Morgunblaðið - 04.04.1979, Side 14
friðurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
46
Frá ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu að hótel Loftleiðum 10. marz síðastliðinn. Benedikt Gröndal utanríkisráðherra
í ræðustóii. Aðrir á myndinni (frá hænri talið): Björn Bjarnason, Ólafur G. Einarsson, Guðmundur H. Garðarsson, Einar
Agústsson, Sighvatur Björgvinsson og Magnús Þórðarson.
til, fer að verða sérstök ástæða fyrir þær
þjóðir, sem i bandalaginu eru, en standa
utan við báðar þessar ríkjasamsteypur,
að hugsa sitt mál. ísland er eitt af þessum
ríkjum. Vegna sérstöðu landsins er
gersamlega útilokað, að íslendingar muni
nokkru sinni tengjast Bandaríkjunum eða
Efnahagsbandalagi Evrópu öðruvísi en
eins og sjálfstætt ríki tengist öðru slíku í
gegnum menningarleg, efnahagsleg og
viðskiptaleg samskipti. Enginn vilji er
fyrir öðru hjá íslendingum, og ég fæ ekki
séð, að sá vilji muni nokkurn tíma
skapast.
Þegar hins vegar svo er orðið, að ríki
Efnahagsbandalags Evrópu, Bretland og
ríkin á meginlandinu ásamt Danmörku
og e.t.v. fleiri ríkjum verða orðin álíka
sterk og Bandaríkin eru nú, munu þessi
ríki verða næsta einfær, m.a. um að verja
sjálf sig. Áhugi þeirra á sams konar
valdasamstarfi í NATO eins og nú er mun
því sjálfsagt breytast eitthvað, og með
þessari breytingu á innviðum Atlants-
hafsbandalagsins hljóta að sjálfsögðu að
verða miklar breytingar á starfsemi
bandalagsins. Og hvert verður þá hlút-
skipti ríkjanna, sem utan við þessar stóru
ríkjaheildir standa?
Haldbezta
leiðin
Það er auðvitað öllum ljóst, að fyrir
smáríki eins og Island, sem vill standa
vörð um sjálfstæði sitt, menningu og
freisi þjóðarinnar, er haldbezta leiðin að
gera það í samstarfi við önnur ríki, sem
bæði liggja landfræðilega á sömu slóðum
eins og Island, búa við svipaða menningu,
svipað stjórnarfar og hafa sambærileg
áhugamál. Þetta hefur Island hingað til
gert m.a. með samvinnu við ríki Atlants-
hafsbandalagsins. Island mun ekki, eins
og ég sagði áðan, eiga neina aðild að þeim
breytingum, sem ég ræddi um, að myndu
sennilega eiga sér stað og eru farnar að
eiga sér stað varðandi samstarf ríkjanna
innan NATO. En á meðan ekki er fundið
annað betra eða a.m.k. jafngott kerfi til
þess að varðveita öryggi í þeim hluta
heims, þar sem Island liggur, en Atlants-
hafsbandalagið, þá er það mikilvægt, að
ísland gæti þess, að þær breytingar, sem
kunna að vera fram undan á samstarfi
NATO-ríkjanna, verði ekki til þess að
skerða öryggi Islands sjálfs eða stöðu
þess meðal vestrænna þjóða. Miðað við
þær fyrirsjáanlegu breytingar í ríkja-
samvinnu í Evrópu, sem ég ræddi hér um
áðan, og ljóst er, að ísland hvorki vill né
getur átt aðild að, er það því jafnvel
mikilvægara nú heldur en það hefur verið
lengi undanfarið, að Islendingar varðveiti
eðli þeirrar samvinnu, sem verið hefur í
Atlantshafsbandalaginu. Séð frá bæði
öryggishagsmunum og viðskiptalegum
hagsmunum Islands er Atlantshafs-
bandalagið og tilvera þess því jafnvel
mikilvægari núna fyrir Island en oft
áður. Auðvitað mega Islendingar í þessu
sambandi ekki gleyma því, að allt er
