Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 23
friðurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1979
55
Viðræður við Varsjárbandalagið um gagnkvæman samdrátt heraíla í Evrópu hófust formlega að frumkvæði NATO-ríkjanna
síðla árs 1973. Þessar viðræður standa enn yfir, og hafa fundir verið haldnir í Vínarborg. Hér sjást fulltrúar NATO-ríkjanna í
þessum viðræðum bera saman bækur sínar.
yfir höfunum, sem eru forsenda þess, að
til slíkra flutninga getif komið. Þar sem
átök leiða til tjóna, yrði mjög mikils virði,
ef unnt reyndist að flytja sem mest af liði
og birgðum, áður en til átaka kæmi, auk
þess sem slíkir flutningar mundu hafa
fyrirbyggjandi áhrif. Ég er oft að því
spurður, hvað það mundi taka langan
tíma að hrekja árásarflota á brottufaf
Atlantshafi á stríðstímum, áður en liðs-
og birgðaflutningar hæfust. Svar mitt er
ótvírætt. Flutningar á mönnum og vistum
í lofti og á sjó yrðu ekki látnir bíða, á
meðan leiðin yrði rudd. Sem yfirmaður
Atlantshafsherstjórnarinnar hef ég
þeirri skyldu að gegna að hefja liðs- og
bigðaflutninga til Evrópu strax og til
átaka kæmi eða þau væru yfirvofandi. Sú
áhætta, sem með því yrði tekin, er að
okkar mati minni en sú áhætta, sem við
tækjum með því að bíða átekta í þrjátíu
daga eða lengur..., hvað svo sem það tæki
langan tíma að tryggja yirráðin yfir
hafinu.
A nýlegri ferð minni um Noreg (ég
nefni Noreg sérstaklega vegna landfræði-
legs skyldleika með íslandi, sem er á
miðri siglingaleiðinni frá Kola-skaga til
Norður-Athlntshafsins) lagði ég áherzlu
á, hve miklu máli það skipti fyrir
Atlantshafsherstjórnina til varnar sigl-
ingaleiðunum, að vel væri staðið að
búnaði skammdrægra orrustuflugvéla,
hvort heldur þær væru notaðar frá
flugvöllum í landi eða flugvélamóðurskip-
um. Flugvellirnir í Noregi eru ekki sízt
mikilvægir fyrir okkur í Atlantshafsher-
stjórninni fyrir þá sök, að þaðan má
senda orrustuflugvélar, sem gætu haldið
upp stöðugri sókn, hvort heldur er gegn
sovézkum skipum eða flugvélum, sem
kynnu að reyna að komast suður um
Noregshaf til árása á skipalestir. Yrðu
flugvellir í Noregi notaðir til að halda
sókn Sovétmanna í skefjum, væri unnt að
beita megin-flotaafla Atlantshafsher-
stjórnarinnar til varnar skipalestunum
sjálfum í stað þess að beina honum
langtum norðar í Noregshaf. Nákvæm-
lega sömu sögu er að segja um ísland.
Landið er alls ekki einangraður aðili
bandalagsins, yfirgefinn í Norð-
ur-Atlantshafi. Það er mikilvægur hlekk-
ur í NATO—varnarkeðjunni, sem skiptir
jafn-miklu og nýtur sömu skuldbindinga í
aðgerðum til að koma í veg fyrir styrjöld
á friðartímum og verjast árás, ef til
styyrjaldar kæmi, og önnur
bandalagsríki. Af sjálfu leiðir, að varnir
íslands sjálfs eru lífsnauðsynlegur þáttur
til að bandalagið haldi velli.
Kafbátavarnir
Sovétmenn eiga nú meira en 170
kafbáta í Norðurflotanum einum, og gæði
þeirra vaxa óðfluga. Nýr kjarnorku-sókn-
arkafbátur bætist við flota þeirra á sex
vikna fresti. Þessar tölur má bera saman
við þann fjölda kafbáta, sem voru í þýzka
flotanum við upphaf síðari heimsstyrj-
aldarinnar, en þeir voru 57. Við þekkjum
öll það tjón, sem þýzku kafbátarnir unnu,
og hve litlu munaði að þeir ynnu styrjöld-
ina um Atlantshafið.
