Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 39 Kristín Bjarnadótt■ ir Grund - Minning Fædd 17. júní 1892. Dáin 21. marz 1979. Kristín á Grund hefur kvatt okkur um sinn, 86 ára að aldri. Með henni er ein af hetjum hvers- dagslífsins fallin í valinn. Hún fæddist að Höfða í Eyrarsveit hinn 17. júní 1892. Snæfellsnesið nörð- anvert var hennar starfsvettvang- ur í blíðu og stríðu. Rétt utan við fæðingarstað hennar gnæfir Búlandshöfðinn með sínum bröttu skriðum, iðandi fuglalífi og furðu- legu jarðlögum. Eggert Olafsson lýsir svo í ferðabók sinni veginum fyrir höfðann: „Vegurinn liggur framan í höfðanum í 200 faðma hæð og er kunnur sakir þess hve hættulegur og torfær hann er. Menn og skepnur hafa oft hrapað þarna og farist á hinn ömurlegasta hátt. Ómögulegt er að mætast eða snúa við þar sem hann er mjóstur. Það er því siður ferðamanna, er þeir heyra af grjóthruni að ein- hver kemur á móti þeim, að hrópa til hans að bíða þar sem gatan er breiðust svo að þeir komist hvor fram hjá öðrum.“ Þessi stutta og gagnorða lýsing frá miðri 18. öld gefur nokkra mynd af staðháttum eins og þeir voru allt fram á 20. öld. Framund- an liggur Breiðafjörður, gjöfull og fagur á sólbjörtum sumardegi en kröfuharður og miskunnarlaus á myrkum vetrarnóttum. Þangað var sótt björg í bú á litlum fleytum en sú björg kostaði oft miklar fórnir. Foreldrar Kristínar voru Bjarni Sigurðsson, öftast kenndur við Kötluholt, orðlagður dugnaðar- maður, og kona hans Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Kristín var ein af ellefu systkinum og kynntist snemma alvöru lífsins. Vinnu- harka var mikil, en Kristín átti því láni að fagna að búa við mikið líkamsþrek og góða heilsu, sem entist henni æfilangt. Árið 1916 giftist Kristín ungum sjómanni, Birni Jónssyni í Ólafs- vík, og reistu þau bú á Grund, litlum bæ í miðju þorpinu, og við þann stað var Kristín jafnan kennd síðan. Björn hafði snemma fengið að kenna á harðræði lífsins. Þegar hann var fjórtán ára að ~ aldri drukknaði faðir hans í fiski- róðri á Breiðafirði og með honum fórust tveir ungir synir, bræður Björns. Þá varð Björn að taka að sér forsjá heimilisins, ásamt tveimur ungum systrum, og að- stoða móður sína eftir föngum. Kristín og Björn voru því ekki óreynd þótt ung væru, er þau hófu búskap. En þrátt fyrir kröpp kjör voru þau mjög hamingjusöm í sínu einkalífi. Fjölskyldan stækkaði eftir þvi sem árin liðu, börnin urðu átta og komust öll upp nema ein stúlka sem dó á barnsaldri og varð sá missir þungbær. Heimilislífið á Grund var með sérstæðum blæ. Björn var mjög bókhneigður mað- ur og hélt við þeim ágæta sið að lesa upphátt á kvöldin þegar hann var heima. Þessar kvöldvökur eru minnisstæðar bæði börnum þeirra hjóna og öðrum sem komu til að hlýða á og njóta skemmtunar. Það eru því margar bjartar minningar frá litlu baðstofunni á Grund. En ekki var alltaf hægt að njóta samvistanna á þessum árum. Langtímum saman var Björn að heiman á skútum eins og aðrir sjómenn á nesinu. Heima voru konur, börn og gamalmenni og urðu að sinna öllu sem að höndum bar. Þegar kolaskip eða saltskip komu með farma til staðarins urðu