breytingum undirorpið, jafnvel þessi
samvinna, sem við nú eigum aðild að. Við
þurfum jafnan að vera vakandi og hafa
augun opin fyrir nýjum hugmyndum um,
hvernig fara megi að því að varðveita þá
hagsmuni, sem vestræn lýðræðisríki hafa
hingað til varðveitt á vettvangi Atlants-
hafsbandalagsins. Það nægir því ekki
fyrir okkur að hugsa um það eitt að halda
okkur í NATO og láta síðan hverjum degi
nægja sína þjáningu af þeirri einföldu
ástæðu, að Atlantshafsbandalagið verður
ekki til degi lengur en samrýmist hags-
munum allra þeirra aðila, sem að banda-
laginu standa. Atlantshafsbandalagið var
ekki stofnað fyrir okkur Islendinga sér-
staklega, og því verður ekki viðhaldið
fyrir okkur íslendinga sérstaklega. Því
verðum við jafnframt sem við varðveitum
samvinnu okkar við hinar vestrænu
þjóðir í NATO að gefa okkur tíma og
tækifæri til þess að fylgjast mjög vand-
lega með þróun heimsmála og þá sérstak-
lega varðandi mál í þessum hluta heims
og hafa augun opin fyrir öllum hugmynd-
um, sem upp koma um nýjar aðgerðir til
þess að tryggja þá öryggishagsmuni,
viðskiptahagsmuni og menningar- og
efnahagsmuni, sem tryggðir hafa verið
með Atlantshafsbandalaginu. Fylgjumst
við ekki því ekki með því og höfum augun
opin fyrir slíkum hlutum, er hætta á því,
að tíminn geti komið okkur að óvörum.
I upphafi hernámsins tóku Bretar yfir Þjóðleikhúsið, sem þá var f byggingu. og
gerðu að birgðastöð. Þessi mynd er tekin á fyrsta degi hernámsins. Ekki er litli
drengurinn fremst á myndinni neitt glaðhlakkalegur, enda ósennilegt að brezku
hermennirnir hafi verið spenntir fyrir að kaupa af honum íslenzkt dagblað.
(Ljósm. Svavar Hjaltested)
lengur slíkir hinir sömu. Á sumum
sviðum er þeim jafnvel ekki lengur fyrir
að fara. Þetta verðum við að sjálfsögðu að
viðurkenna, en við verðum að gera meira.
Við verðum að skilja, að þetta hefur áhrif
á öryggishagsmuni okkar og áhrifaað-
stöðu í veröldinni. Við verðum að læra að
lifa með þessu og hegða okkur í samræmi
við breyttar aðstæður. Við verðum að
vanda okkur meira en við höfum gert,
bæði í sambúðinni innbyrðis og í- sam-
skiptum okkar við önnur ríki, því að þeim
mun minni sem yfirburðir okkar hafa
orðið, þeim mun færri mistökum höfum
við efni á.
Evrópa eflist
Á sama tíma og þetta hefur átt sér
stað, hafa að sjálfsögðu orðið breytingar í
samvinnu NATO-ríkjanna sjálfra. Megin-
breytingin hefur 'verið sú, að Evrópa
hefur stöðugt verið að styrkjast, þó svo
sumir telji, að Evrópuríkin hafi ekki
borið sinn hluta byrðanna af sameigin-
legum útgjöldum við varnarsamstarf
NATO-ríkjanna. En augljóst er hvert
stefnir. Haldi svo fram sem horfir, verður
um að ræða tvö meginöfl í hinum vest-
ræna heimi, annars vegar Bandaríkin og
hins vegar þau ríki, er nú mynda Efna-
hagsbandalag Evrópu. Tvímælalaust er
stefnan sú, að fyrr eða síðar verði þar
einnig um að ræða stjórnmálalegt banda-
lag og þá er kominn aðili, sem gæti í
hinum vestræna heimi mælt sig í styrk-
leika við Bandaríkin. Þessa þróun tel ég
jákvæða. E.t.v. einnig fyrir samstarfið í
NATO, þó svo hún hljóti að hafa á það
mikil áhrif m.a. í átt til verulegra
breytinga.
