Morgunblaðið - 04.04.1979, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.04.1979, Qupperneq 10
friéurí 30 ár MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 42 Góðir ráðstefnugestir! Ég vil hefja rfial mitt með því að lýsa ánægju minni yfir því, að Samtök um vestræna sam- vinnu skuli gangast fyrir þessari ráðstefnu í tilefni þess, að 30 ár eru senn liðin frá stofnun Atlantshafs- bandalagsins. Jafnframt þakka ég, að mér skuli boðið að fjalla um efnið: Island, vestræn samvinna og Atlantshafsbandalagið. Atlantshafsbandalagið — friður í 30 ár — er yfirskrift ráðstefnunnar. Hér er greint frá staðreyndum. Friður hefur ríkt í þessum heimshluta frá stofnun banda- lagsins. Tilvist þess hefur verið og er trygging fyrir friði, ástæða þess, að ný lönd hafa ekki verið undirokuð í Evrópu, ásælni árásarmanna hefur ekki teygt sig lengra en hún þá var komin, er bandalag- ið var stofnað. Þeir hafa hins vegar haldið utan um þau lönd, sem hremmd voru áður, ásælnin heltiur áfram annars staðar í heiminum, þar sem bandalög eins og Atlantshafsbandalagið eru ekki til. Sama aflið, sem knúði Atlantshafsríkin fyrir 30 árum til að snúast til varnar, seilist nú til áhrifa í ýmsum löndum Asíu og Afríku. Stríð eru háð utan bandalags- svæðisins, svo sem í Indókína og Afríku. NATO tryggir jafnvægið í þessum heimshluta Hernaðargildi íslands Hernaðarþýðing landsins ætti ekki að vera deilumál, I umræðum á Alþingi um tillöguna að aðild Islands að Atlantshafs- bandalaginu voru rifjuð upp orð hins þýzka herfræðings, sem sagði fyrir seinni heimsstyrjöldina, „að ísland væri eins og skammbyssa, sem miðað væri gegn Bretum og Bandaríkjamönnum". Bretar og Bandaríkjamenn gerðu sér ljósa þessa þýðingu Islands, og vegna þess rufu Bretar á okkur hlutleysið og hertóku landið, og Bandaríkjamenn gerðu síðar við okkur herverndarsamning. } Nurnbergréttarhöldunum kom fram greinargerð frá herráði Þjóðverja, dag- sett 29. okt. 1940, þar sem segir: „Foring- inn er um þessar mundir að fást við spurninguna um hernám á Atlantshafs- eyjunum með styrjaldarrekstur gegn Ameríku síðar fyrir augum. Þetta mál er nú verið að athuga hér.“ Gögn eru til um það, að Göring skýrði frá ráðagerðum Þjóðverja um að hertaka ísland, þótt af því yrði ekki. Orð þýzka herfræðingsins eru eftirtektarverð að því leyti, að ísland væri sem skammbyssa, sem beint er aðeins gegn Bandaríkjunum og Bretlandi. Þeirri skammbyssu er hins vegar ekki beint gegn öðrum, svo sem Þýzkalandi eða Rússlandi. Samtrygging frelsis- unnandi Olafur G. Einarsson, alþm.: Atlantshafsbandalaginu er einungis ætlað að halda uppi friði og reglu á því svæði sem það tekur yfir. Engin þjóð hefur þar ríkari hagsmuna að gæta en íslendingar, þar sem land okkar hefur slíka úrslitaþýðingu á þessum slóðum. Auk þess erum við þannig settir, að við getum ekki varið okkur sjálfir. Við eigum því allt undir því, að aðrir en við haldi uppi friði og reglu í þessum heimshluta. Þátttaka okkar í hinum frjálsu samtök- um lýðræðisþjóða veitir okkur þá trygg- ingu fyrir frelsi og mannréttindum, sem við hljótum að sækjast eftir. Með þátt- töku okkar sýnum við einnig, að ísland er ekki til afnota fyrir árásaröflin. Þær forsendur, er voru fyrir hendi, er við gerðumst aðilar að Atlantshafsbanda- laginu, eru enn fyrir hendi. Ekkert hefur gerzt, sem réttlæti ,að raska því kerfi, sem við höfum byggt upp. í þessu sambandi má nefna þróun og útþenslu sovézka flotans á Atlantshafi. Orð Bjarna Benedikts- sonar í fullu gildi Á fundi utanríkisráðherra hinna 12 landa, sem gerðust stofnendur bandalags- ins hinn 4. apríl 1949, flutti Bjarni Benediktsson ræðu, þar sem hann sagði m.a.: Atlantshafsbandalagið hefur sannað tilverurétt sinn. Það hefur haldið árásar- öflunum utan Evrópu. Það hefur orðið að því gagni, sem til var ætlazt. Jafnvægi er staðbundið við þennan hluta heims. ísland var í hópi hinna tólf ríkja, sem stofnuðu Atlantshafsbandalagið hinn 4. apríl 1949. Hinn 28. marz það ár lagði ríkisstjórnin fram tillögu til þingsálykt- unar um þátttöku íslands í Norður-Atl- antshafsbandalaginu. Um þetta mál urðu harðari átök en nokkurt annað mál, innan þings og utan. Bjarni Benediktsson mælti fyrir tillögu ríkisstjórnarinnar hinn 29. marz, og daginn eftir, þann 30. marz, samþykkti Alþingi þátttöku íslendinga í Atlantshafsbandalaginu með 37 atkvæð- um gegn 13 á einum sögulegasta fundi, sem á Alþingi hefur verið haldinn. nagranna Áhugi samherja okkar í Atlantshafs- bandalaginu á að hafa hér herstöðvar í vissum tilvikum, er ekki til kominn vegna þess, að þeir vilji beina byssunni að öðrum, heldur til þess að forðast, að henni vérði beint gegn sér. íslendingar munu gera sitt til að land þeirra verði ekki notað gegn styrkustu málsvörum frelsis í heiminum. Um leið tryggjum við varnir okkar sjálfra. „Að vísu er það rétt, sem ég áðan sagði, að aðilar þessa samnings eru ólíkir um margt. En það er einnig margt, sem sameinar okkur traustum böndum. Sama hættan ógnar okkur öllum í þeim heimi, sem við lifum í: Þar sem fjarlægðirnar eru horfnar, er það áreiðanlegt, að annað hvort njóta allir friðar — eða enginn. Sömu upplausnaröflin eru hvarvetna að sinni ömurlegu iðju. Allstaðar ásaka þau okkur, sem erum að vinna fyrir friðinn, um að vilja spilla honum. Þegar þessi samningur var ræddur á Alþingi íslend- inga reyndu þessi öfl með valdi að hindra Vörður friðar, týðfrelsis og mannréttinda Undirleikurinn var grjótkast og ofbeldis- hótanir kommúnista. Með samþykkt tillögunnar höfðu ís- lendingar ótvírætt skipað sér á bekk með lýðræðisríkj unum. Hvaða rök lágu að baki þeirri ákvörðun íslendinga að gerast aðilar að Atlants- hafsbandalaginu? Þar var fyrst og fremst verið að tryggja öryggi og varnir landsins. Menn höfðu vonað i fyrstu, að Samein- uðu Þjóðirnar gætu friðað svo heiminn, að bráðri hættu yrði bægt frá. Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar ekki reynzt þess megnugar að tryggja heimsfriðinn. Engin þjóð telur sig nægilega sterka, ef til styrjaldar kemur. Því hafa margs konar hernaðarbandalög orðið til, þar sem aðild eiga bæði stór ríki og smá. En öll ríki, önnur en ísland, hafa leitazt við eftir mætti að koma upp eigin vörnum og efla þær. Auðvitað gat ísland ekki verið aðgerðarlaust um öryggi sitt og varnir, og enn síður þar sem lega þess hlaut að freista þeirra, sem stefndu að heimsyfir- ráðum. Öllum öðrum fremur reið okkur því á að leita bandalags við öflugar, vinveittar þjóðir til að tryggja sameigin- legar varnir. hina fornhelgu stofnun í starfi sínu. Slíkt ofbeldi hefur aldrei fyrr verið reynt gegn hinu þúsund ára gamla Alþingi íslend- inga. Sá afvegaleiddi hópur, sem þetta reyndi, þóttist með köllum sínum vera að hrópa á frið. Þetta framferði, að kasta grjóti með höndunum en hrópa á frið með vörunum, er hvorki í samræmi við arf- leifð íslendinga né vestræna menningu. Allir vitum við , hvar slíkir hættir eiga upptök sín. Heiminum stafar sannarlega ekki meiri hætta nú af öðru en þessu hugarfari." Þessi orð eru enn í fullu gildi. Við skulum jafnframt minnast þess, að það dugir hinu illa til sigurs, að góðir menn hafist ekki að. Svar þjóðar- innar ótvfrætt Ótvírætt hefur sannazt, að íslendingar gera sér grein fyrir því, að þeir mega ekki sýna ábyrgðarleysi í utanríkismálum. Þegar uppi hafa verið ráðagerðir ein- stakra stjórnmálaflokka um uppsögn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.