Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 15 HLÍÐARFJALLHHHHHI^HHI Andrés önd kom með skíðafœrið • STARFSFÓLKIÐ í Skíðahótel- inu í Hlíðarfjalli talar um að Andrés önd hafi komið með skíða- snjóinn til þeirra í fjallið. — Við höfum nú haft á orði, að í vetur hafi ekkert snjóað hérna fyrir norðan, en upp á síðkastið hefur þó rætzt úr og síðan við héldum unglingamót, kennt við þann ágæta Andrés önd, hefur ástandið verið gott og nú er hér mjög gott skíðafæri, sagði Ivar Sigmundsson hótelstjóri í Hlíðarfjalli í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Framan af vetri var lítill skíða- snjór í Hlíðarfjalli og eftir hláku fyrri hluta febrúar var ekki hægt að tala um skíðafæri í fjallinu fyrr en um miðjan síðasta mánuð. Þá hafði snjóað talsvert og Norðlend- ingar voru ekki lengi að bregða undir sig betri fætinum og skíðun- um og bruna niður brekkurnar í fjallinu. Nýr snjótroðari hefur óspart verið notaður, til að troða, eða til að rífa upp brautir þar sem komið var harðfenni eða þá til að leggja brautir fyrir göngufólk. Eins og sunnan fjalla fjölgar þeim með hverjum deginum, sem leggja stund á skíðagöngu, og virðist fólk loks vera að læra að meta þá skemmtilegu íþrótt. — Starfsemin hrr í fjallinu var í doða lengi vel, segir Ivar. — Við þurftum að fella niður námskeið og þó reyndum við m.a. að ýta snjó i kennslubrautina. Þá hjálpaði það ekki til að enginn snjór var á götum í bænum og fólk gaf sér einfaldlega, að þá væri enginn snjór heldur í skíðabrekkunum. Veturinn var afgreiddur, þetta var enginn skíðavetur og skíðin voru læst inni. — Nú er þetta þó allt komið í eðlilegt horf og núna þurfum við frekar að vísa hópnum frá vegna aðsóknar, en ekki eins og fyrr í vetur vegna snjóleysis. Enn er þó hægt að komast að í hótelinu um páskana og einhverjir dagar eru lausir Jsangað til við lokum 1. maí, sagði Ivar Sigmundsson að lokum. SKIPSSKALDMH^^MHHHHHB „Létt verða í vasa launin manns... ” • VIÐ virðulegar hirðar fyrr á tímum voru sérstök hirðskáld og þau ekki af verri endanum. I skólum ýmsum hafa verið mörg og merk skáld, sem gjarnan hafa þá verið kölluð skólaskáld. Hins veg- ar mun það ekki vera algengt að einstök skip hafi sín sérstöku skáld, en það þykir þó tilhlýðilegt á því mikla aflaskipi Berki frá Neskaupstað. Þar um borð er meðal háseta Tryggvi Vilmundar- son, sem reyndar er nettagerðar- meistari. Tryggvi er hagyrðingur góður og hafa vísur hans flogið víða. Magni Kristjánsson skipstjóri á Berki er sérstakur umboðsmaður Tryggva og þegar þá á Berki vantaði nýja nót á nýliðinni loðnuvertíð sendu ■ 4%, þeir umsóknina meðal annars í ljóðaformi og að sjálfsögðu var það Tryggvi Vilmundarson, sem ljóðaði á „peningavaldið" á skrif- stofu útgerðarinnar. Þar var þó ekki komið að tómum kofanum, því Guðmundur Bjarnason svaraði beiðninni um hæl með bálki mikl- um. Það voru þó ekki þessar vísur, sem ætlunin var að birta hér í Hlaðvarpanum, heldur litilræði frá Tryggva af loðnu- og kol- munnaveiðum á síðasta ári. Þykir okkur viðeigandi að birta loðnuvís- una fyrst og ef farið verður að ráðum fiskifræðinga um helmings niðurskurð á loðnuveiðunum, þá hlýtur síðasta línan í þessari vísu að eiga vel við. Vísan varð til á loðnuveiðunum í fyrrasumar litið var að hafa: „Fyllist um hafið bárufans, bölvaðar lægðirnar stfga dans. Létt verða f vasa launin manns, ef loðnan er farin til andskotans.