Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRIL 1979 19 Frá ráðstefnunni um manninn og umhverfið, sem Líf og land gekkst fyrir á Kjarvalsstöðum. Á komandi árum, fram til síðari heimsstyrjaldarinnar, er mikið byggt hér í Reykjavík og rísa þá flest þau hús, sem mestan svip hafa sett á borgina, og gera enn. Heimsstyrjöldin síðari klippir á námsferil margra og næsti straumur arkitekta er því á árun- um rétt eftir stríð, þegar menn komust aftur utan til að ljúka námi. Á næstu áratugum eða fram til 1960 bætist við einn og einn maður, en holskefla skellur yfir á áratugnum 1960—70 og hefur ekki linnt síðan. En hver eru sporin? Þau eru hvorki augljós né sam- stæð. Arkitektar hafa þurft og þurfa enn að sækja alla sína menntun erlendis. Á fyrstu ára- tugunum eða allar götur til 1955 er danski hópurinn stærstur, en aðrir dreifðust nú á enn fleiri lönd. Það gefur auga leið, að áhrif frá þeim löndum og skólum, sem menn námu við voru sterk. Þessir seinni hópar þekktu lítið til byggingar- hefðar landsmanna, enda engin kennsla né bækur til um það efni. Hefur því tekið nokkurn tíma fyrir flesta „að koma heim“ þótt þeir störfuðu hér. Stökkið er stórt úr timbri, torfi og bárujárni yfir í steinsteypuna. En það er ekki bara efniviðurinn sem breytist. Þegar Evrópulöndin þurftu að byggja upp heilu borg- irnar á svipstundu eftir stríðið, urðu til hin miklu blokkahverfi íbúða, sem hafa því miður áhrif á íbúðarhverfi tugum ára síðar. Og síðar sagði hann: Land okkar er nakið og viðkvæmt. Allt sem hróflað er við er áberandi. Smá- hýsi inni í óbyggðum getur verið sem graftarbóla á fögru andliti, ef ekki er tekið tillit til forma lands- ins og lita. Tækniþróunin er ör, og mikil mannvirki rísa í náinni framtíð. Við getum eyðilagt landið og náttúru þess á örskömmum tíma, ef aðgát er ekki höfð. # Engin kynslóð jafn blekkt Magnús Bjarnfreðsson blaðamaður talaði um staðlað líf. Hann sagði m.a.: Fjölskyldan er næst minnsta eining þjóðfélagsins. Einstakling- urinn hin smæsta. Hvernig er þá með einstaklinginn sjálfan á þess- ari öld uppreisna og rótleysis? Er krossuðu sig. Síðast héldu galla- buxurnar innreið sína og halda enn velli. Allt varð vont og vit- laust, sem áður voru sjálfsagðir hlutir. Datt ykkur aldrei í hug, þegar síðlubbarnir ykkar hristu faxið framan í ykkur, að þeir væru í rauninni ófrjálsari þrælar þjóð- skipulagsins en þið sjálf? Datt ykkur aldrei í hug að hárlubbinn væri í raun staðlað fyrirbæri á vegum þeirra, sem græddu ótalda milljarða á þeirri byltingu, sem fór einsog eldur í sinu um löndin? Datt ykkur aldrei í hug, þegar unglingar gerðu gys að þeim jafn- öldrum sínum, sem héldu í eitt- hvað af fyrri siðum og hefðum í útliti og klæðaburði og töldu þá þræla vana og foreldra, að bak við hverja háðsglósu stæði auglýs- ingavél þeirra, sem rökuðu saman peningum á frelsinu? Að þeir, sem þoldu glósurnar og undir niðri kannski hötuðu foreldra sína fyrir bragðið, væru þeir einu í hópnum, sem höfðu þó þrátt fyrir allt kjark vill diskódans á meðan land brenn- ur undir fótum írana og Víetnama í þriðja sinn á skömmum tíma. Og fjölmiðlarnir eru orðnir svo þróað- ir, að þeir vilja heldur sinna tískunni og elta hana en móta hana. Við erum því, fyrir tilverkn- að fjölmiðla, innilokuð í tilfinn- ingavafstri og skoðanaspili, sem annars vegar mótast af vilja ein- hvers hluta hinna nýfullorðnu landsmanna, og hins vegar af þeim túbumat í fréttum og upplýsing- um, sem engilsaxar fyrst og fremst matreiða ofan í okkur og við tökum fyrir guðs orð á hverj- um degi. íslenzkir fjölmiðlar eiga mikla sögu um viðleitni allt frá 18. öld til vorra daga. Og kannski er saga fjölmiðla aldrei annað