Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 7
friðurí 30 ár MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 39 gamalkunna kjarna. Kafbátar beggja aðila með kjarnorkuvopn í flugskeytum sigla um sundin beggja vegna landsins. Án íslands yrði erfitt fyrir NATO að styrkja varnir Norður-Noregs og skýrir það viðkvæman áhuga Norðmanna á öryggismálum Islendinga. Allt þetta til samans og fleira veldur því, að bæði bandalögin halda uppi miklu eftirliti um norðanvert Atlantshaf til að vita sem gerst, hvað hinn aðilinn að- hefst. Meginhlutverk varnarliðsins á íslandi er slíkt eftirlit, en varnir íslands felast í sameiginlegu varnarkerfi og miklum flutning- um, ef til vandræða horfir. Vegna hins fullkomna eftirlits (m.a. í gervihnöttum) kemur hvorugur hinum á óvart, heldur verður einhver tími til stefnu, ef annar hvor hugsar til hreyfings. — Er hugmyndin um hlutlaust ísland raunhæf? Sagt hefur verið með sönnu, að listin að vera hlutlaus felist í því, að vera á réttum stað á jarðkringl- unni. Frá þessu sjónarmiði er Island ekki á réttum stað, heldur í alfara- leið. — Ýmsir hafa varpað því fram, að hægt sé að friðlýsa Norður-Atlantshafið. Já, þessi hugdetta, sem Jónas Árnason varð fyrír úti í New York fyrir nokkrum árum, virðist nú vera kjarni í utanríkisstefnu Alþýðubandalagsins. Hún er því miður óraunhæf með öllu. Hafið þekur % hluta allrar jarðarinnar, og hafa verið gerðar margar tilraunir til afvopnunar og friðlýsingar þess. Það hefur aðeins einu sinni tekist, en hið friðlýsta svæði eru vötnin miklu milli Bandaríkjanna og Kanada. Aðrar tilraunir hafa mistekist. Má nefna tilraunir til að friða Svartahaf og nú síðast Indlandshaf. Hugmyndir um Indlandshaf kveiktu ímyndunarafl og góðvilja Jónasar, en því miður hefur ekki tekist að friða Indlandshafið, þrátt fyrir óskir margra heimamanna. Síðustu daga streyma þangað flotadeildir Bandaríkja og Sovét- ríkja út af óróleika í íran og við Persaflóa. Hvað má þá segja um Norður-Atlantshaf? Það er hægt að friða leikvöll fyrir börnin, en það er erfitt að friða Miklubrautina fyrir þau. Sömu samlíkingu má beita um líkur á, að friðlýsing Norður-Atlantshafs sé hugsanleg í fyrirsjáanlegri framtíð. — Hefur dregið úr þrýstingi Sovétríkjanna á Norður-Atlants- hafi? Nei, uppbygging sovéska flotans, sem fyrst og fremst er ætlað að sýna fánann um alla jörðina, sýna mátt og auka pólitísk áhrif Sovét- ríkjanna, fer stöðugt vaxandi. Mestur hluti þessa flota hefur heimahöfn í Murmansk og áhrif hans eru mest á Norður-Atlants- hafi, sem er mikilvægasta haf- svæði jarðar vegna þéttbýlis og iðnaðar við hafið og mikilla siglinga um það. Þessa daga, meðan minnst er 30 ára afmælis NATO á ýmsan hátt, eru að hefjast voræfingar sovéska flotans á Norður-Atlantshafi. I þeim taka þátt mörg ný skip af ýmsum gerðum, þar á meðal flug- vélamóðurskipið Minsk. Miklar hreyfingar skipa og flugvéla hafa verið og verða á næstunni frá Noregsströndum, milli Islands og Færeyja og suður fyrir land, og víðar um hafið. Æfingunum er ekki stefnt gegn íslandi eða öðru nágrannalandi, að því er skipan þeirra snertir. En þeir gætu reist heila stórborg fyrir kostnaðinn af öllum þessum flota- búnaði, mannaafla, útgerð og flugi. Hvers vegna eru þeir að þessu suður um allt haf? — HBL. betta átti „þarfasti þjónninn“ eftir — að verða farartæki brezkra hermanna. Myndin er frá Imperial War Museum, og hefur áreiðanlega þótt hinn merkasti safngripur, því að kostulegar sögur fóru af samgönguháttum brezka hersins í stríðinu og þótti hann ekki deyja ráðalaus þótt ekki væru hraðskreið farartæki við hendina. Sagan hefði orðið önnur í tilefni af 30 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins hafði Morgunblaðið viðtal við Tómas Árnason fjármála- ráðherra og fer það hér á eftir. — Ilver er afstaða þín til Atlantshafshandalagsins? — Ég hafði þá ánægju að vera fulltrúi þingflokks Framsóknar- flokksins í þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsbandalagsins eða Norður-Atlantshafsríkjanna á seinasta kjörtímabili og kynntist þess vegna ýmsum viðhorfum manna til þeirra sameiginlegu málefna, sem bandalagið fjallar um. Ég álít, að það hafi verið mjög fróðlegt og nytsamlegt að kynnast þessum störfum og kynnast við- horfum ýmissa leiðtoga, bæði vest- an hafs og austan. Á þessum þingum komu oft þjóðarleiðtogar og fluttu erindi og lögðu ýmislegt til mála. Þeim var það sameigin- legt, og