konurnar að ganga til uppskipun- arvinnu og bera allan farminn á bakinu frá bryggju og upp á geymslustað í landi. Eldiviður var sóttur lengst upp í fjall. Þangað sóttu konurnar móinn, stungu. hann upp úr mógröfunum og báru hann á bakinu um vegleysu heim í þorpið. Heyskap og skepnuhirð- ingu urðu þær að sjálfsögðu einnig að annast. Allir urðu að leggja fram krafta sína og þá einnig börnin, jafnskjótt og þau komust á legg. Þetta lætur ótrúlega í eyrum ungu kynslóðarinnar á dögum vélmenningar en hollt er að minn- ast þessara tíma. Árið 1937 varð örlagaríkt í lífi Kristínar. Þá varð Björn fyrir því slysi, rétt fyrir páskahátíðina, að stinga sig á fiskiöngli og fá blóð- eitrun. Nú á dögum hefði verið auðvelt að lækna slíkt mein en þá voru engin undralyf tiltæk. Björn var fluttur á sjúkrahúsið í Stykk- ishólmi og þar andaðist hann eftir stutta en erfiða legu. Þá var döpur páskahátíðin á Grund. Og nú stóð Kristín uppi með sjö börn á aldrinum eins til sextán ára. Orð eins og almannatrygging- ar þekktust varla í málinu og atvinnuástand á staðnum þannig að flestir áttu nóg með að sjá sjálfum sér farborða. Nú reyndi á kjark og dug Kristínar meir en nokkru sinni fyrr, enda brást hún við af æðruleysi. Ekki kom til mála að leita á náðir sveitarfélags- ins. Heldur skyldi barist til þraut- ar með öllum heiðarlegum ráðum. Ekki er unnt að lýsa í stuttri minningargrein þeirri baráttu sem nú fór í hönd, bæði hjá Kristínu og börnum hennar, sem öll studdu hana með ráðum og dáð, hvert eftir sinni getu, en henni lauk með fullum sigri. Börnin komust upp, án þess að nokkur opinber stuðn- ingur væri þeginn, og öll hafa þau reynst dugandi fólk og nýtir þjóð- félagsþegnar. Sex þeirra eru enn á lífi en afkomendur Kristínar og Björns munu nú vera um fimmtíu talsins og er það mannvænlegur hópur. Eg kynntist Kristínu fyrst þegar hún var komin á efri ár og hafði sigrast á mestu erfiðleikunum og þau kynni eru mér kær. Minnis- stæðar eru mér morgunstundirnar þegar ég sat yfir kaffibollanum við horngluggann í litla eldhúsinu á Grund, þaðan sem útsýni er gott yfir höfnina í Ólafsvík, þar sem hraðskreið fiskiskip með öllum nýtízku tæknibúnaði bruna hlaðin að landi, og hlýddi á frásagnir Kristínar af lífinu í Ólafsvík í gamla daga þegar allir vinnufærir karlmenn voru langdvölum á segl- skútum á hafi úti og konurnar urðu að axla hinar þyngstu byrðar. Það voru tveir ólíkir heimar. Kristín var létt í spori og bein í baki, einnig eftir að hún var komin á níræðisaldurinn. Svipurinn var festulegur og hreinn, enda hafði hún ekkert að fela. Hún átti létta lund og hafði lifandi áhuga á því sem var að gerast í þjóðlífinu. Síðustu árin bjó hún við mjög skerta heyrn og háði það henni mjög því að hún hafði yndi af að ræða við fólk. Hún var trúuð kona og æðrulaus. Alltaf fór hún fyrst á fætur og hélt heimili með yngsta syni sínum uns hún veiktist skyndilega um síðustu áramót. Sjúkdómslegan varð því ekki löng. Kirkjan í Ólafsvík var þétt setin þegar bæjarbúar kvöddu þessa öldnu og virtu samferðakonu. „Allt blessaðist þetta að lokum," var Kristín vön að enda frásagnir sínar frá fyrri tíð. Og það