og meira en saga um viðleitni. Það verður þó að segja, að ákjósanlegra hefði verið að þeir stæðu fastar gegn frægðarfólkinu, eða því fólki öllu heldur sem sækir um að láta geta verka sinna og óverka, og létu ræða um fjölskylduna í íslenzku nútímasamfélagi. Þau atriði, sem ég hef nefnt hér benda til þess að þetta tvennt eigi ekki að öllu leyti vel saman. Ef skyggnst er inn í framtíðina, bendir fátt til þess að vegur fjölskyldunnar fari vaxandi. Umönnun og uppeldi í bernsku, félagsmótun og fræðsla æskufólks, starfsvettvangur fullorðinna, at- hvarf aldraðra; Á öllum þessum sviðum er fjölskyldan á undan- haldi eða í uppgjöf. Þessi sannindi verða æ fleirum ljós og þeir sem skynja þessa þróun vilja sumir hverjir grípa til róttækra ráða til bjargar fjölskyldunni. En mér virðist að þeir geri sér ekki ætíð ljóst, að í þessum efnum dugir ekki að reyna að feta aftur á bak í eigin slóð. Nútímafólk með áhyggjur af örlögum fjölskyldunnar þarf að skilgreina betur en hingað til hefur verið gert verðmæti, sem þarf að bjarga. Er það fjölskyldan sem slík eða eru það þau verkefni sem hún hefur sinnt? Sjálfur talaði um áhrif skipulags á sáíar- líf. Hann sagði m.a.: Bregðum nú upp skyndimynd af þjóðlífi í dag. Eitt af því sem truflar mörg álitamálin um þessar mundir er óðagotið. Það er engu líkara en að þjóðin sé komin í stjórnlausa kappsiglingu yfir reginhaf tímans og hraðinn hrað- ans vegna sé aðalmarkmiðið. Var ekki nóg að ná sjálfstæði frá dönum, byggja svo upp atvinnulíf, efla menntun, útrýma fátækt og stofna lýðveldi 1944? Þurfum við að sleppa okkur lausum í veislum eftirstríðsáranna, taka taumhald- ið af óðagotinu og láta það flakka út í þjóðlífið? Var rétt að h.eypa óðagotinu út í verðlagsþróunina og fjárfestingamálin? Eða launakröf- ur, kjarabaráttu og mannvirkja- gerð? Er það sem mér sýnist, að óðagotið sé komið alla leið inn á Alþingi íslendinga á síðustu tím- um? En snúum okkur að sálarlífi einstaklingsins um stund og renn- um augum yfir skipulag og áhrif kerfis á mannlífið. Pólitískar stefnur fela í sér ákveðnar hugs- anaveilur, illa rökstuddar fullyrð- ingar, óskhyggju og trú, sem tekur stundum á sig mynd átrúnaðar. Þjóðfélagskerfin eru oft ógnandi við sjálfstæða hugsun og sannfær- ingarkraft einstaklinganna. Skipulag verður ekki langlíft nema mannsandinn láti beisla sig til ákveðinnar hlýðni og undirgefni. Hér er töluverð hætta fólgin. Allir eru börn síns tíma, og það gætu komið vanþrif í dómgreind ein- staklingsins, ef hver ný kynslóð leyfir sér að fórna smá skammti af sjálfstæðri hugsun á móti hverjum nýjum áfanga í tækniþróun sem stefnir að óskeikulleika tölvunnar. 1984 er ekki ýkja langt undan. Bókartitillinn 1984 og hrollvekjan sem þar birtist átti að sjálfsögðu að vera víti til varnaðar, og jafnvel hér á landi gat verið ástæða til slíkrar áminningar þó að fjar- stæðukennt kunni að virðast. # Að gera hvern og einn hæfan til að standa á eigin fótum Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur talaði um menntunarmál í brennidepli. Hún Þorvaldur S. Þorvaldsson Magnús BjarnfreÖs8on IndriAi G. Þorsteinsson Þorbjörn Broddason Brynjólfur Ingvarsson Inga Jóna ÞórAardóttir hann ekki sjálfráður gerða sinna; er hann ekki laus úr viðjum aldalangra hefða og fordóma? Að sumu leyti, jú, að því leyti sem hann fellur inn í hið staðlaða frelsi nútímans. En skyldi allt það, sem einstaklingnum finnst vera frelsi hans til hegðunar og athafna vera hið sanna frelsi hins frjálsa huga? Getur verið að frelsi hans sé tilbúið, að jafnvel frelsi hans til þess að berjast gegn ríkjandi ástandi þjóðfélagsins sé að ein- hverju leyti tilbúið af þeim, sem hann vill berjast gegn, og