Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 21 Haukur Ólafsson: Um tollflokkunarmáliö Rangar upplýsingar vitlaus frétt Hinn 29. marz síðastliðinn sögðu nokkur dagblaðanna frá því, að í rannsókn væri „meint" tollalagabrot, þar sem ölgerðar- efni hefðu verið flutt til landsins undir röngu tollnúmeri með þeim afleiðingum, að innflytjandinn hefði komist hjá því að greiða verulega tolla af vörunni. Því miður hafa frásagnir blaðanna verið afar ónákvæmar af máli þessu og sumsstaðar beinlínis rangar og er greinilegt, að sá er veitti blöðunum upplýsingar um það, hefur annaðhvort verið mjög ófróður um málið, eða hefur af ásettu ráði greint rangt frá þeim, nema hvort hvort tveggja sé. Þar sem sum blaðanna hafa nú endurtekið rangan fréttaflutning af máli þessu, verður ekki hjá því komizt að greina frá staðreyndum málsins, svo innflytjandinn njóti fyllsta réttlætis fyrir aug- um lesenda. Lítill vandi hefur verið fyrir lesendur að geta sér til um það, hvaða fyrirtæki á hér í hlut, en það er' heildverzlunin HAFPLAST S.F. og er grein þesssi rituð szmkvæmt upplýsingum frá forráðamönn- um þess og þær bornar saman við skýrslur og gögn í máli þessu. Aödragandinn Upphaf máls þessa er það, að nokkru fyrir áramót kom sænskur sölumaður á fund for- ráðamanna heildverzlunarinnar og kynnti fyrir þeim nýja vöru- tegund, svokölluð líkjör extröt frá A/B Rullers í Svíþjóð, en extröt þessi eru framleidd í 17 tegundum og dreift á neytenda- markað í skrautlegum flöskum á stærð við ölflöskur. Etröt þessi eru ætluð til blöndunar í heimahúsum með vínanda frá áfengisverzluninni, svo sem vodka eða kláravíni, og geta neytendur þannig búið sér til allskonar líkjöra og jafnvel blandað tveim eða fleiri tegundum saman. Einnig hafa extröt þessi verið notuð til þess að blanda óáfenga líkjöra eða kokteila og hefur það gefizt vel. Hér var því ekki um að ræða neinskonar ölgerðarefni, eins og heimildar- maður dagblaðanna virðist hafa haldið fram. Þar sem vara þessi leit mjög vel út, var ákveðið að fá föst verðtilboð frá framleiðanda hennar í Svíþjóð. Verðtilboðin bárust heild- verzluninni þann 22. desember '78 og var þá þegar kannað hve hagstætt það kynni að vera. Tollflokkun Eftir að vitneskja hafði fengist um flutningsgjöld, eftirá-kostnað og tryggingar- gjöld, var kannað hvar vöru þessari yrði skipað í tollflokk. Við það var farið eftir fyrir- mælum tollskrárinnar, en þar segir svo í 1. grein, blaðsíðu 2, 3 a: „Tollskrárnúmer sem felur í sér nákvæmustu vörulýsingu skal tekið fram yfir tollskrárnúmer með almennri vörulýsingu". Einnig segirí 4. málsgrein á sömu blaðsíðu: „Vörur, sem eigi falla undir neitt tollskrárnúmer, skulu taldar til sama tollskrárnúmers og þær vörur þeim sem þeim eru líkastar". Samkvæmt þessu var líkjör extraktið flokkað undir 21. kafla tollskrárinnar, undir tollnúmerinu 21. 07. 01., en þar segir: „Afengislaus efni (koncentreraðir essensar) til framleiðslu á drykkjarvörum" ... 0% tollur. Sú kvöð fylgir þessu tollnúmeri, að viðkomandi innflytjandi verður að hafa iðjuleyfi til öl- og gosdrykkja- framleiðslu, en slíkt iðjuleyfi hafði heildverzlunin Hafplast, gefið út af lögreglustjóranum í Reykjavík þann 27. nóvember 1972. Frá þeim tíma hafði heildverzlunin flutt inn smávægileg sýnishorn undir þessu tollnúmeri, án þess að tollayfirvöld gerðu athugasemd við það aðra en þá, að iðjuleyfi yrði að vera fyrir hendi. Engar aðrar en frekari kvaðir varðandi tollskrárnúmer þetta höfðu verið kynntar fyrir forráðamönnum heildverzlunar- innar, né