Morgunblaðið - 04.04.1979, Side 18

Morgunblaðið - 04.04.1979, Side 18
friðurí 30 ár MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 50 stalínismans á sama hátt og íslendingar höfðu skilið nazismann réttum skilningi. Meiri hluti þjóðarinnar lagði að jöfnu Auschwitz-kerfið og Gulag-kerfið; hið fyrra var að velli lagt, en hið síðara var í framsókn vestur á bóginn. Engar líkur voru á því, að þeirri sókn linnti, meðan viðstaðan var ekki meiri en raun bar vitni, svo mjög hafði stríðið raskað valdahlutföllunum í álfunni Ráðstjómar- ríkjunum í vil. Lýðræðisflokkamir íslenzku vildu, að Island legði sitt af mörkum til að rétta valdahlutföllin og hefta frekari útbreiðslu stalínismans í Evrópu. Hér rakst aftur á alþjóðahyggja lýðræðis- sinna og marxista. Sósíalistaflokkurinn fagnáði hinni nýju skipan í Aust- ur-Evrópulöndum, og enga ósk átti flokkurinn heitari en þá, að hún kæmist á um álfuna alla. í kalda stríðinu tók flokkurinn eindregna afstöðu með Ráð- stjórnarríkjunum gegn Vesturveldunum. Á því skeiði sem íslenzkt ríkisvald kenndi vanmáttar síns, tóku annmark- arnir á hagkerfinu einnig að segja til sín. íslendingar guldu nú stríðsins: Markaðs- tregða og gjaldeyrisþurrð kreppíu að. I stríðslok höfðu áhrifamenn í lýðræðis- flokkunum gert sér það ljóst, að til slíkra erfiðleika hlyti að draga, ef Vesturveldin hættu skyndilega að greiða fyrir utan- ríkisversluninni. Því hafði verið rætt um að fylgja fordæmi Þjóðstjórnarinnar og tengja saman markaðsmál og öryggismál í nýjum herverndarsamningi við Vestur- veldin. Á árunum 1945—46 hafði þetta orðið að engu með bandarísku herstöðva- tillögunni, og síðan hafði verið hljótt um þær ráðagerðir. Nú hafði hins vegar allt snúizt til verri vegar í utanríkisviðskipt- unum, og það var mönnum frekari hvatn- ing til að smíða nýjar brýr til nágranna- veldanna. Saga stríðsáranna var að endurtaka sig: Islendingar leituðust við að bæta úr veilum ríkisvalds síns hag- kerfis með samstarfi við Vesturveldin. í Vestur-Evrópu voru þjóðirnar óðum að nálgast hver aðra í efnahags- og hermálum, og þangað horfðu íslenzkir ráöamenn. Lýðræðisflokkarnir lýstu nú umbúðalaust yfir því, að í öryggismálum bæri að stefna að samstarfi við Vestur- veldin. Þessar yfirlýsingar fundu nú hljómgrunn hjá almenningi, og sannast þar enn sú kenning, að bóndinn í Kreml hafi verið áhrifamesta sameiningartákn Vesturlanda. 8. Tímabil ákvarðana Vandamálin í íslenzkum utanríkismál- um höfðu beðið úrlausnar frá stríðslok- um, en nú var tími ákvarðana loks runninn upp. Sumarið 1948 bundust íslendingar samtökum við allar helztu viðskiptaþjóðir sínar á grundvelli Mar- shall-áætlunarinnar. Vestur-Evrópa og Bandaríkin runnu þar með saman í eina viðskiptaheild. Á skömmum tíma var Vestur-Evrópa reist úr rústum, og íbúar Vesturlanda nutu ríkulegri lífskjara en mannkynssagan kann frá að greina. íslendingum var opnuð leið út úr efna- hagsþrengingum, en öryggismál þeirra voru enn í deiglunni, eins og annarra Vestur-Evrópuþjóða. Ekki gat þó liðið á löngu, þar til þær þjóðir, sem sameinazt höfðu um Marshall-áætlunina, reyndu