jafnvel í þeirra þágu? Leyfið mér að taka dæmi, sem við öll þekkjum. Fyrir allmörgum árum gerði æska heimsins upp- reisn. Hún gerði uppreisn gegn ríkjandi hefðum í útliti, klæða- burði og skemmtanalífi. Strákarn- ir létu sér vaxa hár niður á herðar og hættu að hirða það, foreldrum til angurs. Klæðnaðurinn ger- breyttist. Stúlkurnar gengu um berlæraðar í pínupilsum sínum svo gamlar og guðhræddar konur til þess að vera frjálsir? Eg held að engin kynslóð á þessri öld hafi verið eins hroðalega blekkt og þessi unga kynslóð, sem hélt að hún væri að gera uppreisn. • Standi gegn frægðarfólkin u Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur fjallaði um fjölmiðl- ana og áhrif þeirra. Hann lauk máli sínu á þessum orðum: Víst eiga sér stað kynslóðaskipti öðru hverju. Fjölmiðlarnir í dag bera nokkurn keim þeirrar alvöru- lausu bernsku, sem fylgir kynslóð- inni er sögð var hafa sagt sig úr lögum hinna eldri — fyrst kyn- slóða — upp úr 1960. Með umtali og heimskulegum ráðstöfunum var þessari nýju kynslóð haldið bernskri fram á fullorðinsárin, og það mun vera hún, sem vill frekar popp og Karnabæjarstíl í fjölmiðl- um en alvörugefna og þýðingar- mikla upplýsingu um þá jörð sem við byggjum og fólk hennar. Það meira að sér kveða í almennri upplýsingu um menn og atburði, sem ráða eða koma til með að ráða hag okkar og háttum hverju sinni. Slíkt kostar meiri vinnu, enda byggist upplýsingin líka á því að grafast fyrir um ófarnað boðaðra stefnumiða. Ég efast þó um að fjölmiðlar séu þannig í stakk búnir eftir áratuga fóðrun á pólitískum vettvangi og vettvangi plötusnúða, að þeir geti upp á eindæmi unnið upplýsingunni það gagn að hún verði okkur til menntunar og menningarauka. Og svo verður ekki í fljótu bragði séð hvers loðnan ætti að gjalda. • Tilfinningalegt athvarf fólks á öllum aldri Þorbjörn Broddason lektor tal- aði um fjölskylduna og íslenzkt samfélag. Lok erindis hans hljóð- aði svo: Mér var falið það verkefni að menningararfur þjóðarinnar er svo nátengdur fjölskylduímynd- inni í hugum fólks, að eðlilegt er að óttast sé um flest grundvallar- gildi þegar búið er að rýja fjöl- skylduna svo mörgum verkefnum sem raun ber vitni. En ég hef hér sýnt fram á að þessi verkefni eru ekki úr sögunni, heldur eru þau komin í aðrar hendur. Þessu verður tæpast breytt. Þeim mun mikilvægara er að gera sér glögga grein fyrir því hvaða verkefni verða falin fjölskyldunni í fram- tíðinni og gera henni síðan kleift að sinna þeim betur en nú. Raun- sætt mat í framtíðarhlutverki fjölskyldunnar sem tilfinningalegs athvarfs fólks á öllum aldri, mun stuðla að langlífi þessa festis með þjóðinni. # Óðagotið komið alla leið inn á Alþingi? Brynjólfur Ingvarsson læknir lauk máli sínu með þessum orðum: Hér að framan hefur verið fjall- að um mismunandi stöðu einstakl- ingsins gagnvart menntunarmögu- leikum. Einstaklingarnir eru ekki allir eins. Þeir eru mismunandi hæfileikum búnir og hafa mis- munandi þarfir. Sú menntunar- stefna, sem ætlað er að ná árangri, verður að taka tillit til þessara grundvallaratriða. Ef menntunar- stefna miðast við það að gera hvern og einn sem hæfastan til að standa á eigin fótum og taka sjálfstæðar ákvarðanir verður hún að beinast að því að þjálfa menn í tjáningu — munnlegri og skrif- legri. Hún verður jafnframt að beinast að ákveðinni ögun, sem er nauðsynlegur þáttur allrar mennt- unar. Til þess að hægt sé að koma til móts við og uppfylla hinar mismunandi og ólíku þarfir ein- staklinganna verður að taka tillit til þeirra umfram heildina. Nauð- synleg forsenda þess, að það sé unnt er að stjórnunarkerfið verði dreifstýrt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.