“ Börkur heldur í byrjun næstu viku til Noregs, þar sem skipt verður um vél í skipinu, en það hefur einmitt verið helzti ljóður- inn á annars góðu skipi, hve vél skipsins hefur verið máttlaus. Ef vel tekst til með viðgerð og allar áætlanir standast verður skipið komið til landsins í júnímánuði og þá verður tekið til við kolmunna- veiðarnar úti af Austfjörðum, en ef seinkun verður á vélaskiptunum fer Börkur trúlega beint til loðnu- veiðanna. í fyrravor var Börkur á kol- munnaveiðum við Færeyjar og einn dag þegar búið var að vera afspyrnutregt var ákveðið að halda inn til Leirvíkur. Þar sem þetta var síðasti túr fyrir sjó- mannadag var leyfilegur tollur tekinn og settur í geymslur um borð í skipinu áður en haldið var á miðin aftur. Skipshöfnina skipuðu bæði karlpeningur og kvenfólk, en kona var kokkur um borð. Ekki var veiðilegra um að litast þegar komið var á miðin á ný og Tryggva, sem á ættir að rekja til Bólu-Hjálmars, varð að orði: „Raunaieg fleyta rifar um sjá og reynir á bleiðunum flestum. Trollinu draslar hún til og frá, en tómahljóð glymur f lestum. Það er bullandl straumur og lélegt lóð og leiðindaþoka á kolmunnaslóð. Þó vfrðist, sem okkar vandi sé stór, það veldur ei nokkrum kvfða. Þvf nóg er af vfnl og nægur bjór og núna er bara að bfða. Hvar þarf að hugsa um gróða og gull, ef getum við bráðlega orðið full.“ HELGARVIÐTALH)! Jón Ásgeirsson hefur nú um tveggja ára skeið starfað í Kanada sem ritstjóri Lögberg-Heimskringlu. Að auki hefur Jón unniö dyggilega að landkynningu í samráði viö Feröamálaráö og samhliða þessum störfum haft á hendi upplýsingastarfsemi fyrir íslendinga í Vesturheimi og einnig hér á landi og hafa fyrirspurnir um ólíklegustu mál komiö inn á hans borð. Jón ætlaði upphaflega að vera í Kanada í eitt ár, en teygst hefur úr tímanum. Hann segist pó ákveðinn í að koma heim næsta haust, en hins vegar ekki hafa hugmyndum hvað hann tekur sár fyrir hendur, en áöur en Jón hélt utan var hann ípróttafréttamaöur útvarps. Jekur aðeins klukku- tíma að aka hringinn?" Þaö var kalt í veöri í Winnipeg daginn, sem viö slógum á þráðinn til Jóns og 26 stiga gaddur um morguninn. Jón sagöi aö mörgum fyndist þessi vetur þegar oröinn óhemjulangur og mesta frost, sem mælst heföi í borginni, heföi verið 38,9 stig. Um helgina verö- ur í nógu aö snúast hjá íslendingum í Vesturheimi, því þá halda þjóðræknis- félögin árlegt þing sitt. — Þetta þing, sem nú er haldiö, er hiö 60. í röðinni, en Þjóöræknisfélag íslend- inga í Vesturheimi var stofnaö áriö 1919, segir Jón Ásgeirsson. — Fyrsti for- maöur þess var séra Rögn- vaidur Pétursson, en núver-' andi formaöur er Stefán J. Stefánsson „sheriff" í Winnipeg. Aðalræðumaöur á þinginu veröur ívar Guömundsson aöalræöis- maöur í New York, en gestir aö heiman veröa þeir Árni Bjarnason formaöur Þjóö- ræknisfélagsins á Akureyri, Jónas Thórdarson einnig frá Akureyri og Gísli Guö- mundsson ritari Þjóö- ræknisfélagsins í Reykjavík. — Situr' ritstjóri Lög- berg-Heimskringlu slíkt Þing? — Á þessu þingi gef ég skýrslu um útgáfustarfsem- ina síöastliöiö ár og ýmis mál tengd blaöinu verða örugglega