Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRIL 1979
17
þess, að samkeppnisaðstaða orku-
freks iðnaðar hér á landi muni
fara mjög batnandi á næstu árum.
í þessum iðnaði er þegar komin
veruleg tækniþekking og reynsla
inn í landið, og eftir að ríkið er
orðið meirihluta aðili í verksmiðj-
unni við Grundartanga, hlýtur
næsta skrefið að vera að skapa
skilyrði til þess, að íslenzk einka-
fyrirtæki geti einnig orðið virkir
þátttakendur í nýtingu orkulinda
Islands til áframhaldandi iðnvæð-
ingar, en þar bíða mörg tækifæri
ónýtt.
Sambýlið við
sjávarútveginn
Eftir þetta stutta yfirlit um
iðnþróunarvandamál þeirra ríkja,
sem íslendingum standa næst að
lífskjörum og efnahagsþróun, og
þá lærdóma, sem við getum af því
dregið, kem ég að þeirri áleitnu
spurningu, hvort staða íslenzks
iðnaðar sé í raun og veru slík, að
raunhæft sé að bera stöðu hans og
vandamál saman við það, sem
gerist í háþróuðum iðnaðarþjóðfé-
lögum Norður-Evrópu. Þráfald-
lega hefur verið á það bent, að við
búum fyrst og fremst í fiskveiði-
hagkerfi, þar sem hagsmunir af-
kastamikils en sveiflukennds sjáv-
arútvegs sé næri alls ráðandi um
meginákvarðanir í efnahagsmál-
um, ekki sízt á sviði gengismála,
sem sköpum skipti um samkeppn-
isaðstöðu íslenzks iðnaðar, sér-
staklega eftir að verndartollar eru
að miklu leyti úr sögunni.
Vissulega eiga þessi sjónarmið
mikinn rétt á sér, þótt deila megi
um áherzlur og ályktanir. Stærð
og styrkur sjávarútvegsins í efna-
hagslífi Islendinga er staðreynd,
sem ekki verður gengið fram hjá,
þegar rætt er um atvinnu- og
efnahagsmál hér á landi. Hinn
mikli hagvöxtur hér á landi hefur
til þessa öðru fremur byggzt á
viðgangi sjávarútvegsins og hinu
mikla framlagi hans til þjóðar-
framleiðslu og þó sérstaklega út-
flutnings.
Þótt hinn sterki sjávarútvegur
hafi að ýmsu leyti þrengt svigrúm
annarra atvinnuvega, hefur hann
einnig verið iðnaðinum lyftistöng
á margan hátt, enda er þetta eina
sviðið, þar sem við eigum heima-
markað, sem er sambærilegur við
það, sem iðnaður í öðrum stærri
löndum nýtur. Það er því eðlilegt,
að mikið af þróttmesta iðnaði
okkar byggist á framleiðslu og
þjónustu í þágu sjávarútvegs og
fiskvinnslu, og þetta er líklega eitt
helzta sviðið, þar sem Islendingar
ættu að geta látið að sér kveða í
þróun nýrrar tækni. Loks má ekki
gleyma því, að sjávarútvegurinn
hefur til þessa verið meginundir-
staða þeirra lífskjara, sem við
njótum í dag, og þar með kaupgetu
þess heimamarkaðs, sem megin-
hluti iðnaðarins byggist á.
Hinu verður þó ekki neitað, að
sambýlið við sjávarútveginn hefur
oft reynzt iðnaðinum býsna erfitt,
en fyrir því eru aðallega tvær
ástæður. Hin fyrri liggur í hinum
miklu sveiflum í framleiðslu og
rauntekjum, sem sjávarútvegur-
inn hefur alltaf verið háður, en
vegna yfirburðastöðu hans í gjald-
eyrisöflun þjóðarinnar hafa þessar
sveiflur endurspeglazt að meira
eða minna leyti í þeim hag-
stærðum, sem mestu máli skipta
fyrir samkeppnisaðstöðu iðnaða-
ins, svo sem gengisskráningu,
rauntekjum almennings og inn-
lendri eftirspurn. Er þarflaust að
rekja gang þeirra mála fyrir þeim,
sem hér eru inni. Hinn samþýlis-
vandinn hefur einkum verið
fólginn í því, að framleiðni sjávar-
útvegsins hefur langtímum saman
verið verulega meiri en ýmissa
iðnaðargreina, en afleiðingin var
hærri framleiðslukostnaður hér á
landi en veikustu greinar iðnaðar
gátu staðið undir nema í skjóli
hafta eða verndartolla.
