Morgunblaðið - 07.04.1979, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979
Maður í nútíma
Annar hluti ráðstefnunnar um manninn og umhverfið
Maður í nútíma var heiti annars hluta ráðstefnu samtakanna Líf og land á
Kjarvalsstöðum. Þá hafði verið hugað að fortíðinni með erindaflokki. Var nú komið að
því að líta á og meta nútímann, áður en hugað yrði að því hvert skuli haldið. í þessum
miðhluta ráðstefnunnar um nútímann fluttu 12 manns erindi mjög fjölbreytt og út frá
mismunandi forsendum. Verður drepið niður í þau í þessari grein.
• Með átakanlega
tilhneigingu
til offitu
Magnea Matthíasdóttir
rithöfundur reið á vaðið með
erindi, sem hún nefndi Grænt
maibik eða gulrófnagarður. Eftir
að hafa gert eilítið háðslega grein
fyrir mismunandi skoðunúm á
borginni, sagði hún: En Reykjavík
er kannski ekki svo slæm eftir allt
saman, svona þegar á heildina er
litið. Hún ætti eiginlega að hafa
eitthvað uppá að bjóða öllum til
hæfis, ef fullrar sanngirni er gætt.
Þarna hefur hún vinaleg miðaldra
hverfi með gróna garða og settleg-
an svip, grjótaþorpið fyrir bóhem-
ana og listamennina, miðbæinn,
tjörnina og vísindaskáldsöguhúsin
öll í Breiðholtinu, nýgiftan virðu-
leika Árbæjarhverfis og ótal
margt annað. Hún minnir kannski
einna mest á táningastelpu, svo
ósamkvæm er hún sjálfri sér —
hlutar hennar fullorðnir og þrosk-
aðir, aðrir í örri mótun og þróun
ogennþá börn. Ef líkingin er teygð
lengra, þá má líka segja, að hún sé
bólugrafin hér og hvar og með
hreint alveg átakanlega tilhneig-
ingu til offitu. Hún er líka daður-
gjörn — lítið bara á, hvað hún
gefur þeim gróflega undir fótinn,
strákunum í Kópavogi og Hafnar-
firði — fer eflaust að „vera með“
þeim fyrr en varir og kannski
verður hjónaband úr á endanum.
En þá verða þær nú kannski
horfnar, bólurnar í Beiðholtinu.
Offitan er verri viðfangs —
Reykjavík blessunin er orðin svo
umfangsmikil að varla verður
Við getum nú til að byrja með
hætt að halla okkur afturábak í
stólnum og kvarta. Reynt að koma
einhverju í framkvæmd sjálf, ein-
hverju því, sem við viljum að sé
gert fyrir okkur og okkar, í stað
þess að bíða eftir því, að einhverj-
um öðrum detti í hug að færa
okkur það á silfurbakka. Ef við
getum það ekki ein — nú, þá eru
áreiðanlega fjölmargir aðrir hver í
sínu horni einhversstaðar, sem
hefur dottið eitthvað svipað í hug,
en hugsa líka sem svo, að þeir geti
ekkert gert á eigin spýtur. Sköpum
líf, þar sem við viljum hafa líf.
Gróðursetjum þar sem grænt get-
ur þrifist.
• Skortir heiðarleika
og sjálfsgagnrýni
Ernir Snorrason rithöfundur
nefndi erindi sitt hugmyndafræði
og borgarskipulag. Leitaðist við að
tengja hugtökin hugmyndafræði,
borgarskipulag og umhverfi og
leiða rök að því að þessi þrjú
hugtök væru nátengd. Hann lauk
erindi sínu með þessum orðum:
Þar sem verið er að vinna að
borgarskipulagi, er verið að skipu-
leggja persónulegt rými og um-
hverfi einstaklinga. Upp á síðkast-
ið hefur þetta starf verið unnið af
svokölluðum „sérfræðingum" í
borgarskipulagi. I framhaldi af því
er borgurunum talin trú um að
einhver innri eða ytri nauðsyn
ieiði þetta eða hitt skipulagið af
sér. Ekkert er meira villandi.
Raunverulegir möguleikar á því að
raða húsum og gera götur á auðu
svæðin eru nánast ótakmarkaðir.
tal um frelsi og lýðræði hjómið
eitt. Tii að umræða geti hafist þarf
að vera fyrir hendi heiðarleiki og
sjálfsgagnrýni, sem Islendinga
skortir í ríkum mæli.
• Markmið ferðamála
og umhverfismála
Ileimir Hannesson hdl. fjallaði
um þróun umhverfislöggjafar og
alþjóðlegt samstarf. M.a. ræddi
hann um ferðamál:
Stundum hefur verið sagt að
hagsmunir ferðamanna og um-
hverfisverndarmanna fari lítt
saman — ferðaþjónustan sé einsog
hver önnur viðskipti, sem stefni að
auknum umsvifum og hagnaði en
hirði ekkert um það sem hann
selur: umhverfið, hér og þar. Víst
má finna dæmi þess og sum nær-
tæk, að þeir sem hafa atvinnu af
ferðamönnum hafi hugsað meir
um skjótfenginn hagnað en góða
sambúð manns og umhverfis. En á
síðari árum hafa yfirvöld ferða-
mála og fleiri stjórnvöld í Evrópu
gert sér gleggri grein fyrir því, að
ef ferðamál eru illa eða ekki
skipulögð, getur af því hlotist
langvarandi skaði fyrir umhverfið
og náttúruna. Ferðamálaráð
Evrópu (ETC) gerðist til dæmis
stofnfélagi árið 1963 í samtökum
Evrópu Nostra, sem hafa að mark-
miði að varðveita menningarlega
og náttúrulega arfleifð Evrópu-
landa og bæta og fegra umhverfið.
I samtökum þessum eru félög bæði
lærðra og leikmanna frá 23
Evrópulöndum, svo sem félög bif-
reiðaeigenda borgarfélög, félag
landverndarmanna og áhugamenn
áætlunargerðar af starfsmönnum
hagdeildar Framkvæmdabanka Is-
lands með aðstoð frá Norðmönn-
um. Með tilkomu Efnahagsstofn-
unar fóru landshlutaáætlanir í
nokkuð annan farveg, sem fékk
sitt fasta form í áætlanadeild
Framkvæmdastofnunar ríkisins.
Hún tók til starfa árið 1972. Sama
ár tók Byggðasjóður til starfa, en
hann hefur verið aðalverkfæri
hins opinbera til að hafa áhrif á
byggðaþróun í landinu síðan,
ásamt áætlununum.
Þessi áætlunargerð hófst á
brauðfótum og er enn í mótun. I
fyrstu var lögð áhersla á gerð
áætlana um þróun byggðar og
atvinnu í heilum landshlutum
þess, kjördæmunum. Til þess að
mögulegt sé að gera sér nokkra
grein fyrir þróunarþörfum og
möguleikum heils landshluta þarf
að safna og vinna úr miklu magni
af upplýsingum. Með þeim tak-
markaða mannafla sem þessi
starfsemi hafði yfir að ráða komst
áætlunargerðin ekki mikið lengra
en á söfnunarstigið. Utlánastarf-
semi Framkvæmdastofnunar
gegnum Byggðasjóð þróaðist því
með mjög lauslegri hliðsjón af
þeim upplýsingum, sem þá var
komið á framfæri. Með tilkomu
byggðadeildar Framkvæmdastofn-
unar urðu engar stökkbreytingar á
starfseminni. Frá þeim tíma hafa
vinnubrögð þó þróast nokkuð.
Þannig hafa þau landsvæði, sem
tekin hafa verið til áætlunargerð-
ar, orðið verulega minni en áður
var. Sem dæmi má nefna Rangár-
vallasýslu eða Vestmannaeyjar.
Samskipti við heimamenn eru
veigamikill þáttur áætlunargerð-
arinnar. Þess vegna hefur lang-
mestur hluti starfseminnar verið
framkvæmdur af starfsmönnum
byggðadeildar. Áður var veruleg
vinna aðkeypt við áætlunargerð-
ina.
in skall á hættu eriendir togarar
að veiða á íslandsmiðum, veiðar
íslenskra skipa jukust og verðlag á
útfluttum fiski hækkaði gífurlega.
Þannig bötnuðu viðskiptakjör
þjóðarinnar um tæp 40% á tveim-
ur árum frá 1939 til 1941. Jafn-
hliða þessu kom ný atvinnugrein
til skjalanna, Bretavinnan. Við
þessar framfarir sem voru að
mestu leyti bundnar við Reykjavík
og stærstu kaupstaði landsins risu
upp atvinnufyrirtæki fyrir fjölda
fólks, sem þá bjó í þéttsetnum
sveitum landsins. Frá 1940 hafa
breytingar á búsetu landsmanna
verið helstar þær að geysilegur
fjöldi fólks hefur flutzt allsstaðar
af landinu til þéttbýlisins við
Faxaflóa og jafnframt hefur fjöldi
fólks flutt úr sveitum í nálæg þorp
og bæi um allt land. Þannig fjölg-
aði íbúum Reykjavíkur og í
Reykjaneskjördæmi úr 47.460 í
130.573 árið 1976 eða úr 39,1% af
íbúum landsins í 59,2% af íbúum
landsins. Jafnframt fækkaði í
sveitum á sama tíma úr 33,0% í
12,3% þjóðarinnar. Ofangreindar
breytingar á búsetunni má skýra
nánar með samspili nokkurra
þátta. Síðan gerði Sigfús grein
fyrir þeim.
• Umhverfismála-
fræðin ný
fræðigrein
Erindi Bjarna Reynarssonar
um manninn í borgarhverfi sam-
anstað mikið af myndum og línu-
ritum, sem ekki verður gerð grein
fyrir hér. í upphafi ræddi hann um
nýja fræðigrein, sem mikill vöxtur
er hlaupinn í, umhverfissálar-
fræði. Hann sagði m.a.:
Rætur hugmynda og hugtaka
um tengsl mannsins við umhverfið
ná langt aftur í aldir, en aðalhvat-
inn að þessum nýja áhuga er aukin
Macnea J. Matthtadóttir
Ernir Snorrason
Heimir Hannesson
Sigurður GuAmundsson
Sigiús JónHHon
Bjarni Reynarason
aftur snúið úr þessu, þrátt fyrir
hugsanlega stranga megrunar-
kúra.
En það situr ekki á okkur uppal-
endum hennar að vera gagnrýnin
og leiðinleg og skilningslausir
foreldrar. Því auðvitað erum við
foreldrar hennar. Án okkar hefði
hún ekkert líf, ekki satt. Væri bara
draugaborg með dauðar götur og
auð hús. Einn allsherjar rusla-
bingur. Það er okkur að kenna, ef
hún dóttir okkar getur ekki lynt
við fólk eða það ekki við hana. Við
verðum að sjá til þess, að það komi
ekki til.
Hvers konar fólk er þetta svo,
sem hún þarf að lynda við. Jú, því
ætti að vera auðsvarað. Það erum
nefnilega þú og ég, konan á móti
og maðurinn uppi, krakkastóðið á
róló og táningarnir á Halló,
morgunfúla fólkið allt í strætó og
ótalmargir aðrir. Og hvað getum
við svo gert, til að skapa okkur
gott umhverfi? Til að finna fyrir
alvöru, að þetta er borgin okkar og
við fólkið hennar?
Að eitthvert ákveðið skipulag
verði ofan á helgast einvörðungu
af hugsunarhætti þeirra, sem
skipuleggja það. Þessi hugsunar-
háttur er oftast ósjálfráður eða
óvitaður af skipuleggjandanum.
Ekki síst þar, sem markmið skipu-
lagsins er ekki skilgreint með eðli
málsins í huga: þ.e. því sem skiptir
máli fyrir hugmyndafræði skipu-
leggjandans.
