Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979
27
Tónmenntaskóli Reykjavíkur:
Tvö íslenzk tónverk frum-
flutt íHáskólabíói í dag
Opin fyrir
nýjungum
— segir Atli Heimir
TÓNMENNTASKÓLI Reykjavíkur heldur nemendahljómleika í
Iláskólabíói í dag. Á efnisskránni eru tvö ný verk, sem sérstaklega
voru samin fyrir skólann. og eru þau eftir Átla Heimi Sveinsson og
Þorkel Sigurbjörnsson. Auk þess eru á efnisskránni verk eftir
Haydn, Smetana og Strauss.
I skólahljómsveit Tónmenntaskólans eru 45 hljóðfæraleikarar. en
þar að auki er starfandi í skólanum 30 manna lúðrasveit undir
stjórn Sæbjörns Jónssonar. Stjórnandi skólahljómsveitarinnar er
Gígja Jóhannsdóttir.
Tónleikarnir hefjast k!. 14, og er aðgangur ókeypis og öllum
heimill.
— Þetta er lítil sinfónía,
sagði Atli Heimir Sveinsson
tónskáld þegar við spurðum
hann um hljómsveitarverk hans,
sem frumflutt verður á tónleik-
unum í Háskólabíói í dag. — Ég
hef æft verkið með skólahljóm-
sveitinni og hafði ekki síður
gaman af að vinna þannig í
beinu sambandi við krakkana en
að skrifa verkið. Á sínum tíma
óskaði Stefán Edelstein eftir því
að verkið yrði í nútímalegum
stíl, þannig að nemendur skól-
ans kynntust honum af eigin
raun með því að glíma við
verkefni, sem væri á þeirra færi.
Kannski er ég ekki rétti maður-
inn til að dæma um áranguririn
af þessu starfi, en mér finnst
það hafa gengið fyrirtaks vel,
enda er þetta myndarhljóm-
sveit: Þetta er rétt eins og að
vinna með venjulegri hljóm-
sveit, það er stigsmunur á því
sem ráðizt er í en ekki eðlismun-
ur því að auðvitað er ekki hægt
að ætla svo ungu fólki verkefni á
borð við þau sem hljómsveitir
reyndra atvinnumanna færast í
fang.
Mér fannst afskaplega gaman
að fylgjast með því hvað
krakkarnir tóku vel við sér. Það
stóð þeim greinilega ekki fyrir
þrifum að þetta verk er að
forminu til frábrugðið því, sem
þau hafa aðallega fengizt við.
Þeim þótti þetta greinilega
nýstárlegt, og kannski er það nú
einmitt það skemmtilegasta við
börn, að þau eru svo opin fyrir
nýjungum, sagði Atli Heimir.
Atli Heimir
Þorkell Sigurbjörnsson:
Gígiuleikur sam-
inn fyrir Gígju
— Þetta verk er skrifað
fyrir Gígju Jóhannsdóttur og
strengjasveitina hennar, og
heitir þess vegna Gígjuleikur,
sagði Þorkell Sigurbjörnsson
tónskáld þegar við.báðum
hann að segja frá verki sínu
sem hljómsveit Tónmennta-
skólans frumflytur í dag. —
Þetta er stutt verk, sem
skiptist í marga smákafla og
litlar melódíur. Ég hef dundað
mér við það áður að semja
tónlistarverk fyrir börn, og
hef ákaflega gaman af því.
Gígja hefur alveg séð um að
æfa verkið, — ég ákvað að
láta henni og hljómsveitinni
eftir allar áhyggjur í því
sambandi eftir að ég hafði
gengið frá mínu, og er ekki í
vafa um að í sameiningu gera
þau verkinu góð skil.
Þorkell Sigurbjörnsson.
Stefán Edelstein:
Áherzluatriði að
nemendur séu
virkir í öllum
þáttum námsins
Skólahljómsveitin hefur að undanförnu æft af kappi undir stjórn GígjuJóhannsdóttur.en myndirnar
voru teknar á æfingu fyrir nokkrum dögum. (Ljósm. Kristján)
— AÐ nemendurnir séu sem
allra virkastir í náminu, — það
er kjarni þeirrar fræðslu, sem
hér fer fram, sagði Stefán
Edelstein, skólastjóri Tón-
menntaskóla Reykjavíkur,
þegar við ræddum við hann um
tónlistarmenntun og starfsemi
skólans nú í vikunni. — Tón-
leikar á borð við þá, sem við
ætlum að halda í Háskólabíói,
eru að okkar mati mikilvægur
liður í starfseminni og þeirri
alhliða tónlistariðkun, sem hér
á sér stað.
— Hér í skólanum er veitt
fræðsla, sem segja má að sé
þríþætt. Við viljum ekki mata
nemendurna, — teljum að slíkar
kennsluaðferðir þjóni hvorki
tilgangi né skili þeim árangri
sem æskilegt er að ná. I staðinn
er lögð megináherzla á, að
nemendurnir séu virkir þátttak-
endur í því að flytja tónlist,
hlusta á tónlist og semja tónlist.
í virkri hlustun felst til dæmis,
að jafnframt því að hlusta á
margvíslega tónlist eru
nemendurnir þjálfaðir í því að
greina hana og gagnrýna. Slík
vinna fer eingöngu fram í hóp-
um og sama er að segja um
sköpunarþáttinn. Auk þess að
semja lög tjá börnin sig með því
að túlka texta, atburði og hugar-
ástand með látbragði, söng og
tónlist. Markmiðið með þessu er
að hver nemandi kynnist þeirri
tónlist, sem við erum að fást við,
af eigin raun og frá sem flestum
hliðum. í þessu sambandi er
hópvinnan ómetanleg. Það gefur
auga leið, að meiri vitneskja
fæst með því að fá fram mörg
sjónarmið og ræða þau en að
sitja og skiptast á skoðunum við
sjalfan sig, og með þessu móti
einbeita nemendur sér betur en
þegar þeir glíma við verkefnin
upp á eigin spýtur.
— Það er engin hætta á að
árangurinn verði einhver stöðl-
uð hópsál. Bæði eru hóparnir
fámennir og samaldir, sem
tryggir það að hægt er að veita
hverjum nemanda athygli og
leiðbeina honum sérstaklega og
eins gerir þessi vinnutilhögun
kröfur til þess að hver og einn
leggi sitt af mörkum. Þannig er
hópvinnan í senn hvetjandi og
krefjandi.
— En hópvinna á ekki alltaf
við. Kennsla í hljóðfæraleik fer
að mestu leyti fram í einka-
tímum, en tilsögn í einkatímum
og hópkennslan eru að sjálf-
sögðu samverkandi þættir í
starfi skólans, hélt Stefán
áfram. — Kennsla á hljóðfæri
hefst ekki fyrr en nemandinn
hefur fengið undirbúnings-
fræðslu í svokölluðum forskóla,
því að við teljum mikilvægt að
'börnin fái ráðrúm til að átta sig
og öðlast grundvallarþekkingu
áður en þau velja sér ákveðið
hljóðfæri til að leika á. Það er
síður en svo gefið mál hvaða
hljóðfæri er ákjósanlegast í
hverju tilviki, enda eru börnin
flest svo ung þegar þau koma
hingað að þau valda ekki flókn-
um og viðkvæmum tækjum eins
og hljóðfærum til að leika á þau.
Þau þurfa að byrja á því að
kynnast og þjálfast í ýmsum
öðrum þáttum tónlistar áður en
þau geta farið að leika á hljóð-
Stefán Edelstein
færin í bókstaflegri merkingu.
Það, sem boðið er upp á í
Tónmenntaskólanum, er
auðvitað allt annað en það sem
var algilt að heita má fyrir
tiltölulega fáum árum, þegar
barn var einfaldlega sent í
spilatíma og byrjaði strax að
reyna við sjálft hljóðfærið.
Stefán Edelstein var spurður
álits á almennri tónlist-
arfræðslu í grunnskólum, og
sagði:
— Ef vel ætti að vera þyrfti
að leggja miklu meiri áherzlu á
tónlistarfræðslu í almennum
skólum, en á þessu sviði miðar
tvímælalaust í rétta átt þótt
hægt fari. Tónlistarfræðslu þarf
auðvitað að skipuleggja eins og
allt annað, og ég er þeirrar
skoðunar að þeim málum sé vel
borgið. Þótt sá tími, sem
ætlaður er til tónmennta í
grunnskóla, þyrfti að vera meiri
en nú er, þá hefur hann verið
lengdur, og það er mikils um
vert, að í þessum málum miðar
fram á við, þótt mikið vanti á að
allir séu ánægðir.