Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979
pJnnpí! Útgefandi silrlaftife hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkv. æmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fróttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiðsla Aóalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22400.
Askriftargjald 3000.00 kr. ó mánuöi innanlands.
í lausasölu 150 kr. eintakiö.
Landspítalinn
Tveir þingmenn úr lseknastétt, Oddur Ólafsson og Bragi Níelsson,
hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um könnun á
ýmsum þáttum heilbrigðisþjónustunnar, með tilliti til bættrar
þjónustu og hugsanlegs sparnaðar. Tillagan nær til könnunar á
skipulagi og virkni heimilislækninga og heilsuverndar, sérfræði-
læknaþjónustu, þjónustu við sérstaka sjúklingahópa, rekstrar
sjúkrahúsa, öldrunarþjónustu og endurhæfinga. í greinargerð er
lögð höfuðáherzla á fyrirbyggjandi aðgerðir, heilsuvernd, sem
mikilvægasta þátt heilsugæzlunnar, þ.e. að vernda þjóðfélagsþegn-
ana fyrir líkamlegum og andlegum sjúkdómum. Það sé hagkvæmari
leið fyrir samfélagið og æskilegri fyrir einstaklinginn að efla
fyrirbyggjandi aðgerðir en að fresta aðgerðum unz sjúkdómar hafa
grafið um sig. Þetta sjónarmið er allrar athygli vert og minna má á
árangur af berklavörnum hér á landi og gildi heildarkannana og
hópskoðana á sviði krabbameinsvarnar og hjartasjúkdómsvarna.
Tvennt er þó, sem ekki má falla í skuggann, þegar giídi
heilsuverndar er réttilega tíundað. Hið fyrra er það, að aukin
heilsuvernd og sjúkdómaleit mun örugglega stórauka álag á
sjúkrahús landsins og þær heilbrigðisstéttir, er þar starfa. Hið
síðara er, að við eigum enn ólokið fjölmörgum brýnum og
óhjákvæmilegum verkefnum, bæði í byggingum og tækjakaupum, til
að þess að sjúkrahús landsins geti sinnt hlutverki sínu í
heilbrigðiskerfinu í samræmi við samtímakröfur og þarfir, og til að
þekking og kunnátta heilbrigðisstétta nýtist þjóðinni eins vel og vera
þyrfti.
Læknalið Landspítalans hefur nýlega skýrt sín sjónarmið og
Stjórnarnefnd ríkisspítalanna hefur látið frá sér fara greinargerð
um þróun þjónustuaðstöðu á ríkisspítölunum það sem af er þessum
áratug. Þar er jafnframt fram sett á skýran og skilmerkilegan hátt,
hvers sé vant og hverju beri að stefna að á allra næstu árum í
uppbyggingu og starfsemi viðkomandi heilbrigðisstofnana. Færi vel
á því að aðrar ríkisstofnanir geri á hliðstæðan hátt grein fyrir sínum
málum á almannavettvangi.
Hér á eftir verður lítillega vikið að málefnum Landspítalans, sem í
senn er fjölþættasta sjúkrahússtofnun okkar, í þágu landsbyggðar
allrar, og kennsluspítali í tengslum við Háskóla og fræðslukerfi
heilbrigðisstétta,
Ekki fer á milli mála að margs konar bráðnauðsynleg þjónusta á
Landspítala býr við ófullnægjandi starfaðstöðu, sem ekki verður
iengur komizt hjá að bæta hið fyrsta úr og af myndarskap. Má í því
sambandi sérstaklega nefna aðstöðu vegna meðferðar illkynja
sjúkdóma, bæði húsnæðisaðstöðu og tækjabúnað, aðstöðu gervi-
nýrna og blóðsíunardeildar, aðstöðu ýmissa rannsóknarstofa, s.s. í
blóðmeinafræði og meinaefnafræði, aðstöðu Blóðbankans, aðstöðu
röntgendeildar, bætta skurðstofuaðstöðu, kennslu og fundaraðstöðu
o.fl.
Lyfja- og geislameðferð illkynja sjúkdóma hefur nær öll komið í
hlut Landspítala og njóta sérfræðingar þar mikils álits. Mjög þröngt
hefur verið um þessa starfsemi og tækjakostur deildarinnar stenzt
ekki samtímakröfur. Ný tæki til geislameðferðar hafa verið
forgangsverkefni stjórnarnefndar ríkisspítalanna í tækjakaupum en
fjárveiting hefur ekki fengist á fjárlögum til þessa. Sérstaklega má
nefna CT-scan tæki, sem farið hefur sigurför um allan heim frá
árinu 1972 sem einn af stærri landvinningum í sjúkdómsgreiningu,
en miklar framfarir hafa orðið í tæknibúnaði, bæði til greiningar
sjúkdóma og lækninga. Viðbótartæki, sem þarf, eru sum þess eðlis,
að þau komast ekki fyrir í núverandi húsnæði, heldur þarf að
sérbyggja húsnæði fyrir þau.
Einhvern vanda má sjálfsagt leysa með skipulagningu og
tilfærslu, en ljóst er engu að síður, að óhjákvæmilegum húsnæðis-
þörfum Landspítalans verður ekki mætt nema með nýjum
byggingum. Svokallaða A-blokk eða A-álmu, sem grófhönnuð var á
árunum 1974 og 1975, þarf að endurhanna nú þegar, með hliðsjón af
þörfum líðandi stundar og næstu framtíðar, og hefja byggingar-
framkvæmdir svo fljótt sem kostur er. Fjárveitingavaldið getur ekki
lengur gengið fram hjá því verkefni. Það ætti nú að hafa forgang.
Þar að auki þarf að huga að möguleikum þess að leysa til
bráðabirgða húsnæðisvanda afmarkaðra þátta í starfsemi spítalans.
Landspítalinn gegnir sérstæðu hlutverki, vegna fjölþættrar
þjónustu við landið allt, og sem kennsluspítali. Hann er veigamikill
hlekkur í því heilbrigðiskerfi, sem tekur til sín í kostnaði'um 7,5% af
þjóðartekjum. Arðsemi heilbrigðiskerfisins kemur hinsvegar fram í
hærri meðalævi íslendinga en flestra annarra þjóða, lengri
starfsævi einstaklingsins, færri veikindadögum frá vinnu, að
ógleymdun þætti heilbrigðis í lífshamingju þjóðfélagsþegnanna. Ef
Landspítalinn á að gegna því hlutverki, sem til var stofnað með
tilurð hans, verður fjárveitingavaldið að gera kleift að gera hann
þann veg úr garði, bæði hvað varðar húsnæði og tækjabúnað, að
svari aðkallandi þörfum og þeirri þróun tækni og þekkingar, sem
orðin er á sviði á læknisfræðinnar. En málið þolir enga bið.
Birgir ísl. Gunnarsson:_
Siðlausir
viðskiptahœttir
Þeir sem kosnir eru pólitískri
kosningu til að stjórna eða fara
með ákveðið vald, verða að
sjálfsögðu að gæta þess að fara
með vald sitt innan þeirra sið-
gæðismarka, sem almennt gilda
í þjóðfélaginu. Valdið má ekki
stíga mönnum svo til höfuðs, að
þeir telji sig geta i skjóli þess
gert næstum hvað sem er, óháð
góðri reglu og siðferði. Það er þá
hlutverk almennings og stjórn-
arandstöðu að reyna að halda
stjórnendum á hverjúm tíma á
eðlilegum siðgæðisbrautum.
Tvö mál í
borgarstjórn
Því eru þessi orð viðhöfð hér,
að á fundi borgarstjórnar s.l.
fimmtudag voru til meðferðar
tvö mál, þar sem hinn hrokafulli
vinstri meirihluti braut allar
eðlilegar siðgæðisreglur og mis-
beitti pólitísku valdi sínu á
óvenjulegan hátt. Verður nú hér
gerð nokkur grein fyrir öðru
þessara mála, en fyrir hinu
verður gerð grein síðar.
Útboð hjá Inn-
kaupastofnun
Fyrra málið átti upptök sín í
Innkaupastofnun Reykjavíkur.
A vegum þeirrar stofnunar fór
fram útboð á einangrunarefni
fyrir pípur, sem nota átti á
vegum Hitaveitu Reykjavíkur.
Tilboð voru opnuð þ. 28. febrúar
og kom þá í ljós að 14 fyrirtæki
höfðu lagt fram tilboð í þetta
efni. Lægst tilboðið var frá
Steinull h.f.
Viku eftir að tilboð voru opn-
uð hafði starfsmaður S.Í.S. sam-
band við Innkaupastofnun og
kvartaði yfir því, að S.Í.S. hefði
ekki fengið útboðsgögn send og
því hefðu þeir ekki vitað um
þetta útboð og því ekki getað
'sent inn tilboð. Óskaði S.Í.S.
eftir að fá að senda tilboð og var
það heimilað. Reyndist tilboð
S.Í.S. lægra en lægsta boð, sem
hafði komið fram.
Tilboði
S.Í.S. tekið
Eftir mikið japl, jaml og
fuður í stjórn Innkaupastofnun-
ar var samþykkt að hafna öllum
tilboðum, en semja við S.Í.S. á
grundvelli hins síðbúna tilboðs
þeirra. Um þetta var efnislegur
ágreiningur í stjórn Innkaupa-
stofnunar, en þar sem starfs-
menn hitaveitu lögðu mikla
áherzlu á að hraða afgreiðslu
þessarar pöntunar, greiddu full-
trúar Sjálfstæðisflokksins ekki
atkvæði gegn málinu þar. Annar
sat hjá með bókun, en hinn
greiddi atkvæði með.
I borgarráði gerðum við
Albert Guðmundsson athuga-
semdir við þessa málsmeðferð
og fluttum tillögu þess efnis, að
taka bæri lægsta tilboði sam-
kvæmt útboðinu, en hafna því
boði, sem seint um síðir barst
frá S.Í.S. Vinstri meirihlutinn
vísaði tillögunni frá og á sömu
leið fór í borgarstjórn, þegar
tillagan var endurflutt þar s.l.
fimmtudag.
Siðferðis-
reglur brotnar
í meðferð þessa máls hefur
vinstri meirihlutinn gengið
þvert á allar siðferðisreglur í
viðskiptum. Þótt Innkaupa-
stofnun Reykjavíkur hafi veitt
þá þjónustu að senda útboðs-
gögn til fyrirtækja, veitir það
einstökum fyrirtækjum engan
rétt og það er engin forsenda
þess að ógilda eigi útboðið. Sú
ástæða er fyrirsláttur einn og
það því frekar, þegar haft er í
huga að ekkert fyrirtæki fékk
sent útboðsgögn vegna þessa
máls. Auglýst var í dagblöðum
og á grundvelli þess buðu 14
fyrirtæki. Mergurinn málsins er
sá, að eftir að öll þessi fyrirtæki
höfðu sent tilboð var S.I.S. gefið
tækifæri til að koma með boð og
það þarf engum að koma á
óvart, þótt það tilboð væri lægra
en þau, sem þegar voru kunn.
Verð allra hinna fyrirtækjanna
lágu fyrir og því hægur vandinn
að senda inn lægra boð.
Að hygla
yildarvinum
Vinstri meirihlutinn undir
forystu þess Framsóknarmanns,
sem gegnir formennsku í stjórn
Innkaupastofnunar, braut allar
siðferðisreglur í slíkum við-
skiptum til að tryggja S.I.S.
þessi kaup og víst er, að engu
öðru fyrirtæki hefði verið veitt
slík forréttindi.
Þau rök duga ekki í þessu
máli, að á þennan hátt hafi
verið gerð hagstæðari innkaup
en ella. Viðskiptasiðferði
borgarinnar á ekki að vera til
sölu fyrir krónur og aura — og
með sama hugarfari hefði legið
næst við að gefa hinum fyrir-
tækjunum 14 tækifæri til að
undirbjóða S.I.S. Þannig geta
opinberar stofnanir ekki hagað
sér.
Þegar útboð fer fram á vöru
eða þjónustu á sú meginregla að
gilda að taka lægsta boði, sem
fram kemur við opnun. Að leyfa
vildarvinum að smeygja inn
tilboðr löngu eftir opnun og
þegar öll verð liggja fyrir — það
telst til siðlausra viðskipta-
hátta.
Síðara málið, sem til meðferð-
ar var í borgarstjórn s.l.
fimmtudag og sýnir pólitískt
siðleysi var ráðning skrifstofu-
stjóra borgarstjórnar. Verður
það mál gert að umtalsefni í
annarri grein hér síðar.
Sýningu Bjargar í Norræna
húsinu lýkur á mánudaginn
Mikil aðsókn hefur verið að mál-
verka- og grafíksýningu Bjargar
Þorsteinsdóttur í Norræna hús-
inu frá því að hún var opnuð fyrir
viku. Á sýningunni eru 45 mynd-
ir, allar gerðar á síðustu þremur
árum.
Sýning Bjargar er opin frá
klukkan 14 til 22 en henni lýkur á
mánudagskvöld.
Myndin hér að ofan er af Björgu
við eitt verka sinna á sýningunni,
Sköpun II.
Ólafur
Jóhannesson:
Atkvæði tal-
in í einu lagi
hjá BSRB
ÓLAFUR Jóhannesson forsætis-
ráðherra sagði á Alþingi í gær, í
svari við fyrirspurnum Geirs
Hallgrímssonar (S), að líta yrði á
rfkis- og bæjarstarfsmenn sem
eina heild f atkvæðagreiðslu um
samkomulag milli fjármálaráðu-
neytis og BSRB. Ánnað hvort
yrði samkomulagið samþykkt
eða fellt varðandi samtökin sem
heild og aðildarfélög þess. Spurn-
ing Geirs var þess efnis, hver
staða mála yrði, ef rfkisstarfs-
menn samþykktu samkomulagið
en einstök starfsmannafélög
sveitarfélaga felldu það.
Þá spurði Geir Hallgrímsson,
hvort sama myndi ganga yfir
BSRB, BHM og bankastarfsmenn,
ef BSRB felldi samkomulagið.
Ólafur Jóhannesson svaraði því til
að undantekningarákvæði í 1. lið
tæki aðeins til þeirra aðila, sem
þar væru sérstaklega nefndir,
BSRB og BHM, um alla aðra aðila
gilti hin almenna regla skv. laga-
ákvæðinu.