Morgunblaðið - 04.04.1979, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.04.1979, Qupperneq 16
friðurí 30 ár MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1979 48 stjórnarríkjanna og Vesturveldanna kólnaði. Þetta var útúrdúr, en hann var nauðsynlegur til að halda yfirsýn yfir átökin um utanríkisstefnuna. r 3. Island hernumið Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst, blöstu við eftirfarandi viðfangsefni í íslenzkum utanríkismálum: Að stækka markaðinn fyrir íslenzkar afurðir erlendis, þ.e. að brjótast út úr kreppunni; að styrkja innra og ytra öryggi ríkisins gegn þýzku hættunni. að afla þjóðinni nægra aðfanga. Það kom fljótt á daginn, að Island varð að sveigja frá fyllstu hlutleysisreglum til að greiða fyrir hagsmunum utanríkis- verziunarinnar. Eins og í Napóleonsstyrj- öldunum og fyrri heimsstyrjöldinni, féllust íslendingar á að hlýða brezku hafnbanni, en Bretar ívilnuðu þeim á móti með viðskiptafyrirgreiðslu. Upp frá því vænkaðist nokkuð hagur útflutnings- verzlunarinnar, en í öryggismálum brá til hins verra, og aðdrættir voru tregir. I apríl 1940 réðust Þjóðverjar á Noreg og Danmörku, og ísland komst í meiri hættu en nokkru sinni fyrr í styrjöldinni. Bretar óskuðu eftir því, að Islendingar gerðust bandamenn þeirra og léðu þeim herstöðvar, en Þjóðstjórnin hafnaði þessari málaleitun, að svo komnu máli. Hver er skýringin á því, að stjórnin þá ekki brezka vernd, þegar hættan af innrás Þjóðverja vofði yfir? Hér er það fyrst til að taka, að stjórnin var sannfærð um, að brezki flotinn legði ofurkapp á að verja Island eftir ófarirnar í Noregi. Ráðherrarinir vildu í lengstu lög forða landinu frá því að véra hersetið af styrjaldarþjóð. Þeir höfðu ennfremur vitneskju um, að Bretar mundu taka það með valdi, sem þeir næðu ekki með samningum. Eins og málum var háttað, gat Þjóðstjórnin því haldið sig við hlutleysið í þeirri vissu, að Bretar væru komnir í viðbragðsstöðu og yrðu því væntanlega fyrri til að stíga hér á land en Þjóðverjar. En þar með er ekki sagt, að ráðherrarnir hafi ætlað að láta skeika að sköpuðu tii lengdar. Stjórnin hafði þegar ráðið það með sér, að betra væri að víkja frá hlutleysi en að landið félli í hendur Þjóðverjum. Þeir höfðu einnig komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri æskilegra að leita eftir hervernd Bandaríkjamanna en að þiggja vörn Breta. Þetta var stórt 'skref frá yfirlýsingunni um ævarandi hlutleysi. Málið var á döfinni í maí 1940 og svo virðist sem stjórnin hafi verið að leita lags til að taka það upp við Bandaríkjastjórn. Ef einhver merki væru þess, að þjóðverjar ætluðu að veita landinu aðgöngu, var stjórnin ráðin í því að kasta hlutleysinu umsvifalaust og kalla Breta til hjálpar. Við getum nú hugsað til þess með stolti, að ríkisstjórn Islands ætlaði ekki að beygja sig, þótt ægilegasta herveldi heims legði hramminn yfir landið. Til að taka slíka ákvörðun þurfti kjark og reisn, en umfram allt skilning á eðli stríðsins. Við munum víkja að þessu atriði síðar. 4. Sveigt frá hlutleysi Hernám Breta 10. maí 1940 leysti Þjóðstjórnina undan þeirri þraut að biðja um hervernd Bandaríkjanna. En hin nýja skipan, hernámið, krafðist annars og meira af íslenzkum stjórnvöldum en þeirrar óbeinu varnar, sem brezki flotinn hafði séð landinu fyrir. Bretar fóru fram á náið samstarf við Islendinga í varnar- málum og hétu þeim í staðinn viðskipta- fríðindum. Þjóðstjórnin átti einskis annars úrkosta’en að ganga til þessa samstarfs við Breta. Hinar raunhæfu forsendur hlutleysisstefnunnar voru brostnar, og með því að framfylgja þeirri stefnu áfram, hlaut hún að ganga gegn lífshagsmunum