Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 DR. Jóhannes Nordal flutti athyglisvert erindi um skilyrði iðn- þróunar á ársþingi Félags ísl. iðnrekenda á föstudag í síðustu viku. Erindi þetta fer hér á eftir í heild: Þegar formaður Félags íslenzkra iðnrekenda bauð mér að flytja hér stutt erindi, gaf henn mér frjálsar hendur um efnisval, en benti þó um leið á ýmis mál, sem ofarlega hafa verið á baugi að undanförnu, svo sem vaxta- og gengismál, sem menn hefðu tvímaelalaust áhuga á. Eg hef þó tekið þann kostin að fjalla ekki að þessu sinni um þau margvíslegu efnahagsvandamál, sem nú er við að glíma, en flest þeirra eru tengd verðbólguþróuninni í meira eða minna mæli, heldur kosið í þess stað að ræða nokkuð vítt og breitt um þróun iðnaðar hér á landi og stefnumótun í málefnum hans nú og í framtíðinni. Á þróun íslenzks iðnaðar síðast- liðin tíu ár eru bæði bjartar og dökkar hliðar, svo sem vænta má á Dr. Jóhannes Nordal: öðrum og djúptækari ástæðum. Með þessar spurningar í huga ætla ég að reyna að ræða hér nokkur sjónarmið, sem virðast skipta máli yarðandi iðnþróun næstu ára. Mun ég þá fyrst fjalla um nokkur atriði varðandi vandamál iðnþróunar í umheiminum, en koma síðan að stöðu iðnaðarins í íslenzkum þjóðarbúskap. Iðnþróun í nágrannaríkjum Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum, sem hér er staddur, hvílíkar breytingar hafa orðið á afkomu og þróun iðnaðar- ins í nágrannaríkjum okkar, t.d. á Norðurlöndum, einkum á síðustu fimm árum. Þótt aðstæður í þessum löndum séu um margt ólíkar þeim, sem íslenzkur iðnaður á við að búa, er einnig um margar hliðstæður að ræða, svo að lær- dómsríkt getur verið að íhuga ekki einungis orsakir þeirra vanda- mála, sem nágrannaþjóðir okkar eiga við að etja í þessum efnum, heldur einnig viðbrögð þeirra, en þau hafa ekki ætíð virzt vera hin skynsamlegustu frá iðnþróunar- sjónarmiði. Erfiðleikar, sem nú einkenna margar. Langt uppgangsskeið allt frá stríðslokum hafði leitt til óhóflegrar bjartsýni á getu hag- kerfisins til þess að aðlaga sig breyttum aðstæðum, en tryggja um leið síbatnandi lífskjör. Kröfur velferðarríkisins á hendur at- vinnurekstrinum voru því sívax- andi, en um leið virtist skilningurinn á skilyrðum heilbrigðrar og þróttmikillar at- vinnustarfsemi fara minnkandi. Þess vegna voru menn óviðbúnari erfiðleikunum en þeir hefðu átt að vera, því að verulegu leyti er um sams konar aðlögunarvandamál að ræða og áður hefur verið leyst með góðum árangri. En hverjar voru þá orsakir erfiðleikanna og hvernig á við þeim að bregðast? Hér eru að sjálfsögðu mörg öfl að verki, og mun ég aðeins ræða um þrjú atriði, sem mér virðast miklu máli skipta. Mismunandi íram- leiðslukostnaður Er þá fyrst að nefna þær miklu breytingar, sem átt hafa sér stað að undanförnu, á framleiðslu- kostnaðarhlutföllum milli landa, sameiginlegt, að þeir valda örum breytingum á ytri skilyrðum og samkeppnisaðstöðu iðnaðar, hvar sem er í heiminum. Það hlýtur því að vera meginatriðið í heilbrigðri iðnaðar- og atvinnustefnu að við- halda aðlögunarhæfni fram- leiðslustarfseminnar, forðast að beita stuðningsráðstöfunum til þess að fresta óhjákvæmilegum samdrætti iðnaðargreina, sem