Frá þeim tfma hafa kafbátavarnir að
sjálfsögðu tekið stórstígum framförum,
og þær hafa að mínu mati haldið í við
ógnina. Hins vegar notar maður ekki
tæknina sem kúlu gegn óvininum. Það
verður að beita henni við gerð vopna — og
skipa, flugvéla og kafbáta, sem geta flutt
vopnin og kúlurnar. Hæfilegar kafbáta-
varnir felast í því að hafa til umráða
kjarnorkuknúna kafbáta, kafbátaleitar-
flugvélar, herskip og tundurdyfl. Kaf-
bátavörnum er hagað með þrennum
hætti. Hver þessara þátta er hinum til
stuðnings. Vörnunum má í fyrsta lagi
koma þannig fyrir, að þær líkjast helzt
því, að myndaður sé varnarveggur; í því
skyni er bezt að nota leitarflugvélar og
kafbáta. Varnirnar geta einnig verið
svæðisbundnar, og eru leitarflugvélar
bezt til þess fallnar að halda þeim uppi.
Loks er um að ræða verndaraðgerðir gegn
kafbátum, sem eru í því fólgnar að vernda
skipalestir, flugvélamóðurskip o.s.frv., en
til þess konar aðgerða er bezt að nota
tundurspilla, flugvélar flugvélamóður-
skipa, t.d. SH-3 þyrlur og S3 flugvélar, og
kjarnorkuknúin kafbáta, sem fylgja
skipalestinni.
Til þess að tryggja hernaðarleg yfirráð
yfir Norður-Atlantshafi og Noregshafi,
yrði sá, sem það ætlaði að gera, að geta
beitt öllum þremur aðferðunum. Ekki
yrði nægilegt að beita aðeins einni eða
tveimur. Kafbátaleitarflugvélar verða
aðeins starfræktar frá flugvöllum á landi,
og þær gætu ekki athafnað sig sem skyldi,
nema þær fengju vernd frá orustuflugvél-
um úr landi eða frá flugvélamóðurskip-
um. Kemur hér enn fram, hve mikilvægar
flugvellirnir á Islandi, í Noregi og Bret-
landi og annars staðar eru fyrir Atlants-
hafsstjórnina.
Þegar farið er yfir þriggja áratuga sögu
Atlantshafsbandalagsins, kemur glöggt
fram hve varnirnar hafa orðið síflóknari
og ákvarðirnar erfiðari fyrir þá, sem
verða að finna jafnvægi milli útgjalda til
varnarmála og félagsmála eða annarra
viðfangsefna. Mér finnst mikið koma til
þess ágreinings Carters, Bandaríkjafor-
seta, og forystu manna annarra þjóða,
sem til þess hafa efni, að ætla að auka
varnarútgjöldin um 3% að raunverulegu
verðmæti. Ég er þeirrar skoðunar að í
heild ráði bandalagið ekki yfir þeim
skipafjölda, sem nauðsynlegur er til að
við getum sinnt skyldum okkar án óhæfi-
legrar áhættu. Pólitískum leiðtogum
okkar hefur verið bent á þessa staðreynd,
og þeir verða að skoða hana, þegar þeir
fjalla um framleiðslu vopna til nota á
hafi úti í samkeppni við vopn til lofthern-
aðar og landhernaðar. Með þessu er ég
ekki að segja, að ég sé ekki sannfærður
um, að við gætum með árangri staðizt
hvaða árás sem er um þessar mundir. Við
ráðum nú yfir þeirri tækni og tækjum,
sem duga til þess að ná árangri. En
Sovétmenn eru á fleygiferð. Við getum
ekki þolað þeim að skjótast fram úr
Atlantshafsbandalaginu. Sé svo komið, að
fyrirbyggjandi aðgerðir okkar geri lítið
betur en duga, erum við komin að
hættumörkum.
Ekki einn þumlugur lands af yfirráða-
svæði Atlantshafsbandalagsþjóðanna
hefur tapazt frá lokum síðari heimstyrj-
aldarinnar. Með þeirri viðmiðun er
árangurinn af starfi bandalagsins rétt
mældur.
Ég þakka ykkur lofsverðan stuðning
við Atlantshafsbandalagið og það skyn-
samlega framtak að efna til þessaraar
ráðstefnu í tilefni af 30 ára afmæli þess.
Sovézk sprengjuflugvél — Björninn TU—95 — 120 sjómflur austur af Glettinganesi. Eftirlitsvélar frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli héldu til móts við hinn óvelkomna
gest, eins og venja er, og náðu þessari mynd.