Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 Þröstur Ólafsson: Eitt af því merkilegasta sem gerðist í allri þeirri ringulreið sem myndaðist í kringum efnahags- málafrumvarp forsætisráðherra var birting stefnuskrár Sjálf- stæðisflokksins í efnahagsmálum. Hlaut hún nafnið Endurreisn í anda frjálshyggju. Þessi stefnuskrá er merk að því leyti, að hún táknar kúvendingu í efnahagsstefnu stærsta stjórn- málaflokks landsins, og eru það ekki svo lítil tíðindi. Sennilega hefði þessi nýi boð- skapur þó farið að mestu framhjá fólki í öllum hamagangi stjórnar- flokkanna, ef ekki hefði birst grein í Morgunblaðinu eftir einn aðal hönnuð þessarar stefnuskrár, Jónas H. Haralz bankastjóra. I skrifi Jónasar — sem er afdráttar- laust eins og hans er vandi — verður stefnuskráin að trúarjátn- ingu og túlkunin hennar er eitt magnaðasta trúboð á sviði stjórn- mála sem lengi hefur birst hér- lendis, sem liggur í því að saman er blandað mjög hægri sinnaðri hugmyndafræði og hagvísindum á þann hátt, að almennur lesandi fær þar ekki í sundur skilið pólitík og fræðimennsku. Þetta er illa gert gagnvart öllum málsaðilum. Stjórnmálamanninum er gerð upp fræðileg þekking, fræðigreinin gegnsýrð af hugmyndafræði, og ryki síðan stráð í augu almenn- ings. I þeim skrifum sem hér fara á eftir verður reynt að ganga í skrokk á inntaki þessara skrifa, sem er misskilningurinn eða goð- sögnin um hinn svokallaða frjálsa markað, en hann er sjálft fagnaðarerindi þeirra trúarbragða sem nefnd eru kapítalismi eða auðvaldsskipulag. hugmynda sósíaldemókratismans við stríðandi verkalýðs- og náms- mannahreyfingu, fór út um þúfur. Við myndun ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar var greinilegt að það olli flokknum verulegum erfið- leikum hversu mjög eymdi enn eftir af gamalli kratavillu í hug- myndaheimi hans. Þá þegar upp- hófust átök í flokknum milli ‘ þeirra, sem vildu halda í liðlega þriggja áratuga arfleifð og hinna sem vildu hreinsa til og endurnýja rétttrúnaðarfrjálshyggju. Ýmsir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum hafa látið í það skína að orsakanna til hrakfara ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar hafi verið að leita í þeim röngu efnahagsstjórnar- hugmyndum sem tamt er að kalla heiminum er að finna neinn frjáls- an markað — hafi hann yfirleitt nokkurn tíma verið til. En einhver ástæða hlýtur að liggja til þess að rykið er dustað af bækluðum, öldruðum uppskriftum og þær pússaðar upp sem nýjar væru. Galbraith segir einhvers staðar að gamlar úreltar hugmyndir hafi yfirleitt þjónað þeim tilgangi að draga athyglina frá miklum þjóð- félagslegum vandamálum, sem hefðu í sér pólitískt sprengiefni að dómi valdastéttar hvers tíma. Hér verður ekki farið út í greiningu þeirra vandamála sem Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar sér að hylja með framsetningu gamalla efnahagshugmynda, en þau eru án efa mjög þung á metunum. En látum þetta liggja á milli hluta og snúum okkur að þeirri megin trúarsetningu sem aftur- bata frjálshyggja grundvallast á. Það er jafnaðarmerkið sem sett er á milli frjáls markaðar og lýðræðis — og Jónas seilist meira segja svo langt að skilyrða list- sköpun frjálsum markaði. Ekki er nú horft af víðsýnum hól yfir rofabörð sögunnar, ef þetta tvennt á að haldast í hendur. Slíkar fullyrðingar eiga hvergi annars- staðar heima en á ruslahaugi lýðskrumsins. Hvers eiga þeir að gjalda sköpuðir gotnesku kirkj- anna.