Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 48
AlGLÝSINíiASÍMINN ER: 22480 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 r Askila sér rétt til að leita til dómstóla — og beita mætti s; mtakanna gegn slíkum ólögum ÞRÍTUGASTA og fyrsta þing Sambands íslenzkra bankamanna segir í ályktun. sem það hcfur sent frá sér, að ákvæði til bráðabirgða í 8. kafla frumvarps rikisstjðrnarinnar um efnahausmál ciifi sér „enga fyrirmynd í afskiptum stjórnvalda af kjaramálum launþegasamtaka. Þetta er í fyrsta sinn. sem stjórnvöld leggja til atlögu við grunnlaun launþega og krefjast þess, að Alþinjíi lækki umsamin grunnlaun bankastarfsfólks, nú um 3% og 3% þann 1.7. n.k.“ í ályktun þings SÍB segir enn- fremur: „Við bendum á þá stað- reynd, að bankastarfsmenn hafa unnið samkvæmt hækkuðum grunnlaunum frá 1.4. s.l. og lítum við svo á, að verði ákvæði þetta samþykkt óbreytt sé um hreina eignaupptöku að ræða hjá fámenn- um launþegahópi." Síðan segir í ályktun SÍB: „Þing SIB haldið 5. apríl 1979 mótmælir harðlega þess háttar íhlutun Alþingis í frjálsan og lög- varinn samningsrétt, sem fram kemur í frumvarpi til laga um stjórn efnahagsmála o.fl. Fyrirhug- Hlaðmenn frestuðu yfirvinnu- banni HLAÐMENN hjá Flugleiðum hótuðu í gær að setja á yfir- vinnubann vegna ágreinings við félagið um reikningsaðferð á álagsprósentu, sem hlaðmenn hafa samkvæmt samningum. f gær var verið að freista þess að ná samkomulagi við hlaðmenn, sem eru félagar í Dagsbrún og á launatöxtum félagsins. Sam- komulag náðist um að fresta aðgerðum. Ástæða deilunnar er að prósentuhækkanir og álög, m.a. vegna námskeiða, hafa skerzt á undanförnum árum vegna þeirr- ar launastefnu sem ríkjandi hef- ur verið um allmörg ár í þjóðfé- laginu. Grunntölur, sem gengið hefur verið út frá, hafa raskazt og hefur það því lækkað endan- lega útborguð laun, þ.e.a.s. að þessar prósentur eru í raun lægri en segir í samnin, um. uð eignaupptaka og kjaraskerðing á sér enga hliðstæðu og byggist ekki á rökstuðningi þeim, sem fram kemur í frumvarpinu, þar sem grunn- kaupshækkun til bankamanna mun ekki hækka þjónustukostnað við- skiptavina bankanna. Þingið lítur svo á, að lögfesting skerðingar á grunnlaunum einnar fámennrar stéttar launþega eins og bankamanna sé brot á ákvæði stjornarskrárinnar um vernd eignarréttarins. Bankastarfsmenn áskilja sér rétt til að leita úrskurðar dómstóla og jafnframt að beita mætti samtakanna gegn slíkum ólögum.“ Vegfarendum í miðbænum gafst í gær kostur á að fá hressingu þegar boðið var upp á vöfflur, sem bakaðar voru meðan beðið var á Útimarkaðnum. Þorskaflinn 50 þúsund tonnum meiri en í fyrra HEILDARBOLFISKAFLINN þrjá fyrstu mánuði ársins, þ.e. til loka marzmánaðar, nemur 179 þúsund tonnum og er það 66 þúsund tonnum meiri afli en á sama tíma í fyrra. Af þessari 66 þúsund tonna aukningu er þorskafli rúmlega 50 þúsund tonn. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið í gærkvöldi, er það sneri sér til Kristjáns Ragnarssonar, formanns Landssambands ísl. útvegs- manna, og innti hann eftir gangi vertíðarinnar. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns eru af þessum 179 þúsund tonna afla 103 þúsund tonn bátaafli og 76 þúsund tonn togaraafli. Aflaaukningin frá því í fyrra skiptist þannig milli báta og togara að báta- aflinn hefur aukizt um 42 þúsund tonn en togaraafl- inn um 24 þúsund tonn. Kristján Ragnarsson sagði, að ástæðu þessa mikla munar mætti m.a. leita í því, að í fyrra voru páskar í marzmánuði, en þá var viku þorksveiðibann og að vertíðin í fyrra hefði verið sú lélegasta í mörg ár. Þá bæri þess að gæta, að á þessari vertíð, sem nú stendur yfir, hefðu gæftir verið mjög góðar og væru þess dæmi að einn bátur hefði róið 29 sinnum í einum og sama mánuðinum. í fjórða lagi mætti hafa það í huga að nú væri farið að nota blýtein í neðri tein neta, sem hefði valdið því að þau liggja betur við botninn en áður. Kókaínmálið: Dæmdur í 3ja mánaða fangelsi í GÆR komu fyrir rétt í Kaup- mannahöfn íslenzk hjón, sem setið hafa í gæzluvarðhaldi vegna Ökumadur tekinn á 120 km hraða: Hlaut200þ. kr. sekt og s viptur ökuleyfi í 2 ár Hert viðurlög gegn of hröðum akstri ÖKUMENN í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur mega búast við að verulega harðari aðgerðir við brotum á hámarkshraða í bænum komi til framkvæmda á næstunni, en samkvæmt upplýsingum fulltrúa lögreglustjóra hafa sektir og viðurlög við slikum hrotum hækkað að undanförnu. Sem dæmi má nefna að ökumaður sem tekinn var á Lönguhlíð í Reykjavík á 120 km hraða var sektaður um kr. 200 þúsund og sviptur ökuleyfi í 2 ár. ljúka málinu með 20 þús. kr. sekt. Hefði hann ekki viljað una Sturla Þórðarson fulltrúi sagði, að rætt hefði verið um það að undanförnu að reyna að snúa við þeirri þróun sem að undanförnu hefði átt sér stað, að hraði væri mjög mikill á götum borgarinnar. Sagði hann að á Norðurlöndunum hefði tekist að ná ökuhraða þannig niður að slysatíðni hefði farið lækkandi meðan hún hækkaði sífellt hérlendis. Sturla nefndi fleiri dæmi um hvernig tekið hefði verið á umferðarbrotum og sagði að ökumaður hefði t.d. verið tekinn á Kleppsvegi á 100 km hraða og honum boðið að Lögreglan vinnur við hraða- mælingar á götum borgarinnar með radar og þarf oft að stöðva ökumenn á allt að 100 km hraða. Ljósm. Ól.K.M. þeim málalokum og mál hans því sent sakadómara sem hefði úrskurðað 40 þús. kr. sekt. Þá hefði maður verið tekinn á hringbraut á sama hraða og hefði hlotið 50 þúsund kr. sekt og verið sviptur ökuleyfi í 2 mánuði. Sagði Sturla, að þessar sektarfjárhæðir og ökuleyfis- sviptingar væru mjög misjafnar eftir eðli brotanna, hvar þau væru framin, hvernig aðstæður væru og hver hraðinn væri o.s.frv., en óhjákvæmilega mætti líta svo á að harðari viðurlögum væri nú farið að beita og yrði gengið harðar eftir að ökuhraða yrði haldið niðri. kókaínmálsins. Gæzluvarðhald konunnar var framlengt til 20. apríl n.k. en eiginmaður hennar var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir fikniefnadreifingu. Er þetta fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp yfir því fólki, sem tengist kókaínmálinu. Maðurinn var reyndar ekki tal- inn viðriðinn sjálft kókaínmálið að mati dómsins, heldur fékk hann fangelsisdóminn fyrir að dreifa amfetamíni í Stokkhólmi í Svíþjóð í júní 1978. Eru í gildi gagnkvæmir samningar milli Danmerkur og Svíþjóðar þannig að þeir sem handteknir eru vegna sakamála skuli dæmdir í því landi þar sem þeir eru handteknir jafnvel þótt brotið hafi verið framið í hinu landinu. Gæzluvarðhaldsvist mannsins dregst frá dómnum og mun hann væntanlega sleppa út um mánaðamótin maí/júní. Gæzluvarðhald konunnar var framlengt á þeim forsendum að óupplýst væri hver ætti peninga og ýmsa hluti, sem fundust í fórum konunnar, en hún kveðst ekkert vita um. Tveir íslenzkir karlmenn, sem sitja einnig inni vegna málsins, munu væntanlega verða dæmdir 30. apríl n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.