Morgunblaðið - 04.04.1979, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.04.1979, Qupperneq 29
friðurí 30 ár MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 61 ii „Stórskotaliðsæfing** í Barnaskólaportinu. Mörgum þóttu þessar vígvélar fornfálegar og höfðu á orði, að þessar fallbyssur hlytu að vera úr fyrra stríði, ef þá ekki úr Búastríðinu. Myndin er tekin Skömmu eftir hernámið 1940. (Ljósm. Svavar Hjaltested.) varnarvandamál okkar í stórátök- um austurs og vesturs leystust ekki með því að vera utan NATO, síður en svo. — Mikil áherzla var lögð á sérstöðu íslands sem vopnlausrar smáþjóðar við stofnun NATO. Þegar horft er til þeirra skilyrða, sem sett voru fyrir aðiid okkar, vaknar sú spurning, hvað hafi breytzt á næstu tveimur árum, sem olli því, að varnarsamningur- inn var gerður við Bandaríkin 1951? — Þetta verður ekki skýrt öðru vísi en svo, að mönnum þótti látlaust syrta í álinn og ástandið orðið þannig með Kóreustyrjöld geisandi og sífellt harðnandi og aðrar magnaðar viðsjár, að nauð- syn bæri til að hafa einhverjar varnir á landinu. Styrjaldarástand væri sem sé ríkjandi. — Hvernig gekk að ná sam- stöðu milli og í lýðræðisflokkun- um um aðild að NATO? — Það er sönnu næst, að þáver- andi stjórnarflokkar þrír höfðu m. umdeildum ákvörðunum, að lifa í heimi, sem undirlagður er brjál- uðu vígbúnaðarkapphlaupi og þar sem styrjaldir eru háðar út og suður ein af annarri. — Ilvað er þér minnisstæðast í sambandi við för þína til Banda- rikjanna 1949? — Mér er ekki neitt sérstakt atvik minnisstæðara en önnur. Eftir á finnst mér það kannski sérkennilegt að hafa komið til Bandaríkjanna í fyrsta sinn á hraðferð af þessu tagi án þess að geta litið í kringum mig, vegna þess hve erindið var brýnt og hugurinn við það bundinn. — Þegar horft er til ástands- ins í dag og í ljósi þess, sem gerzt hefur síðan 1949, telurðu þá að ákvörðunin um að gerast stofn- aðiii að NATO hafi verið rétt? — Erfitt er að ætla á það, hvað skeð hefði hér á íslandi þessi 30 ár, ef við hefðum hafnað aðild að NATO. Ég tel, að við höfum farið rétt að og hyggilega að ganga í NATO. Mér þykir líklegt, að hefð- um við skorizt úr leik, hefðum við orðið í vaxandi mæli bitbein aust- Eðli- legt að vera með NATO allir lýst yfir samstöðu sinni með Vesturlöndum í átökum þeim, sem komin voru til, og vilja til sam- starfs í einhverju formi um örygg; ismál, áður en NATO-hugmyndin komst á framkvæmdastig. Það gekk ekki illa að ná samstöðu þessara flokka um það, hvaða sérstöðu ísland yrði að hafa innan NATO til þess að þátttaka gæti komið til greina. Ég veit ekki til hlítar hvað gerðist innan hinna flokkanna. En innan okkar flokks voru æði marg- ir, sem ekki felldu sig við að fara í hernaðarbandalag, þó varnar- bandalag væri. Og sumum fannst ekki nógu vel gengið frá fyrirvör- um okkar. Þannig var það og er enn í okkar flokki, að ágreiningur er um varnarmálin. Þessi öryggismál hafa því miður ætíð valdið miklum pólitískum agreiningi og truflað margvíslega eðlilegt stjórnmálasamstarf, t.d., en það er víst ekki bara á íslandi, sem það veldur vandkvæðum, þ.á urs og vesturs, hér geisað látlaust taugastríð og þrýstingur að utan mikill frá báðum hliðum, lítt þolandi, og við fengið okkur full- reynd. Það hefði sem sé engan vanda leyst að vera utan við, þvert á móti aukið hann, aö mínu áliti. Hér er núningsflötur austurs og vesturs, einn af mörgum. Það er vandasamt að búa á slíkum fleti. En við ætlum okkur ekki að yfirgefa hólmann okkar samt. Hér ætlum við að vera og yfirstíga öll vandkvæði. Þetta var mér raunar allt ríkt í huga, þegar ég stóð á sínum tíma frammi fyrir því að velja: NATO eða ekki NATO. Og þróunin hefur því miður ekki orðið þannig. Spennan