Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 Evel fftfur hér mcrki um ad hann sé tilbúinn. Oíurhuffunn svííur hér yfir ffirdinffu. þar scm kriikkt cr af villidýrum. íhcimsmetstilraun. Lcndinyarnar cru ckki alltaf mjúkar. KVARTMÍLINGAR eru ekki af baki dottnir frekar en fyrri daginn og halda uppi stöðugum hámarkshraða. Það nýjasta hjá þeim nú er bílasýning. sú fjórða í röðinni og jafnframt sú glæsilegasta. Að sögn Örvars Sigurðssonar, formanns klúbbs- ins, verða á sýningunni um 60 farartæki, allt frá jeppum ofan í vélhjól. Halli og Laddi flytja nýtt kvartmfluprógram og nýjasta fatatízkan verður sýnd innan um glæsta fáka. Bflabraut verður komið upp fyrir ungu kynslóðina til að reyna aksturshæfni sína og barnagæzla verður fyrir þau yngstu. Ágóða sýningarinnar verður varið til að fjármagna brautar- byggingu klúbbsins, en brautin hefur þegar verið lögð og verður væntanlega keppt á henni með hækkandi sól. Að baki velgengni Kvartmfluklúbbsins stendur ungt fólk, sem hefur einsett sér að gera kvartmflusportið að íþrótt sem allir geta tekið þátt í án þess að hætta lífi og limum borgarbúa. Bflasýningin verður opnuð miðvikudaginn 11. apríl og lýkur mánudaginn 16. aprfl. Þessi handaríska samlokubitreið var tlutt inn til landsins tyrir nokkrum dögum. Henni mun vera ætlaður heiðurssess á bílasýningu Kvartmíluklúbbsins í Ársölum, sem hefst hinn 11. apríl n.k. , (Ljónmynd Ragntr Th. Slg.) Björn Emilsson skrifar: Hvað er það sem rekur manninn til hetjudáða? Er það vonin um skjóttenginn auð? Eða frægðarljóminn, sem umlykur hann að lokinni drýgðri dáð? Afhverju þarf maðurinn að fara til tunglsins? Því í ósköpunum safnar hann bara ekki frímerkjum? Því að hætta lífi sínu og limum í að klífa svo að segja ókleifa fjallstinda? Þessar og viðlfka spurningar brenna á vörum fólks. Skyldi þessi órói vera hlekkur í þróunarferli mannsins? Eru honum ætlaðar svaðilfarir, þó að hann þurfi ekki lífsnauðsynlega á þeim að halda? Athafnir mannsins eru á stundum óskiljanlegar, en einhvern veginn bögglast hann samt áfram á lífsins hraut. Evel Knievel, ofurhuginn sem Austurhæjarbíó sýndi á hvíta tjaldinu nýlcga, byggir líf sitt á því að braut hans sé rennislétt og hnökralaus. Hann er einn þekktasti mótorhjólastökkvari, sem uppi er um þessar mundir. Vart er það bein í skrokk hans, sem ekki hefur brotnað, enda ekki að furða. Það er ekki á hvers manns færi að fljúga vængjalausri flugvél á 130 km hraða, hvað þá að lenda henni. Að brjóta öll bein Ameríka virðist gera menn ríka af engu og öllu. Gildir einu hvort þú selur salernispappír eða demantshringa. Sértu klókur, jafnvel kaldur, geturðu eignast hvað sem er. Eflaust þætti mörgum sveininum heiður af að vera kaldasti maður allra tíma. Milljónerinn Evel Knievel, eða Robert Craig, hefur fyrir löngu verið útnefndur kaldastur allra karla. Eflaust er það blessað kvenfólkið, sem gefið hefur honum þessa nafnbót. Því auk þess að vera sá kaldasti, þjaka hann ómældir kventöfrar. Sumar kvensurnar líkja honum við gullgrísinn Elvis Presley. En það er nú svo með kyntöfra Evel Knievels, að vart hefur hann getað nýtt þá sem skyldi. Hann hefur nefnilega eytt óteljandi tímum ævi sinnar á sjúkrahúsum víðsvegar um Bandaríkin, inn- pakkaður í gifs. Það má segja að boltar og skrúfur ásamt nútíma læknisfræði haldi kappan- um saman. Flest bein í honum hafa brotnað og sum oftar en einu sinni. Hann stingur við og skyldi engan undra, er þekkir slysasögu hans. Sem dæmi um áverka, sem hann hefur hlotið, má nefna, byrjað að ofan: heilahristingur, brotnar tennur, brákaðir kjálkar, kramin lungu, marg- brotnir handleggir, marðar axlir, brotin rifbein, slitið milta, mulin mjaðmagrind, margbrotnir fótleggir og tær. En ekki verða menn kaldir af því einu að limlesta sig. Flestir álíta Evel Knievel snar- geggjaðan, en hann er að eigin sögn jafn heill heilsu og ég og þú. Það sem gerir hann frábrugðinn fjöldanum er árátta hans til vél- hjóla. Hann er þekktur um allan heim sem einn mesti mótorhjólastökkvari fyrr og síðar. Stökk- sýningar hans eru svo vel sóttar að furðu sætir, því hvert stökk tekur í mesta lagi 10 sekúndur. Hvað er það sem dregur fólk á sýningarnar? Jú, það er innræti áhorfendanna. Fæstir koma til að sjá gott stökk. Menn koma til að verða vitni að slysi, helzt dauðasiysi. Evel gerir sér grein fyrir nálægð dauðans við hvert stökk og notar því tímann vel. Hann segir sjálfur: „Maður, sem glímir við dauðann, hefur ekki efni á að flýta sér,“ og heldur áfram: „Áhorfendur hafa einnig gott af því að þurfa að bíða. Það eykur spennuna á áhorfendapöllunum og gerir sjálft stökkið áhrifameira." Við stökk sín notar Evel Harley-Davidson XR 750 vélhjól, sérhannað til stökka. Hnakkur hjólsins hefur sérstaka eiginleika og er ætlað að gefa vel eftir til að forðast hryggbrot eða annað við lendingu. Sérstakir stökkpallar eru notaðir við stökkin, annar til að hefja sig til himna á og hinn til að lenda á. Á milli þeirra er gjarnan komið fyrir bílum eða strætisvögnum. I sumum tilfellum er í stað þeirra logandi eldur eða villidýr eins og ljón, til að gera stökkið æsilegra. Til að stökkva yfir 10 bíla þarf um 100 km hraða, en Evel hefur stokkið lengra og er þá á yfir 130 km hraða. Skyldi engan undra þótt maðurinn sé allur lemstraður. En hann lifir enn. Ekki af baki dottinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.