Morgunblaðið - 04.04.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.04.1979, Qupperneq 13
friðurí 30 ár MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 45 Sighvatur Björgvinsson, alþm.: ekki ógn af neinu ríki eða ríkjabandalagi, og Atlantshafsbandalagsríkin gátu verið nokkuð óttalaus varðandi öryggi sitt. Hernaðarlegir yfirburðir NATO-ríkjanna voru svo miklir í upphafi, að ef árásar- stríð hefði vakað fyrir þeim, hefði verið í það minnsta líklegt, að þeir yfirburðir hefðu getað nægt til algers sigurs yfir Sovétríkjunum og bandamönnum þeirra, en eins og kunnugt er, var það ekki árásarstefna, sem var forsenda Atlants- hafsbandalagsins, heldur sameiginlegir varnarhagsmunir, og þessir hernaðarlegu yfirburðir gerðu það að verkum, eins og ég sagði áðan, að ekkert ríki og ekkert ríkjabandalag gat á þeim tíma ógnað öryggi ríkja Atlantshafsbandalagsins. í öðru lagi var þáð líka ljóst á þessari tíð og þá einkum og sér í lagi vegna mikilla yfirburða Bandaríkjanna einnig á því sviði, að efnahagslega báru ríki Atlantshafsbandalagsins höfuð og herðar yfir aðrar ríkjasamsteypur og það jafnvel þó Evrópulöndin, sem aðild áttu að NATO, væru í rústum eftir síðari heims- styrjöldina. Þessir efnahagslegu yfir- burðir yfir önnur ríki og ríkjabandalög voru yfirgnæfandi, og þarf ekki annað á að líta heldur en t.d. stöðu iðnaðar í Hernaðar styrkur Öllum er nú ljóst orðið, að þeir hernað- arlegu yfirburðir, sem ríki Atlantshafs- bandalagsins nutu fyrir 10 árum, eru ekki lengur fyrir hendi. I það minnsta er óhætt að fullyrða, að herstyrkur sumra annarra ríkja og ríkjahópa sé orðinn svipaður og herstyrkur NATO-ríkjanna eða jafnvel meiri. Það, sem menn nú velta fyrir sér, er ekki, hversu miklir hernaðar- legir yfirburðir NATO-ríkjanna séu um- fram önnur ríki og ríkjasambönd, heldur hitt, hvort herstyrkur Atlantshafsbanda- lagsríkjanna nægi til þess að tryggja öryggi þeirra í því jafnvægi óttans, sem við höfum lifað í. Efnahagslegur styrkur Miklar breytingar hafa einnig orðið á Og í þriðja lagi kemur svo það, sem sumir hafa nefnt siðferðilega skipbrot hins vestræna heims. Siðferðilegur styrkur Um það bil sem Atlantshafsbandalagið var stofnað, litu þjóðir hins vestræna heims á sig sem fulltrúa hins góða í heiminum í harðri baráttu við fulltrúa hins illa. Hersveitir þeirra voru líkt brynjaðir riddarar í hvítum herklæðum með skínandi sverð í heilagri krossferð gegn myrkraöflunum sjálfum og útsend- urum þeirra. Allur heimurinn skiptist í gott og vont, svart og hvítt. Þessi heimsmynd hefur nú hrunið. I Víetnam hvarf skinið af vopnunum og hvítan af herklæðunum, og þeir atburðir urðu slík eldskírn fyrir bandarísku þjóðina, að áhrifa þeirra mun lengi gæta. Watergate og verðbólga, spilling og atvinnuleysi, kreppa, eiturlyfjaalda, af- A tlantshafsbanda- lagið er mikilvœgara fgrir NATO-löndum borið saman við stöðu iðnaðar í öðrum ríkjum heims á þessum tíma, menntunarstig o.fl. o.fl. I þriðja lagi má síðan nefna það, að ríki Atlantshafsbandalagsins, a.m.k. þau, sem ferðinni réðu á fyrstu árum bandalagsins, voru þau hin sömu og borið höfðu sigur af hólmi í síðari heimsstyrjöldinni. Styrj- aldir kalla gjarnan fram, að minnsta kosti hjá sigurvegurunum, mikla