þjóðarinnar. Ef Islend-. ingar ætluðu að verjast þýzku hættunni, brjótast út úr markaðskreppu og verða sér úti um aðdrætti, urðu þeir að taka höndum saman við Breta. Einar Olgeirsson. Á árunum 1938 — 39 varaði Einar og ílokkur hans þjóðina eindregið við því að treysta á hefðbundið hlutleysi sem vörn gegn yfirgangssemi nazista. — „Stefnan, sem kommúnistar visuðu þjóðinni á andspænis þýzku hættunni, fyrir griðasáttmála Ilitlers og Stalíns, á margt skylt við þá stefnu, sem lýðræðisflokkarnir framkvæmdu sfðar vegna ótta við yfirdrottnunarstefnu Ráðstjórnarríkjanna“. Og nú er til að taka þar sem frá var horfið um skilning manna á styrjaldar- átökunum. Allt frá upphafi hernámsins varð Þjóðstjórnin að sæta skefjalausri gagnrýni og landráðabrigslum -frá stjórnarandstöðunni, Sósíalistaflokknum. Sósíalistar lýstu yfir því, að Bretaveldi væri „svarinn óvinur" íslenzku þjóðarinn- ar. Það gætu „aðeins beinir landráða- menn haldið því fram, að íslandi stafi ekki fyrst og fremst hættan á missi sjálfstajðis síns frá brezku yfirráðastefn- unni“. í málgögnum sósíalista var þeim Churchill og Jónasi frá Hriflu lýst sem mun hættulegri persónum en Adolf Hitler. Slíkur mannjöfnuður var liður í „þjóðfrelsisbaráttu" sósíalista á þeim árum sem Hitler og Stalín deildu með sér meginlandi Evrópu. Sósíalistar héldu því mjög á lofti eins og nú, að herinn í landinu væri ekki hingað kominn til að verja hagsmuni íslendinga, heldur hags- muni heimsvaldasinna. Þessari kenningu var haldið hvað fastast að þjóðinni sama vorið og brezku herstöðvarnar á íslandi gerðu gæfumuninn í þeirri tvísýnu orrahríð, sem háð var um yfirráðin á Atlantshafi. Siðmenningin og villimennskan tókust þá á uppi í land- steinum Islands. En þótt orrustugnýrinn glymdi í eyrum sósíalista og ummerkin bæri fyrir augu þeirra, var viðkvæðið hið sama og nú: Dvöl hersins í landinu er andstæð íslenzkum hagsmunum. Leiðtogar lýðræðisflokkanna voru ann- arrar skoðunar. Vitaskuld voru þeir ekki slíkir einfeldningar að ætla, að brezki herinn væri hingað kominn vegna sér- stakrar umhyggju fyrir íslendingum. En þeir trúðu því staðfastlega og réttilega, að hagsmunir Bandamanna og íslendinga væru samofnir. Þar skildi milli lýðræðis- flokkanna og sósíalista. Hinlr fyrrnefndu- töldu einsýnt, að tækist Hitler og Stalín að hrinda lýðræðinu í Evrópu ofan í gröfina, hlyti íslenzka lýðræðisskipulagið að fara sömu leiðina. Sigur einræðisafl- anna táknaði í þeirra huga endalok fullveldisins. Islenzk þjóðernisstefna var þeim alhugamál, en þeir vissu, að hugsjónir hennar gátu aldrei rætzt í gröf vestræns lýðræðis. Með þessi sannindi að leiðarljósi tók Þjóðstjórnin í reyndinni afstöðu með Churchill gegn Hitler. Við getum nefnt þessa afstöðu þeirra „alþjóðahyggju lýðræðissinna" til að- greiningar frá alþjóðahyggju marxista, sem hafnaði nazismanum og borgaralegu lýðræði, en lagðist í raun á sveif með Hitler. Samvinna Þjóðstjórnarinnar og Breta var í senn árekstrarlítil og ábatasöm fyrir ísland. Opnun brezka markaðarins leysti þjóðina úr viðjum kreppu og bjó henni þau góðu lífskjör, sem hún hefur notið síðan. í öryggismálum var sam- starfið engan veginn jafnárangursríkt. Bretar stóðu einir gegn ofurvaldi Þjóð- verja, og þeir reyndust ekki hafa þrótt til Stefán Jóh. Stefánsson, forgöngumaður raunsæisstefnu f íslenzkum utanríkis- málum. Stefán fór með utanríkismálin í bjóðstjórninni og hann var forsætisráð- herra í stjórn lýðræðisflokkanna, er ísland gekk f Atlantshafsbandalagið. Ólafur Thors atvinnumálaráðherra Þjóðstjórnarinnar, forsætis- og utanrík- isráðherra Nýsköpunarstjórnarinnar. — „.. .haustið 1945 tóku Bandaríkja- menn