^rkitektar Florens, Feneyja, Antwerpen og gömlu Dresden og hvað um William Shakespeare, Dostojewski og Bach. Hallgrím Pétursson, Dante og Solschenizyn svo aðeins örfáir séu nefndir? En þetta dæmi undirstrikar enn betur hve trúboðið er magnað, að Jónas skuli grípa til skrumskæl- SÍS, Póstur og sími eða sovéskt samyrkjubú eru allt skrifræðis- stofnanir. Hvort það eru einka aðilar eða hið opinbera sem á þær skiptir engu meginmáli, hvorki fyrir starfsmenn þeirra eða neytendur. Viöskipti og áhrifavaid Hagkerfi eins og önnur kerfi sem mennirnir hafa komið á, og taka mið af þjóðfélaginu sem heild, hafa eitt sameiginlegt megin hlutverk. Það er að stjórna athöfn- um þjóðfélagsþegnanna og beina þeim í ákveðinn farveg. Þeir mekanismar sem hagkerfin hafa tekið í þjónustu sína eru aðallega þrenns konar: Viðskipti, áhrifavald og umtölur. A þessum þremur mekanismum grundvallast hagkerfin. Viðskipti manna hvort sem er í formi vöru- skipta, peningaskipta eða vinnu- skipta er einskonar heili markaðs- búskaparins. Skýrasta dæmið um slíkt kerfi eru Bandaríkin. Þar eru það lögmál markaðsins sem stjórna fólki, þvinga það til að gera þetta eða hitt og beina atferli þess, hugsun og lífsmætti í ákveð- inn farveg. Við munum hér á eftir athuga nánar tvær hliðar á frjálsu markaðskerfi. Annars vegar „frelsi" markaðskerfisins og það stjórnmálalega lýðræði sem á að hljótast af því, en hins vegar efnahagslega ávinninga þess og yfirburðir í samanburði við önnur hagkerfi, en grein Jónasar snýst um þetta tvennt. Önnur gerð af nútímahagkerfi Hugleiðingar málamenn uppteknir af afleiðing- um markaðskerfisins, hvort sem um er að ræða fátækt, mengun, ofnýtingu auðlinda, verðbólgu, at- vinnuleysi, greiðslujafnaðar- vandamál, kjarnorkumengun o.s.frv. o.s.frv. Einkaeign sem valdbeiting I einkaeignarþjóðfélögum sem byggja á markaðsbúskap er horn- steinninn friðhelgi einkaeignar- innar. Einkaeignin er eins konar valdakjarni sem ríkisvaldið (ekki markaðurinn) hefur skapað. Eign er ekkert annað en réttur til að ákveða hvort, hvenær og hvernig nota skuli atvinnutæki, húsnæði, landið, fjármuni o.s.frv. Þeir sem eignir eiga hafa ásamt stjórn- málamönnunum (og í seinni tíð verkalýðsforingjum) völdin í þjóð- félaginu. Það lýðræði sem við búum við er valdalega klofið milli ríkisvaldsins og viðskiptavaldsins. Viðskiptavaldið byggir völd sín á eignarétti sem enginn hefur atkvæðisrétt um. Lengstan hluta ævi sinnar starfar fólk í stofnunum sem það hefur engin áhrif á hvernig starfa, og kaupir sér lífsviðurværi og neyslu- vörur sem það ræður ekkert um hvers eðlis eða útlits eru. Við- skiptavaldið ræður verði á vörum sínum og þjónustu, og það verð þarf ekki að leiða til neins betra jafnvægis á milli sölu og kaupa, en væri það ákveðið af opinberum aðila. Það skiptir nefnilega ekki máli hver ákveður verðið heldur hvaða verð ákveðið er. Eðli markaðsviðskipta valda því að ójöfn eignaskipting er mikil og fer vaxandi. Þetta leiðir m.a. til þess að í Bandaríkjunum (1960) áttu 3% fjölskylda meiri eignir en sem nam 50.000 dollurum en 75% vegna greinar Jónasar Fyrri stefna Sjálfstæðis- flokksins Eins og ég sagði hér að framan hefur Sjálfstæðisflokkurinn með þessari stefnuskrá gerst fráhverf- ur þeim meginsjónarmiðum sem hann hefur barist fyrir allt frá lokum heimsstyrjaldarinnar síð- ari. Þessi sjónarmið voru í megin- dráttum þau að innan hagkerfisins væri ekkert afl sem treystandi væri á í þeim ásetningi flokksins að ná venjulegum markmiðum blandaðs hagkerfis. Þar væri hvorki að treysta á ríkisvaldið, frjálsa markaðinn né önnur vald- boð. Nauðsynlegt væri því að hræra öllu þessu hæfilega saman — blandahagkerfið — láta ríkið sjá um og grípa inní þar sem flokkurinn taldi þörf á — og það var annsi víða. Markaðinum var ekki treyst nema í hátíðlegum yfirlýsingum foringja á tyllidög- um. Stefna Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum bar vissulega nokkurn keim af sósíal- demókratískum aðferðum og varð