Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 25 Svíþjóð: Karpað um undirbúning Þjóðaratkvæðagreiðslu Stokkhólml, 6. aprfl. Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. Yfirlýsing Olofs Palme og Ola Ullsten á miðvikudag um að flokkar þeirra, Jafnaðar- mannaflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn, væru nú hlyniitir þjóðaratkvæða- greiðslu um kjarnorkuna hafa gefið sænskum stjórnmála- mönnum nóg að karpa um nú þegar ákvörðun um þjóðarat- kvæðagreiðslu er tekin. Stefnu- breyting jafnaðarmanna nægði til þess, þar sem Miðflokkurinn og kommúnistar höfðu þegar lagt tillögu um þjóðaratkvæða- greiðslu fram í þinginu, sem nú er meirihluti fyrir. Þurfa flokkarnir að koma sér saman um hvaða valkosti á að leggja fyrir þjóðina, hvenær þeir þurfa að vera ákveðnir og hvaða dag atkvæðagreiðslan á að fara fram. Frjálslyndi flokkurinn vill að valkostir sem boðið verður upp á í atkvæðagreiðslunni yerði ákveðnir þegar í vor, en jafnað- Olof Palme armenn segja, að ekkert liggi á. Þeir vilja að sérstök nefnd sem mun athuga hvaða valkosti er um að ræða og ólík áhrif þeirra, fái lengri tíma en einn mánuð til að starfa og að ákvörðun verði ekki tekin fyrr en í haust. Miðflokkurinn setur þá kröfu, að áður en nokkrar ákvarðanir verði teknar, verði allri starf- semi við Forsmark 3, sem er nýtt kjarnorkuver í byggingu, hætt, en íhaldsmenn, frjálslynd- Ola Ullsten ir og jafnaðarmenn eru ekki á því. Þeir telja rétt að halda áfram uppbyggingu versins þangað til niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar liggur fyrir. Fram til þessa hafa fimm hugsanlegir valkostir komið fram: 1) Að stöðva alla framleiðslu strax um miðjan næsta ára- tug. 2) Að stöðva alla framleiðslu fyrir 1990. Thorbjörn Fálldin 3) Þau 10 kjarnorkuver sem þegar eru starfrækt eða bíða þess, (6 eru starfrækt, 2 eru fullgerð en verða ekki tekin í notkun á næstunni og 2 eru enn í smíðum) verða notuð svo lengi sem það borgar sig . (20-40). 4) 12 kjarnorkuver verða full- byggð og notuð svo lengi sem þau borga sig, en síðan verð- ur allri kjarnorkuframleiðslu hætt. 5) Áframhald á kjarnorkufram- leiðslu um ókomna framtíð. Nýtt kjarnorkuver er talið duga í 30 ár og seinni tveir neivalkostirnir eru hugsaðir til þess að þau ver, sem geysilegum fjárhæðum hefur þegar verið eytt í verði notuð. Thorbjörn Fálldin, formaður Miðflokksins, telur rétt að Mið- flokkurinn fái einn að ákveða orðalag nei-valkostsins þar sem hann hefur ávallt verið gegn kjarnorku. Kommúnistar sem einnig hafa verið á móti kjarn- orkunni vilja ekki að Miðflokk- urinn verði einn um ákvörðun- ina heldur að flokkarnir alli fái fulltrúa í nefnd þeirri, sem á að fjalla um valkostina. Olof Palme vill hins vegar að sú nefnd verði aðeins skipuð ýmiss konar sér- fræðingum. Flokkarnir eru sáttir á að rétt sé að skipa nefnd sérfræðinga, sem mun kynna sér hvað bjó að baki óhappsins í Harrisburg, Pennsylvaníu, og hverju sé ábótavant í öryggisbúnaði sænskra kjarnorkuvera. Sama nefnd eða önnur mun síðan athuga hversu mikill kostnaðar- auki fælist í því að gera öryggis- búnað veranna fullnægjandi, ef hann er það ekki nú og hvaða afleiðingar það hefði, ef ákveðið yrði að stöðva alla kjarnorku- framleiðslu í landinu. Niður- stöður þessara athugana eiga að liggja fyrir í góðan tíma fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna svo að fólk viti fyrirfram hvaða afleið- ingar afstaða þeirra getur haft. Samtök fréttaljósmyndara halda ljósmyndasýningu í Norræna húsinu sem hefst laugardaginn 14. apríl. Þar sýna fréttaljósmynd- arar fjölmiðlanna aðallega fréttamyndir nýjar og gamlar. Á myndinni er formaður samtakanna, Róbert Ágústsson, ljósmyndari á Tímanum, að leggja síðustu hönd á eina af myndum sínum. Ljósm. Krlstján. Nemendaráð Laugalækjarskóla: Mótmælir flutningi fjöl- brautadeilda í Ármúlaskóla NEMENDARÁÐ Laugalækjar- skóla hefur sent fræðsluráði Reykjavíkur bréf þar sem mót- mælt er þeirri hugmynd að flytja fjölbrautardeildir Laugalækjar- skólans í Ármúlaskóla. Segja nemendur m.a. í bréfi sínu: Þessi hugmynd tekur ekkert tillit til hagsmuna nemenda, en þeir hafa yfirleitt verið ánægðir hér í Laugalækjaskóla, og vilja