þeirri skoðun er ég sam- mála, að ein af þýðingarmestu forsendum öryggis fyrir V-Evrópu og Norður-Ameríku sé, að þessar þjóðir hafi samvinnu og haldi saman. Það er í raun og veru kjarni málsins. Síðan Norður-Atlantshafs- bandalagið var stofnað á dimmum dögum kalda stríðsins hefur verið friður í Evrópu og N-Ameríku. Og á sama tíma hefur Evrópa sérstak- lega endurheimt sinn fyrri styrk efnahagslega. Og það hafa orðið meiri framfarir og meiri velmeg- un, heldur en nokkru sinni fyrr í sögu V-Evrópu. Það hefur einnig orðið framför, þrátt fyrir allt, á samskiptum austurs og vesturs. í staðinn fyrir að láta hnefaréttinn ráða eins og gerðist í Tékkóslóvakíu 1948, tala menn nú saman og reyna að leysa vandamálin með samningum, þó að það gangi nú allt saman hægt. En eigi að síður hefur það tekizt, síðan N-Atlantshafsbandalagið var stofnað, að halda friði með samningum í staðinn fyrir að láta vopnin ráða, þannig að það mætti Tómas Árnason segja, að samningar hafi tekið við af fyrri árekstrum. Og andrúms- loft kalda stríðsins og skilnings- leysi hefur hopað fyrir vaxandi og meiri nauðsyn þess að friður hald- ist, því að starfsemi N-Atlants- hafsbandalagsins stefnir að því að tryggja frið í Evrópu. Það er markmiðið og það hefur tekizt á þeim tíma, sem bandalagið hefur starfað. Ég er sannfærður um það, að saga seinustu 30 ára og þar með okkar pólitíska framtíð hér í V-Evrópu og N-Ameríku, hefði orðið önnur og framtíðin væri e.t.v. önnur, ef N-Atlantshafs- bandalagið hefði ekki komið til. Ég tel, að það sé ein af merkustu stofnunum, sem Vesturlandaþjóðir og N-Ameríkuþjóðir hafa stofnsett á öllum öldum. Sumir hafa tekið svo djúpt í árinni, eins og t.d. Truman og Chruchill, að segja, að heimsstyrjaldirnar, bæði fyrri og seinni, hefðu aldrei orðið, ef stofn- un á borð við N-Atlantshafsbanda- ef Nato hefði ekki komið til lagið hefði verið til. Ég held að það sé nokkuð til í þessu. — Nú hafa verið uppi skiptar skoðanir um það í Framsóknar- flokknum. hvernig staðið skuli að öryggismálum íslendinga. Hvað viltu segja um það? — Ég vildi segja um Framsókn- arflokkinn og N-Atlantshafs- bandalagið, að Framsóknarflokk- urinn hefur alla tíð verið fylgjandi þátttöku íslendinga í N-Atlants- hafsbandalaginu og er fylgjandi vestrænni samvinnu, telur það líklegustu leiðina til að tryggja öryggi íslendinga. Hins vegar hafa verið skiptar skoðanir um það í Framsóknrflokknum, hvort það ætti að vera her á Islandi. Eins og er tekur Framsóknarflokkurinn þátt í ríkisstjórn, sem telur ekki ástæðu til að gera breytingar á þessu eins og málin standa nú. Og ég álít, að þessi málefni séu vandasöm fyrir íslendinga, mjög vandasöm. Og við þurfum að vinna okkur út úr þeim í samvinnu við vestrænar þjóðir. Það er mín skoðun. — Hvað viltu segja um gildi hlutleysisyfirlýsingar? — Ég er ákaflega ánægður með það, hvað Evrópa og N-Ameríka hafa þrifizt vel bak við skjöld og öryggi N-Atlantshafsbandalagins. Nú eru öll ríki bandalagsins lýð- ræðisríki og þar fara alls staðar fram frjálsar kosningar, enda er lýðræðið einn af hornsteinum bandalagsins. Ég álít, að hlutleys- ið eða gildi hlutleysis þjóða hafi í raun og veru horfið með tilkomu seinni heimsstyrjaldarinnar. Þá kom það í ljós, að stórveldin virða í engu hlutleysi smáríkja og ég er þeirrar skoðunr, að það væri frá- leitt fyrir okkur Islendinga að taka upp hlutleysistefnu eins og málum er háttað í nýjum, gjörbreyttum heimi. Fyrir seinni heimsstyrjöldina verndaði fjar- lægðin okkur, við höfum vernd af fjarlægðinni og stórveldin höfðu ekki áhuga á Islandi, legu og hernaðarlegri þýðingu íslands. Nú er þessu allt öðru vísi farið. Með gjörbreyttri tækni og samgöngum hefur Island mjög mikla þýðingu í augum stórveldanna og þegar af þeirri ástæðu tel ég að hlutleysi komi ekki til greina eins og sakir standa. — Ýmsir, þ.á m. Jónas Árna- son. hafa varpað fram hugmynd- inni um friðlýsingu Atlantshafs- ins. Hver er þín skoðun á þvf? — Um friðlýsingu Atlantshafs- ins vil ég aðeins segja það, að ég álít að það séu ekki raunverulegar hugmyndir, sem þar koma fram. Ég held að það yrði aldrei nema á pappírnum af sömu ástæðum sem ég greindi frá um hlutleysið. Og þess vegna álít ég, að Islendingar eigi að vera áfram aðilar að N-Atlantshafsbandalaginu og vestrænni samvinnu. Það tryggir þeirra öryggi og tilveru sem frjálsrar þjóðar. — H.Bl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.