Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRIL 1979
Minning - Þorbergur
Böðvar Ásgrímsson
Fæddur: 22. janúar 1964.
Dáinn: 30. mar’ 1979.
Stundum kcmur það fyrir að við
eigum erfitt með að átta okkur á
þessari lífsins sögu. Æviskeið ungs
ljúflings er á enda runnið. Þor-
bergur Böðvar fæddist 22. janúar
1964 og var næstelstur af fjórum
bræðrum. Hann ólst upp við leik
og störf og fór mjög snemma að
taka til hendinni, við það sem til
þurfti. Alveg sérstaklega var hann
duglegur að leika við og gæta
yngsta bróður síns. Fullur bjart-
sýni og barnslegrar gleði horfði
hann fram á fermingardaginn
sinn, síðastliðið vor. En skjótt
dregur ský fyrir sólu, skömmu
áður veikist hann og skuggi óvissu
og kvíða leggst yfir. Öðru hverju
rofaði til og hann gat dvalið
heima, ljúfur og glaður og alltaf
heilsaði hann öllum með bjarta
brosinu sínu. Síðasta mánuðinn
sýndi hann fádæma dugnað og
hetjulund og aldrei heyrðist æðru-
orð og dýrmætt varð það honum
og foreldrum hans, að þau gátu
verið við beð hans til hinstu
stundar.
Þegar við í dag kveðjum Þor-
berg, er okkur efst í huga þakklæti
fyrir bjartar minningar um góðan
dreng sem við biðjum guðsblessun-
ar.
Frænka.
Það var ekki ýkja fjölmennur
hópurinn, sem hóf skólagöngu sína
vorið 1970 í Þorlákshöfn. Við
vorum 14 krakkar, sem með ærsl-
um og gauragangi þeim, sem
æskunni fylgir, lögðum þá upp í
hina löngu ferð eftir grýttri
menntabrautinni. Síðan hafa
nokkrir bæst í hópinn og aðrir
flust burt. Eins og oft vill verða í
litlum bæjarfélögum eins og okk-
ar, héldum við mikið hópinn,
bekkjarsystkinin. Þar var Tobbi
gjarnan mitt á meðal, yfirlætis;
laus og jafnan ljúfur í skapi. I
skólastofunni angraði hann kenn-
ara okkar sjaldnast, en gat þó gert
okkur, bekkjarsystkinum sínum
ýmsar smáglettur.
Oftar nutum við þó aðstoðar
hans við námið, því að hann var
námsmaður góður. Það var fyrst
fyrir tæpu ári, tveimur eða þremur
dögum fyrir ferminguna okkar, að
skugga bar á daglegt líf hópsins.
Þá fór Tobbi á sjúkrahús og gat
því ekki fermst með okkur. Síðan
hefur hann dvalið meira á sjúkra-
húsi en í okkar hópi. Við bekkjar-
systkin hans eigum á bak góðum
félaga að sjá. En minningin um
hann lifir í hjörtum okkar um
ókomna tíð; minning um hjálpfús-
an bekkjarbróður, sem jafnan var
reiðubúinn til að veita okkur af
viskubrunni sínum. Um leið og við
vottum foreldrum, bræðrum og
öðrum ættingjum og vinum hans
okkar tnnilegustu samúð, viljum
við þakka Tobba samfylgdina, sem
vissulega varð alltof stutt.
Bekkjarsystkin.
í dag er kvaddur hinstu kveðju
Þorbergur Böðvar Ásgrímsson,
sem lést 30. mars s.l. á sjúkrahúsi í
Reykjavík. Þorbergur, sonur hjón-
anna Ingibjargar Guðmunds-
dóttur og Ásgríms Guðmundsson-
ar Klébergi II hér í Þorlákshöfn.
