er skylt að gera.
Niðurstaðan
mun staðfesta
NATO-aðild
Ég sé það, herra ráðstefnustjóri, að ég
mun vera búinn með þann tíma, sem mér
var ætlaður hér, og skal þá láta þessum
fáu og sundurlausu þönkum að mestu
lokið, ég vil aðeins að lokum segja það, að
ég vona fastlega og vænti þess og trúi því
og byggi það á reynslu, sem ég hef fengið
nokkra á undanförnum árum, að sú
athugun, sem nú mun fara fram á vegum
þessarar nefndar, svo og annarra, sem til
þess kunna að verða kvaddir, leiði til
þeirrar niðurstöðu, að við sannfærumst
enn betur um það heldur en nokkru sinni
fyrr, að okkur beri að halda áfram að
vera aðilar að Atlantshafsbandalaginu.
eim fáu mínútum, sem mér
eru hér ætlaðar, mun ég ekki
verja til þess að ræða að
marki fortíð Atlantshafs-
bandalagsins eða sögu aðildar
íslands að bandalaginu. Slíkt hefur þegar
verið gert af mönnum, sem eru mér miklu
kunnugri þessum málum og fróðari um
þau efni. Ég læt mér aðeins nægja að
benda á tvö atriði í því sambandi. I fyrsta
lagi þá staðreyxd, að aðdragandi að
stofnun Atlantshafsbandalagsins var
landvinningar Sovétríkjanna í Evrópu.
Eftir stofnun Atlantshafsbandalagsins
hefur ekki ferkílómetri af evrópsku landi
komizt undir sovézk yfirráð. Þetta er
staðreyndin, sem vert er að hafa í huga.
Fjölþætt
samvinna
innan NATO
Hin staðreynd málsins er sú, að sú
samvinna NATO-ríkjanna, sem upphaf-
lega var fyrst og fremst á grundvelli
hernaðarlegrar samvinnu; á grundvelli
varnarsamstarfs; hefur á undanförnum
árum þróazt í æ ríkara mæli út á braut
efnahagslegrar samvinnu og menningar-
legrar samvinnu á fjöimörgum sviðum.
Þessi mál fá sífellt meiri umræðu á þeim
vettvöngum, t.d., þar sem þingmenn
aðildarríkjanna hittast, og samvinna um
efnahagsmál, félagsmál og menningar-
mál er orðinn svo snar þáttur í samstarfi
Atlantshafsbandalagsríkjanna, að ýms-
um þykir sem gleymzt hafi meginmark-
mið samvinnunnar, þ.e.a.s. að gæta sam-
eiginlegra varnarhagsmuna.
Vissulega er áhugavert að skoða fortíð-
ina, sögu þessarar samvinnu vestrænna
ríkja, en mér er meira í mun að horfast í
augu við atburði líðandi stundar og enn
meiri forvitni á að reyna að skyggnast til
framtíðar.
Styrkleiki
ríkja
Því er nú einu sinni svo farið, að staða
og áhrif ríkja og ríkjabandalaga í heimin-
um fara eftir styrk þeirra. í mjög grófum
dráttum má skipta slíkum styrk í þrjá
þætti. í fyrsta lagi er um að ræða
hernaðarlegan styrk viðkomandi ríkja og
ríkjabandalaga, sem ræður að sjálfsögðu
miklu um stöðu þeirra og áhrif í heimin-
um. I öðru lagi er um að ræða efnalegan
styrk ríkja og ríkjabandalaga, þ.e.a.s.
náttúruauðlindir og efnalegan auð við-
komandi ríkja, mannafla, stöðu menntun-
ar og verkkunnáttu, tækniváeðingu, iðn-
aðaruppbyggingu o.s.frv. í þriðja lagi má
svo nefna það, sem sumir hafa oft viljað
gleyma, en vakin hefur verið athygli á nú
aftur á síðustu árum, og kalla má
siðferðilegan styrk. Þar hafa áhrif atriði
eins og t.d. menningarlegt ástand, stjórn-
arfarslegt. Þar ráða ýmis félagsleg atriði
miklu, skipting lífsgæða o.s.frv. o.s.frv.
ásamt viðhorfi þegnanna til samfélagsins
og umhverfis þess. Þetta atriði, sem ég
hef nefnt siðferðilegan styrk, má alls ekki
vanmeta í þessu sambandi.
Það fer ekki á milli mála, ef þessir þrír
samofnu þættir eru skoðaðir, að ríki
Atlantshafsbandalagsins höfðu við stofn-
un bandalagsins talsverða yfirburði um-
fram önnur ríki og ríkjasamstæður í
öllum þessum þremur styrkleikaþáttum,
ef svo mætti að orði komast. Enginn vafi
er á því, að ríki Atlantshafsbandalagsins
höfðu við stofnun bandalagsins mjög
mikla hernaðarlega yfirburði yfir önnur
ríki og ríkjabandalög, og ber þar þá fyrst
að sjálfsögðu að nefna styrk Bandaríkj-
anna á hernaðarsviðinu, en m.a. vegna
kjarnorkuvopnabúnaðar höfðu Bandarík-
in mikla hernaðarlega yfirburði yfir
önnur ríki. Hernaðarlegir yfirburðir
Atlantshafsbandalagsins voru raunar svo
miklir á þessum tíma, að þeim stafaði