Forysta
Banda-
ríkjanna
Samstarfið hingað til hefur verið meira
í ætt við það, að Bandaríkin, sem eru
langtum sterkasti aðilinn í því samstarfi,
hafa ráðið ferðinni. Það er auðvitað
næsta auðvelt að kasta til öllum mistök-
unum og ábyrgðinni af þeim yfir á þann
aðilann, sem hefur haft forystu í sam-
starfi eins og þessu, og slíkt er að
sjálfsögðu ekki ávallt sanngjarnt. En hitt
held ég, að dyljist ekki neinum, að það
álit hefur verið í mörgum Evrópuríkjum,
að einkum og sér í lagi hin síðari árin hafi
forysta Bandaríkjanna fyrir hinum vest-
rænu ríkjum verið nokkuð reikul.
Stjórnkerfi Bandaríkjanna er þannig,
að svo mikið vald er fólgið í forsetaemb-
ættinu og því starfsliði, sem fylgir nýjum
forseta til valda, að eftir kjör nýs forseta
að fylgjast með atburðum í utanríkismál-
um.
Það er staðreynd, að Bandaríkin bera
slíkan ægishjálm yfir önnur vestræn ríki,
að þau hafa þar algeru forystuhlutverki
að gegna, hvort sem mönnum líkar betur
eða verr. Við hin erum nánast líkt og
vagnbúar í lest, þar sem Bandaríkin eru
eimvagninn, fremsti vagn lestarinnar, sá
sem dregur alla hina, og ég get ekki varizt
því að hafa það stundum á tilfinningunni,
að svo geti verið, að lestarstjórinn sjálfur,
maðurinn, sem á að sitja við stjórnvölinn
í eimvagninum, hafi orðið eftir á síðasta
brautarpalli.
Það þarf því alls ekki að vera, að það
hafi slæm áhrif, heldur síður en svo, fyrir
samstarfið í Atlantshafsbandalaginu,
þótt sú mikla breyting yrði þar á, að t.d.
nú Efnahagsbandalagsríkin og í framtíð-
inni kannske eftir fá ár Bandaríki Evrópu
yrðu þar jafnmikill áhrifaaðili og Banda-
ríki Norður-Ameríku eru nú, og að saman
myndu þessar tvær voldugu ríkjasam-
steypur ráða ferðinni í stað þess, sem
Bandaríkin hafa ein gert áður. En skapist
slíkar aðstæður, sem ýmsar líkur benda
má segja, að þetta volduga ríki, Banda-
ríkin séu meira og minna reikult og
ráðvillt, meðan hinir nýju stjórnendur
eru að finna sjálfa sig. Það er ekki um að
ræða eðlilegt framhald, eðlilega tengingu
milli forsetatímabila, ef svo mætti segja,
og margir forsetar Bandaríkjanna hafa
því miður fengið næsta litla reynslu af
utanríkismálum, og mörgum hefur þótt
sem það tæki bróðurpartinn af fyrra
kjörtímabili forseta Bandaríkjanna, að
forsetinn og stjórnunarlið hans áttaði sig
nægilega vel á 'aðstæðum í umheiminum
til þess að geta mótað farsæla og trausta
stefnu. Þannig má heita, að næstum
annað hvert kjörtímabil Bandaríkjafor-
seta hafi getað ríkt alger óvissa í utanrík-
ismálapólitík Bandaríkjastjórnar, og af-
skipti hennar af utanríkismálum hafa oft
á þessu tímabili að áliti Evrópumanna
verið næsta barnaleg og fálmkennd. Þessi
gagnrýni er að sjálfsögðu vel á vitorði
Bandaríkjamanna sjálfra, og e.t.v. er hún
orðum aukin, en þó get ég ekki leynt því
áliti mínu, að sitthvað sé þar rétt og satt
miðað við þau tiltölulega fáu ár, sem
maður á mínum aldri hefur haft til þess