Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRIL 1979
Stálvík:
Samið við Ogurvík
um smíði togara
fyrir 1.798 milljónir
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Ögurvík
og Skipasmíðastöðin Stálvik
hafa gert með sér samning um
smíði nýja Stálvíkurtogarans
svonefnda, togara, sem hannað-
ur er af Stáivík hf. Að sögn Jóns
Sveinssonar forstjóra Stálvíkur
er hér um að ræða samning er
hljóðar upp á um 1.798 milljónir
króna og hefst smíði togarans
strax. Kvaðst Jón gera ráð fyrir
að hún tæki um eitt ár, en
togarinn er 57 m. langur og er
499 brúttólestir.
— Þetta skip er á margan hátt
nýstárlegt, sagði Jón Sveinsson í
samtali við Mbl., og lag þess er
þannig að það kemur til með að
spara olíu verulega. Á venjuleg-
um siglingahraða er olíunotkunin
um 39% minni en á þeim skipum
sem við höfum verið með og má
segja að hlutfallið sé nokkuð
svipað því sem er á notkun
svartolíu og dieselolíu, en hefur
enga-ókosti sem fylgja svartolíu-
notkun t.d. hvað varðar vélaslit.
Þetta verður öflugasta skipið sem
við höfum smíðað til þessa, en því
hefur verið vel tekið af útgerðar-
mönnum
Ég fagna því sérstaklega að fá
tækifæri til þess að smíða skip
fyrir Ögurvíkurmenn, sem eru
þekktir fyrir að hafa verið sér-
staklega aflasælir um margra
ára skeið og fyrir að reka fyrir-
myndarútgerð. Ég fagna einnig
því að ríkisstjórnin hefur leyft
innlendum skipasmíðastöðvum
að njóta hliðstæðrar lánafyrir-
greiðslu og erlendar stöðvar hafa
haft um margra ára skeið. I
skjóli þeirra hafa erlendar stöðv-
ar gjarnan orðið hlutskarpari í
samningum, en ég er bjartsýnn á
að fleiri samningar nái fram að
ganga á næstunni og að Stálvík
verði þannig tryggð samfelld
vinna við nýsmíði á næstu árum,
en hún er fyrst og fremst hugsuð
sem nýsmíðastöð og hefur ekki
dráttarbraut. Fyrirhugað er víð-
tækt samstarf við nokkur fyrir-
tæki um smíðina þegar verkefni
eru tryggð. Ég spái bata í inn-
lendri skipasmíði á næstu árum
því nálægt helmingur flotans er
kominn á og yfir aldurstakmark-
ið. í tækniþróuðum löndum þykir
ekki góð latína að gera atvinnu-
tækin of gömul sem þá eru
gjarnan um leið úrelt.
— í athugun er að gera útgerð-
armönnum sem eiga gömul skip
og viíja endurnýja kleift að gera
það með sérstakri lánafyrir-
greiðslu, en á þessu sviði hafa
erlendar stöðvar leikið harkalega
á íslenzkar stöðvar með því að
jafnvel þykjast ætla að kaupa
gömul skip út úr landinu, sem þó
hafa hvergi farið. Við svona
brellum er nauðsynlegt að sjá og
eins og ég hefi oft sagt áður tel ég
skipasmíði einn upplagðasta iðn-
að á Islandi, hér eru allar aðstæð-
ur fyrir hendi til þess að hún
megi þróast á hátt stig, sagði Jón
Sveinsson að lokum.
Menntaskólinn ( Kópavogi kynnir starfsemi sína í dag í húsakynnum skólans viA Digranesveg og
stendur kynningin frá kl. 14 — 16. Er hún ætluð þeim sem áhuga hafa á starfseminni, m.a.
aðstandendum, og jafnframt því sem nemendur greina frá starfinu mun arkitekt skólans sýna
teikningar að fyrirhugaðri skólabyggingu. Kennarar og skólameistari svara þar einnig spurningum.
Ljósm. Kristján.