þjóðern- isvitund og þjóðernisstolt. íbúum þessara landa þótti svo sem þeirra þjóðskipulag hefði borið yfirhöndina í mikilli orrahríð. Hið góða hafði unnið sigur á hinu illa, og sigurvegararnir voru fulltrúar hins góða í heiminum. Hvað siðferðislegan styrk aðildarríkja NATO snerti, var hann því á þessum tímum mjög mikill, þ.e.a.s. í vitund íbúanna sjálfra, hvort sem það mat hefur nú verið raunhæft eða ekki. En talsverður styrkur er í því einu fólginn, að telja sig sterkan vera. Þannig var sem sé ástandið á fyrstu árum NATO. Yfirburðir þess í styrkleika umfram önnur ríki og ríkjasamsteypur voru algerir, hvort'heldur rætt var um hernaðarlegan styrk, efnahagsiegan styrk eða jafnvel það, sem ég hef nefnt hér siðferðilegan styrk og mætti þó e.t.v. kalla öðru og betra nafni, en í því er Island nú enáður enginn dómur felldur um siðferðilegt ástand á þessum tíma, heldur aðeins um viðhorf þegnanna til síns eigin ágætis. En allt er breytingum undirorpið, og í tíð Atlantshafsbandalagsins hefur þetta; þessi atriði, sem ég hef hér nefnt; einnig tekið breytingum. efnahagssviðinu. Áður fyrr fór það gjarn- an saman, að í þeim ríkjum, þar sem iðnvæðing var á háu stigi og menntun góð, var einnig auður í garði. Iðnvæðing, þekking, menntun og ríkidæmi sátu þar í einingu andans. En á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar hér á. Það gefur ekki lengur auga leið, að ríki, þar sem menntun er á háu stigi og iðnvæðing, sé jafnframt auðugt. Auðugustu ríki heims nú um stundir eru t.d. sum þau ríki, sem framleiða og flytja út olíu og selja til iðnaðarlandanna. Flest eða öll þessi ríki eru í hópi hinna svokölluðu þróunarlanda, og nú er sú staða því upp komin, að sum ríkin, þar sem menntun og iðnvæðing er á lágu stigi og allt þjóðlíf með miðaldabrag, eru ríku samfélögin í heiminum, en þau þjóðriki, þar sem menntun er á háu stigi, menning blómstrar og iðnvæðingin stendur á gömlum merg, berjast í bökk- um. Þetta hlýtur að sjálfsögðu að hafa haft talsverð áhrif á valdastöðuna í heiminum, valdahlutföll hljóta að hafa færzt til með þessari breytingu, og það hafa þau gert. Þróunarríki, þar sem ólæsi er á háu stigi, iðnvæðing á frumstigi og lífshættir næsta villimannlegir, halda nú örlögum hins vestræna heims í höndum brota- og glæpafaraldur, — vestrænu samfélögin og ríkisstjórnir þeirra hafa staðið uppi ráðþrota gagnvart slíkri óáran. Smátt og smátt fóru því viðhorfin að breytast. Þjóðernisvitundin heita kulnaði, menn hættu að skipa heiminum í annars vegar hvítar herbúðir og hins vegar svartar herbúðir. Allt varð bara misjafnlega grátt. I þessum orðum er enginn dómur fólginn um, að þessi niðurstaða sé rétt, og að ástandið hafi verið eitthvað betra áður. Hér ér aðeins bent á staðreyndir um viðhorfsbreytingu hjá almenningi í hinum vestrænu ríkjum, sem auðvitað hefur haft sín áhrif á það, sem hér hefur verið kallaður Siðferðileg- ur styrkur þessara þjóða. Þannig er nú umhorfs í heiminum. Og við þessi sannindi verðum við að horfast í augu. Styrkur okkar, sem búum í hinum vestræna heimi, bæði hið innra og sam- anborið við aðra, er ekki lengur sá sami og hann var. Yfirburðir okkar eru ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.