Morgunblaðið - 04.04.1979, Side 25
friðurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
57
staða þess við hvern sem er
stendur í núllpunkti. Hvaða
Jörundur hundadagakonungur
sem væri gæti óáreittur lagt þetta
fámenna land undir sig. Finnist
sumum langt seilzt til samlíkingar
; nú sé 1979 ekki 1809; má minna á,
hvað gerðist 13. maí í fyrra á
hinum sjálfstæðu og hlutlausu
Comoro-eyjum, aðildarríki
Sameinuðu þjóðanna, þegar
franskur ævintýramaður lagði
ríkið undir sig með einni
togaraáhöfn í bókstaflegri
merkingu. Þarna býr 300 þúsund
manna þjóð, sem hafði eigin her
(meira að segja flugherdeild með
þremur orrustuflugvélum), en hún
var utan allra varnarbandalaga,
svo að enginn kom henni til
hjálpar, og þetta vissu valda-
ræningjarnir.
Höfum við
afsalað hluta
af sjálfstæð-
inu?
— Látum svo vera að ísland sé
varið gegn ásælni ríkja utan
NATO. En hefur ísland ekki
afsalað hluta af sjálfstæðinu f
hendur NATO með þátttöku í
því?
— Engan veginn. Þetta er
samþjóðlegt bandalag, eins og ég
sagði áðan, ekki yfirþjóðlegt. Hin
15 aðildarríki eru vitanlega alveg
sjálfstæð, starfsmenn þeirra í
höfuðstöðvum NATO í Brússel
Rætt við Magnús Þórðarson,
fulltrúa Nato á íslandi
1944, en fullkomið og raunhlítt
varð það ekki fyrr en 4. apríl 1949,
þegar ísland gerðist stofnaðili að
NATO og tryggði þar með óskorað
sjálfstæði sitt með ábyrgð öflugra
vinaríkja.
Siðferðilega
hliðin
— Þú nefndir að lokum
siðferðilegu hliðina. Hvað viltu
segja um hana?
— Færi ísland úr NATO og
herinn burt, annað hvort eða hvort
tveggja, myndum við raska stór-
lega öllu 'jafnvægi í heiminum,
ekki sízt hér í kringum okkur,
draga verulega úr varnarmætti
allra nágranna-, vina- og frænd-
þjóða okkar og gerbreyta svo
öllum hlutföllum, að hinar
viðkvæmu samningaumleitanir,
sem nú standa yfir um tilslökun,
gagnkvæman samdrátt herafla og
varnarviðbúnaðar, myndu sjálf-
krafa fara út um þúfur. Þar yrði
að byrja alveg upp á nýtt á allt
örðum forsendum. Höfum við leyfi
til þess? Ætlum við að verða til
þess að valda óróa, spennu og
öryggisleysi á okkar eigin svæði?
Og viljum við, sem ætlum að halda
hér uppi sjálfstæðu ríki, útiloka
okkur frá því að koma íslenzkum
sjónarmiðum á framfæri innan
Atlantshafsbandalagsins, fylgja
þeim eftir og hafa áhrif á þeim
vettvangi, þar sem allar mikil-
vægustu ákvarðanirnar um þetta |
svæði eru teknar og verða teknar
áfram, hvort sem við viljum hafa
Er barátta
herstöðva-
andstæðinga
óþjóðleg?
— Finnst þér þá barátta
herstöðvaandstæðinga blátt
áfram óþjóðleg?