að slá skjaldborg um efnahagslega endur- reisn sína og lífshætti. Viðræður hófust um stofnun Atlants- hafsbandalags, og í janúar 1949 var Islendingum boðin aðild. Ríkisstjórn íslands eygði hér ákjósanlega leið út úr óvissunni. En nokkur skilyrði hlaut stjórnin þó að setja væntanlegum banda- mönnum sínum. Þar var efst á blaði sú krafa, að hér á landi dveldist ekki erlendur her á friðartímum. í kosningun- um 1946 höfðu lýðræðisflokkarnir gefið kjósendum slíkt heit, og við það vildu þeir standa. En hvað var þá orðið um þær fyrirætlanir, sem uppi voru í þessum flokkum um hervernd árið 1945? Heim- ildirnar sýna, að þessar fyrirætlanir ultu um koll í umrótinu 1945—46. í huga ráðamanna var Atlantshafsbandalagið einmitt til þess fallið að gera landvarnir óþarfar á friðartímum. Það lá ljóst fyrir frá upphafi, að Island myndi ekki ganga í bandalagið, ef í sáttmála þess fælist ákvæði um landvarnarskyldu. Nokkur bið varð á því, að ríkisstjórnin fengi sáttmál- ann í hendur, og á meðan dróst það á langinn að taka ákvörðun í málinu. í marzmánuöi var sannreynt, að Atlants- hafssáttmálinn bryti hvergi í bága við skilyrði ríkisstjórnarinnar. Hér lýkur þeim aðdraganda, sem mér var ætlað að lýsa. íslendingar gerðust ein af stofnþjóðum NATO, þjóðin hafði endanlega horfið frá hlutleysi. íslendingar höfðu aðlagað hug- myndafræði sína að veruleikanum til að forða henni frá því dapurlega hlutskipti að tortíma sjálfri sér. Þeir ætluðu að deila örlögum sínum með þeim þjóðum, er byggðu á sama arfinum í stjórnarfari, lífsháttum og menningu. Nýtt jafnvægi hafði komizt á milli raunsæis og þjóð- ernishyggju'l íslenzkri utanríkisstefnu. Tilvísanir í heimildir 11 Hermann Jónasson, „Leiðin til örygg- í|“, Tíminn, 31. ágúst 1945. „Hin brezka vernd“, (forystugrein), ftóðviljinn, 15. maí 1940. „Þjóðviljinn og stórveldapólitík |ívrópu“, Þjóöviljinn, 28. marz 1940. „Barátta allra gegn öllum", (forystu- grein), Þjóöviljinn, 11. apríl 1940. )ansinn í Torgau. — Það voru fagnaðarfundir þegar herir Ráðstjórnarríkjanna og Bandaríkjanna mættust suður af Berlín vorið 1945. Hér stíga rússneskar valkyrjur dans við bandaríska hermenn og í baksýn blasa við myndir af þjóðarleiðtogunum Stalín og Roosevelt. — Áður en sundurþykki ágerðist með stórveldunum sáu menn „fyrir sér í hillingum, hvernig nýr og betri heimur risi upp úr ösku hins gamla... Ljónin og lömbin léku sér þar saman“. í Washington fyrir réttum 30 árum: Bjarni Benediktsson ut- anríkisráðherra undir- ritar Atlantshafssátt- málann fyrir hönd ís- lands. Thor Thors sendiherra stendur Bjarna tii vinstri hand- ar. — íslendingar „ætl- uðu að deila örlögum sfnum með þeim þjóð- um, er byggðu á sama arfinum í stjórnarfari, lífsháttum og menn- ingu. Nýtt jafnvægi hafði komizt á milli raunsæis og þjóðernis- hyggju í íslenzkri utan- ríkisstefnu“. „...það erum ekki við, sem höfum breytzt, heldur veröldin í kringum okkur, og við verðum að haga okkur samkvœmt því”. (Hermann Jónasson um herverndarsamninginn 1941, Alþingistíðindi, A-D, 1941.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.