Mig brestur kunnugleika til að
rekja ættir Þorberg heitins en veit
að að honum stóðu sterkir stofnar,
gott fólk og traust. Ljóst var að
Þorbergur erfði marga bestu kosti
ágætra foreldra sinna, hann var
mannsefni, háttprúður og greind-
ur í besta lagi. Örlögin voru svo
meinleg að leggja á hann þungbær
veikindi sem nú eru á enda leidd á
dapurlegan hátt. Þegar dauðinn
bregður sigð sinni drjúpum við
sem eftir stöndum höfði í van-
mætti okkar. Spurningar leita á
hugann og þá helst sú sem varla
fæst svar við — hvers vegna? Já,
hvers vegna tapaðist stríð þessa
ljúfa og glaða pilts? Þessi hetju-
lega barátta, sem háð var af
fágætri þrautseigju, var þá unnin
fyrir gýg eftir allt saman. Jafn
eðlilegt og það er að öldungar
leggist til hvílu þegar kvöldar að,
eins sárt er það þegar æskufólki er
burtu kippt einmitt þegar bjartur
dagurinn blasir við og vonirnar
eru hvað bjartastar. Kynlegt er
lífið, sem þrátt fyrir allt er eilíft
eins og hafið enda þótt bárurnar
rísi og hnígi. — Hitt gleymist ekki
að þegár sorgin knýr á og stund-
irnar gjörast örðugar er það oft
minningin, sem verður harla dýr-
mæt. Ekki síst ef hún er jafn sterk
og hér. Hlutskipti Þorbergs var að
glíma við illvígan óvin, sem brotið
hefur margt hraustmennið í duft-
ið. En þessi ungi drengur sýndi
slíkan styrk í þungri raun að
ógleymanlegt verður okkur sem til
þekktum. Hann var ekki breiður
um herðar né hafði heyjað sér
reynslu á langri leið. Samt var
sálarþrek hans slíkt að ósjálfrátt
Eiginkona mín
GUDRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
Barmahlíð 10,
lést í Borgarspítalanum aöfaranótt 6. apríl.
Þorkell Kriatjéneaon.
Pökkum af alhug auösýnda samúö og hlýhug vegna hins skyndilega fráfalls
okkar hjartkæra sonar, fööur, bróöur og mágs
GRÉTARS SKAPTASONAR
Guö blessi ykkur öll
Þuriöur Agúatadóttir Gunnar Skapti Kriatjaónaaon
Jóhann Grétaraaon
Guóný Skaptadóttir Fiaher Frank Fiaher
Sveinbjörg Gunnaradóttir Jón Siguróaaon
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför móöur mlnnar,
tengdamóöur og ömmu,
VIGDÍSAR BJÖRNSDÓTTUR
kennara
Blönduóai
Björn Eiríkaaon, Alda Theodóradóttir
Vigdia Björnadóttir Eiríkur Ingi Björnaaon
glæðir það trú okkar á manninn.
Það kennir okkur að manngildið
birtist okkur oft ómælt en ef til
vill síst í háværum orustum á
vígvöllum herjanna. Slík minning
er vissulega dýrmæt hún glóir eins
og gull þegar dimmir að.
Hugur okkar hvarflar til ástvin-
anna, til þeirra sem um sárt eiga
að binda. Raun þeirra er þung
þegar sár missir bætist ofan á
strangan reynslutíma. Það er
dapurlegt hversu vanmáttug við,
sem ógæfan sneiddi hjá að þessu
sinni, erum. Einlæg hluttekning og
hlýja er okkur efst í huga, senni-
lega það eina sem við höfum fram
að færa. Þess vegna hæfir best að
hafa léttvæg orðin sem fæst. Von
okkar er sú, að tíminn, sem vinnur
hljóðlega en án afláts nái að bæta
allt sem hægt er að bæta. Enginn
nótt er svo dimm að ekki fylgi
henni dagur og deginum fylgir
jafnan ljós og hlýja.
Þorbergur var orðinn hvíldar
þurfi, en sannarlega voru endalok-
in önnur en hetjulund hans verð-
skuldaði. Minning hans er björt og
hlý — við kveðjum hann með
virðingu og trega.
Þórhildur, Þorvarður og
fjölskylda.
Þorlákshöfn.
MAGNÚS JÓNSSON
ÍDEILD - MINNING
í dag verður gerð frá Stokkseyr-
arkirkju útför Magnúsar Jónsson-
ar frá Deild á Stokkseyri.