Þegar verið var að undirbúa
aðild íslands að EFTA fyrir tíu
árum, virtist full ástæða til þess
að ætla, að unnt væri að eyða
mismuninum á samkeppnisað-
stöðu iðnaðar og sjávarútvegs.
Byggðist þetta annars vegar á
þeirri skoðun, að auka mætti
verulega framleiðni iðnaðarins
með markvissu iðnþróunarátaki
við skilyrði aukinnar samkeppni,
en hins vegar á tiltölulega veikari
stöðu sjávarútvegsins á þessu
timabili og tvísýnum horfum um
getu hans til þess að bæta stöðu
sína verulega, Einnig voru menn
þá bjartsýnir á það, að hægt væri
með bættum hagstjórnaraðgerð-
um, einkum eftir tilkomu verð-
jöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, að
draga verulega úr þeim afkomu-
sveiflum sjávarútvegsins, sem
ætíð höfðu valdið svo miklum
truflunum í efnahagsstarfsemi
íslendinga.
En hvernig hafa nú hugmyndir
okkar um þróunina staðizt, þegar
litið er yfir farinn veg um áratugi
síðar? Vissulega hefur margt farið
öðru vísi en ætlað er, en það sem
líklega hefur komið mest á óvart
er hin geysilega hagstæða tekju-
þróun sjávarútvegsins mikinn
hluta þessa tímabils. Markaðsað-
stæður erlendis hafa reynzt mjög
hagstæðar, og hefur verðlag á
fiskafurðum batnað verulega hlut-
fallslega við aðrar tegundir mat-
væla. Við þennan mikla viðskipta-
kjarabata hefur svo þrjú síðustu
árin bætzt veruleg framleiðslu-
aukning í sjávarútvegi og fisk-
vinnslu. Ekki gat hjá því farið, að
þessi mikli uppgangur sjávarút-
vegsins ásamt miklu meiri
sveiflum í verðlagi og samkeppnis-
skilyrðum en reiknað hafði verið
með, hlytu að þrengja kosti
iðnaðarins og rýra vaxtarskilyrði
hans. Kemur þetta greinilega fram
í tölum um aukningu iðnaðarfram-
leiðslu síðustu fimm árin miðað
við fimm árin þar á undan. Þegar
á heildina er litið og sérstaklega
þegar tekið er tillit til hinna erfiðu
skilyrða, sem ríkt hafa mikinn
hluta þessa tímabils, verður þó
ekki annað sagt en iðnaðurinn hafi
komið út úr reynslu þessara ára
sterkari og heilbrigðari en hann
hefur nokkru sinni áður verið.
Með þessu á ég þó alls ekki við
það, að ég telji sambýlisvandamál
iðnaðar og sjávarútvegs far-
sællega til lykta leidd. Vissulega
ekki. Enn er mikið ógert, áður en
unnt sé að segja, að skilyrði til
iðnrekstrar hér á landi séu eðlileg
og viðunandi. Jafnframt hafa
skapazt alveg ný viðhorf í atvinnu-
málum þjóðarinnar við útfærslu
landhelginnar, sem að öllum
líkindum getur gefið sjávarút-
veginum enn ný tækifæri til
vaxtar en skapar um leið skilyrði
til áhrifaríkari stjórnunar á sviði
sjávarútvegs og almennra efna-
hagsmála, sem mikla þýðingu
gætu haft fyrir iðnþróun í fram-
tíðinni.
Forræði fiskimiða
Fátt er mikilvægara fyrir
heilbrigða atvinnuþróun á íslandi
á komandi árum en það, hvernig
okkur tekst að nýta þau tækifæri
til hagvaxtar og skipulegrar hag-
stjórnar, sem forræði fiskimið-
anna í kringum landið færir okkur
í hendur. Hér er á engan hátt um
sérhagsmunamál sjávarútvegsins
að ræða, og því alls ekki ástæðu-
laust að ræða það á þessum vett-
vangi. Ég verð þó að láta mér
nægja fáeinar ábendingar og
athugasemdir um efni, sem enn er
hvergi nægilega rætt, hvorki
meðal fræðimanna né á almennum
vettvangi.
Ef sæmilega tekst til um
aðgerðir til friðunar fiskstofna,
má telja víst, að fiskafli geti enn
aukizt mjög verulega á komandi
árum, þótt erfitt kunni að vera að
segja um, hve fljótt þetta gerist.
