Morgunblaðið - 04.04.1979, Side 19
friðurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
51
Þorskastríðin
þrjú
upp, enda er það sú fjölþjóðastofnun, sem
íslendingar eiga aðild að, þar sem raun-
hlít pólitísk samráð eiga sér stað, þar sem
mest er vonin til að ná megi samkomulagi
um lausn erfiðra deilumála. Velflest ríkin
15, sem aðild eiga að NATO, starfa einnig
saman í ýmsum öðrum alþjóðastofnunum
— Evrópuráði, OECD og Sameinuðu
þjóðunum til dæmis að taka — en þær
eru annars eðlis og ólíklegar til að leysa
örðugar deilur, þegar hæst standa og
harðast er þjarkað.
Bretar og Vestur-Þjóðverjar, hvort
tveggja bandalagsþjóðir í NATO, hafa
einir þjóða haldið áfram veiðum í fisk-
veiðilandhelgi, er íslendingar hafa lýst
einhliða útfærslu með nýrri reglugerð.
Veiðiskip allra annarra þjóða hafa jafnan
farið út fyrir nýju línuna, en ríkisstjórnir
þeirra raunar mótmælt alltaf útfærsl-
unni með orðsendingum. Loks hafa
nokkrar þjóðir fengið leyfi til að veiða
innan línu með tvíhliða samkomulagi, og
er hér um að ræða Belga, Færeyinga og
Norðmenn, sem allir eiga einnig aðild að
Atlantshafsbandalaginu.
Bretar og Vestur-Þjóðverjar, og þó öllu
frekar þeir fyrrnefndu, hafa sem sagt
verið höfuðandstæðingar okkar í land-
helgismálinu, en þetta eru einmitt þær
þjóðir, sem mestra hagsmuna hafa átt að
gæta, því að þær hafa löngum verið
stórtækastar erlendra fiskveiðiþjóða við
ísland. Meðan aðrar þjóðir létu mótmæl-
in ein nægja, gripu þeir til gagnráðstaf-
ana, Þjóðverjar þó einungis einu sinni
undir lokin og þá í skamman tíma á árinu
1975, er þeir settu löndunarbann á
íslendinga. Bretar aftur á móti hafa
alltaf reynzt höfuðandstæðingar útfærslu
íslenzkrar fiskveiðilögsögu, allt frá því að
togaraeigendur og fiskkaupmenn í brezk-
um hafnarbæjum settu löndunarbann á
íslenzkan fisk við útfærsluna í 4 sjómílur
5. maí 1952.
Tvær hliðar
á sama máli
Þátttaka íslendinga í Atlantshafs-
bandalaginu frá upphafi þess 1949 og
útfærsla fiskveiðimarkanna allt út í 200
sjómílur á grundvelli landgrunnslaganna
frá 1948 eru langstærstu málaflokkarnir í
samskiptum íslendinga við aðrar þjóðir
síðustu 30 árin. Er hér raunar um að
ræða tvær hliðar á sama málinu, lífs-
hagsmunamáli Islendinga, og þá einkum
er lýtur að stöðu okkar í umheiminum og
sambandi við næstu grannríki.
Bæði hafa þessi mál valdið miklum
deilum og átökum jafnvel, þó hvort méð
sínum hætti. Skiptar skoðanir hafa
jafnan verið meðal íslendinga um aðild-
ina að Atlantshafsbandalaginu, enda þótt
inngangan í NATO hafi verið samþykkt í
upphafi með miklum meirihluta á Al-
þingi, meira en % hluta atkvæða þar, og
raunar hefur stuðningur þjóðarinnar við
NATO-þátttökuna alla tíð verið yfirgnæf-
andi, þótt hátt hafi stundum látið í
andstæðingum bandalagsins hér á landi.