Hann var fæddur 28. maí 1894 á
Mið-Kekki í Stokkseyrarhreppi og
vantaði því rétta tvo mánuði til
þess að verða 85 ára, er hann lést á
sjúkrahúsinu á Selfossi 28. marz
sl.
Foreldrar okkar voru hjónin
Guðbjörg Magnúsdóttir og Jón
Jóhannesson, er höfðu búið á
Mið-Kekki um nokkurt skeið. En
vorið 1901 urðu þau að standa upp
af jörðinni, þar sem eigandi henn-
ar var þá að hefja búskap. Þetta
vor réðst svo faðir okkar í að reisa
okkur bústað skammt ofan við
aðalþorpið. Þetta býli nefndi hann
Bjarg. Þarna ólumst við upp þrjú
systkini og áttum þar heimili þar
til eigin áform tóku við,
Á þessum árum fóru börn og
unglingar að bjástra við vinnu svo
fljótt sem kraftar frekast leyfðu
og jafnvel fyrr. Magnús var fljótt
sem barn og unglingur vinnufús,
iðinn og trúr. Þessir eiginleikar
fylgdu honum ævina alla. Á
Stokkseyri voru unglingar sendir í
sveit á sumrin og skyldu þeir hafa
umsýslu með búsmalann, kýr og
ær, ásamt náttúrlega ýmsum öðr-
um störfum er fyrir hendi voru
hverju sinni.
Þegar aldur og þroski óx fór
hann að stunda sjómennsku. M.a.
reri hann nokkrar vertíðir í Þor-
lákshöfn, en þar var einmitt á
þessum tíma allblómleg verstöð.
Þaðan lá leiðin á skútu frá Reykja-
vík, sem þá þótti eftirsóknarvert.
Á skútu var hann svo nokkur ár,
m.a. alllengi á kútter Sigríði, með
hinum ágæta manni og aflamanni
Birni Ólafssyni frá Mýrarhúsum í
Reykjavík. Á skútunum var nú
aðbúnaðurinn svona og svona,
bæði fæði og annað á þessum
árum.
Þegar hér var komið voru vél-
bátarnir á Stokkseyri komnir til
sögunnar og fór Magnús þá að
stunda sjó heima á vertíð. En í
vegavinnu réðst hann svo yfir
sumartímann.
Þeir sem þar voru með honum í
verki og muna hann síðan hafa
rómað mjög kapp hans og úthald
við þá erfiðu vinnu, því þá voru
ekki nútíma hjálpartæki komin til
sögunnar. En einmitt svona verk-
maður var Magnús alla tíð meðan
starfsþrekið entist.
Árið 1921 kvæntist hann og
gekkk að eiga Ingibjörgu Þórðar-
dóttur frá Sumarliðabæ í Holtum.
Hún var þá nýskipuð ljósmóðir í
Stokkseyrarhreppi. Ingibjörg var
tápmikil kona eins og hún átti kyn
til, var þá orðin ekkja með unga
dóttur. Fljótlega eignuðust þau
húsið Deild á Stokkseyri og bjuggu
þar æ síðan.
Guöbjörg Einars-
dóttir—Minning
Af eilffðar Ijósi bjarma ber,
sem hrautina þungu greiðir.
Vort Iff, sem svo stutt og stopult er,
Það stefnir á œðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum os8 faðminn breiðir.
E.B.
Nú þegar vorið nálgast og dag-
arnir verða lengri og bjartari
finnst manni það stríða á móti öllu
eðlilegu, þegar syrtir að er við
missum einhvern nákominn.
Þannig varð mér við er ég frétti
andlát mágkonu minnar Guð-
bjargar Einarsdóttur en hún lést
hinn 2. þessa mánaðar eftir hetju-
lega baráttu við löng og erfið
veikindi.
Hún var fædd að Vogi á Fells-
strönd, Dalasýslu, 28. febrúar
1918, og óst þar upp í stórum
systkinahópi. Eftir lát foreldra
sinna fór hún ung til Reykjavíkur
og stundaði hér ýmis störf. Hér
eignaðist hún einkadóttur sína
Gerði Hólm og var þeirra samband
mjög náið og ástríkt. Með dugnaði
og þrautseigju vann hún fyrir sér
og dótturinni og lét ekkert til
sparað henni til velfarnaðar, og er
gleðilegt til þess að hugsa að þær
hafa alltaf verið nærri hvor ann-
arri því eftir að Gerður giftist
Valgeiri Rögnvaldssyni, settust
þau að í sama bæjarfélagi.