ekki eru lífvænlegar, umfram það, sem nauðsynlegt er til þess að minnka félagslega röskun, en beita kröftunum í stað þess að uppbygg- ingu og eflingu þess iðnaðar, sem skilyrði hefur til vaxtar og við- gangs á hverjum tíma. Slík stefna krefst að sjálfsögðu raunsæs mats á framtíðarhorfum einstakra greina en um leið skilnings á því, hve dýrt það getur reynzt að fresta nauðsynlegri aðlögun með stuðn- ingsaðgerðum, sem ekki geta falið í sér neina varanlega lausn. Eru glögg merki þess, að Svíar og Norðmenn, sem lengst hafa gengið af Norðurlandaþjóðunum í beinum stuðningi við einstök fyrirtæki og iðngreinar, eru nú farnir að átta sig á nauðsyn stefnubreytingar í átt til sveigjanlegri atvinnustefnu. Af öllu þessu megum við Islend- ingar ýmsan lærdóm draga, þótt Kerfisbundið átak tímabili, sem einkennzt hefur af óvenjulega miklum sveiflum í efnahagsstarfsemi og verðlags- málum. Sé litið á þetta tímabil í heild, hefur vöxtur iðnaðarfram- leiðslu verið heldur hraðari en þjóðarframleiðslunnar í heild, og er þá átt við iðnað, eins og nú er venjulegast að skilgreina hann, þ.e.a.s. án álvinnslu, fiskvinnslu og vinnslu sláturhúsa. Var fram- leiðsluaukningin í iðnaði sérstak- lega hagstæð á árunum 1969 til 1973, en þá nam hann nálægt 9% á ári með meðaltali. Síðan hefur verulega dregið úr vaxtahraða iðnaðarins, og hefur framleiðslu- aukningin verið innan við 3% að meðaltali síðustu fimm árin. Að nokkru má vafalaust skýra þetta af áhrifum efnahagserfiðleikanna á árunum 1974 og 1975, en einnig hefur mikill uppgangur sjávarút- vegsins síðustu þrjú árin átt þátt í þessari þróun, eins og síðar mun að vikið. Þróun heildarframleiðslu segir þó ekki alla sögu um árangur iðnaðarins á þessu tímabili, því samtímis hefur honum bæði tekizt að standast aukna erlenda sam- keppni vegna lækkunar verndar- tolla og byggja upp umtalsverða og vaxandi útflutningsstarfsemi. Til þess að þetta gæti tekizt, hefur verið gert mikið átak til aukinnar framleiðni, þótt enn vanti víða verulega á, að framleiðni sam- bærilegs iðnaðar í nágranna- löndunum sé náð. Jafnframt hafa íslenzkar iðnaðarvörur verið bætt- ar verulega að gæðum og útliti, en sá mikli ávinningur, sem í því felst fyrir íslenzka neytendur, kemur áreiðanlega ekki nema að sáralitlu leyti til skila í hagskýrslum. Að öllu þessu athuguðu eru því fram- leiðslutölurnar verulegt vanmat á þeim árangri, sem raunverulega hefur náðzt á þessu tímabili. Utan við þessar tölur er auk þess haldið þeirri uppbyggingu orkufreks iðnaðar, sem átt hefur stað undan- farin áratug, en að honum með- töldum er franleiðsluaukning iðnaðarins að sjálfsögðu mun meiri, og þá sérstaklega á sviði útflutningsframleiðslu, þar sem hlutdeild iðnaðarins nálgast nú fjórðung heildarverðmætis. Þótt þróun íslenzks iðnaðar undanfarin áratug, sem ég hef nú stuttlega rakið, sé í meginatriðum jákvæð og beri vitni um aðlögunarhæfni og framtak, gefur hún heldur ekki tilefni til óhóf- legrar bjartsýni um framhaldið að öllum aðstæðum óbreyttum. Sér- til þess að afnema mis- munun milli sjávar- útvegs og iðn- aðar staklega gefur hin hæga þróun iðnaðarframleiðslunnar síðustu tvö árin, sem þó hafa einkennzt af mikilli innlendri