ekki láta ráðstafa sér í einhvern annan skóla að tilefnislausu. Þar sem algjör óvissa ríkir um framtíð þessara deilda er það frumskilyrði, að engar bráðabirgðaráðstafanir séu gerðar, því að skólaskiptum fylgir gífurleg röskun á hag nem- enda og skólar eiga að vera handa nemendum, en ekki þeytikringla og verslunarvara ráðamanna. Flugmenn sömdu í fyrrinótt: mánuði eða um 15%. Flugmaður á 9. ári fær í mánaðarlaun 704.423 krónur og hækkar um 110.564 krónur eða um 18,6%. Flugmaður á 17. ári fær nú í mánaðarlaun 799.956 krónur, hækkar um 130.478 krónur eða um 19,5%. Flugstjóri á Fokker fær á 1. ári 745.479 krónur, hækkar um 119.121 krónu eða um 19%. Flugstjóri á 15. ári fær nú 1.032.187 krónur, hækkar um 178.892 krónur á mánuði eða um 21%. Flugstjóri á Fokker á 29. ári fær nú 1.241.642 krónur í mánaðarlaun og hækkar um 222.562 krónur eða 21.8%. Ef á sama hátt er fjallað um flugmenn á Boeing-þotum, fær flugmaður á 1. ári nú 587.906 króna mánaðarlaun, hækkar um 82.721 krónu eða um 16.4%. Flug- maður á 17. ári fær 855.888 krónur í mánaðarlaun, hækkar um 142.138 krónur eða um 19,9%. Flugstjórar á Beoing fá á 1. ári 839.865 krónur í mánaðarlaun, hækka um 138,769 krónur eða um 19,8%. Flugstjóri á 14. ári fær nú 1.149.980 krónur í mánaðarlaun, hækkar um 203.445 krónur eða um 21,5%. Flugstjóri á Boeing á 29. ári fær nú 1.383.846 krónur, hækkun mánaðarlauna er 252.199 krónur eða um 22,2%. Þá telja flugmenn sig hafa fengið viðunandi yfirlýsingu um það að þeir fái störf á nýrri Boeing 727-þotu, sem Flugleiðir hafa tryggt sér kaup á, en endanlega hefur enn ekki verið ákveðið hvort af þeim verður. I samningnum er kveðið á um verðbætur, að þ «r verði sem almennt gerist á hinum almenna vinnumarkaði. Björn Guðmundsson, formaður FÍA, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að hann væri ánægður með þau meginatriði, sem náðst hefðu fram með þessum samningum. Hann kvaðst vilja sérstaklega þakka sáttanefndinni sín störf, sem hefðu verið mikil og góð. FLUGMENN í Félagi íslenzkra atvinnuflugmanna gengu að tilboði Flugleiða á félagsfundi í fyrrinótt, en tilboðið var samhljóða síðasta sáttatilboði samninganefndar ríkisins og var að stofni til þaklyfting eins og getið var í Morgunblaðinu í gær. Hækka laun flugmannanna frá rúmlega 75 þúsund krónum og upp í 270 þúsund krónur á mánuði eftir starfsaldri og flugvélategundum. samningar flugmanna í FÍA gilda til 1. febrúar 1980 og í samningnum eru engar grunnkaupshækk- anir, aðrar en þær er Ieitt gætu af niðurstöðu gerðardóms um jafnlaunastefnu, þ.e.a.s. launajöfrun við flugmenn á þotum Loftleiða. Undirskrift samningsins fer tilboðið eða samkomulagið fléttast fram árdegis í dag, en samkvæmt upplýsingum Hallgríms Dalbergs, formanns sáttanefndar ríkisins, sem sérstaklega var skipuð í þessari flugmannadeilu er samkomulagið nákvæmlega það, sem rætt var um á fundi sátta- nefndar á fimmtudag, en þá höfn- uðu flugmenn sáttatillögunni, en gengu að henni í fyrrakvöld. Inn í að sáttanefndin á að óska þess við yfirborgardómarann í Reykjavík að tilnefna 3 menn í gerðardóm í sambandi við jafnlaunamálið. Skal ríkissjóður greiða kostnað af gerðardómnum. Sem dæmi um laun flugmanna eftir þessa hækkun þá fá flugmenn á 1. ári á Fokker nú 551.654 krónur, hækka um 72.075 krónu á Frumvarp Alberts orðið að lögum ALÞINGI hefur afgreitt sem lög frumvarp Alberts Guðmundsson- ar um breytingu á lögum um Húsnæðismálastofnun ríkisins, þar sem heimilað verður að veita fé til bygginga vistheimila fyrir aldraða. Var frumvarpið samþykkt sam- hljóða í báðum deildum Alþingis, og hlaut það jákvæðar undirtektir þeirra er fengu það til umfjöllunar og umsagnar. Grein sú er nú bætist við lögin um Húsnæðismálastofnunina er svohljóðandi: Húsnæðismálastjórn hefur einnig heimild til að veita lán til byggingar vistheimila fyrir aldrað fólk, enda geti það eigi lengur búið á eigin heimilum og þarfnist umönnunar án þess þó að hafa þörf fyrir sjúkrahúsvist. Skal ráð- herra með reglugerð setja ákvæði um fjárhæð slíkra lána, lánstíma og tryggingar þeirra. Albert Guðmundsson. Mánaðarlaun frá 550 þúsundum til 1.380 þúsunda á mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.