Breytingartillaga Lúðvíks og Kjartans samþykkt:
Bannar ráðstöfun fjár, sem
ráðherra hefur þegar úthlutað
NEÐRI deild Alþingis samþykkti
í gær breytingartillögu Lúðvíks
Jósepssonar, formanns Alþýðu-
handalagsins, og Kjartans Olafs-
sonar, varaformanns Alþýðu-
bandalagsins, við bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar frá því í
september siðastliðnum um ráð-
stöfun gengismunar. Breytingar-
tillagan bannar að fé úr gengis-
munarsjóði sé lánað til að greiða
rekstrarskuldir eða annað sem
telja verður til venjulegs reksturs
fyrirtækja í fiskiðnaði. Tillaga
þessi brýtur í bága við þá
framkvæmd sem sjávarútvegs-
ráðuneytið hefur haft í málinu,
en ráðhcrra hefur þegar ráðstaf-
að um 600 milljónum króna af
gengismunarreikningi til fjár-
hagslegrar endurskipulagningar
fiskvinnslufyrirtækja.
Sá hluti þingflokks Alþýðu-
bandalagsins sem sæti á í neðri
deild, klofnaði í málinu. Þrír
þingmenn greiddu atkvæði gegn
tillögu Lúðvíks og Kjartans,
ráðherrarnir Hjörleifur
Guttormsson og Svavar Gestsson
og þingmaðurinn Garðar Sigurðs-
son. Með tillögunni greiddu
atkvæði flutningsmennirnir
Lúðvík Jósepsson og Kjartan
Ólafsson, en að auki þingmennirn-
ir Gils Guðmundsson, Jónas Arna-
son og Svava Jakobsdóttir. Tillag-
an var samþykkt í deildinni með
18 atkvæðum gegn 17.
Samþykkt tillögunnar þýðir að
Kjartan Jóhannsson, sem unnið
hefur samkvæmt bráðabirgða-
lögunum, hefur unnið gegn lögun-
um ef efri deild samþykkir nú
breytingartillöguna í samræmi við
afgreiðslu neðri deildar.
Bráðabirgðalögin, sem um
getur, voru sett 5. september í
kjölfar gengisfellingar ríkisstjórn-
arinnar. Síðan eru liðnir 7
mánuðir. Enn hafa þó lögin ekki
verið staðfest af Álþingi, þótt
tæplega 6 mánuðir séu síðan þing
var sett. Málið var upphaflega lagt
fyrir efri deild og er 7. mál fyrir
deildinni.
Lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar ekki afgreidd fyrir páska:
Dráttur á afgreiðslu veldur
erfiðleikum víða um land
ÁGREININGUR innan ríkis-
stjórnarinnar kemur í veg fyrir
að unnt sé að afgreiða lánsfjár-
áætlun rikisstjórnarinnar fyrir
páskaleyfi þingsins, en venjan er
sú að þessi áætlun sé afgreidd
með fjárlögum. Samkvæmt
upplýsingum, sem Morgunblaðið
hefur aflað sér, hefur þessi seink-
un á afgreiðslu lánsfjáráætlunar-
innar haft mjög alvarleg áhrif
þar sem allir stofnfjársjóðir at-
vinnuveganna eru í raun óvirkir
vegna þess að óljóst er með allar
fjárupphæðir og hver lánskjör
verða.
Sem dæmi má nefna, að Fisk-
veiðasjóður getur ekki tekið af-
stöðu til nýframkvæmda við
frystihús, bátasmíði og fleira
vegna þeirrar óvissu, sem ríkir um
fjármál hans. Stjórn sjóðsins veit
ekki hver heildarupphæð þess fjár
verður, sem hann fær, þar sem
fjármögnun sjóðsins er ófrágeng-
in. Fyrir liggja að vísu tillögur, en
á þeim er ekki að byggja fyrr en
afgreiðslan hefur farið fram. Veld-
ur þetta gífurlegum erfiðleikum
um land allt.