heldur hafði þeim verið gerð grein fyrir því, að með lögum um vörugjald nr. 79 frá 1971 hafi forsendum fyrir iðjuleyfum verið breytt þannig, að leyfi heildverzlunarinnar kynni að orka tvímælis og jafn- vel að vera ógilt. Hið sama gildir um reglubundna endurnýjun á því. Þannig hefur forráðamönnum fyrirtækisins aldrei verið til- kynnt, að þeim beri skýlaus skylda til þess að vinna úr þeim vörum er þeir flytja inn á tollnúmerinu: 21.07.01. Af þessum sökum töldu hand- hafar iðjuleyfisins það veita sér sambærileg réttindi og önnur leyfi, sem innflytjendum eru veitt til ýmiskonar innflutnings, svo sem á raftækjum, lyfjum og sælgæti svo eitthvað sé nefnt, án þess að þeim sé gert skylt að framleiða þessar vörur endan- lega fyrir neytendamarkað í landinu. Það var því í góðri trú, sem heildverzlunin Hafplast flokk- aði vörur þessar undir tollskrár- númerið 21. 07.01., enda lýsir þetta tollnúmer vörunni nákvæmlega. Þetta leiddi svo til þess, að verðútreikningar sýndu, að verð til neytenda yrði afbragðs gott. Heildverzlunin taldi sig þar með hafa í hendi mjög hagkvæm innkaup í allra þágu og geta þannig stuðlað að þeirri viðleitni að lækka vöruverð í landinu. Er skemmst að minnast þess, hve mikil umræða hefur átt sér stað meðal landsmanna um þau mál að undanförnu. Innflutningurinn Pöntun á 15 tegundum af líkjör extrötum var gerð þann 13. desember '78 og var hún staðfest af framleiðandans hálfu þann 15. janúar 1979. Vörusendingin kom til landsins með M/S Skaftá þann 1. febrúar og tollpappírar lagðir inn til afgreiðslu 27. febrúar og leystir út daginn eftir, án nokkurrar athugasemdar af hálfu embætti tollstjóra. Þá þegar var hafist handa um að sækja vöruna og aka henni í vöruskemmu heild- verzlunarinnar. Dreifing hennar í smásöluverzlanir hófst, þegar verðlagsútreikningar lágu fyrir. Var vörunni dreift í 43 smásöluverzlanir víðsvegar um landið en ekki aðeins í eina verzlun eins og eitt dagblaðanna gaf í skyn í skrifum sínum þann 29. marz. Þá er rétt að það komi fram, að álagning á þessa vöru er frjáls samkvæmt skilgreiningu verðlagsyfirvalda, en þrátt fyrir það var hófleg álagning reiknuð á vöruna, ef tekið er tillit til þess hve hagkvæm þessi inn- kaup voru. Reiðarslagið Það var svo um morguninn þann 23. marz síðastliðinn, sem fulltrúi í tollrannsóknardeild hringdi í fyrirtækið og tilkynnti, að ríkisendurskoðun hefði gert athugasemd við tollaafgreiðslu á vörum þessum á þá lund, að hún væri ranglega tollflokkuð og ætti að flokkast undir toll- flokkinn 21.07.19., sem er eins- konar ruslakista fyrir 21. kafla tollskrárinnar með 90% tolli og 18% vörugjaldi. Skilgreining þessa tollflokks segir einungis: „Annars ... 90% tollur. Var í tilskrifum ríkisend- urskoðunar þess ennfremur krafizt að beitt yrði viðurlögum í þessu „meinta" tollskrárlaga- broti. Þetta kom sem reiðarslag yfir forráðamenn fyrirtækisins, þar sem um var að ræða viðbótar- kostnað á vöru, sem þegar var búið að selja verulegt magn af, eða um 6 milljónir, og auk þess lá fyrir kæra á hendur þeim um meint svikamál. í 35. grein B kafla tollskrár- innar eru ákvæði sem segja svo: „Nú rís ágreiningur um hvort tiltekin vara sé gjaldskyld eða gjaldfrjáls eftir lögum þessum, eða hvort tiltekin vara skuli teljast fremur til eins eða ann- ars tollskrárnúmers, og skal þá fjármálaráðherra skera úr þeim ágreiningi. Sá úrskurður er fullnaðarúrskurður í málinu Þá er einnig í þessum kafla ákvæði þess efnis að ráðherra skipi nefnd til þess að aðstoða við úrskurð í