Guðbjörg fluttist með eigin-
manni sínum Arnóri Jóhannes-
syni, starfsmanni á Keflavíkur-
flugvelli, að Reykjanesvegi 54
Ytri-Njarðvík og festi þar rætur.
Eftir jjað helgaði hún heimilinu
óskipta krafta sína og var góð
húsmóðir í þess orðs bestu merk-
ingu. Hún var einnig gestrisin og
glöð heim að sækja, róleg og
hljóðlát í fasi vann hún sín verk
snyrtilega og vel. Börn áttu sér-
staklega góðu atlæti að mæta hjá
Guðbjörgu og var eins og hún
tengdist þeim sérstæðum böndum.
Sem dæmi um það veit ég að hún
var eitt sinn dagmamma lítils
drengs og þar urðu tryggðarbönd-
in gagnkvæm og héldust þó að árin
liðu. Einn var sá þáttur í fari
Guðbjargar sem vert er að geta en
það var trú á handleiðslu Guðs
þessa heims og annars og í þeim
málum sem öðrum var hún fremur
veitandi en þiggjandi og kom ekki
allt á óvart. Margs er að minnast,
margt aer að þakka.
Eg kveð hana með sérstöku
þakklæti fyrir áralanga vináttu og
góðan hug til mín. Ástvinum
hennar sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
hennar.
Kristfn Jóhannesdóttir.
Bráðlega komu þau upp bú-
stofni, áttu 3 kýr og nokkrar
kindur og hross. Þetta varð svo
ævistarfið ásamt þeim sjávarverk-
um á Stokkseyri sem fyrir hendi
voru bæði á sjó og landi. Vel var
hugsað um bústofninn, enda
reyndist hann gagnsamur eftir því
sem reikna mátti með, ekki stærri
en hann var.
Þau eignuðust ekki börn, en ólu
upp af ástúð og umhyggju dóttur
Ingibjargar, sem var þeim að
vonum yndi og ánægja. En á 18.
ári veiktist þessi fallega stúlka af
berklum og endaði það með dauða
hennar. Ekki þarf að fara orðum
um það hve þungur og sár þessi
sorgaratburður var þeim hjónum.
En þau voru samhuga í sorginni
eins og ávallt, og tíminn læknar öll
sár, hversu stór sem þau eru.
Árið 1958 missti Magnús sína
ágætu konu og dvaldi síðan sem
einsetumaður í Deild til dánar-
dægurs. Aldurinn var orðinn all-
hár, enda kraftar og heilsa þrotin,
og þá er lúnum líkama lausnin góð.
Magnús var hógvær og ljúfur í
umgengni og var því vinsæll og
virtur hvar sem hann fór. Og
þegar heilsa og kraftar þrutu,
reyndist svo að hann átti marga
vini. Sér í lagi minnist ég með
innilegri þökk allrar þeirrar miklu
og elskulegu aðstoðar sem grann-
arnir veittu þegar þörfin kallaði.
Sú aðstoð var vissulega veitt af
vinsemd og ljúfu geði.
Nokkra síðustu mánuðina varð
Magnús að dvelja á sjúkrahúsum,
bæði hér á Selfossi og Landspítal-
anum. Starfsfólki þessara stofn-
ana færi ég alúðar þakkir fyrir
alla umönnunina og ekki síst
hvernig hún var veitt.
Nú er leiðir skilja þakka ég
Magnúsi allan þann bróðurkærleik
er hann alla stund veitti mér. Nú
gleðst ég með honum yfir því að nú
fær hann laus við kröm ellinnar að
halda blessaða upprisuhátíðina í
hópi vina og ástvina, er áður eru
fluttir af jörðu hér.
Far svo í friði, friður Guðs blessi
þig. Hann leiði þig til lífsins inn í
ljóssins fagra bústaðinn.
Bróðir.