— Það er fáránlegt að fara í
mannjöfnuð eða meting um það,
hvorir elski ísland meira, einstak-
ir herstöðvaandstæðingar eða við,
sem hinum megin stöndum. Sá er
munurinn, að við töku'm ekki
áhættuna af því að hafa sjálfstætt
Island óvarið, meðan þeir gera
það, sjálfsagt af misjöfnum
ástðum. Ég kýs heldur
ættjarðarást þeirra, sem vilja
tryggja menningu og frelsi
föðurlands síns með raunsæu mati
á stöðu íslands í heiminum og
gangi alþjóðamála, þeirra, sem
vilja ekki, að ísland verði rekið
sem óvarin tilraunastöð í hlutleysi
gegn öllum sögulegum lögmálum á
einum mikilvægasta stað í
ótryggum heimi, heldur en hinna,
sem taka áhættuna af því að
treysta á guð og lukkuna í
hugsunarleysi og andvaraleysi, svo
að ekki sé minnzt á þá í þessum
flokki, sem vita vel, hvað þeir eru
að gera, en láta rökhelda trú á
þjóðfélagskerfi kommúnismans
ráða gerðum sínum,. Hvorir
skyldu unna landi sínu og þjóð
meira og vinna ættjarðarást sinni
meira gagn í veruleikanum, þeir,
sem beittu sér fyrir undirskrifta-
söfnun Varins lands, einum
hafa ekki meira vald en hinir
fimmtán fastafulltrúar eða
sendiherrar veita þeim í umboði
ríkisstjórna sinna. Enga ákvörðun
er hægt að taka, nema allir
fimmtán séu sammála. Þess vegna
gengur NATO aldrei lengra í neinu
máli en þangað sem sá gengur, er
skemmst vill fara. NATO er ekkert
„þeir í Brússel", heldur er það við
og fjórtán aðrar þjóðir. Ekkert er
samþykkt, ekkert er gert, nema
íslenzki sendiherrann samþykki í
umboði íslenzku ríkisstjórnar-
innar.
Refsiaðgerðir?
— En varla er það vinsælt,
hindri íslenzki fastafulltrúinn í
Atlantshafsráðinu eitthvert mál,
sem allir aðrir eru sammála um.
Getur það ekki kallað á refsi-
aðgerðir?
— Refsiaðgerðir? Hvernig ætti
að koma þeim í kring gegn atkvæði
okkar? Atlantshafsbandalagið er
ekki neitt Varsjárbandalag, sem
ryðst með hervaldi inn í lönd
óþægra ríkisstjórna, sbr.
Ungverjaland og Tékkóslóvakíu.
Þegar Frakkar og Grikkir hafa
haft sérstöðu, hefur það ekki
valdið þeim minnstu óþægindum,
fremur hefur allt verið gert til
þess að jafna málin eins fljótt og
hægt er. Við vitum það bezt sjálfir,
íslendingar, að við höfum alltaf
farið okkar fram í samskiptum
okkar við aðrar NATO-þjóðir. Við
höfum einmitt notið aðildarinnar
að bandalaginu í mörgum málum,
ekki sízt í landhelgismálinu, þar
sem það er nú viðurkennd, söguleg
staðreynd, að aðild okkar hafði
úrslitaáhrif.
*
Islenzkt
þjóðerni
— Þú sagðir. að hlutleysi væri
stórhættulegt íslenzku þjóðerni.
Hvcrnig þá?
— Þjóð, sem er aðeins rúm tvö
hundruð þúsund og vill viðhalda
sérstæðri menningu, eigin tungu
og óskoruðu sjálfstæði, er vissu-
lega í vanda stödd hvar sem er og
hvenær sem er. Menn þurfa ekki
að kunna mikið í mannkynssögu
til þess að vita það. Það væri
algert glapræði og vísasti vegur-
inn til þess að glata öllu þessu,
gerði hún ekki ráðstafanir til þess
að tryggja öryggi sitt. Ein getur
hún það ekki. Þá verður hún að
kunna að velja sér vini, sem hún
treystir til þess að annast varnir
sínar. Um aðra er ekki að ræða en
þá, sem eiga samleið með okkur í
bandalagi vestrænna lýðræðis-
ríkja. Og heimurinn verður
ótryggur áfram, svo langt sem séð
verður í bráð. Ég skal drepa á eitt
atriði af mörgum: Margar þjóðir
búa nú við óþolandi landþrengsli,
og þegar um næstu aldamót er því
spáð, að svo' þröngt verði um
sumar þeirra, að búast megi við
útrás þeirra í leit að meira og
betra lífsrými. Nú þegar eru
komnar fram kenningar um það,
að jörðin sé öllum jarðarbúum
jafnfrjáls og fá þær vitaskuld
góðan hljómgrunn í þéttbýlum
löndum. Ovarið land er raunveru-
lega opið hverjum sem er í
ótryggum heimi. Vilji íbúar þess
lands fá að búa í friði að sínu með
eigin tungumál og menningu,
verða þeir að tryggja varnir sínar
með einhverjum hætti. Það sé ég
ekki að öðru vísi verði gert en með
bandalagi við nágrannaþjóðir
okkar, sem hafa einnig hag af
kyrrð og öryggi á þessu svæði
heimsins. — Hér hef ég aðeins
minnzt á eitt umhugsunarefni af
mörgum. Við getum ekki leyft
okkur þann draumórakennda
munað að ímynda okkur, að við
getum alltaf verið „stikkfrí" í
heiminum, í sögunni, í tíma og
rúmi, og innbyrlað okkur, að allt
illt muni streyma framhjá okkur,
bara af því að við lokum augunum
og stíflum hlustirnar. Að allir
verði alltaf góðir við okkur, af því
að við lofum (allir 220.000) að vera
alltaf góðir við alla. íslenzkt þjóð-
erni verður ekki varðveitt með
óskhyggju einni saman. Þjóðernis-
vitund okkar hefur ekki beðið hinn
minnsta hnekki þessi þrjátíu ár.