skulu vera mín lokaorð þegar ég kveð tengdamóður mína að sinni og flyt henni hjartans þakkir fyrir allt hið góða er hún veitti mér og mínum. Jón Bjarklind. Margrét Hrefna Guðmunds dóttir gjaldkeri — Mbming Fædd 23. júní 1939 Dáin 27. mars 1979 Þeir sem Guðirnar elska, deyja ungir. Þannig hljómar gamalt, gilt máltæki um þann góða, sem deyr. Mig grunaði ekki mannslát þriðju- daginn 27. mars, þótt ég hefði orðið fyrir augnslysi fyrr um morguninn, að frétta svo daginn eftir, að góð, mæt kona, Margrét Hrefna Guðmundsdóttir gjaldkeri Skálatúns, hefði látist á heimili sínu, Arnartanga 3 í Mosfellssveit. Hún var fædd í Reykjavík 23. júní 1939. Foreldrar hennar voru Guð- rún Helga Gísladóttir og maður hennar, Guðmundur Ármann Ingi- mundarson starfsmaður hreinsun- ardeildar Reykjavíkurborgar, sem lést í febrúar árið 1977. Þau eignuðust þrjár dætur. Tvær þeirra lifa systur sína. Þær heita Hadda og Hafdís. Ég kynntist Hrefnu stuttu eftir að hún fór að starfa á Skálatúni sumarið 1976. Hún bauð mér í bæinn oft og líka í heimsókn til sín í Arnartanga. Hún gaf mér 7. febrúar 1977 Hanimex-myndavél frá Myndiðjunni Ástþór. Hrefna Guðmundsdóttir var tvígift. Fyrri maður hennar var Davíð M. sem lést árið 1974. Með honum átti hún tvö börn, Helgu G. og Guðmund Árna. Siðari maður hennar er Cecil Viðar Jensen rafmagnsverk- fræðingur á Keflavíkurflugvelli. Þau eignuðust 2 syni, Inga Steina og Sigurð. Svo 5. ágúst 1977, nærri sex mánuðum eftir að Hrefna gaf mér fyrrnefnda vél, keypti ég mér eilífðarflass á hana. Fyrsta mynd- in, sem ég tók með þeirri myndavél og flassi, var einmitt af Hrefnu og birtist hún með þessum línum í blaði hinnar látnu, Morgunblað- inu. Að leiðarlokum þakka ég henni samveruna þessi fáu ár sem ég fékk að kynnast henni, og þegar hún sýndi mér þá vinsemd að koma í heimsókn til mín á Bækl- unardeild 13 Landspítalans, þegar ég lá þar í nóvember 1978, með bækur og gosdrykki. Svo bið ég Guð um að hugga og styrkja móður, systur, börn, eigin- mann og aðra ástvini í miklum sorgum þeirra, en sá lifir sem deyr. Ágúst Þorvaldur Höskuldsson. AGLA JÓNSDÓTTIR — MINNINGARORÐ Mig langar til að minnast vin- konu minnar, Öglu Jónsdóttur, sem andaðist að heimili sínu Skeiðarvogi 83, Reykjavík, þ. 30. mars s.l. Agla var fædd á Eskifirði þ. 12. júní 1901. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir og Jón Runólf- ur, sýsluskrifari, þau voru bæði austfirskrar ættar. Sigríður, systir Öglu, þær voru bara tvær systurn- ar, býr nú í Reykjavík, hún er ekkja Gunnlaugs Sigurjónssonar, byggingameistara. Þau eiga tvær dætur, Öglu og Ingibjörgu, þær eru báðar giftar og eiga börn. Agla fluttist með foreldrum sínum til Stykkishólms, þá 11 ára, þar dvaldi hún til ársins 1927, að hún fluttist til Akureyrar, var þar ráðin talsímakona við talsímastöð- ina á Akureyri. Þar unnum við Agla saman í mörg ár. Ég man hvað mér fannst þessi unga stúlka frá Stykkishólmi lag- leg og sakleysisleg.. Okkur, síma- stúlkunum, féll hún strax vel í geð, enda urðum við ekki fyrir von- brigðum. Agla var óvenjulega vel gerð stúlka, geðgóð og velviljuð, auk þess sem hún var vel greind og