Morgunblaðið - 04.04.1979, Síða 32
friðurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
64
Islendingar áttu ekki
— Helzta ástæða fyrir því að ég greiddi atkvæði gegn
stofnaðild íslands að Átlantshafsbandalaginu árið 1949
var sú, að ég var á þeim tíma ekki reiðubúinn til að kasta
fyrir róða hiutleysisstefnu okkar íslendinga v
utanríkismálum, sem mörkuð hafði verið með
þjóðaratkvæðagreiðslu um sambandslögin árið 1918,
sagði Ilannibal Valdimarsson, fyrrum ráðherra, þegar
Morgunblaðið fór þess á leit að fá að ræða við hann um
30 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. — Síðan höguðu
atvikin því svo, og þá náttúrlega fyrst og fremst
framvinda heimsmálanna á þessum tíma, að áður en
langt um leið breyttist þessi afstaða mín, og nú er ég
þeirrar skoðunar að árið 1949 hafi íslendingar ekki átt
betri kosta völ en að skipa sér í fylkingu með vestrænum
lýðræðisþjóðum og taka þátt í varnarbandalagi þeirra.
Ilannibal Valdimarsson að
heimili sínu í Reykjavík.
betri kosta
völ- breytt
afstaða var
raun-
sætt
mat
áaðstæðum
— En það var fleira, sem kom
til en stuðningur minn við
hlutleysisstefnu á þessum tíma.
Ég var og er reyndar enn þeirrar
skoðunar að meðferð málsins hér
innanlands hafi veið ótæk. Það
var ekki fyrr en þetta mikilvæga
mál var komið á lokastig að þáð
kom til kasta Alþingis. Alþingi
átti aðvitað að vera með í ráðum
varðandi NATO-aðildina frá
upphafi og jafnvel hefði átt að
efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um
málið. Það var verið að skipta
algerlega um stefnu í
grundvallarmáli, sem mörkuð
hafði verið um leið og lýst var yfir
fullveldi íslands 1918, en þá var
lýst yfir ævarandi hlutleysi
Islands í utanríkismálum.
— A hverju grundvallaðist
hlutleysisstefna þín og hvað olli
síðan fráhvarfi þínu frá henni?
— Ég taldi á þessum tíma, að
íslenzk þjóð, sem ekki hefði her,
ekki vildi hafa her og ekki gæti
haft her, sem nokkurn varnarmátt
hefði, hlyti að taka sér stöðu með
hlutlausum þjóðum. Annað væri
fjarstæða — mótsögn í sjálfu sér,
slík þjóð ætti heldur ekki heima í
hernaðarbandalagi vegna smæðar
sinnar. Þarna hef ég ef til vill
verið of fastheldinn eða íhalds-
samur. En eftir að hlutleysi hafði
verið hafnað í verki sem yfirlýstri
stefnu, breyttist afstaða min. Að
því kom auðvitað, að við urðum að
velja okkur samfylgd þjóða, því að
það að hafa landið eitt og óvarið
var ófær leið. Það kom líka æ
betur í ljós á þeim misserum, sem í
hönd fóru eftir stofnun
Atlantshafsbandalagsins, að við
hlutum að velja okkur samfylgd
með nágrannaþjóðunum á
Norðurlöndum og öðrum
lýðræðisþjóðum. Hinn kosturinn
var sá einn að hallast á sveif
einræðisþjóðanna. Það sannaðist
þá líka hvað eftir annað að
hlutleysisstefna kom smáþjóðum
ekki að haldi, sízt gat það orðið
okkur hlíf, þar sem hernaðarlegt
mikilvægi Islands varð æ ljósara,
og það hvort sem okkur líkaði
betur eða verr. ísland lá raunar í
„Miðjarðarhafi lýðræðisríkja,
beggja vegna Atlantshafs", eins og
Ásgeir Ásgeirsson orðaði það
einhvern tíma. I kringum 1950 var
allt annað en friðvænlegt í
heiminum og með
Kóreustyrjöldinni 1951 keyrði
auðvitað um þverbak. Af
þingmönnum Alþýðuflokksins
vorum það við Gylfi Þ. Gíslason,
sem greitt höfðum atkvæði gegn
aðildinni að NATO árið 1949, en
þegar að því kom að taka afstöðu
til herverndarsamnings við
Bandaríkin 1951 féllumst við Gylfi
báðir á slíka skipan mála og
greiddum atkvæði með
samningnum á þingi. Svona höfðu
veður skipazt í lofti á skömmum
tíma, og þessi breytta afstaða var
auðvitað ekki annað en raunsætt
mat á aðstæðum. Til þess að
sannfærast um réttmæti þessarar
stefnu í öryggismálum þarf ekki
annað en líta á þá staðreynd, sem
engum dettur í hug að mótmæla,
að á þeim þrjátíu árum, sem liðin
eru frá stofnun
Atlantshafsbandalagsins, hafa
þjóðir bandalagsins búið við
samfelldan frið þótt styrjaldir
hafi víða geisað í heiminum á
sama tíma. Samstaðan hefur
verndað þær fyrir áreitni annarra
afla.
— Ilvað um afleiðingar af
þriggja áratuga nærveru erlends
herliðs í landinu. eða raunar nær
fjögurra áratuga, ef hernámsárin
eru talin með?