Jafnframt er ljóst, að hagkvæmni
sjávarútvegsins er við núverandi
verðlag slík, að aðeins fáar greinar
iðnaðar geta náð sambærilegri
framleiðni og arðgjöf. Á meðan
svo er, er óhjákvæmilegt, að svig-
rúmið til almennrar iðnþróunar
verði minna en ella og verulegur
þrýstingur verði á afkomuskilyrð-
um vinnuaflsfreks iðnaðar, sem
keppa verður um vinnuafl við
afkastamikinn sjávarútveg og
fiskvinnslu, en um markaði við
láglaunaiðnað í hinum nýju iðn-
væddu löndum víða um heim. Það
er mikilvægt, að skilningur á
þessum aðstæðum ráði stefnu-
mörkun í iðnþróun á komandi
árum.
Ávinningurinn af hinni nýju
efnahagslögsögu felst þó ekki
eingöngu í voninni um meiri afla,
heldur ekki síður í stórbættu
skipulagi veiða og vinnslu, sem
haft getur í för með sér mun betri
nýtingu framleiðslutækja og meiri
stöðugleika í framleiðslu og af-
komu. I rauninni stefnir þróunin
þegar í þessa átt og jafnvel hraðar
en margir gera sér grein fyrir.
Fyrir 15—20 árum mátti segja
með miklum rétti, að skipulag
sjávarútvegsins hafi einkennzt af
lögmálum veiðimennskunnar.
Sókn og aflabrögð réðu því að
mestu, hvar og hvenær aflinn
barst að landi, en vinnslufyrir-
tækin urðu síðan að taka við
honum og reyna að nýta hann sem
bezt, oft við misjöfn skilyrði.
Þessu skipulagi fylgdu mjög
miklar sveiflur í framleiðslu, sem
bæði komu niður á afkastanýtingu
fiskvinnslunnar, en kröfðust jafn-
framt verulegra flutninga á vinnu-
afli milli landshluta eftir vertíð-
um. Þótt árstíðasveiflur séu enn
verulegar í sjávarútveginum,
hefur þessi mynd breytzt ótrúlega
mikið á undanförnum árum. Iðn-
rekstrarsjónarmiðið, ef svo má
kalla það, verður æ ríkara í skipu-
lagi sjávarútvegsins, þar sem fisk-
veiðarnar eru í vaxandi mæli
skipulagðar með það fyrir augum
að tryggja fiskvinnslunni stöðugt
framboð á hráefni, svo að hægt sé
að nýta afkastagetu og mannafla
sem bezt. Frá sjónarmiði iðnaðar-
ins hlýtur þetta að vera jákvæð
þróun, þar sem hún leiðir til meiri
stöðugleika á vinnumarkaði og í
tekjuþróun og færir ísland því nær
því að verða raunverulega iðnaðar-
þjóðfélag.
óleyst vandamál
Þótt í rétta átt stefni þannig um
skipulag fiskvinnslunnar, eru
vandamál fiskveiðanna enn að
miklu leyti óleyst. Þráfaldlega
hefur verið fram á það sýnt, að
endurgjaldslaus nýting sameigin-
legra fiskstofna hljóti að leiða til
of mikillar og óhagkvæmrar
sóknar og offjárfestingar bæði í
skipum og veiðitækjum. Fræðilega
hefur verið sýnt fram á það með
góðum rökum, að úr þessum vanda
sé auðveldast að leysa með fjár-
hagslegum aðgerðum, annað hvort
í formi auðlindaskatts á einstakar
sjávarútvegsgreinar eða með sölu
leyfa til þess að veiða ákveðið
magn af fiski. Þótt færa megi góð
og gild rök fyrir aðgerðum af
þessu tagi, er þó varla við því að
búast að slíkt fyrirkomulag geti
komizt á nema í áföngum á tiltölu-
lega löngum tíma.
Áður en kemur til slíkra ráð-
stafana væri þar að auki eðlilegt
að fyrst verði gerð gangskör að því
að afnema margs konar fríðindi í
sköttum, lánskjörum og annrri
fyrirgreiðslu, sem sjávarút-
vegurinn nú nýtur umfram aðra
atvinnuvegi, enda hafa þau
áreiðanlega átt drjúgan þátt í því
að byggja upp þá umframafkasta-
getu, sem nú er fyrir hendi í
íslenzkum sjávarútvegi.