helzt enn, víg- búnaður hefur ekki minnkað og Sameinuðu þjóðirnar ekki fengið afl til að afstýra ofbeldi, þótt þær hafi margt stórvel gert. Styrjöld hefur þó ekki brotizt út á NATO-svæðinu enn. Það sama verður því miður ekki sagt um aðra heimshluta. — HBl Mikilvægi NATO mun enn aukast Guðmundur H. Garðarsson hefur verið formaður I Samtaka um vestræna samvinnu undanfarin fjögur ár, og átti Morgunblaðið eftirfarandi viðtal við hann um tilgang samtakanna og starfsemi þeirra: — Telur þú að Atlantshafs- bandalagið hafi skilað hlut- verki sínu? — Óþarft er að fara mörgum orðum um það, að Atlantshafs- bandalaginu hefur tekizt að tryggja það, sem til var ætlazt með stofnun þess 4. apríl 1949, frið á yfirráðasvæði bandalags- ríkjanna og frelsi og sjálfstæði þessara ríkja. Þá var það ekki síður mikilvægt að stöðva út- þenslu Sovétríkjanna í Evrópu. — Ilvað viltu segja um af- stöðu íslendinga til handalags- ins? — Frá því að þingmenn þriggja lýðræðisflokka, Alþýðu- flokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, greiddu því atkvæði á Alþingi Islendinga 30. marz 1949 að ísland gerðist stofnaðili að Atlantshafsbanda- laginu hafa tólf sinnum farið fram kosningar til Alþingis. í hverjum kosningum hefur sam- anlagt fylgi þessara flokka verið 75—80% greiddra atkvæða. Af- staða þessara þriggja flokka til samstarfs við vestrænar þjóðir í félags-, menningar-, viðskipta- og öryggismálum hefur ráðið úrslitum um öruggt fylgi þeirra. Sannar það meðal annars að yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar iítur á það sem þjóðlega stefnu að miðað við ríkjandi aðstæður í heimsmálum tryggi Islendingar frelsi sitt og sjálf- stæði með þátttöku í varnar- bandalagi vestrænna þjóða. — Þú ert formaður Samtaka vestrænnar samvinnu. And- stæðingar aðildar íslands að NATO segja stundum að félags- menn SVS og aðrir fylgismenn NATO séu kaldastriðsmenn. segir Guðmundur H. Garðars- son formaður Samtaka um vestrœna samvinnu 05beldishótanir kommúnísta í framkvæmd: [Trylltiir skríll ræöst á Alþingi Kylfubúnum kommúBÍstum dreift PrjÓlknSt komnHHlÍStu veldur limlestingum Þannig leit forsíða Morgunblaðsins út daginn eftir grjótbardag- ann á Austurvelli 30. marz 1949. m vilji viðhalda spennu milli austurs og vesturs? — Mér finnst sá áróður bæði broslegur og barnalegur. Við, sem erum í umræddum félags- skap, erum friðarsinnar. Það er ekki þetta fólk, sem fer með háreysti og yfirlæti um götur borgarinnar og gerir hróp að friðsömum borgurum vegna skoðana þeirra. Við erum á móti ofbeldi og manndrápum, hvort sem þau eiga sér stað í nafni þjóðfrelsis eða með öðrum hætti. Þá mætti benda á það, að ítalskir kommúnistar, sem til þessa hafa verið á móti aðild Italíu að NATO, munu hafa í hyggju að samþykkja ályktun á flokksþingi í þessum mánuði, þar sem lýst er yfir eindregnu fylgi við þá stefnu að Italía skuli vera í bandalaginu. Ástæðan fyrir þessari breyttu afstöðu þeirra er sú, að þeir telja friðinn í Evrópu og æskilegt valdajafn- vægi bezt tryggt með þessum hætti. Varla flokka svokallaðir róttæklingar á íslandi ítalska kommúnista undir kaldastríðs- menn. — Ilvað um framtíðina? — Breytt tækni á öllum svið- um og fyrirsjáanlega mikil mannfjölgun í heiminum krefst aukinna og nánari samskipta milli þjóða heims, ef friður á að haldast. Þýðing bandalaga ríkja á sviði félags-, menningar-, við- skipta-, öryggis- og varnarmála mun aukast en ekki minnka. Einangrun, afskiptaleysi eða hlutleysi elur á tortryggni og býður hættunni heim. Mikilvægi Atlantshafsbanda- lagsins mun aukast, ekki ein- göngu sem varnar- og öryggis- bandalags, heldur sem alhliða samstarfsvettvangs þessara - HBL.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.