Á hinn bóginn má segja, að einhugur
hafi jafnan ríkt á íslandi um nauðsyn á
aukinni fiskvernd og óskoruðum yfirráð-
um Islendinga yfir fiskimiðunum um-
hverfis landið, enda þótt stundum hafi
verið ágreiningur um leiðir að settu
marki. En harðar deilur við aðrar þjóðir
hafa risið við hverja útfærslu fiskveiði-
markanna allt frá því, að fyrst var hafizt
handa 1950 eftir uppsögn og gildisfellingu
dansk-brezka samningsins um fiskveiði-
landhelgi íslands frá 1901. Viðbrögðin
hafa verið harðsnúin, og höfum við
jafnvel mátt þola viðskiptaþvinganir
erlendis og endurtekna valdbeitingu
• Breta á Islandsmiðum. Bein tengsl við
Atlantshafsbandalagið komu því fljótlega
Annað þorskastríðið eða deilan um 50
mílurnar frá 1972 leystist, eftir að Ólafur
Jóhannesson, forsætisráðherra, hafði
farið til London til viðræðna við Edward
Heath, forsætisráðherra Breta, og
skömmu síðar, eða 13. nóvember 1973, var
samþykkt á Alþingi bráðabirgðasam-
komulagið, sem kallað var, en það var
gert til tveggja ára. Loks náðist sam-
komulag við Breta og viðurkenning þeirra
á 200 sjómílna fiskveiðilögsögunni með
Oslóar-samkomulaginu svokallaða, sem
gert var 1. júní 1976, eftir að utanríkis-
ráðherrarnir tveir, Einar Ágústsson og
Anthony Crosland, höfðu tveimur vikum
áður tekið upp viðræður á ráðherrafundi
Atlantshafsbandalagsins, en forsætisráð-
Sjá nœstu
síöu
Brezka freigátan Leander gerir tilraun til ásiglingar á varðskipið Þór 1976.
g hefi verið beðinn um að
fjalla hér næsta hálftímann
eða svo um Atlantshafsbanda-
lagið og landhelgismálið. Eru
þar samfléttaðir tveir stærstu
þættirnir í utanríkispólitík Islendinga í
sögu lýðveldisins síðasta aldarþriðjung-
inn, allar götur frá lokum síðustu heims-
styrjaldar, og er það engum manni
ætlandi að reifa þessi mál til nokkurrar
hlítar á stuttum tíma. Gangur þessara
mála undanfarna áratugi verður efalaust
einhvern tíma, þegar frá líður, rakinn í
smáatriðum, en nákvæm sagnritun
verður að bíða síns tíma, því að enn er of
skammt um liðið til að skýra frá öllum
málarekstri núna, a.m.k. er það ofætlan
einum embættismanni að greina ná-
kvæmlega frá þessum málum á opinber-
um vettvangi.
Tómas Á. Tómasson, sendiherra:
Land-
helgis-
málið og
Og þrjú eru þorskastríðin talin milli
Breta og íslendinga. Hjð fyrsta eftir
útfærsluna í 12 mílur, er Bretar sendu
flota sinn inn fyrir línu strax á fyrsta
degi, 1. september 1958. Brezkir togarar
stunduðu veiðar í 50 mílna fiskveiðiland-
helginni sumarið 1973 undir herskipa-
vernd, og aftur var floti Bretadrottningar
sendur á Islandsmið í nóvember 1975,
þegar reglugerðin um 200 mílurnar hafði
tekið gildi.
Þessar deilur, sem risu út af útfærslu
fiskveiðimarkanna, voru síðan allar leyst-
ar með tvíhliða samkomulagi. Fyrst var
það 1961, er deilan hafði staði^ í tvö og
hálft ár, að samningar tókust við Breta
(og síðar einnig við Þjóðverja), enda
höfðu brezku herskipin farið af miðunum
skömmu fyrir aðra alþjóðaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna um réttarreglur á
hafinu árið T960, en viðræður höfðu
hafizt, er forsætisráðherrar landanna,
Ólafur Thors og Harold Macmillan, höfðu
hitzt á Keflavíkurflugvelli í september
það ár. Fékkst þar með viðurkenning
fyrir 12 mílna fiskveiðilandhelginni.
A Uantshafsbandalagið