það m.a. til þess að flokkurinn óx og dafnaði meir en eðlilegt var, ef samanburður er hafður við önnur Norðurlönd, þar sem hægri flokkarnir voru sundraðir en vérkalýðsflokkarnir stórir. Vegna þessa sósíaldemókratíska litar- háttar Sjálfstæðisflokksins, var ekki pláss fyrir raunverulegan sósíaldemókratískan verkálýðs- flokk hérlendis, frá því Sjálf- stæðisflokkurinn tók þá stefnu upp í lok síðari heimsstyrjaldar. Það gerði gæfumuninn fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Viðreisnin var hér engin undantekning. Hún var eins- konar hámark þessarar stefnu og um leið endalok hennar. Sú teng- ing við verkalýðshreyfinguna sem nauðsynleg er öllum sósíal- demókratisma mistókst. í þeirri bræðrabyltu sem varð við fall viðreisnarstjórnarinnar hrygg- brotnaði Alþýðuflokkurinn vegna þess að hans hlutverk — tenging H. Haralz blandaða hagstjórn. Á því plaggi sem nú hefur verið samþykkt er greinilegt hverjir hafa sigrað. Það hlýtur að vera fagnaðarefni þeim sem unna sósíaldemókratisma, því nú verður aftur pláss fyrir ekta krata í íslenskum stjórnmálum. En allt útlit er fyrir að margir verði til að fylla það tómarúm, sem nú hefur skapast við brott- hvarf Sjálfstæðisflokksins. Með þessari nýju efnahags- stefnuskrá hefur Sjálfstæðis- flokkurinn þrengt sitt pólitíska áhrifasvið og gengið á hönd þeirri stjórnlist sem segir að það sé betra að vera minni flokkur og harð- skeyttari en stærri og óákveðnari. Þetta eru tímamót í stjórnmála- þróun eftirstríðsáranna sem verð- ugt er að taka eftir. Þetta hlýtur einkum að varða núverandi ríkis- stjórnarflokka því fylgi þeirra og styrkur er því háður, hvernig þeir spila úr stöðunni. Afturbata frjálehyggja En snúum okkur aftur að grein Jónasar Haralz. Hún leiðir hugann langt aftur í aldir til frumbernsku kapítalismans, þegar frjáls markaður var enn hugtak sem frjóvgaði hugmyndaflugið og gaf pólitísku og hagfræðilegu ímyndunarafli lausan tauminn. Frjálsmarkaðshugmyndir Jónasar og Sjálfstæðisflokksins eru svo gamlar sem á grönum má sjá og hafa verið á undanhaldi um allan hinn vestræna heim, allt frá bylt- ingu Keynes á fjórða áratugnum. Frjáls markaður er því miður ekkert sjálfkrafa stillitæki sem heldur efnahagslífinu í stöðugu jafnvægi. Hér koma til margar veigamiklar ástæður sem raktar hafa verið ótal sinnum af fjölda fræðimanna, en þó mun sú stað- reynd vega þyngst að hvergi í ingar sögunnar máli sínu til fram- dráttar. En áður en við snúum okkur að afleiðingum afturbata frjálshyggj- unnar á íslenskt efnahagslíf, skul- um við hugleiða nokkuð nánar hagkerfin tvö sem Jónas stillir hvort upp á móti öðru — frjáls- hyggju og skipulagshyggju. Tvenns konar pjóðfélagsaðgerdir Burtséð frá þeim stjórnarhátt- um sem aðgreinast af alræði og frjálsræði þá tel ég mestan mun fveggja stjórnkerfa vera þann að hve miklu leyti markaður kemur í staðinn fyrir ríkisstjórn og ríkis- stjórn kemur í staðinn fyrir markað. Um er að ræða tvenns konar þjóðfélagsgerðir: Annars vegar þá sem myndast og mótast í krafti áhrifavalds hins opinbera og hins vegar þá þjóðfélagsgerð sem verður til og þróast í gegnum markaðsbúskap og gróðasókn. Nú er málið ekki svo einfalt að heiðarlega hugsandi menn geti sloppið frá þessu með því að endurtaka þá skaðlegu frasa sem telja öðrum aðilanum flest til foráttu en hinum helst allt til hróss. Báðum kerfunum er ýmis- legt sameiginlegt. Öll þjóðleg hagkerfi nota markaði, ásamt öðrum aðferðum, til að útvega verkafólk og deila því niður á hinar ýmsu starfsgreinar. Öll nota þau markaði til að dreifa neyslu- vörum til væntanlegra kaupanda. Öll nota þau peninga og verð. Og öll notfæra þau sér ríkisvaldið í miklum mæli. Mismuninn á kerfunum má enn minnka. í öllum iðnríkjum