ágreiningsmálum er varða tollflokkun. Þessa nefnd hafa tíðum skip- að embættismenn tollgæslunnar og er þeim þannig í sjálfsvald sett að úrskurða í ágreinings- málum, sem þeir eru beint eða óbeint frá upphafi aðilar að. Semsagt: — algjört sjálfdæmi. Hætt er við að í slíkum ágrein- ingsmálum gæti um of þeirra sjónarmiða, að afla ríkinu meiri tekna með hærri tollum, á kostnað neytenda í landinu." Samkvæmt ofansögðu hefur reynslan sýnt að úrskurðir eru tíðast á einn veg í málum sem þessum, og getur mótaðili ríkis- ins ekki lagt slík ágreiningsmál fyrir dómstólana, ef marka skal 35. grein B kafla tollskrárinnar. Hafa margir haft orð á því, að þessi ákvæði séu brot á stjórn- arskránni. Minnugir alls þessa gripu forráðamenn Hafplasts til þess örþrifaráðs, að láta líta svo út, sem þeir hefðu unnið vöruna að nokkru, áður en henni var dreift á neytendamarkað, en fljótlega sáu þeir að það var firra ein og greindu frá staðreyndum máls- ins. Niðurlag Það er skemmst frá því að segja, að fyrirtækinu Hafplast S.F. var gert að greiða álögð gjöld samkvæmt úrskurði tolla- yfirvalda og það jafnframt sett í afgreiðslubann hjá tollinum, þar til því yrði lokið. Hefur fyrirtækið nú greitt að fullu gjöld þessi og hefur af- greiðslubanni þess í tolli nú verið aflétt. Þetta leiddi svo til þess að útsöluverð vörunnar hækkaði úr kr. 725.- í kr. 1.295.-, en það verð er á mörkum þess að varan sé yfir höfuð seljanleg, þrátt fyrir það að fyrirtækið hafi minnkað álagningu sína í þriðjung þess, sem áður hafði verið reiknað. Beint fjárhagstjón fyrirtækis- ins er um 770 þúsund krónur, auk þess tjóns sem leiða mun af því að liggja með mjög dýran lager af illseljanlegum vörum í þeirri óðaverðbólgu, sem við búum við. Þetta að lokum: Það er álit flestra, að frekar beri að hafa það, sem sannara reynist og þess vegna er grein þessi skrifuð, svo lesendur geti sjálfir dæmt um eðli málsins og tildrög. Væri gott ef fréttamenn kynntu sér framvegis sem best öll málsatvik, áður en þeir hefj- ast handa við tilbúning á frétt- um, sem jafnvel styðjast ein- ungis við illkvittnar frásagnir óábyggilegra manna. Með þökk fyrir birtinguna. Haukur Ólafsson. Skákþing íslands hafið: Nokkrir af beztu skák- mönnum okkar ekki með SKÁKÞING íslands hið 65. í röðinni hófst í fyrrakvöld. Einar S. Einarsson, forseti SÍ flutti setningarávarp en síðan hófst keppni f landsliðs- og áskorenda- flokki og eru 12 keppendur f hvorum flokki og tefla allir við alla. Á laugardag hefst síðan keppni í meistara- og opnum flokki en alls er búist við að keppendur verði hátt á annað hundrað. í landsliðsflokki tefla þessir menn: (í töfluröð) Jóhann Hjartar- son, Haukur Angantýsson, Haraldur Haraldsson, Jón Páls- son, Sævar Bjarnason, Jóhannes Gísli Jónsson, Ingvar Ásmunds- son, Bragi Halldórsson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Elvar Guðmundsson, Björn Þorsteinsson og Hilmar Karlsson. í áskorendaflokki tefla: Gylfi Magnússon, Seltj.n., Kári Sólmundarson, Vestmannaeyjum, Júlíus Friðjónsson, Kópavogi, Gylfi Þórhallsson, Akureyri, Helgi Hauksson, Hveragerði, Magnús Gunnarsson, Selfossi, Egill Þor- steinsson, Rvík, Ólafur Kristjáns- son, Akureyri, Benedikt Jónasson, Rvík, Heimir Guðmundsson, Neskaupstað, Björgvin Jónsson, Keflavík, Þröstur Bergmann, Rvík. Af þeim 25 skákmeisturum, sem áður hafa orðið íslandsmeistarar eru þeir Haukur Angantýsson og Björn Þorsteinsson meðal keppenda nú. Frá fyrstu umferð Skákþingsins. Ljósm. Mbl. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.