öryggismálin úr höndum Ólafs með því að biðja um leigu herstöðva á íslandi til langs tíma“. (Myndina tók Ól.K.Magn á Hjalteyri 1948). í ágúst 1939 gerðu Hitler og Stalín með sér griðarsáttmála og skiptu með sér löndum í Evrópu. Myndin er tekin við undirritun sáttmálans. Sitjandi: Rihben- trop utanrfkisráðherra Þýzkalands, að baki honum félagi Stalin glaður f bragði. Griðasáttmálinn markaði upp- hafið að nýrri heimsstyrjöld og megin- land Evrópu var að mestu brotið undir veldi Hitlers og Stalfns. Eysteinn Jónsson fór með viðskiptamál í Þjóðstjórninni og 1949 var hann menntamálaráðherra í rfkisstjórn Stef- áns Jóh. Stefánssonar. Eysteinn var einarður málsvari vestrænnar samvinnu og hann var fulltrúi framsóknarmanna í ráðherranefndinni, sem undirbjó inn- gönguna f Atlantshafsbandalagið. í ársbyrjun 1946 lagði Framsóknarflokk- urinn það tii, fyrstur fslenzkra stjórn- málaflokka, að Islendingar héldu áfram samstarfi við Vesturveldin í öryggismál- um. að bægja burtu þýzku hættunni. Að- drættir frá Bretlandi voru einnig ófull- nægjandi að mati íslendinga. Vorið 1941 hófu Þjóðverjar stórsókn á Atlantshafi, og þar kom, að hernaðar- og efnahagsöryggi íslands hékk á bláþræði. Svo þunglega veitti Bretum, að Roosevelt Bandaríkjaforseti sá sig nauðbeygðan til að skerast í leikinn. En til þess þurfti forsetinn haldbæra átyllu, og hún fékkst helzt með því að koma upp bandarískri útvarðarstöð á Norður-Atlantshafi. Þannig atvikaðist það í stuttu máli, að Bandaríkin buðu íslendingum hervernd í júní 1941. Þjóðstjórnin stóð nú frammi fyrir örlagaríkri ákvörðun. Hlutleysið var enn í orði, þrátt fyrir náið samstarf stjórnar- innar við Breta. Tæki stjórnin hervernd- arboði Roosevelts, gat engum dulizt, að landið hefði að fullu sagt skilið við hlutleysi í ófriðinum. Eins og fyrri daginn hlutu dauðar hlutleysisreglur að víkja fyrir lífshagsmunum þjóðarinnar. Samningar tókust við Bandaríkjamenn og Breta, og Þjóðstjórnin náði fram fyllstu kröfum sínum í öryggis- og efnahagsmálum. Herverndarsamningurinn var einnig vitnisburður um, að íslénzkir ráðamenn voru vakandi fyrir öryggi lapdsins í viðtækustu merkingu. Þeir vildu gera allt, sem í þeirra valdi stóð, til að greiða götu Bandaríkjamanna til íhlutunar á Atlantshafi. Þjóðstjórnin var vaxin stærsta stjórnmálahlutverkinu, sem íslandi hlotnaðist í stríðinu. íslendingar höfðu lagt fram sinn skerf í þeirri baráttu, sem lýðræðið og siðmenningin háðu fyrir tilveru sinni. Herverndarsamningurinn brúaði bilið milli orða og athafna í íslenzkum utan- ríkismálum. Allt frá hernámsdeginum 1940 hafði raunsæið ráðið ferðinni í samskiptum Þjóðstjórnarinnar við Breta. En þótt frávikið frá hlutleysinu leyndi sér ekki, hélt stjórnin því að almenningi, að stefnan frá 1918 væri óbreytt. Ráð- herrarnir vissu, að með samstarfinu við Breta voru þeir að verja hugsjónir þjóðernishyggjunnar frá grandi..En sá hugmyndaheimur sjálfstæðisbaráttunn- ar, sem þeir og almenningur lifðu og hrærðust í, gerði ekki ráð fyrir því, að Islendingar gætu deilt örlögum sínum með erlendri þjóð. Það jafnvægi, sem ríkt hafði í utanríkisstefnunni milli raunsæis og fornrar þjóðernishyggju, hafði rask- azt. En í "stað þess að leitast við við að aðlaga þjóðernishyggjuna breyttum við- horfum, freistuðu stjórnmálamennirnir þess að breiða yfir raunsæisstefnu sína. Vísitala þjóðernistilfinninga var færð niður með svipuðum brellum og vísitala framfærslukostnaðar. Eftir gerð herverndarsamningsins dró úr tvískinnungi stjórnvalda, og allir stjórnmálaflokkarnir tóku opinberlega afstöðu með Bandamönnum og hervernd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.