— Ég held að þessi áhrif séu
minni en margur óttaðist, nema þá
helzt fyrstu árin eftir að ísland
var hernumið, árið 1940. Þá stóð
yfir heimsstyrjöld, svo ekki var við
öðru að búast en að slíkt ástand
hefði sín áhrif hér eins og annars
staðar. Umskiptin voru auðvitað
mikil fyrst þegar erlendir
hermenn voru komnir hér við
hvert fótmál, enda auðskilið þegar
þess er gætt, að ekki þarf marga
útlendinga til að breyta svipnum á
fámennu þjóðfélagi eins og hér, og
sérstaklega þar sem um var að
ræða hermenn, og að við höfðum
enga reynslu af slíku fólki. Þrátt
fyrir þetta tel ég, að jafnvel á
þessum tíma hafi áhrif af veru
erlends herliðs ekki verið slík, að
menningu okkar eða tungu haf'
Bæjarbragurinn í Reykjavík
breyttist mjög við hernámið
1940, enda var nábýli við erlent
herlið óþekkt fyrirbæri hjá
herlausri smáþjóð, eins og
Hannibal Valdimarsson getur
um í viðtalinu. — Nú heyra
sendisveinar á hjólum til horf-
inni tíð, en þessir tveir, sem
sjást hér á myndinni ættu að
vera menn á bezta aldri. Hverj-
ir skyldu þeir vera?
(Ljósm. Ól.K. Magn )
stafað nein bráð hætta af. Þegar
frá leið fóru hin spillandi áhrif
dvínandi enda svo á málum haldið
af stjórnvöldum að hermenn hefðu
sem allra minnst dagleg samskipti
viðalmenning.
Ég held raunar að gert hafi
verið alltof mikið úr þeirri hættu,
sem okkur stafi af þessu
óvelkomna nábýli, enda væru
innviðir íslenzkrar menningar
ekki svo sterkir sem skyldi ef þeir
þyldu ekki áhrif aðkomumanna.
Hinu vil ég ekki leyna, að mér
hefur alltaf þótt óheppilegt að
varnarstöðin skuli vera svo nærri
mesta þéttbýlissvæði landsins, því
að hættan er þá eðlilega miklu
meiri ef til átaka kæmi en ef
varnarliðið hefði bækistöðvar á
einhverjum afskekktum stað sem
allra lengst frá íslenzku þéttbýli.
Raunar hef ég alltaf talið
efnahagslegar afleiðingar af veru
erlends hers í landinu öllu
varhugaverðari en hinar
menningarlegu. Lítið
efnahagskerfi eins og okkar þolir
illa slíka fjármagnsinnspýtingu
sem varnarliðinu fylgir, umfram
framleiðsluverðmæti landsmanna,
án þess að það fari úr skorðum. Ég
held því að fjárstraumar þeir, sem
varnarliðinu fylgja, eigi ríkari
þátt í hinni lítt viðráðanlegu
verðbólgu en menn hafa viljað
vera láta.
— Nú er það staðreynd. að
klofningur í utanríkis- og
öryggismálum hefur á
fjölmörgum sviðum, alls
óskyldum þessum málaflokki,
skipt þjóðinni í tvær andstæðar
fylkingar. Hver telurðu áhrifin af
þessum ágreiningi hafa orðið?
— Ég held að NATO-mál og
viðhorf til þeirrar hernaðarlega
mikilvægu aðstöðu, sem við látum
í té, hafi valdið miklu meiri deilum
og yfirgnæft önnur mál
þjóðarinnar langtum meira'en
nokkur efni standa til. Ég er líka
þeirrar skoðunar, að þessi mál hafi
iðulega verið notuð, eða öllu
heldur misnotuð í annarlegum
tilgangi, það er að segja til að hafa
áhrif á önnur og alls óskyld
málefni. Aftur á móti held ég nú
að yfirgnæfandi meirihluta
þjóðarinnar sé að verða ljóst, að
fyrst við höfum ekki sjálfir tök á
að tryggja varnir okkar — og til
þess skortir okkur alla getu — þá
hljótum við að gera það í samráði
og samstarfi við aðra, því að
óvarða þjóð í hervæddum heimi er
fávíslegt að hugsa sér. En
undirrótin að þessum deilum er
náttúrlega sú, ef öllum
orðaleikjum er sleppt, að þeir
menn eru til hér á landi, sem
heldur vilja í raun að við séum í
austurblokkinni en að við séum í
hópi vestrænna lýðræðisþjóða.
Þetta er kjarni alls þessa
ágreinings.
— Verður það hlutskipti okkar
íslendinga að hafa hér erlendan
her til frambúðar?
— Það hlýtur á öllum tímum að
vera hlutverk íslenzkra
stjórnmálamanna að fylgjast vel
og rækilega með hagsmunum
þjóðarinnar á þessu sviði sem
öðrum og meta af raunsæi hvenær
sá tími kemur að við þurfum ekki
að þola hér her heldur getum
fengið að vera einir í okkar landi.
Um það þarf ekki að deila, að
auðvitað vildu allir ábyrgir menn
helzt, að ekki þyrfti að hafa hér
neitt varnarlið. En í hervæddum
heimi þýðir víst ekki að einblína á
slíkar óskir, meðan
raunveruleikinn ber vott um allt
annað. — Á.R.