eftirspurn, tilefni til þess að íhuga, hvort um sé að ræða tímabundinn vanda, eða hvort iðnaðinn vanti vaxtamegn af svo mikið af iðnaði nágrannaþjóða okkar, virðast a.m.k. fljótt á litið eiga rætur að rekja til síðustu hagsveiflu, sem einkenndist annars vegar á mikilli spennu og eftirspurn á árunum 1972 og 1973, en endaði með snöggum sam- drætti, sem skilið hefur eftir sig atvinnuleysi og margvísleg vanda- mál, sem enn hefur ekki verið ráðin bót á. Á þessu samdráttar- tímabili lentu margar framleiðslu- greinar í alvarlegum vandamálum, sem stjórnvöld reyndu víða að ráða bót á með margvíslegum stuðningsaðgerðum í trausti þess, að aðeins væri um að ræða stutt- tímavanda, sem hverfa mundi eins og dögg fyrir sólu strax og skriður kæmi að nýju á efnahagsstarfsemi í heiminum. Margt bendir nú til þess, að þessi stefna hafi gert meira illt en gott, jafnvel frá almennu hagstjórnarsjónarmiði. Með því að dulbúa atvinnuleysi í formi rekstrarstyrkja var engum fjárhagslegum byrðum létt af skattgreiðendum. Hins vegar drógu þessar aðgerðir úr hvatningu til heilbrigðs rekstrar, og vel rekin og ágóðavænleg fyrir- tæki hlutu ekki þá uppörvun, sem þau þurftu til að blása lífi í efnahagsstarfsemina. Alvarlegra er þó hitt, að mönn- um hefur smám saman orðið ljós- ara, að erfiðleikar margra iðn- greina á síðustu árum, eiga ekki nema að litlu leyti rætur að rekja til almenns efnahagssamdráttar, og þær munu þvi ekki ná fullum bata á ný, jafnvel þótt viðunandi eftirspurnar- og atvinnustigi yrði náð í heiminum. Þvert á móti er hér að verulegu leyti um að ræða djúpstæðari vandamál, sem ekki verða leyst nema með skipulags- breytingum og flutningi vinnuafls og annarra framleiðsluþátta milli greina. Nú er það að sjálfsögðu eðli hins tæknivædda markaðs- þjóðfélags, sem við lifum í, að sífellt eru að eiga sér stað breytingar á samkeppnisaðstöðu milli einstakra framleiðslugreina, sumar dragast saman vegna þverrandi markaða eða óhag- stæðra kostnaðarhlutfalla, en aðr- ar vaxa upp og dafna í þeirra stað. Hagkerfi, sem ekki geta aðlagað sig breyttum aðstæðum með þessum hætti, hljóta að dragast aftur úr í framleiðni og lífs- kjörum. Ástæðurnar fyrir því, að svo margar iðnaðarþjóðir hafa lent í vandamálum af þessum sökum á allra síðustu árum eru áreiðanlega en þær eiga að miklu leyti rót sína að rekja til iðnvæðingar fleiri og fleiri þjóða, þar sem vinnuafl er mjög ódýrt eða önnur hagstæð skilyrði til iðnaðar fyrir hendi. Hinar nýju iðnvæddu þjóðir sækja, svo sem eðlilegt er, sérstak- lega inn í greinar, þar sem tækni er auðlærð, en vinnuaflskostnaður er mikilvægur þáttur framleiðslu- kostnaðar. Er iðnvæðing Aust- ur-Asíuþjóða gott dæmi um þetta. Eftir því sem iðnaði þessara þjóða vex fiskur um hrygg verða ýmsar grónar iðngreinar hinna gömlu iðnaðarþjóða að láta undan síga fyrir sívaxandi samkeppni, en metin geta þær eingangu jafnað með því að efla nýjar greinar iðnaðar, þar sem þær ennþá hafa yfirburði í tækni og framleiðni. I annan stað koma svo áhrif hinnar öru tækniþróunar, en gagn- stætt því, sem margir hafa haldið, eru áhrif tæknibreytinga á fram- leiðsluhætti jafnvel enn örari nú en þær hafa áður verið, og veldur tölvutæknin þar vafalaust lang- mestu um, þótt margt annað komi til. Ný tækni hefur að ýmsu leyti svipuð áhrif á iðnþróunina og breytingar í samkeppnisaðstöðu milli þjóða. Hún skapar nýjar vörur og nýjar framleiðslugreinar, sem taka markaði frá þeim, sem fyrir eru, eða ryðja þeim jafnvel úr vegi, heilar verksmiðjur verða úreltar, starfsfólk þarf að flytja á milli greina og þjálfa til nýrra starfa. Þannig krefst hún sífelldr- ar aðlögunar iðnaðarins að nýjum rekstrarskilyrðum. í þriðja lagi vil ég svo nefna þá miklu röskun, sem orðið hefur í framleiðslukostnaði vegna hækk- unar á verði ýmissa hráefna, en þar eru olíuverðshækkanirnar lang mikilvægastar. Með marg- földun á verði olíu, sem er ódýrust í flutningi af öllum orkugjöfum, hefur þýðing annarra og staðbund- inna orkugjafa orðið miklu mikil- vægari en áður fyrir samkeppnis- aðstöðu á milli landa og land- svæða. Sumum skapar þetta ný eða stórbætt iðnaðartækifæri, en aðrar þjóðir verða vafalaust að flytja eða jafnvel leggja niður heilar framleiðslugreinar. A ðlögunarhæíni atvinnugreina Allir eiga þessir þrír þættir, sem ég hef nú gert grein fyrir, það aðstæður hér á landi séu vissulega á margan hátt ólíkar, jafnvel miðað við hin Norðurlöndin. Sem betur fer höfum við ekki, eins og svo margir aðrir, gripið til beinna stuðningsaðgerða við einstakar iðnaðargreinar, enda hefur aðlög- unarhæfni íslenzkra fyrirtækja að breyttum aðstæðum reynzt vera meiri en flestir höfðu búizt við. Á hinn bóginn er mikilvægt að gera sér grein fyrir því, að þær breyt- ingar í samkeppnisaðstöðu, sem fríverzlun innan Evrópu hefur valdið, er ekki nema einn þáttur- inn í því síbreytilega ytra um- hverfi, sem íslenzk fyrirtæki eiga við að búa og þurfa að aðlaga sig að með margvísleguir nætti. Það verður því að vera meginmarkmið íslenzkrar iðnaðarstefnu að veita iðnaðinum skilyrði og hvatningu til þess bæði að efla framleiðslu- getu sína og breyta henni með tilliti til síbreytilegra ytri að- stæðna. Um þetta efni mætti fara mörgum orðum, en ég ætla aðeins að drepa á þrjú atriði. Batnandi samkeppnis- aðstaða orkufreks iðnaðar í fyrsta lagi er augljós nauðsyn þess að auka stórlega tækni- og ráðgjafarþjónustu við iðnfyrir- tæki, en reynsla síðustu ára hefur ótvírætt sýnt, að fé, sem varið er til slíkra hluta, getur borið ríku- legan ávöxt. Sama máli gegnir um aðstoð við vöruþróun og markaðs- starfsemi erlendis, en í þeim efn- um höfum við þegar öðlazt reynslu, sem öruggt virðist á að byggja. I öðru lagi verðum við að fylgj- ast vel með því, hvernig líklegt sé, að samkeppnisaðstaða einstakra framleiðslugreina hér á landi muni þróast í framtíðinni. Við verðum með reynslu annarra Norðurlanda í huga að forðast að setja traust okkar um of á fram- leiðslugreinar, sem krefjast mikils og tiltölulega ódýrs vinnuafls, þar sem búast má við, að þær muni eiga erfitt uppdráttar í framtíð- inni í samkeppni við ódýrt vinnu- afl nýiðnvæddra ríkja. í þriðja lagi verðum við að meta að nýju áhrif hækkandi orkuverðs á samkeppnisaðstöðu íslenzks iðn- aðar og tækifærin, sem hækkandi orkuverð gefur okkur til frekari iðnþróunar. Margt bendir nú til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.