Þegar litið er annars vegar til
hins mikla styrkleika sjávarút-
vegsins í dag og vaxtarmöguleika
hans í kjölfar útfærslu fiskveiði-
landhelginnar, en hins vegar til
þeirra miklu fríðinda, sem hann
enn nýtur umfram iðnaðinn, get ég
vel skilið tilraunir og tillögur
ykkar í Félagi íslenzkra iðn-
rekenda til þess að jafna metin
með almennum verndar- eða
stuðningsaðgerðum í þágu
iðnaðarins. I mótaðgerðum af
þessu tagi virðist hins vegar felast
sú mikla hætta, að við hrekjumst
stig af stigi undan brekkunni í átt
til nýs verndarkerfis fyrir iðnað-
inn, sem draga mun bæði úr þrótti
hans og þjóðfélagslegri aðstöðu.
Öll rök hníga nú að því að fara eigi
þveröfuga leið til þess að jafna
metin á milli iðnaðar og sjávarút-
vegs, en hún er sú að gera kerfis-
bundið átak til þess að afnema
hvers konar mismunun, sem enn á
sér stað milli sjávarútvegs og
iðnaðar, hvort sem er í skatta-
málum, opinberri fyrirgreiðslu,
lánskjörum eða aðgangi að fjár-
magni. Þetta er eina leiðin, sem ég
sé liggja að raunverulegu
jafnræði þessara tveggja höfuðat-
vinnuvega íslenzku þjóðarinnar.
Öruggur sigur
í svæðismóti
Svæðismót Austurlands í skák
1979 fór fram í Neskaupstað 17. og
18. mars 9.1. Þáttakendur voru 19,
12 frá Neskaupstað og 7 frá Eski-
firði og tefldu í tveimur flokkum.
I eldri flokki urðu úrslit þessi:
1. Heimir Guðmundsson, Nesk., 4 v.
2. Gunnar Finnsson, Gskif., 2 v.
3. Þór Jónsson, Eskif., 1v.
4. Páil Baldursson. Nesk., VA v.
5. Einar Björnsson, Nesk.. 1 v.
Með þessum örugga sigri sínum
öðlast Heimir rétt til þess að tefla
í áskorendaflokki á Skákþingi
Islands sem fram fer í Reykjavík
um páskana.
I yngri flokki voru keppendur 14
og tefldu þeir 6 umf. eftir Mon-
rad-kerfi. Röð efstu manna varð
þessi:
1. Þorvaldur Logason, Nesk., 5'h\.
2. Óskar Bjarnason. Nesk., 5 v.
3. Grétar Guðmundsson, Nesk., 5 v.
4. Ævar Ævarsson, Eskif., 4'/í v.
5. Björn Traustason, Eskif.. 4V4 v.
Þorvaldur er hinn efnilegasti
skákmaður og hefur sýnt miklar
framfarir í vetur.
Austurlands 1979
Eskfirðingar
sýna „Karólínu”
Eskifirði. 5. aprfl.
LEIKFÉLAG Eskifjarðar frum-
sýndi í dag gamanleikinn
„Karólína snýr sér að leiklistinni"
eftir Harald Á. Sigurðsson. Þetta
er bráðskemmtilegur gamanleikur
og vel leikinn. Sjö leikendur fara
með hlutverkin og fara Ragnar
Lárusson, sem leikur Narfa, og
Sigríður R. Kristinsdóttir, sem
leikur Karólínu, með veigamestu
hlutverkin og skila sínu með prýði.
Nokkur ár eru síðan leikfélagið
var með leikrit á fjölunum en fyrr
í vetur héldu félagar þess kvöld-
vöku, sem var fjölsótt og tókst vel.
Færa ber Leikfélaginu þakkir fyr-
ir framtakið og vonandi heldur
það áfram á sömu braut. Næsta
sýning á Karólínu verður á
sunnudagskvöld. — Ævar.
THNIIHIINGUR?
TÆKNISKÓLARNIR í Sönderborg og Esbjerg mennta
raftæknifræöinga, véltæknifræöinga og byggingartækni-
fræðinga.
Ef þú hefur VERKLEGA MENNTUN og
10 ára skólagöngu byrjar þú á eins árs
undirbúningsnámi í tækniskólanum.
Ef þú hefur STÚDENTSPRÓF eða aðra
æðri menntun, hefst námiö með eins
árs undirbúningsnámskeiði í verkmennt-
un t.d. við einhvern af iðnskólunum í
Esbjerg, Haderslev eða Sönderborg.
Hafðu samband við okkur og við sendum þér með ánægju upplýsingabækl-
ing.
INGENIÖRSKOLEN
Esbjerg Teknikum
Ole Römers vej
6700 Esbjerg
(05) 12 76 66
INGENIÖRSKOLEN
Sönderborg Teknikum
Voldgade 5
6400 Sönderborg
(04) 42 55 50