Morgunblaðið - 04.04.1979, Side 15

Morgunblaðið - 04.04.1979, Side 15
friðurí 30 ár MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 47 Hver er aðdragandinn að þátttöku íslands í Atlantshafsbandalag- inu? Þessi spurning olli mér nokkrum heilabrotum, er ég byrjaði að festa þetta erindi á blað. Ég átti þann kost að segja, að aðdragandinn næði frá árinu 1948, en þá tóku nokkur vestræn ríki að ræða stofnun sameiginlegs varnarbandalags. Ég sá fram á, að þessi upphafspunkt- ur gat sparað mér nokkrar vinnustundir og hlíft ykkur við að sitja undir langri tölu. En þegar ég hugsaði málið betur, varð mér ljóst, að ég gat ekki komizt svo auðveldlega frá efninu. Þeir straumar, em báru ísland inn í NATO, áttu sér mun lengra þróunarskeið en sjálf hugmyndin um bandalagsstofnunina. Löngu áður en grjóthríðin buldi á Alþingishúsinu í marz 1949, höfðu þessir straumar hrakið ísland af þeirri leið, sem lagt var út á með hlutleysisyfirlýsingunni 1918. Af þessu má ráða, að ég er þeirrar skoðunar, að aðdragandi NATO-aðildar sé samofin fráhvarfinu frá hlutleysi. Þetta fráhvarf varð einkum á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, en helztu orsakir þess má rekja aftur á f jórða áratuginn öndverðan. Ég lít því á sögu fyrstu áranna eftir stríðið sem nokkurs konar eftirmála við meginefnið, þ.e. styrjaldarsöguna. Hún hlýtur því að verða þungamiðjan í þessu erindi mínu. saman úr tveimur þáttum: raunsæi og þjóðernishyggju. í utanríkisstefnunni var jafnvægi með þessum þáttum. 2. Hlutleysi íkreppu Á fjórða áratugi aldarinnar hófst í Evrópu mikið umbyltingarskeið, sem hafði örlagarík áhrif á stöðu íslands í alþjóðastjórnmálum. Allt lagðist nú á eitt við að grafa undan þeim stoðum, sem öryggi íslands hafði hvílt á um áraraðir. Heimskreppan þrengdi að útflutnings- mörkuðum íslendinga í Súðurlöndum, og mikilvæg viðskiptasambönd þeirra við Breta trufluðust. Hitler brauzt til valda í Þýzkalandi, og lýðræðisskipulagið í álf- unni átti víða í vök að verjast. Til þess að vega upp á móti markaðstapinu í Suð- 1. Forsendur hlutleysis Lítum næst á elztu vörðu utan- ríkisstefnunnar, hlutleysis- yfirlýsinguna frá 1918. Sú skoðun er nú býsna útbreidd, að á fullveldisárinu hafi ís- lendingar verið í rómantískri vímu, sem svipti þá raunsýni í utanríkismálum. Þessi skoðun á þó við engin rök að styðjast. Samtímaheimildir sýna, að Islendingar trúðu ekki á hlutleysisyfir- lýsingar sem allsherjar hjálpræði í öryggismálum. Reynsla tveggja styrjalda (Napóleons-stríðanna og fyrri heims- styrjaldarinnar) hafði hins vegar kennt þeim, að hlutleysið tryggði bezt öryggi Islands. Þetta viðhorf mótaðist einkum af samskiptum íslendinga við stórveldið, sem drottnaði á hafinu umhverfis landið. Menn trúðu því, að Bretaveldi hefði bæði mátt og vilja til að verja ísland fyrir ágangi meginlandsstórvelda. Hernaðar- öryggi Islands gat því aðeins verið hætt, að Bretum fyndust þeir knúnir til að beita okkur valdi. Þetta var sú hugsun, sem íslendingar 19. aldar höfðu tamið sér í öryggismálum og landstjórnendur 