heimsins er stór hluti framleiðslunnar skipulagður — ekki af markaðsaðstæðum — held- ur með skrifræðislegum valdboð- um ýmist úr hendi einkaaðila eða ríkisins. Unilever, General Motors, er sú sem grundvallar á áhrifa- mætti ríkisvaidsins. Hér er það sjálft ríkisvaldið sem þvingar og stjórnar fólki með boðum, bönnum og leyfum. Skýrasta dæmið um slíkt kerfi eru Sovétríkin. Þótt þarft væri að skoða gerr kosti og galla þessa hagkerfis, þá verður það látið liggja á milli hluta í bráð. Til að gera því einhver sæmileg skil þyrfti mun lengri grein en þá sem hér er fyrirhuguð. Sú gerð hagkerfis sem byggir á umtölum er ekki á dagskrá hér, en sem dæmi um slíka haggerð má t.d. nefna Kína, þótt segja megi þó að þar sé nú flest í óvissu og breytingum undirorpið. Það ætti að vera óþarfi að taka fram að öllum framangreindum aðferðum er beitt að einhverju marki í öllum hagkerfunum þótt í mismiklu mæli sé. Við skulum nú fyrst skoða þær takmarkanir á frelsi sem frjálsa markaðskerfið hefur í för með sér. Eins og sagði hér að framan byggir markaðskerfið á því að einstaklingar (við skulum sleppa fyrirtækjum í bili) eigi skipti hver við annan þ.e.a.s. menn bjóða fram eitthvað sem þeir geta verið án, með það fyrir augum að fá annað í staðinn, sem þá vanhagar um. Þetta leiðir til þeirrar einföldu niðurstöðu að í hreinræktuðu markaðskerfi komast þeir einir af sem eiga til skiptanna. Þeir sem ekkert slíkt eiga hljóta að farast. Jafnvel England á nítjándu öld sem var blómaskeið frjálshyggj- unnar, fór ekki varhluta af þessu. Hið hreina markaðskerfi þess tíma leiddi til slíkrar eymdar og fátæktar að setja þurfti fátæktar- lög og koma á svokölluðum vel- gerðarfélögum sem áttu að reyna að halda líftórunni í þeim sem ekkert gátu fengið frá þjóðfélag- inu (markaðnum), því þeir höfðu ekkert til að bjóða í staðinn. Vestrænar þjóðir hafa allt frá því að markaðskerfið festist í sessi verið önnum kafnar við að stoppa upp í þau göt sem það skyldi eftir. Enn þann dag í dag eru stjórn- áttu minna en 5000 dollara eignir. Svipað er uppi á teningnum alls staðar þar sem markaðsöflin hafa fengið að leika lausum hala. For- stjóri fyrirtækis þarf ekki að spyrja neinn um leyfi til að segja upp starfsfólki. Er það ekki frels- isskerðing að láta henda sér út á götu án þess að hafa gert nokkurn skapaðan hlut af sér? Er það ekki nauðung að þurfa að flytja í framandi landshluta af því að fyrri vinnustaður var lagður niður. Þannig mætti lengi telja. Markaðskerfið er á margan hátt stórlega þvingandi og er sífellt að skerða frelsi fólks. Hitt er svo annað mál, að fólk tekur síður eftir þeim þvingunum, boðum og bönnum sem orsakast af ósýnileg- um öflum markaðsins, heldur en sams konar þvingun sem birtist í formi reglugerðar frá hinu opin- bera. Sú fullyrðing að eðli sínu sam- kvæmt þurfi meiri þvinganir að fylgja opinberum rekstri en frjáls- um markaðsbúskap á við hæpin rök að styðjast. Lýðræði og markaðsbúskapur En til þess að geta krufið til mergjar þann jöfnuð sem settur er á milli markaðsbúskapar og lýð- ræðis þarf að skoða sögu lýðræðis- skipulagsins nánar. Að sjálfsögðu getur fólk notið mikils frelsis án þess að búa við lýðræðisskipulag og verið ófrjáls á ýmsa vegu þótt það búi í lýðræðisríki. Lýðræðisskipulaginu var komið á til að berjast fyrir vissum tegundum frelsis. Þessi frelsi voru helst: Einkaeign, frjálst framtak, frjáls samningagerð og atvinnu- frelsi. Lýðræðisbyltingarmenn Ameríku börðust fæstir fyrir auknum völdum almennings, held- ur réttar s.s. frelsis, o.s.frv. Stofn- endur bandarísku stjórnarskrár- innar voru frjálshyggjumenn en litlir lýðræðissinnar og sumir þeirra alls engir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.