Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979
3
ÓVENJULEG kirkjuathöfn fer
fram í Bústaðakirkju í dag.
Séra Ólafur Skúlason
dómprfastur giftir við einu og
sömu athöfn fjögur systkin.
Gefin verða saman í hjóna-
band Jóhanna Hákonardóttir og
Eyvindur Ólafsson, Hásteins-
vegi 22 í Vestmannaeyjum,
Gunnur Inga Einarsdóttir og
Hjörtur Ólafsson, Eikjuvogi 26,
Reykjavík, Þórdís Magnúsdóttir
og Hlynur Ólafsson, Miðstræti
13, Vestmannaeyjum, og Ásta
Katrín Ólafsdóttir og Jóhannes
Guðmundsson, Áshamri 61,
Vestmannaeyjum.
Hjónaefnin voru samankomin
í gær í Bústaðakirkju til að
ræða við prestinn um fram-
kvæmd athafnarinnar og til að
æfa hana.
Þrjú af pörunum voru í and-
dyri kirkjunnar og höfðum við
rétt heilsað, er fjórða parið
birtist og væntanlegur brúð-
gumi sagði: „Næstu inn“. Þau
skiptust á að fara til prestsins
og ræða við hann. Við notuðum
tækifærið og spurðum, hvort
þetta væri tilviljun eða hvort
einhver þeirra hefðu beðið með
brúðkaupið og þá kannski önnur
flýtt því. Þau sögðu að þetta
væri algjör tilviljun. Um ára-
mótin hefðu þau komist að raun
um, að þau hefðu öll í hyggju að
gifta sig á þessu ári og þá hefði
verið tekin ákvörðun um að
ganga í hjónabandið sameigin-
lega.
Systkinin, sem eru þrír
bræður og ein systir, eru Vest-
mannaeyingar og úr 6 systkina
hópi, eftir eru heima tvær
systur, 14 og 16 ára.
Aðeins nánasta
skyldíólk —
þó 100 manns
Þegar spurt var hvort þau
væru taugaóstyrk, svöruðu þau
flest neitandi, en sögðust þó
vera eilítið spennt. „En hver er
það ekki daginn fyrir brúðkaup-
ið?“ sögðu þau. Athöfnin verður
mjög látlaus og aðeins verður
boðið nánasta skyldfólki, en
þrátt fyrir að öll pörin eiga
annan aðilann í sömu fjöl-
skyldunni þá taldist þeim til, að
til veizlunnar væri boðið 100
manns og verður hún haldin á
Hótel Esju. „Brúðkaupsnóttinni
ætlum við að eyða á Hótel
Loftleiðum, en þar skiljast
leiðir," sögðu þau rétt í því sem
séra Ólafur kom fram og bað
þau að koma og ræða við sig
sameiginlega.
Guðmundur Gíslason, faðir
Hjónaefnin fylgjast vel með ráðleggingum séra Ólafs. Þau eru, talið frá vinstri: Eyvindur og Jóhanna; Hörtur og Gunnur Inga; Hlynur
og Þórdfs; Jóhanne^ og Ásta Katrín. Ljósm.: Kristján.
Fiögur sustkini gonga
í það heilaga í dag
við einu og sömu athöfnina
Jóhannesar, sagði okkur, að
hann ætti tvo syni og væri
Jóhannes sá yngri. „Sá eldri er
ekki kvæntur svo þetta er frum-
raun mín á þessu sviði. Ef ég
fengi að ráða yrði athöfnin
Létt var yfir hópnum, þar sem hann sat á skrifstofu séra Ólafs og
ræddi framkvæmd vígslunnar.
formlegri, en unga fólkið hefur
sínar skoðanir og auðvitað á það
að ráða. Ég er kannski bara
svona gamaldags."
Guðmundur sagði einnig, að
óneitanlega hefði verið gaman
að halda brúðkaupið í Vest-
mannaeyjum, þar sem systkinin
væru þaðan, en bæði væri
kirkjan ekki nægilega stór og
aðstæður erfiðar til að taka á
móti gestum, enda flestir þeirra
af höfuðborgarsvæðinu. „Og svo
eru það ferðirnar," sagði hann.
„Mega systkin
giftast?u
í þessu kom séra Ólafur. Við
spurðum hann, hvort hann hefði
áður gift svo stóran hóp í einu.
