Morgunblaðið - 04.04.1979, Side 8
friðurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
40
Nítján
íslendingar haf a hlotið
fræðimannastyrki
Atlantshafsbandalagsins
FRÆÐIMANNASTYRKIR
Atlantshafsbandalagsins hafa
verið veittir frá árinu 1958. Um
fimmtán styrkir eru veittir á
ári hverju og nemur styrkfjár-
hæð á mánuði nú 23 þús.
belgískum frönkum, eða um
255 þús. íslenskum krónum.
Auk þess fá styrkþegar greidd-
an ferðakostnað, en skylyrði er
að rannsóknarstörfin séu
stunduð í einhverju aðildar-
rikja Atlantshafshandalagsins.
Annað skilyrði fyrir styrkveit-
ingu er að fræðistörfin beinist
að málefnum, sem tengja
aðildarþjóðir bandalagsins og
snerta sameiginlega menn-
ingararfleið þeirra í víðtækum
skilningi. Styrkir eru veittir til
2—4 mánaða í flestum tilvik-
um. en til 6 mánaða ef sérstak-
lega stendur á.
Ilingað til hafa nítján íslend-
ingar hlotið fræðimannastyrk
Atlantshafsbandalagsins, og
fara nöfn þeirra og viðfangs-
efni hér á eftir:
1958-1959
Kjartan Ragnars: Efnahags-
bandalagið með tilliti til
Atlantshafsbandalagsins.
1959
Gunnar G. Schram: Fiskimark-
aður í V-Evrópu og Bandaríkj-
unum með sérstöku tilliti til
efnahagslegra hagsmuna
Islendinga.
1960
Bjarni Guðmundsson: Aðdrag-
andinn að þátttöku Islands í
stofnun
Atlantshafsbandalagsins.
Valdimar Kristinsson: Flutning-
ur á fjármagni milli aðildar-
ríkja bandalagsins frá ófriðar-
lokum 1945.
1962
Davið Ólafsson: Fiskveiðimörk
íslands — friðsamleg lausn
efnahagslegrar deilu innan
Atlantshafsbandalagsins.
1963- 64
Knútur Hallsson: Hlutverk al-
mennrar menntunar í ríkjum
Atlantshafsbandalagsins.
1964- 65
Hákon Guðmundsson: Lagaleg-
ur réttur verkalýðssambanda í
NATO-ríkjunum og afstaða
þeirra gagnvart þeirri grund-
vallarhugmynd, sem Atlants-
hafsbandalagið byggir á.
(Notfærði sér ekki styrkinn).
1968-69
Benedikt Gröndal: ísland frá
hlutleysi til NATO-aðildar.
1968- 69
Þorsteinn Thorarensen: Fiski-
menn á Norður-Atlantshafi í
stríði og friði. Mat á þýðingu
þeirra fyrir sjóheri
NATO-ríkjanna.
1969- 70
Ólafur Björnsson: Velferðar-
hugtakið í hinum vestræna
heimi í samanburð við hinn
kommúnistska heim.
1970- 71
Pétur Eggerz: Atlantshafs-
bandalagið og stjórnmálaáhrif
þess í Evrópu.
1972-73
bór Witehead: ísland og síðari
heimsstyrjöldin.
1972- 73
Ingvar Björnsson:
Félagsráðgjöf.
1973- 74
Sólrún Jensdóttir: Samskipti
Breta og íslendinga í heims-
styrjöldunum tveimur.
1973- 74
Guðmundur Magnússon:
Norræn verzlun, erlend viðskipti
og samstaða Norðurlanda.
1974- 75
Baldur Guðlaugsson: Valkostir
í utanríkismálum Islendinga á
yfirstandandi áratug (afsalaði
sér styrknum vegna anna).
1975- 76
Björn Matthíasson: Stefna
helztu V-Evrópuríkja í greiðslu-
jafnaðarmálum með hliðsjón af
olíukreppunni.
1977- 78
Arnór Hannibalsson: Afstaða
Sovétrikjanna til Norðurlanda í
NATO
1978- 79
Guðmundur S. Alfreðsson:
Væntanlegar breytingar á
réttarstöðu Grænlands.
Þær vonir, sem
við bundum við
Nato, hafa rætzt
Rætt við Emil Jónsson fyrrv. ráðherra
Emil Jónsson, fyrrverandi ráöherra og formaður
Alþýðuflokksins, var einn þeirra ráðherra, sem fjölluðu
sérstaklega um öryggismál íslands og aðild að Atlants-
hafsbandalaginu árið 1949. Af því tilefni hafði Morgun-
blaðið viðtal við Emil Jónsson og fer það hér á eftir.
— Hvað réð úrslitum um það, manna og vildi nota hvern mögu-
að við gerðumst aðilar að Nató?
— Enginn vafi er á því, að það
voru fyrst og fremst áhyggjur af
öryggi landsins. Hér á næstu
grösum voru menn, sem vildu ná
yfirráðum yfir því, sem gerðist á
Islandi. Og ég segi fyrir mig, að ég
hafði ekki alltof mikla trú á því, að
þessi yfirráð færðust til þeirra
leika til þess að við gætum haldið
þeim tengslum, sem við höfðum
haft við hin vestrænu ríki.
— Hvað vilt þú segja um gildi
Atlantshafsbandalagsins fyrir
okkur íslendinga í ljósi reynsl-
unnarsl. 30 ár?
— Ég vil ekki segja annað en
það, sem forráðamenn Nató hafa
lagt áherzlu á, að þeim hefur
tekizt aö gæta átakalauss sam-
bands við aðrar þjóðir. Það sem
sagt var í upphafi um okkar
þátttöku í Nató, — þær vonir sem
við bundum við hana hafa rætzt og
ég vil segja, að þær hafi rætzt vel.
Það hafa svo verið ýmiskonar
skoðanir á því, hvort við ættum að
hafa hér erlent lið í landinu til
þess að gæta að framvindu þessara
mála. Ég held, að það hafi alltaf
svarað þeim vonum, sem við
bjuggumst við í upphafi og tel að
það hafi verið okkur mikill ávinn-
ingur. H.Bl.
Emil Jónsson á ráðherrafundi hjá Atiantshafsbandalaginu árið 1966. Til vinstri er Henrik Sv. Björnsson,
þáverandi fastafulltrúi íslands hjá bandalaginu.