20. aldar tóku í arf. Hermann Jónasson reit: Það er auðsætt mál og hefir alltaf verið augljóst, að við Islendingar höfum um aldir lifað undir óbeinni vernd brezka flotans, en þótt þessu hafi verið þannig háttað, hefir þessi aðstaða ekki skert sjálfstæði okkar að neinu leyti. En til þess að við gætum lifað þannig, var eitt alveg ófrávíkjanleg nauðsyn: Við máttum ekki láta neina þjóð ná hér þeim yfirráðum, sem gátu orðið þessum nágrannanum hættuleg ... mátti jafnan ganga út frá því sem sennilegu, að Stóra-Bretland teldi sér það svo hættulegt, að það neyddist til að gera gagnráðstafanir sér til öryggis.1’ Hlutleysisyfirlýsinguna frá 1918 ber að skoða í þessu ljósi. Orðið „ævarandi" var villandi að því marki, að yfirlýsingin var ÞÓR WHITEHEAD: Raunsæi og þjóðernishyggja Aðdragandinn að inngöngu íslands í NATO Atlantshafsflug ítalska flug- hersins í júlí 1933 („hópflug ítala“) Flugsveit Italo Balbos marskálks kemur yfir vesturbæinn í Reykjavík að loknu 1500 km flugi frá Norður-írlandi. — „Menn sáu að Atlantshafsflug crlendra þjóða var fyrirboði þess. að einangrun landsins væri senn að ljúka“. landi. Ríkisstjörnin vaknaði nú upp við þann ónotalega veruleika að frá bæki-_ stöðvum á Islandi mátti fara með eldi og usla yfir samgönguleiðir Atlantshafsins. Flugtæknin var komin á það stig, að landið var orðið eftirsóknarvert í augum þýzkra valdamanna. Þýzka hættan steðj- aði að Islandi, eins og öðrum Evrópulönd- um. Bretar gátu ekki reist hér öruggar skorður við ágangi Þjóðverja, þar sem máttur þeirra í viðskiptum og hernaði hafði minnkað. Þegar brezka áhrifavaldið þvarr, tóku veilurnar í sjálfri undirstöðu íslenzka ríkisins að segja óþyrmilega til sín. Ráðamenn óttuðust ofbeldi nazism- ans, en ríkið hafði hvorki yfir að ráða lögregluliði til að berja niður óburðug- ustu valdaránstilraunir né landvarnarliði til að stugga burtu minnstu innrásar- sveit. Islendingar áttu afkomu sína undir verzluninni við útlönd, og á þessu sviði stóð erlendum veldum opin leið til að ná hér ítökum. Svo föstu taki höfðu Þjóð- verjar nú náð á utanríkisverzluninni, að þeir skirrðust ekki við að heimta, að íslenzkir fjölmiðlar sýndu þeim hlýðni og undirgefni. Þjóðstjórn lýðræðisflokkanna fann, að öryggi landsins var ógnað innan frá og utan að. En stjórnin veigraði sér við að skýra þjóðinni frá því, að hlutleysið væri orðið ótryggt athvarf á þessum hættutím- um. Ein ástæðan til þagnar stjórnvalda var sú, að flokkamir þrír vildu ei ganga gegn ströngustu boðorðum þjóðernishyggjunn- ar. Kommúnistaflokkurinn og arftaki hans Sósíalistaflokkurinn voru frjálsari af þessum borgaralegu lögmálum. Þeir gátu því boðað þjóðinni þau sannindi, að hinar raunhæfu forsendur hlutleysisins væru óðum að bresta. Öryggi landsins yrði að styrkja með því að leita eftir hernaðarlegri tryggingu frá andstæðing- um þýzkrar landvinningastefnu, þ.e. frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Ráð- stjórnarríkjunum. Þá kröfðust marxistar þess, að innra öryggi landsins yrði betur gætt gegn vélræði innlendra og erlendra