Við öðluðumst sjálfstæði 17. júní
áhrif á þær eða ekki? Höfum við
siðferðilegan rétt til þess að
skrópa þar sem örlög okkar verða
ráðin öðrum stöðum fremur? Hér
yrði óvænt tómarúm á mikilvæg-
um stað og alveg eins og náttúran
þolir ekki tómt rúm, heldur leitast
við að fylla það, þá er það alþekkt,
söguleg staðreynd, sem sönnuð er
með ótal dæma allt frá upphafi
þekktrar mannkynssögu, að slíkt
tómarúm er alltaf fyllt von bráðar
og því fyrr sem það er á hernaðar-
lega mikilvægum stað. Og hvorum
megin stöndum við eiginlega í
þeim átökum, sem nú eiga sér stað
íeynt og ljóst um heimsbyggðina
alla og menn reyna að láta ekki
verða að heimsstyrjaldarátökum?
Erum við ekki í flokki hinna fáu
lýðræðisríkja í heiminum, er ekki
uppruni okkar, menning og annað,
sem máli skiptir, vestrænt? Er
frelsið og lýðræðið okkur ekki
kærara en svo, að við þorum ekki
að taka afstöðu? Er það ekki
siðferðilega rangt að segjast unna
lýðræði, en áræða síðan ekki að
verja það? Hvernig skyldi standa á
því, að allar kröfur svokallaðra
herstöðvaandstæðingá skuli alltaf
falla nákvæmlega saman við óskir
sovézku alræðisstjórnarinnar? Er
það aðeins óheppifeg tilvíljun? ðlí
þessi þrjátíu ár? Hverjum yrði það
í hag, og hverjum eingöngu, gengi
ísland úr NATO og varnarliðið
hyrfi á brautu? Aðeins Sovét-
ríkjunum, mesta og fullkomnasta
kúgunarafli veraldarsögunnar.
Engum öðrum.
merkasta stjórnmálaviðburði í
sögu Islands, eða hinir, sem vilja
hafa öryggi landsins í fullkominni
óvissu og hafa af einhverjum
ástæðum nákvæmlega sömu
skoðun á æskilegri afstöðu íslands
til umheimsins og alræðisstjórnin
í Moskvu? Vakna aldrei neinar
grunsemdir í brjóstum saklausra
herstöðvaandstæðinga við það, að
stefna þeirra og Sovétstjórnarinn-
ar í málefnum Islands skuli falla
saman? Segir það ekki sína sögu,
að eina blað þeirra skuli vera
þjóðviljinn, hið gamla málgagn
Stalinista, Kommúnistaflokks
Islands, síðar Sósíalistaflokksins
og nú Alþýðubandalagsins? Eru
þeir ekki hafðir að ginningar-
fíflum vegna sakleysis síns,
þekkingarleysis og misnotaðrar
þjóðernishyggju? Ég býst við því,
að flestir þeirra, sem berjast i liði
herstöðvaandstæðinga, geri það af
misskilningi og þekkingarskorti.
Misskilningi á því, hvers það
krefst af manni í upplýsingaöfíun,
hugsun og hegðun að vera góður
Islendingur, sannur ættjarðar-
vinur, og þekkingarskorti á
mannkynssögu og eðli alþjóða-
stjórnmála. Með rammfalskri
þjóðernisvitund, skekktri mynd
af heimi raunveruleikans, sam-
blandaðri úreltum kenningum
kommúnista, er leikið á saklaus-
ar sálir, óharðnaða og reynslu-
lausa unglinga, sem tældir eru til
þess að taka þátt í starfsemi,
sem þeim er talin trú um að
sé þjóðholl og frjálslynd. Raun-