rædd á þinginu. — Hvaó fer Lög- berg-Heimskringla víöa? — Blaðiö fer í öll fylki Kanada aö tveimur undan- skildum, mjög víöa um Bandaríkin og til íslands. Heima hefur áskrifendum fjölgaö talsvert á síöustu árum, en þaö veldur okkur töluveröum erfiöleikum hve seint blaöiö berst til kaup- enda á íslandi. Viö kunnum enga skýringu á því, en þrátt fyrir aö blaðið sé sent héöan á hverjum fimmtu- degi til Chicago og sam- göngur séu tíðar þaöan og til íslands, þá tekur þaö oft meira en viku aö blaðiö berist lesendum. — Hversu lengi hefur Lögberg-Heimskringla komiö út? — í ár eru 20 ár liöin' frá því aö blööin voru samein- uö, en Lögberg kom fyrst út 1888 og Heimskringla 1886. Þetta íslendingablað er elzta blað sinnar tegund- ar í Vesturheimi, en alls eru gefin út um 250 „þjóö- rækniblöö" hér vestra. Blaöaútgáfa íslendinga í Vesturheimi er þó meira en 100 ára, því Framfari kom út áriö 1877. — Nú hefur páttur ís- lenzkunnar í blaöinu orö- iö minni á síöustu árum. — Lesendur blaðsins hér vestanhafs eru gamalt fólk aö miklum meirihluta og þeim fer fækkandi, sem enn geta lesið íslenzku, þó aö þeir geti eitthvaö talað á málinu. Hér áöur fyrr var allt efni í blaöinu á ísienzku, en nú reikna ég meö að hlutföllin séu orðin þannig aö helmingurinn er á ís- lenzku, en jafn mikiö á ensku. — Hvernig efni er helzt í blaöinu? — Ég hef reynt aö safna efninu eins mikiö og ég hef getað á feröalögum um Islendingabyggöirnar og í heimsóknum til íslendinga- félaganna. Síðan 1977 hef- Jón Ásgeirsson. ur verið sérstök síða í blaö- inu helguð íslendingafélög- unum og hefur þaö mælst vel fyrir. Á feröalögum mín- um og á fundum hef ég einnig reynt aö kynna land- iö í samvinnu viö Feröa- málaráö. — í raun er þetta starf mitt hér meira en aö gefa út blaö einu sinni í viku. í því felst alls konar milliganga og upplýsingadreifing. Fólk á íslandi leitar m.a. til mín meö fyrirspurnir um atvinnu í Kanada og margt annaö. Héöan fæ ég svo beiönir um aö aöstoöa viö aö finna ættingja á íslandi, ég hef verið spuröur um hvort þaö taki bara klukkutíma aö aka hringveginn. Þaö er mjög algengt aö ég sé spurður hvernig eigi aö stafa einstök orð á íslenzku eöa skrifa heilu setningarnar. — Og hvernig hefur útvarpsfréttamanninum svo líkaö aö gefa út blaö í Kanada? — Jú, þakka þér fyrir, þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími, enda hef- ur teygst úr honum. Þetta hefur verið merkileg reynsia fyrir mig, ýmislegt hefur komiö mér á óvart, ég hef lært mikið, en í heildina hef haft mjög gaman af dvölinni hér. — Er börf á auknu landkynningarstarfi í byggöum íslendinga í Vesturheimi? — Ég held aö viö þurfum alls staöar aö gera meira í því aö kynna land og þjóö, en ekki sízt meöal afkom enda íslendinga hér Kanada. Hér er vaxin úr grasi ný kynslóð, sem veit ekkert um ísland nema þaö sem afi og amma hafa sagt þeim. En margt hefur breytzt á íslandi síöan þau fóru frá íslandi upp úr alda- mótunum, en um þær breytingar veit unga fólkiö sáralítið. Þá er ekkert sendiráö hér og ekki heldur Flugleiöaskrífstofa, þannig aö upplýsingar um íslanc eru mjög af skornum skammti. Ur þessu þarf aö bæta til aö auka meg tengslin á milli fandanna, sagöi Jón Ásgeirsson aö lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.