Eins er farið um aðra stofnfjár-
sjóði. Um er að ræða feiknamikið
fé og má sem dæmi nefna að
fjárhagsáætlun Framkvæmda-
sjóðs eins er upp á 14 milljarða
króna, en sá sjóður endurlánar
atvinnuvegasjóðunum.
Talið er að talsvert vanti á að
takizt að afla alls þess fjár, sem
tillögur gera ráð fyrir. Jafnframt
eru ýmsir tekjuöflunarliðir enn í
lausu lofti. Innan stjórnarflokk-
anna mun ætlunin að nota að
einhverju leyti páskaleyfið til þess
að komast til botns í þessum
vanda, svo að þingið geti tekið á
málinu að loknu páskaleyfi.
Alþjóðlegur heilbrigðisdagur:
Lítið veik börn oftar sett
á sjúkrahús en áður vegna
vinnu foreldra utan heimilis
ALÞJÓÐLEGUR heilbrigðisdag-
ur er haldinn árlega 7. apríl til að
leggja áherzlu á markmið í stofn-
skrá Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
arinnar. Sérstök kjörorð eru val-
in hverju sinni og eru þu að þessu
sinni: Heilbrigt barn — örugg
framtíð.
I ávarpi frá heilbrigðisstjórn,
Hagnýttur
þorskafli
á Islandi:
Hlutfall Suðvesturlands
hefur hrapað úr 64% í 41,3%
SAMKVÆMT upplýsingum
Fiskifélags íslands hefur mikil
breyting orðið á því, hvar á
landinu þorskafli berst á land.
Hefur á 12 ára tímabili orðið
mikill samdráttur 1 hagnýttum
þorskafla á hinu hefðbundna
vertíðarsvæði á Suðvestur-
landi. því að árið 1967 var
landað þar 64% af þeim afla,
sem á land barst á öllu landinu,
en á árinu 1978 hafði þessi tala
hrapað niður í 41,3%. Þar af
var Iandað á Suðurnesjum á
árinu 1967 21,2%, en á árinu
1978 aðeins 12,6%.
Um leið og þessi aflarýrnun
hefur orðið á þessum hefð-
bundnu vertíðarstöðum Suð-
vesturlands hefur aukning orðið
í hlutfallslegu aflamagni í öðr-
um landsfjórðungum. Á Vest-
fjörðum var landað á árinu 1967
16,2% af hagnýttum þorskafla á
íslandi, en þessi tala var komin
upp í 19,5% á árinu 1978. Á
Norðurlandi vestra var hlutfall-
ið 1967 2,3% en 1978 6,7%. Á
Norðurlandi eystra var hlutfall-
ið 1967 11,6% en árið 1978
19,8%. Á Áustfjörðum var á
árinu 1967 landað 5,9% af hag-
nýttum þorskafla, en á árinu
1978 var hlutfallið komið í
12,7%.
Á þessum árum varð aukning
hagnýtts fiskafla 63,7% á öllu
landinu.
sem Ólafur Ólafsson landlæknir
hefur sent frá sér, kemur m.a.
fram, að það gerist æ oftar að
leitað er til sjúkrahúsa með „til-
tölulega lítið veik börnvegna þess
að foreldrarnir hafa vegna atvinnu
sinnar ekki tök á að sinna þeim
veikum heima, en ríflega þriðjung-
ur íslendinga hefur efni á að
ferðast erlendis á ári hverju. Ef til
vill er ástæða fyrir okkur að
staldra oftar við í baráttunni fyrir
efnalegum gæðum og huga að
öðrum verðmætum. Börn hafa
mesta þörf fyrir að fullorðnir af
báðum kynjum ætli þeim góðan
tíma. Stytting almenns vinnutíma
á íslandi er því hagsmunamál
bæði ungra og aldinna,“ segir í
ávarpi landlæknis.
f
Arleg merkja-
sala ljósmæðra
HIN árlega merkjasala Ljós-
mæðrafélags Reykjavíkur verður
n.k. sunnudag. Ágóðanum verður
að þessu sinni varið til sundlaug-
arbyggingar Sjálfsbjargar.