Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979
41
fólk í
fréttum
Hún hefur dregið sig í hlé,
+ HIN FAGRA ítalska kvikmyndaleikkona Gina Lollobrigida, mun hafa dregið sig í hlé úr
kvikmyndaheiminum, en hefur þó ekki sest í helgan stein. Hún hefur látið þau orð falla, að hún viiji
heldur sjá aðra, en láta aðra sjá sig. — Sumir telja þetta standa í sambandi við hækkandi aldur og því
sem honum fylgir, t.d. dvínandi fegurð og slaknandi línur hins spengilega líkama þessarar fögru
konu. Lengst af hefur hún átt í mjög harðri samkeppni við hina ægifögru Soffíu Loren. Fyrir skömmu
kom Gina til Kaupmannahafnar í nýju hlutverki: Listljósmyndun, sem hún hefur gefið sig að. Var
haldin sýning á myndum úr safni hennar þar í borginni — alls um 200 myndum. Þær hefuPhún tekið
á ferðalögum sínum út um allar jarðir, þó ekki á Raufarhöfn.
Furðuflugvél á ferð
+ HÉR ER ensk furðuflugvél á ferðinni. — Sá sem hannaði þetta
furðutæki heitir dr. Paul Creedy. Er myndin tekin á „flugæfingu“
fyrir skömmu í Bretlandi. Það er hugmynd þessa manns að senda
þetta merkilega loftfar sitt yfir Ermarsund áður en langt um líður.
Hann hefur skírt loftfarið „The Gossamer Albatross“. Það vegur alls
26 kg. — Það er knúið áfram af manninum, sem sjá má á myndinni um
borð í því. Loftfarið er vélarlaust, en er fótstigið eins og reiðhjól. Dr.
Creedy ætlar að fljúga Albatrossinum sfnum frá Dover í Bretlandi til
hafnarbæjarins Cape Gris Nez á Ermarsundsströnd Frakklands.
Happa-
gripur
+ óskar heitir „happa-
gripur“ brezka Olympíu-
liðsins og er nú kominn á
markaðinn í Bretlandi.
Ágóðann aí sölu hans á að
verja til að senda bresku
sveitina til Olympíuleik-
anna í Moskvu sumarið
1980.
Aftur
við
píanóið
+ VLADIMIR Ilorowitz, hinn
74 ára gamli píanósnillingur,
er nú að jafna sig að fullu eftir
skurðaðgerð í janúarmánuði
síðastl., blöðruhálskirtils-
aðgerð. — Hann hefur þegar
haldið eina píanótónleika í
borginni Atlanta í Bandaríkj-
unum og er nú að undirbúa
annan píanókonsert suður á
Miami-strönd.
Frú
Simpson
+ GAMLA KONAN, hertoga-
frúin af Windsor, frú Simpson
ekkja Eðvarðs (VIII.) hertoga
er nú orðin 82 ára gömul. Hún
býr í Parísarborg. — Ekki
virðist gamla konan lifa þar
við þröngan kost. — Lögfræð-
ingur hennar, sem er kona,
sagði blaðamönnum frá þv: nú
fyrir nokkru að gamla konan
hefði verið við ágæta heilsu
undanfarð og látið fara vel um
sig í 25 herbergja húsi því sem
hún býr í í einu úthverfa
Parísarborgar. — En svo
hafði gamla konan veikzt fyrir
skömmu og verið flutt í eitt af
stórsjúkrahúsum borgarinn-
ar. Væri hertogafrúin nú á
batavegi eftir dálitla skurðað
gerð í sjúkrahúsinu.
Aðstoð við gæslu
veikra bama heima
BANDALAG kvenna í Reykjavík
samþykkti á aðalfundi sínum
eftirfarandi tillögur frá barna-
gæslunefnd:
1. Aðalfundurinn vill beina því
til foreldra og barna að skipu-
leggja frítíma sinn saman og
stuðla þar með að meiri
sameiningu fjölskyldunnar.
2. Aðalfundurinn vill hvetja
hvert foreldri til umhugsunar um
þá óæskilegu samkeppni og hættu
sem gæti stafað af hvers konar
sölumennsku, sem ung börn eru
látin inna af hendi, og hvetur
forráðamenn barna til að vera vel
á verði varðandi þessi mál.
3. Aðalfundurinn skorar á
borgaryfirvöld, að tryggð verði
aðstoð við sjúk börn á heimili,
þegar foreldri(ar) vinna utan
heimilis. Mætti veí hugsa sér að
fella slíka hjálp inn í nám á
uppeldis- og heilsugæslusviði.
4. Aðalfundurinn skorar á
borgaryfirvöld að reglan um „6 ára
börn í leikskóia" breytist þannig,
að miðað sé við fæðingarár en ekki
fæðingardag eins og nú er gert.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Eftir kröfu skattheimtu ríkissjóös í Kópa-
vogi, skattheimtu ríkissjóös í Baröastranda-
sýslu, sýslumanns Rangárvallasýslu, Gjald-
heimtunnar í Reykjavík, Bæjarsjóös Kópa-
vogs, Tálknafjaröarhrepps, Póstgíróstof-
unnar, Landsbanka íslands, Siguröar Sigur-
jónssonar hdl., Guöjóns Steingrímssonar
hrl., Jóns Magnússonar hdl., Jóns Hjalta-
sonar hrl., Hauks Bjarnasonar hdl., Jóns G.
Briem hdl., Jóns Finnssonar hrl., Hauks
Jónassonar hrl. og Skúla Pálssonar hrl.,
veröa eftirtaldar bifreiöir seldar á nauðung-
aruppboöi, sem haldiö veröur viö bæjar-
fógetaskrifstofuna í Kópavogi, aö Auð-
brekku 57, miövikudaginn 18. apríl 1979 kl.
16.00.
Y-8 Y-1011 Y-2770
Y-2871 Y-3531 Y-3843
Y-6064 Y-7073
Y-7330 Y-7660 Y-7868
G-8287 L-1453 L-1455
L-1592 R-7138 R-33163
R-56509 X-2387 R-46581
Volkswagen pick-up árg. 1968 og körfubíll
meö lyftara.
Uppboösskilmálar liggja frammi á
skrifstofu uppboöshaldara.
Greiösla fari fram viö hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
i
VIÐTALSTIMI |
Alþingismanna og ^
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæöis-
flokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1
á laugardögum frá kl. 14.00—16.00.
Er þar tekiö á móti hvers konar fyrirspurnum og
ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö
notfæra sér viötalstíma þessa.
Laugardaginn 7. apríl verða tíl viðtals:
Páll Gíslason borgarfulltrúi og
Bessí Jóhannsdóttir, varaborgarfulltrúi.
Páll er í Framkvæmdanefnd vegna byggingastofnana í þágu
aldraöra, Heilbrigðismálaráði Reykjavíkurborgar og Reykja-
víkurhéraös, Heilbrigðis- og félagsmálanefnd.
Bessí er í Félagsmálaráöi, Stjórnarnefnd Dagvistunarstofnana
Reykjavíkurborgar og Æskulýðsráði Reykjavíkur.
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU