Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 Jón Þ. Árnason - Lífríki og lífshættir XXXIV: Það er atkvæðasýki að búast við, að bjargráða verði að vænta af „félagslega grundvellinumií neðst til vinstri. Því aðeins rætast hugsjónir, að for- ysta sé frábær/ Ef einstaklingurinn bregst, glatast fjöldinn. I krafti leiftrandi atorku, áræðis og snilli einstakra af- reksmanna og brautryðjenda hefir mannkyninu hlotnazt þekkingarforði og möguleikar til að líf þess gæti dafnað og þróazt með heillavænlegum hætti. Al- þýðubandalög hafa aldrei átt þar hlut að máli, á „félagslegum grundvelli" hefir sjaldnast kviknað ljós — og liggur enda í hlutarins eðli. 37 mínútum og 40 sekúndum eftir að bandaríska geimflaugin „Voyager 1“ sendi ljósbylgjur úr 228.000 km hæð yfir Júpíter, stærstu reikistjörnu sólkerfis okkar, um 640.000.000 km vegar- lengd til jarðar, birtust kvik- myndir af þoku- og sviptibylja- heimum hins leyndardómsfulla himinhnattar á sjónvarps- skermum í rannsóknastöðvum vísindamanna í Pasadena, Kali- forníu, mánudaginn 5. f.m. í alþýðulýðveldinu Island duga „ríkisstjórninni" ekki 70 sólar- hringar til að bera lagafyrir- mæli ASIista (um kauphækkan- ir vegna verðhækkana inn- fluttra vara) 0,5 km spöl til formlegrar staðfestingar lög- gj afarsamkundunnar. Af þessum nýju og nærtæku dæmum má sjá gífurmuninn á viti og striti, starfsárangri manna og vinnutilburðum múgs. Þessu líkur er hann alls staðar, alltaf. skap, sem hann hefir sýnt ekki óheilnæmari ávöxtum af afrek- um einstaklinga á vettvangi andlegra og sálrænna viðfangs- efna. Rafmagn er t.d. hvorki auðskilið fyrirbæri né áhættu- laust í framleiðslu og notkun. Samt hefir milljónahundruðum lærzt að hagnýta sér þetta náttúruafl á margvíslegan hátt með góðum árangri. Hvers vegna er þá mannkindinni um megn að þýðast og færa í nyt þau andlegu og sálrænu nátt- úruöfl, sem öllu hagsmuna- bundnu eru æðri og skera úr um blessun eða bölvun af efnisleg- um verðmætum.? Spurningin er í sjálfri sér fávísleg. Henni hefir verið svar- að fyrir löngu og margsinnis síðan. Markvissasta svarið munu fyrirmenn Rómarríkis hafa gefið fyrir nálega 2.000 árum, þegar þeir töldu fullvíst, að panem et circenses — brauð og (hring-) leikar — væru einu hugsjónir múgsins. Þetta sjón- armið hafa Frakkinn Gustave Le Bon (1841-1931) í „Psychologie des foules" og skozkættaði Bandaríkjamaður- inn William McDougall (1871-1938) í „The Group Ágústus keisari (63 f. Kr. — 14 e. Kr): Fyrirmenn Rómarríkis þekktu óskir fjöldans. Ekki orkar tvímælis, hvaða hættur eru fólgnar í náttúru- ránskap og umhverfisspjöllum, og hversu skuggsýnt er þegar orðið í þeim efnum. Miklu minni gaumur hefir verið gefinn að, hversu ískyggilega ótraustar undirstöður og burðarásar vest- rænna þjóðfélaga eru orðnir. Fyrrnefndur ósómi er vissulega ærið uggvekjandi einn sér, en þó verður að líta þannig á, að síðarnefndu skemmdirnar þoli naumast lengri bið, þar sem augljóst má vera, að ef vestræn- ar þjóðir vanrækja öllu lengur að koma skynsamlegri stjórn- skipun yfir lífshætti sína og hefja réttarríkið til vegs og valda á ný, þá standa mjög veikburða vonir til að þeim auðnist að brjóta efnahags- vandamál sín á bak aftur og þau umhverfisósköp, sem þau hafa haft og hafa í för með sér. Eins og nú horfir virðist hagvaxtarbúskapurinn stefna rakleiðis í efnahagsskipulag, sem R.S. Scorer, prófessor við „The Imperial College of Science", hefir nefnt „varnar- búskap", og mér sýnist greini- legt að merki ekki annað en Oflugt réttarríki gegn samráðsóreiðu Fögnuður og fjandskapur Aldir hafa ekki enzt múgkyn- inu til að skynja jarðneskt umhverfi sitt á rökrænan hátt, aldaraðir ekki mannkyninu til að skilja gagnverkunaráhrif manns og náttúru. Þá raunalegu staðreynd ber og að viðurkenna, að enn eru ekki liðnir nema 2—3 áratugir síðan fáeinir framsýn- ismenn tóku rögg á sig og hófu tilraunir til að vekja athygli á knýjandi þörfum fyrir viturleg viðbrögð vegna herfilegs mis- skilnings þorra jarðarbúa á stöðu sinni í sköpunarverkinu og þrjózku við náttúrulögmálin. En hinir mætu menn ráku sig fljót- lega á voldugt náttúrulögmál, sem þeim hlaut raunar að vera kunnugt, þ.e. að tímaskeiðið frá skynjun til skilnings er jafnan óralangt og hrakfallaríkt, og þeir bera kvíðboga fyrir, og ekki að ástæðulausu, að leiðin frá skilningi til lifvænlegra lífs- hátta muni reynast ennþá lengri og torsóttari, ef ekki ófær úr því sem komið er. Með hliðsjón af því, hversu undrafljótur og ákafur fjöldinn ævinlega hefir verið að fagna og notfæra sér ávextina af hug- verkum og framkvæmdaþreki einstaklinga á sviði áþreifan- legra vísinda og tækni, hafa ýmsir furðað sig á þeirri tregðu, skeytingarleysi og beina fjand- Mind“, báðir sérlega djúp- skyggnir og heimsþekktir vís- indamenn á sviði lýðsálarfræði, staðfest með aðdáunarverðum hætti. Það gefur því auga leið, að tilgangslaust er að vænta já- kvæðra undirtekta óvalins fjölda við skynsamlegar úr- lausnir. Öll skráð saga er enn- fremur sönnun þess, að þótt göfugar hugsjónir og traustar kenningar séu sérhverri baráttu ómetanlegar, þá velta úrslit alltaf á hæfni hinna fáu, er til forystu veljast. Fjöldafylgi er auðvitað oftast nauðsyn, en bar- áttuúrslit eru ávallt undir því komin, hvort forystu veljast. Fjöldafylgi er auðvitað oftast nauðsyn, en baráttuúrslit eru ávallt undir því komin, hvort forystunni tekst að ná hylli hins hugsandi minnihluta eða ekki. Ef það tekst, sígur hjörðin í slöðina nauðug/ viljug. Skiptar skodanir Heilvita fólki fær naumast lengur dulizt sú nöturlega stað- reynd, að andleg og efnisleg verðmæti, siðgæði og hráefni, virðast munu endast Vestur- landabúum nokkurn veginn jafnlengi. Hvort tveggja gengur nú óðfluga til þurrðar. Kunnar olíulindir jarðar verða þurr- ausnar nálægt næstu alda- mótum; almennt siðgæði sýnist ætla að skrælna upp löngu fyrr. Náttúruvernd og réttarríki heyja varnarstríð sín með svip- uðum sigurvonum og skraut- blóm í hausthreti. Andskotalið, allt frá olíufurstum og einokun- arsamsteypum niður í stétta- hrotta og hryðjuverkamenn, sem hafa haslað sér völl handan aga og laga, brýna vopn og herða sókn í sífellu. I vopnabúr sín skortir þá fátt annað en atómsprengjur, og þær munu þeir komast yfir fyrr en flesta grunar. Þrátt fyrir þá tíma- bundnu vöntun, vaxa áhrif þeirra og umsvif ekki minna en skarn- og sorphaugar allt í kringum mannaból. Hingað til hafa einkum 3 skoðanir verið uppi á sennilegri framvindu. Háværastir hafa til þessa verið þeir, sem telja ný- áskollna heimskreppu og tilvist- arvanda ekki annað en þrep eða smáþröskuld í vegi hinnar eilífu keppni um gómsætasta hluta heimstertunnar, sem stöðugt fari stækkandi. Þetta eru hag- vaxtartrúaðir, stundum kallað bjartsýnisfólk. Næst koma „heimsendaspámenn", sem ekki fyrtast við að vera taldir svart- sýnismenn. Þeim ber yfirleitt saman um, að „ríkjandi þreng- ingar eru byrjunarútbrot sjúk- dóms, er reynast mun banamein iðnaðarþjóðfélagsins sem slíks", eins og Gordon Rattray Taylor hefir eftir einum málsmetandi talsmanni þeirra. Loks eru þeir, sem álíta að lífinu á jörðinni sé að vísu ekki bráð hætta búin heldur stefni vestræn þjóðfélög í verulegt tilverustríð. Skömmu áður en enska plág- an gekk af hinu virta heims- blaði, „The Times", dauðu, túlk- aði það þetta viðhorf þannig í forystugrein: „Það er nærtækt að bera aðstæður okkar nú saman við ástandið sem ríkti í Rómarríki, þegar Heliogabal skrýddist purpura og Gotarnir héldu her- sýningu á bökkum Dónár. Eða við aðstæður íbúa borgarinnar Ur, þegar Evfrat breytti farvegi sínum og kippti stoðunum und- an hinu einhæfa efnahagsskipu- lagi þeirra." Að þeirri huggun- arríku niðurstöðu keiqst þó „The Times" í lokin, að slíkur saman- burður „virðist vera alltof lang- sóttur til að geta átt við hina raunverulegu stöðu mála", og að þau vandamál, sem nú sé við að fást, „gefa ekkert tilefni til spádóma þess efnis, að burðar- stoðir vestrænna þjóðfélaga séu að fúna niður.“ Raunsýnismenn hafa átt erfitt með að sætta sig við, að alvörumál af þessu tagi hlýtur lokaafgreiðslu með góðviljaðri óskhyggju í dagblaðsleiðara, þó svo að höfundur væri virtur vel. Þeir spyrja því: Hversu föst- um tökum verðum við að taka verkefni samtíma og framtíma? hafta- og skömmtunarkerfi. Enda þótt öllum, sem standa á „félagslegum grundvelli" hljóti að geðjast með afbrigðum vel að slíku fargani, og því verði ekki heldur neitað, að Vesturlönd séu í leikþröng, þá mun hættandi á — og raunar verða — að láta lausn efnahagsmála bíða eða láta ábyrga atvinnurekendur, seðlabanka og hagsýslustofnan- ir um lausn þeirra, unz brýnni verkefni hafa komizt á úrlausn- arrekspöl. Ég á þar helzt við, að réttar- ríkið eða það, sem eftir er af því, taki rösklega til við að hefta og hindra uppivöðslur óaldar- og afbrotalýðs, lækki rostann í verkalýðs- og fyrirgreiðslu- bröskurum og friði þegna sína allt árið fyrir niðurlægjandi yfirgangi þess konar umhverfis- óþrifnaðar. Ég á m. ö. o. við, að réttarríkið geri hvorki meira né minna en það, sem heiðvirt og hugsandi fólk hafði í hyggju, þegar það var, að beztu manna yfirsýn, reist á grunni heil- brigðrar skynsemi. Að því loknu, og þá fyrst, þegar réttarríkið hefir verið endurreist, er tímabært að gera sér vonir um giftudrjúgan árangur í heimsstyrjöldinni gegn öðrum ógnvöldum, sem enn skal ítrekað, að ekki má van- rækja að heldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.