„Nei, og þetta er alveg sérstak-
lega skemmtilegt þar sem fjögur
þeirra eru systkini. Ég var í
morgun að segja fermingar-
börnunum mínum frá þessum
skemmtilega atburði — að ég
ætti að gifta fjögur systkini á
morgun. Eitt barnanna horfði á
mig stórum augum og sagði:
„Mega systkin giftast?" Ólafur
sagði einnig, að þetta væri sér-
staklega skemmtilegt fyrir sig
þar sem tvær af brúðunum væru
fermingardætur sínar.
„ Við hugsum um
það til morgunsu
Séra Ólafur kallaði nú til
æfingar og gengu pörin inn
kirkjugólfið og röðuðu sér upp í
kórnum eftir leiðbeiningum
hans. Hann sýndi þeim hvernig
vígslan færi fram og heyrðum
við þau spyrja, hvort þau ættu
að kyssast í lok vígslunnar. Séra
Ólafur svaraði því til, að þau
yrðu að ákveða það sjálf. „Við
hugsum um það til morguns,"
heyrðum við þau segja um leið
og við gengum út í góðviðrið.
Ýta kassabílum
frá Hveragerði að
Kópavogshælinu
SÍÐUSTU helgina í maí efna
dróttskátafélög í Reykjavík og
nágrenni til kassabflaaksturs.
Verður kassabflum ýtt frá Hvera-
gerði að Kópavogshæli, en
tilgangurinn með þessum akstri
er að safna fé til styrktar van-
gefnum börnum á Kópavogshæli.
Leiðrétting
í FRÉTT Mbl. s.l. miðvikudag um
nauðgunarkæru í Vestmannaeyj-
um var ranghermt að stúlkan hafi
verið blá og marin og með rifin föt,
þegar hún kom til lögreglunnar og
kærði atburðinn, en hins vegar
mun hún hafa verið undir áhrifum
áfengis. Biður blaðið hlutaðeig-
andi afsökunar á þessu ranghermi.
Þess skal getið, að manninum var
sleppt eftir 3 daga, tveimur dögum
áður en varðhald hans rann út.
Hver dróttskátasveit í Reykja-
vík, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópa-
vogi, Mosfellssveit og Seltjarnar-
nesi leggur einn bíl til keppninnar
og verða þeir alls 14. í frétt frá
dróttskátasveitunum segir, að
reglur um útlit kassabílanna séu
einungis þær, að einn maður skuli
sitja undir stýri og þrír ýta, að
skylt sé að hafa 2ja fermetra flöt á
bílunum fyrir auglýsingar og ljós
skuli vera að framan og glitaugu
að aftan.
Allir keppendur eiga að bera
skátabúning og á leiðinni verða
6—10 skiptistöðvar þar sem
áhafnaskipti verða, en á milli
hverrar skiptistöðvar skal sami
maður sitja undir stýri og sömu
þrír ýta það sem þarf. Skátar láta í
ljós þá ósk í fréttinni, að með
þessu takist að safna það mikilli
fjárhæð, að hægt verði að kaupa
bíl fyrir Kópavogshælið til afnota
fyrir vistfólk, en keppnin fer fram
undir kjörorðunum: Gleymt,
gleymdara, gleymdast.
XT , . AUGLYSING 1111
Nelson blyteinar
Tæknibylting í netaveiðum
síðustu sendingar á þessu vori væntanlegar um helgina.
undan að afgreiða í
pantanir.
Hafa Nelson teinarnir
hlotið mikið lof meðal
skipstjóra, þeir séu sterk-
ir og endingargóðir,
standi vel mál og vindi
ekki upp á sig. Sumir hafa
haldið því fram að ekki sé
völ á betri blýteinum.
Á miðvikudag var verið að
skipa upp úr Skaftá send-
ingu af NELSON blýtein-
um. Voru þeir allir seldir
fyrirfram og afhentir
kaupendum um leið og
rúllurnar komu í land.
Von er á tveimur skipum
til landsins um helgina
með sendingar af
NELSON blýteinum.
Eitthvað mun enn óráð-
stafað úr þeim
sendingum, sem verða
þær síðustu á þessu vori.
NELSON blýteinum skipað upp úr Skaftá.
Netasalan hf í Reykjavík
flytur inn NELSON
blýteinana, sem notið
hafa mikilla vinsælda á
þessari vetrarvertíð.
Nelson blýteinarnir eru
arftaki NELSON
teinatógsins, sem vinsælt
hefur verið meðal
íslenzkra sjómanna um
árabil.
Svo mikil eftirspurn
hefur verið í blýteininn að
Netasalan hefur ekki haft