bráðskemmtileg, talsvert vel lesin og vel að sér þrátt fyrir litla skólagöngu. Ég man ekki eftir að slettst hafi upp á vinskapinn hjá okkur öll þessi ár, sem við unnum saman, var þó oft mikið að gera við símaafgeiðsluna og tók það oft á taugarnar. Sama held ég að allar hinar stúlkurnar geti sagt, sem unnið hafa með henni. Hún Agla var svo einstaklega lagin á að segja eitthvað fallegt og gott við mann eða um mann, mér hlýnaði alltaf um hjartaræturnar. Hún sagði það þá með bros á vör og varð svo innileg, að ég efaðist aldrei um að það kæmi beint frá hjartanu. En því miður var hún ekki nægilega góð við sjálfa sig og því brast heilsan. Ég hitti hana síðast- liðið sumar, þá var henni mjög brugðið, hún sagði þá við mig: „Með Guðs hjálp sigraðist ég á þessum erfiðleikum mínum“. Blessuð sé minning hennar. Fanney Guðmundsdóttir OlafurMarel Ólafsson — Kveðja Fæddur 27. október 1972. Dáinn 5. marz 1979. Við, sem búum í þessum heimi, erum í sífelldri leit að lífsham- ingju. Við, keppumst við að ná sem mestu efnalegu öryggi og þægind- um. En innst inni vitum við þó, að það er ekki tilgangurinn með lífinu. Öðru hvoru erum við flest minnt á að veraldlegu gæðin eru ekki allt. Á einni svipstund getur allt við- horf breyst. Ástvinir okkar hverfa skyndilega af sjónarsviðinu og við stöndum eftir harmþrungin og ráðþrota, og finnst að allri undir- stöðu hafi verið kippt undan fótum okkar. En Guð hefur sinn tilgang með öllu, sem fyrir okkur kemur. Við megum aldrei gleyma því, að allt sem hann ákveður verður okkur til góðs, ef við felum okkur handleiðslu hans og forsjá, jafnvel það, að börnin okkar séu kölluð burt þegar þau eru rétt að byrja lífið. En við megum treysta því að þeim sé ætlað annað hlutverk en þau hefðu getað innt af hendi hér. Þetta verðum við að muna þegar við sjáum á eftir Óla litla yfir í annan heim. Hann, sem var svo góður og hjálpsamur við alla, sem hann umgekkst og óvenju þroskað- ur af barni á þessum aldri, mun njóta þess á nýjum verum. Óli átti aðeins sex ár hér hjá foreldrum sínum og ástvinum. En þessi fáu ár eru þeim mikil og dýrmæt gjöf, sem þau þakka af alhug fyrir. Hann, þessi litli drengur, með fallega brosið og tindrandi lífs- gleði í augum, ætlaði svo margt að gera. Hann ætlaði að verða dug- mikill verzlunarmaður, eins og pabbi hans og var öllum stundum að hjálpa til við störfin í verzlun- inni. En umfram allt, ætlaði hann að verða mikill íþróttamaður og var sannarlega efni í hann. Allir þess- ir hæfileikar hans munu þroskast og halda áfram að njóta sín og hann mun áfram verða sólargeisli í lífi foreldranna og ástvinanna hér og þeirra sem hann umgengst nú. Ég bið algóðan Guð, að leyfa honum og frænda hans, sem var farinn stuttu á undan honum, að njóta návistar hvors annars. Þó að tíu ár hafi skilið að fæðingu þeirra hér, þá er það áreiðanlega stuttur tími á eilífðarveginum. Vonandi geta þeir orðið samferða á leið sinni til eilífrar blessunar Guðs. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð að styrkja foreldrana, litlu systurina og alla ættingja og vini. Stefanía Björg Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.