Morgunblaðið - 04.04.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
43
friðurí 30 ár
varnarsamningsins og úrsögn úr Atlants-
hafsbandalaginu, hefur svar þjóðarinnar
ætíð verið ótvírætt. Svo var 1956. Svo var
einnig 1974, þegar Sjálfstæðisflokkurinn
vann mikinn kosningasigur, alveg sér-
staklega vegna ákveðinnar afstöðu sinnar
í utanríkismálum, þar sem flokkurinn tók
eindregna afstöðu með hinni miklu hreyf-
ingu, sem vann undir heitinu „Varið
land“. Einnig má nefna, að Alþýðu-
flokkurinn má að nokkru rekja kosninga-
sigur sinn 1978 til ákveðnari afstöðu en
áður til utanríkis- og varnarmála.
Þegar árið 1951 var meira fylgi á
Alþingi við varnarsamninginn en aðild-
ina að bandalaginu 1949.
Og nú situr í fyrsta skipti við völd á
íslandi vinstri stjórn, sem ekki stefnir að
brottrekstri varnarliðsins, eða að því að
draga úr samstarfi við Atlantshafs-
bandalagið.
Okkar vegna
og annarra
Þrátt fyrir þessar staðreyndir má ekki
sofna á verðinum. Það er hið mikilvæg-
asta mál, að lýðræðisflokkarnir sameinist
um stefnuna í utanríkis- og varnarmál-
um, um leið og sýnt er fram á, hve
óraunhæfa stefnu þeir reka, sem vilja
ísland úr Atlantshafsbandalaginu.
Brýn nauðsyn er og á því, að fylgjendur
aðildar að bandalaginu séu reiðubúnir að
tileinka sér öll ný viðhorf í öryggismál-
um, viðhorf, sem snerta hagsmuni ís-
lands. Ekkert bendir enn til þess, að
mikilvægi íslands minnki fyrir bandalag-
ið. Því er ábyrgð okkar hin sama, bæði
vegna okkar sjálfra og vinveittra ná-
granna.
Tvískinnungur í öryggismálum er
hættulegur fyrir okkur, og raunar einnig
fyrir öll nágrannaríkin.
Aðild íslands hefur alla tíð verið mikið
rædd hér á landi, sennilega mun meira en
hliðstæð umræða hefur verið í öðrum
aðildarríkjum. Ýmsar þrengingar hafa
orðið á veginum, ég nefni þar aðeins
landhelgismálið, deiluna við önnur aðild-
arríki. Ég fullyrði þó, að vera okkar í
bandalaginu hafði þar afgerandi áhrif á
farsæla lausn þeirra deilumála og fulln-
aðarsigur okkar íslendinga í því mikla
máli.
Þingmanna-
samtök
NATO
Þannig hefur Atlantshafsbandalagið
verið vettvangur skoðanaskipta um
margt annað en hermál og varnarmál.
Þingmenn Atlantshafsríkjanna fimmtán
hafa með sér samtök, sem halda sitt 25.
þing í haust í Kanada. Þar skiptast
þingmenn frá aðildarríkjunum á skoðun-
um um hin mikilvægustu mál. Þar er
starfað í sex aðalnefndum, þ.e. fasta-
nefnd, efnahagsnefnd, stjórnmálanefnd,
vísinda- og tækninefnd, mennta- og
menningarmálanefnd og hermálanefnd. I
öllum þessum nefndum á Alþingi full-
trúa, nema í hinni síðasttöldu, þótt sæti
þar sé okkur opið.
Af persónulegri reynslu veit ég, hversu
mikilvægur vettvangur þessi þingmanna-
samtök eru, ekki aðeins fyrir þingmenn-
ina, sem þarna eru þátttakendur, heldur
fyrir þátttökuríkin í heild. Ég veit, að
undir þessi orð mín taka þeir, sem hér
hafa talað á undan mér, þar sem þeir
hafa allir verið fulltrúar á þingum
samtakanna um langan eða skamman
tíma.
■k
Góðir áheyrendur! Það var ekki ætlun-
in, að við frummælendur flyttum hér
langt mál. Ég hef drepið hér á nokkur
atriði, er varða veru okkar í Atlantshafs-
bandalaginu og upp í hugann komu, þegar
ég var að velta því fyrir mér, hvað ég vildi
segja við þetta tækifæri. Þótt margt
fleira hafi komið í hugann, lýk ég nú máli
mínu með þeirri ósk, að Atlantshafs-
bandalagið megi gegna því hlutverki
áfram, sem það svo ríkulega hefur gegnt:
að vera vörður friðar, lýðræðis og mann-
réttinda sem víðast um heim.