nazista. Stefnan, sem kommúnistar vísuðu þjóðinni á andspænis þýzku hættunni, fyrir griðasáttmála Hitlers og Stalíns, á margt skylt við þá stefnu, sem lýðræðis- flokkarnir framkvæmdu síðar vegna ótta við yfirdrottnunarstefnu Ráðstjórnar- ríkjanna. Þetta herðir á einu meginatr- iðinu í erindi mínu: Raunhæfir kostir í öryggismálum voru fáir, eftir að ríkis- krílið íslenzka hafði sogazt inn í hringiðu hvorki talin algild lausn né var hún miðuð við óvissa framtíð. Hún var umfram allt viðleitni til að styrkja í bráð og lengd öryggi Islands gagnvart sjóveldi Breta. Lausnin var miðuð við öryggismál- in, eins og þau horfðu við anno 1918 og eins og þau höfðu komið mönnum fyrir sjónir í þrjár aldir þar á undan. íslend- ingar tefldu ekki öryggi sínu í tvísýnu með því að lýsa yfir hlutleysi. Þeir tóku mið af legu landsins, stöðu þess á áhrifasvæði brezka þingræðisríkisins, valdahlutföllum stórveldanna í álfunni og hernaðartækni samtímans. Að þessu leyti var hlutleysið raunsæisstefna, Realpolitik, er samræmdist öryggis- og viðskiptahagsmunum þjóðarinnar. En hlutleysið átti sér einnig djúpar rætur í almennri hugmyndafræði þjóðarinnar. Yfirlýsingin frá 1918 var þannig samgró- in þeirri hugsjón þjóðernisstefnunnar, að íslendingar byggju að sínu, óháðir öllum erlendum ríkjum. Það má því til sanns vegar færa, að hlutleysið hafi verið undið ur-Evrópu, juku íslendingar vöruskipti sín við einræðisríki nazismans. íslenzkir stjórnmálamenn töldu vöruskiptin óhag- stæð, og þegar fram í sótti, fundu þeir, að sjálfstæði Islands stafaði hætta af því að eiga mikið undir náð einræðisríkis. En kreppan svarf að atvinnuvegunum, og fiskinn varð að selja þeim sem kaupa vildu. Þegar hallaði á fjórða áratuginn, læddist sá grunur að landstjórnendum, að flugtæknin væri að kotlvarpa fyrri hug- myndum þeirra um öryggi landsins fyrir yfirgangi meginlandsvelda. Menn sáu, að Atlantshafsflug erlendra þjóða var fyrir- borði þess, að einangrun landsins væri senn að ljúka. Á sama tíma og ýmis teikn voru á lofti um breytta hernaðarstöðu landsins, tók Hitler að seilast eftir forræðinu í Evrópu. Islenzkum stjórnvöldum þótti í fyrstu sem landinu stæði lítil ógn af Hitler, en á árunum 1938—39 tók viðhorf þeirra að breytast. I marz 1939 föluðust Þjóðverjar árangurslaust eftir flugaðstöðu hér á alþjóðastjórnmálanna. Ef raunsæið átti að ráða einhverju um utanríkisstefnuna, varð landið fyrr eða síðar að gera upp á milli stórveldanna. Kommúnistaflokkur- inn og arftaki hans voru reiðubúnir til slíks uppgjörs 1938, en lýðræðisflokkarnir voru knúnir til þess af kringumstæðun- um, eins og ég mun rekja hér á eftir. Það er hins vegar söguleg kaldhæðni, að þegár til þessa uppgjörs dró, hafði alþjóða- hyggja Sósíalistaflokksins, sem samsvar- aði utanríkisstefnu Ráðstjórnarríkjanna, hrint honum inn á blindgötu þrengstu þjóðernishyggju í öryggismálum íslands. Þaðan forðuðu sósíalistar sér eftir að Hitler braut grið á Stalín en þangað hlupu þeir aftur, þegar vinátta Ráð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.