Komandi kynslóðir Reykvík-
inga, sem fluttir verða upp að
Korpúlfsstöðum og búa þá í þýsku
eða dönsku úthverfi, verður ef til
vill einhvern tíma ljós hugmynda-
fræði þeirra sem skipulögðu Breið-
holtið. En þá verður það orðið um
seinan, því að heii kynslóð Islend-
inga hefur gert að sínu þröngt og
ljótt umhverfi, sem þeir áttu
engan þátt í á móta. Slíkt er
afleiðing þess að gleyma vegna
hroka, sljóleika eða metnaðar að
skilgreina markmið og forsendur
umhverfismótunar. Án skil-
greindra markmiða, skýrrar vit-
undar um hugmyndafræði, er allt
um fornar minjar, svo og hin ýmsu
ferðamálafélög, opinber jafnt sem
önnur, og mörg fleiri — sem
samtals telja tugi milljóna félags-
manna. Því má segja að þeir sem
hafa ferðamál með höndum vinni
nú hönd í hönd með þeim, sem
hafa umhverfismál og varðveislu
menningarverðmæta efst á stefnu-
skrá sinni: markmiðin eru orðin að
hluta hin sömu.
• Áætlanagerð vegna
byggðaþróunar
Sigurður Guðmundsson
skipulagsfræðingur fjallaði um
skipulag og áætlanagerð. Um
áætlanagerð af þeim toga sem
nefnd hefur verið byggðaáætlanir,
sagði hann m.a.:
Slík áætlunargerð á rætur sínar
að rekja til aðgerða ríkisvaldsins
til viðnáms þeirri búseturöskun
sem átt hefur sér stað hér á landi
meirihluta þessarar aldar. í upp-
hafi voru Vestfirðir teknir til
• Viðskiptakjörin
bötnuðu um
40% á 2 árum
Sigfús Jónsson landfræðingur
talaði um búsetuþróun frá 1940 og
þær stórfelldu breytingar, sem
hafa orðið á búsetu í landinu
síðustu áratugi. Samtímis mestu
fólksfjölgun í sögu landsins hefur
fólk flutt úr sveitum í þorp og bæi,
samfara breyttum atvinnuháttum
þjóðarinnar, eins og hann sagði.
Kom m.a. fram í erindi hans:
Fram til 1940 byggðust þorp og
bæir utan Reykjavíkur aðallega
upp vegna framfara í sjávarútvegi,
en einnig að einhverju leyti vegna
aukinnar verzlunar. Á árunum
1930 og 1940 varð kreppuástand í
íslenzkum sjávarútvegi, sem þá
var undirstaða atvinnulífs í þétt-
býli. Án efa dró það mjög úr
flutningum fólks úr sveitum í þorp
og bæi, þar sem aðdráttaraflið
vantaði. Um leið og heimsstyrjöld-
þekking á atferli mannsins, sér-
staklega frá sálarfræði, og eins hið
„ónáttúrulega" umhverfi manna í
stórborgum nútímans. Ekki er það
síður mikilvægt í sambandi við
hinn aukna áhuga á þessum fræð-
um, að umhverfisfræðingar telja
að þekking á athöfnum manna og
tengslum þeirra við umhverfi sitt
sé nauðsynleg undirstaða fyrir vel
heppnaðri hönnun borga og um-
hverfi mannsins yfirleitt. Hin nýja
umhverfisfræði tilheyrir ekki
neinni einni grein hugvísinda,
heldur hafa fræðimenn í ölium
fræðigreinum er fást við að skýra
athafnir mannsins, lagt sitt af
mörkum, þ.e. arkitektar, félags-
fræðingar, landfræðingar, mann-
fræðingar, sagnfræðingar, sál-
fræðingar og skipulagsfræðingar.
• Tekur tíma
að koma heim
Þorvaldur S. Þorvaldsson
arkitekt ræddi fegurð, smekk og
arkitektúr. Hann sagði m.a.: