Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 Akureyrarhlaupið: Hnnjótn keppni um fyrsta sætið Víðavangshlaup Akureyrar fór fram um síðustu helgi og tók fjöldi keppenda þátt í hlaupinu, þ. á m. margir af sterkustu hlaupurum landsins. Iílaupið hófst og endaði á íþróttasvæði KA við Lundsskóla. Fremur hvasst var og kalt þegar hlaupið fór fram. Keppnin var þó hörð og skemmtileg í öllum flokkum. Einkum var hörð keppni um fyrsta sætið í karlaflokki, en dómarar treystu sér ekki til að Sigurður P. Sigmundsson, FH. Sigurður háði harða baráttu við Ágúst Þorsteinsson, UMSB í Akureyrarhlaupinu á dögunum. Sigurður stundar nám við Edinborgarháskóla í Skotlandi, en dvelur hérlendis í páskafríi um þessar mundir. úrskurða einn sigurvegara og þeir Ágúst Þorsteinsson UMSB og Sigurður P. Sigmundsson dæmdir hnífjafnir. Er það í fyrsta sinn í vetur sem hlaupari skákar Ágústi í víðavangs- hlaupunum, en hann hefur verið algjörlega ósigrandi. Vel var vandað til þessa hlaups, den það fór fram undir röggri stjórn Haraldar Sigurðssonar og Garðars Ingjaldssonar sem lagði brautirnar. Bókabúð Jónasar gaf veglega bikara fyrir sveita- keppnirnar og gullsmiðirnir Pétur og Sigtryggur gáfu alla verðlauna- peninga. Víðavangshlaup Akur- eyrar er fyrsta frjálsíþróttamótið sem fram fer á íþróttasvæði KA. En lítum þá á úrslitin: Karlar, vegalengd 4,6 kílómetrar: 1.—2. Sigurður P. Sigmundsson, FH 14:51,8 I. —2. Ágúst Þorsteinsson, UMSB 14:51,8 3. Steindór Tryggvason, KA 15:13,9 4. Mikko Háme, IR 16:09,0 5. Guðmundur Sigurðsson, ÍMA 16:23,0 6. Steindór Helgason, KA 17:11,7 7. Haraldur Bjarnason, ÍMA 17:17,8 8. Árni Jónsson, ÍMA 17:29,2 9. Jónas Clausen, KA 18:21,1 10. Sigurbjöm Tryggvason, KA 19:42,0 II. Friðrik Stefánsson, KA 21:02,8 12. Geir Baldursson, KA 21:02,9 Flokkur 12-14 ára: 1. Halldór Gunnarsson, UMSE 3:05,4 2. örn Traustason, UMSE 3:06,7 3. Arnar Snorrason, UMSE 3:11,9 Flokkur 15—16 ára: 1. Stefán ólafsson, KA 3:19,5 2. Guðmundur Stefánsson, KA 3:23,0 Stúlkur: 1. Inga Júlíusdóttir, UMSE 3:17,5 2. Auður Aðalsteinsd., ÍMA 3:24,0 3. Sigríður Víkingsd., UMSE 3:26,0 Sveit KA sigraði í 3ja manna sveitakeppni í karlaflokki. Sveitin hlaut 18 stig, en sveit Menntaskól- ans á Akureyri hlaut 20 stig. — ágás. Víðavangs- hlaupífí HIÐ árlega Víðavangshlaup ÍR fer fram á sumardaginn fyrsta að venju, eða hinn 19. apríl næst- komandi. Hlaupið verður þá háð 64. árið í röð. Víðavangshlaup ÍR verður að þessu sinni um fjórir kílómetrar, og hefst sem fyrr í Hljómskála- garðinum klukkan 14.00 en hlaup- inu lýkur svo við Alþingishúsið í Kirkjustraeti eftir að keppendur hafa lagt að baki hring í Vatns- mýrinni eins og sl. ár. Keppt verður um einstaklings- verðlaun karla og kvenna auk bikara fyrir sveitakeppnir. í sveitakeppninni verður keppt í þriggja, fimm og tíu manna sveit- um í karlaflokki, þriggja kvenna sveit, þriggja drengja sveit, elztu fimm manna sveit og syeit þriggja manna yfir 30 ára aldri. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Guðmundar Þórarins- sonar eða Ágústar Ásgeirssonar í síðasta lagi 14. apríl. - .. Æm m • Þetta er nú reyndar ekki mynd af hollenska landsliðinu, en áhuginn er greinilega ekki minni. Og varla færu Hollendingar að leika knattspyrnu í vaðstígvélum. Mynd þessi er nokkurra ára gömul og innlend. Þótt hún sé gömul, er hún táknræn fyrir ástand sumra valla sem verið er að leika á knattspyrnu þessa dagana. Boltinn rútiar um helgina ygi bæði í Reykjavík og á Suðurnesjum. I Keflavfk leika heimamenn við bikarmeistara ÍA og er leikurinn liður í Meistarakeppni KSÍ, sem Skagamenn unnu einmitt í fyrra. ÍBK er hins vegar það lið sem oftast hefur unniö keppnina frá því að hún hófst og hafaþeir fullan hug á að rífa tignina af Skagamönnum. Þeir Einar Ásbjörn og Rúnar Georgsson eru mættir í slaginn úr hinum erlendu æfingabúðum og munu leika með ÍBK. Þá fer fram á Melavellinum einn leikur í Reykjavíkurmótinu í fót- bolta. Fer hann fram í dag og hefst klukkan 14.00. Er það viðureign KR og Þróttar. Bæði hafa liðin leikið einn leik í mótinu, Þróttur tapaði, naumlega fyrir Val og KR vann Ármann meðlitlum mun. KR vann mót þetta í fyrra og ætlar sér slíkt félögum. Þá nota þjálfarar mót þessi gjarnan til þess að reyna nýja unga leikmenn og fá margir strákar sína fyrstu eldskírn með meistaraflkokki í mótum þessum. Þeim leikjum sem lokið er hefur lyktað þannig: Reykjavíkurmótið: Ármann — KR Þróttur — Valur Fram — Fylkir Fvlkir — Víkingur Meistarakeppmn: IBK — Haukar Haukar — IA Meistarakeppnin fyrir skpmmu). 1978 1-2 1-2 2-1 1-1 3-0 1- 4 (lauk 2- 3 Auk þess má geta úrslit æfing- arleiks IBK og Fram. Fram vann 2—0 og sýndi þá mjög strerkan og góðan leik. gg. að sjálfsögðu þessu sinm. hið sama að Vorboltinn hefur verið eins og vænta mátti af revnslu fyrri ára stórkarlalegur. En pað er fíka ekki öfundsvert að leika á meira eða minna óleikhæfum malarvöllum meðan enn ríkir vetur. Ef vellirnir eru ekki beinfreðnir, þá eru þeir á kafi í for og spurning er hvort knattspyrnuvertiðin eigi að hefj- ast svona snemma hérlendis. Þrátt fyrir slæm skilyrði, eru þó vormót þessi forvitnileg fyrir ýmsar sakir. T.d. hefur í vetur verið óvenjumik- ið um flutning leikmanna á milli félaga og er athyglisvert að sjá fyrstu leiki þeirra með sínum nýju Stórleikir i blakinu í DAG er stórblakdagur. Úrslita- leikurinn í bikarkeppni kvenna fer fram í Ilagaskólanum og hefst hann klukkan 16.30. Þá draga saman lið sín íslandsmeistarar Völsunga frá Húsavik og ÍS. Reikna má með baráttuleik. ■r i f 8 í 1 r !\uit\nr. iiuiiir Sunderland i baud TomLund Enska knattspyrnuliðið Sunderland, sem leikur í 2. deild og er þar nú í þriðja sæti, gerði fyrir skömmu tilboð í Tom Lund, einhvern snjallasta knattspyrnu- mann Norðmanna fyrr og síðar, en Lund leikur með Lilleström. Engar fjárupp- hæðir voru nefndar opin- berlega, en Lund hafði ekki áhuga og sagði nei takk. Að loknum leik Völsungs og ÍS leika síðan karlalið ÍS og UMFL í undanúrslitunum í bikarkeppninni og ætti það ekki síður að geta orðið hörkuleikur. Laugdælir eru ný- krýndir Islandsmeistarar, frekar óvænt meira að segja, og stúdent- ar hafa fullan hug á að sjá um að UMFL vinni ekki tvöfalt. Sam- kvæmt mótanefnd blaksambands- ins á leikurinn að hefjast klukkan 18.00. Klukkan 14.00 í dag fer einnig fram hinn leikurinn í undanúrslit- unum í bikarnum, þá mætast í Skemmunni á Akureyri UMSE og Víkingur, en Víkingar tryggðu sér nýlega 2. deildar titilinn og leika því í 1. deild næsta vetur. • Hið sigursæla lið Týs f Vestmannaeyjum, með 3. deildar bikarinn að loknum sfnum sfðasta leik f deildinni. Týr vann 3. deildina með nokkrum yfirburðum, tapaði ekki leik f mótinu. Handboltinn hefur verið mjög f sviðsljósinu f Eyjum sfðustu árin, þannig vann Þór sig upp f 3. deild f fyrra og hafnaði þar í öðru sæti nú. Og nú er Týr kominn f 2. deild og þykir lfklegur til stórræða. Myndina tók Sigurgeir Jónasson. Þórsarar i ströngu EKKI verður með sanni sagt, að helgin sé að kafna í handbolta. Aðeins tveir leikir eru á dagskrá í 1. deild kvenna, enginn leikur í nokkurri hinna deildanna. Það eru Þórsstúlkurnar sem leika í báðum leikjunum, léku einnig í gærkvöldi við UBK. Strembin helgi það. I dag leika Þórsarar við FH í Hafnarfirði og hefst leikurinn klukkan 17.00. Á morgun leika Þórsstúlkurnar síðan í Laugard alshöllinni gegn Val og hefst leikurinn klukkan 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.