Eg hef nokkrum sinnum átt
þess kost á undanförnum
árum að taka þátt í umræð-
um, svipuðum þeim, sem
fara fram hér í dag. Þess
vegna kann það að vera, einkum þar sem
ég nú sé, að margir, sem hér eru staddir,
hafa verið á svipuðum ráðstefnum áður,
þar sem ég hef verið, að ég segi eitthvað,
sem þeir hafa áður heyrt mig segja, og vil
eg þá fyrirfram biðjast velvirðingar á því.
Því að það er nefnilega ekki rett, sem
stundum er haldið fram um mig, að eg
skipti um skoðun jafnoft og ég skipti um
föt. Hvort tveggja kemur fyrir mig
stundum, en það er ekki algild regla. Og í
þessu máli, sem hér um teflir, hef ég ekki
skipt um skoðun í þau ár, sem ég hef
starfað að stjórnmálum.
Aðild að NATO
siðferðileg
skylda okkar
Sú skoðun er og hefur ávallt verið sú,
að ísland ætti ekki einungis sjálfs sín
vegna og siðferðilega að fylla flokk
vestrænna ríkja, heldur væri það beinlín-
is skylda þess, ekki einungis réttindi. Ég
tel það skyldu okkar Islendinga að fylla
Einar Ágústsson, alþm.:
Euidreg-
inskyMa
nú, en ég ætla að lata ráðstefnugesti vita
af því, að ég hef heldur ekki skipt um
skoðun að þessu leyti, og ég sé það mér til
nokkurrar ánægju, að áhugi á því, að hér
þurfi ekki að vera erlendur her um aldur
og ævi, hefur farið vaxandi meðal þjóðar-
innar, og tel ég það vel, því að ég vonast
til þess, ég el þá von í brjósti, að tímar
breytist þannig í framtíð, að þess gerist
ekki þörf, þó að ég viðurkenni það, að svo
virðist vera enn um skeið.
Mikilvæg
aðstoð NATO
í land-
helgisdeilunni
Það er nokkur vandi fyrir mig að velja
hér umræðuefni. Ég minnist þess, að
Egill Jónasson orti einu sinni gaman-
kvæði, þegar hann var að leita sér að
yrkisefni. Og hann sagði þar í upphafi
kvæðisins eitthvað á þessa leið: Það er
vandi úr veikum þræði að vefja saman
laglegt kvæði og hnupla engu öðrum frá.
Og þannig hygg ég, að geti nú farið fyrir
mér líka í þetta sinn. Ég hef hér úr
þessum ræðustóli, að vísu ekki við þetta
Islendinga að halda áfram
heilshugarþátttöku íNA TO
flokk þeirra ríkja, sem undanfarin 30 ár
hafa með því bandalagi, sem hér um
ræðir, Norður-Atlantshafsbandalaginu,
áorkað því, að friður hefur haldizt í
þessum hluta heimsins. Það er miklu
stærra skref en svo, að við getum leyft
okkur að horfa framhjá þvi' og miklu
meira afrek.
Ég hef sem sagt verið þeirrar skoðunar
og er enn, að við eigum að vera aðilar að
NATO, og þær ríkisstjórnir, sem ég hef
stutt á undanförnum árum, og raunar
miklu fleiri, hafa haft þessa stefnu. Hitt
er svo annað mál, að mínu mati, að aðild
okkar að Atlantshafsbandalaginu gerir
það ekki endilega nauðsynlegt, að hér sé
erlendur her, ég hef áður lýst þeirri
skoðun, ég ætla ekki að rekja það hér og
Rússneskum herskipum hefur
orðið tíðförult upp að íslands-
ströndum á liðnum árum. Þessar
myndir tók Ól. K. Magn. vestur af
Reykjanesi fyrir nokkrum árum,
en þar voru á ferð tveir rússnesk-
ir tundurspillar. Sá stærri var af
mjög fullkominni gerð og gat
flutt eldflaugar. Þegar flugvél
nálgaðist skipin gaus upp
reykjarstrókur á öðrum þeirra
þannig að ekki urðu greindar
ratsjár eða önnur tæki.
ágæta púlt, en á þessum stað, í ágúst
1977, gert grein fyrir því frá mínu
sjónarmiði, hver staða Islands í Atlants
hafsbandalaginu er. Það er því ekki
ástæða fyrir mig til þess að endurtaka
það. Ég hefði getað kannske rætt eitthvað
um afskipti NATO af landhelgisdeilunni,
vegna þess kunnugleika, sem ég hef af því
máli. En það verður gert af öðrum mér
hæfari manni, sem var sendiherra okkar
hjá NATO á þeim örlagaríku tímum, og
mun áreiðanlega gera grein fyrir þeirri
mikilvægu aðstoð, sem NATO veitti til
lausanar landhelgismálsins, og okkur
öllum er meira og minna kunn. Aðdrag-
anda að inngöngu landsins í bandalagið
mun sagnfræðingur gera grein fyrir hér á
eftir, svoleiðis að einnig það mundi þá