Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 Raufarhöfn: Minnkandi haíis og vŒÍiugur kom- inn í mannfölkið Rauiarhöfn, 17. aprfl. SUNNANGOLAN, sem verið hefur hér síðustu dagana, er okkur mjög að skapi og vonandi höf um við hana sem lengst. ísinn hefur hvikað frá og nú er aðeins íshrafl við hafnar- mynnið. Um leið og ísinn minnkaði kom vorhugur í mannfólkið op; víst er að mikið verk bíður vor- hlýindanna eftir langan og kaldan vetur, en hér er nú meiri snjór í þorpinu en marga undanfarna vetur. Tveir bátar héðan héldu í fyrra- dag til Húsavíkur og ætla að gera þaðan út meðan ísinn hamlar veiðum héðan. Grásleppusjómenn eiga 4—500 net í sjó og hvort eitthvað næst heilt af þeim er ekki séð fyrir. Rauðinúpur landaði um 120 tonnum á Húsavík í síðustu viku og var helmingi aflans ekið til vinnslu hér, en helmingnum til Þórshafnar. Allvel gekk að koma aflanum í vinnslu, en þó sat einn bílanna fastur í 5 tíma austur í fjallgarðinum, en að lokum kom hefill og ruddi fyrir bílum. Um páskana varð harður árekstur rétt norðan við Harðbak á Sléttu. Annar bílanna var frá Raufarhöfn, hinn innan úr Köldu- kinn, og skemmdust báðir bílarnir mikið. Barn í öðrum bílnum slasaðist nokkuð. -Helgi. Hrönnin frá Raufarhöfn heldur úr heimahöfn sinni til Húsavíkur, en þaðan á að reyna að gera út meðan ísinn lokar enn höfninni á Raufarhöfn. (Ljósmynd Helgi ólafsson). Tólf netabátar sviptir veiðileyfum tímabundið Lézt af völdum reykeitrunar HALLDÓR Einarsson, neta- gerðarmaður, sem varð fyrir reykeitrun snemma á skírdags- morgun, lézt í gjörgæzludeild Borgarspítalans rétt fyrir mið- nætti að kvöldi annars í páskum. Halldór var 53ja ára, fæddur 19. ágúst 1925. Halldór bjó í íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsinu Álfaskeiði 96. Á skírdagsmorgun varð vegfarandi, sem leið átti um Keflavíkurveg, var við eld í fjölbýlishúsinu og gerði slökkviliði viðvart. Mikill eldur var í íbúðinni og tókst eiginkonu Halldórs heitins að komast út úr íbúðinni en syni hennar og tengdadóttur var bjarg- að út um glugga. Slökkviliðið bjargaði Halldóri út úr íbúðinni og var hann fluttur í Borgarspítalann og lagður þar í gjörgæzludeild. Komst hann aldrei til meðvitundar og lézt rétt fyrir Halldór Einarsson miðnætti 16. apríl eins og áður segir. ' Við bjórgunarstörf fékk reyk- kafari úr slökkviliði Hafnarfjarð- ar snert af reykeitrun, en hann mun hafa náð sér að fullu. TÓLF bátar hafa verið sviptir netaveiðileyfum tímabundið á þeirri vertíð, sem nú stendur yfir, vegna þess að þeir hafa komið með lélegt hráefni að landi. Nokkrir þessara báta hafa þegar tekið út veiðileyfis- sviptinguna, en hluti þeirra verður sviptur veiði- leyfum 3—4 dögum fyrr en Fannst látinn í læknum í Nauthólsvík SNEMMA á páskadagsmorgun var lögreglunni tilkynnt um mann.sem lægi meðvitundarlaus í læknum í Nauthólsvík. Lögreglan flutti manninn í slysadeild Borgarspítalans, en er þangað kom reyndist hann látinn. Maðurinn hét Helgi Ríkarðsson. Tólf ára dreng tókst naumlega að forða sér frá stjórnlausum bíl Hvoli, Saurbæ, 17. apríl. AÐFARANÓTT skírdags urðu tvö bifreiðaslys í Dölum. Aðdragandi þeirra var sá, að á miðvikudagskvöldið fór Guð- mundur Harðarson frá Kverngrjóti í Saurbæ, en hann er starfsmaður Kaupfélags Saurbæinga, ásamt Herði bróð- ur sínum, 12 ára gömlum, út Strandir sem kallað er, þar sem Svínadalur var ófær, í þeim tilgangi að fara á móti fólki. sem von var á úr Reykjavík. Veður var hvasst og gekk á með éljum. Þegar þeir voru komnir út á Fellsströ'nd frétta þeir af þriðja bróðurnum, Þresti, sem áður hafði farið þessa leið sömu erinda. Sneru þeir þá við sömu leið til baka. Á Tjaldaneshlíð rétt utan við svonefnda Deild missti Guð- mundur stjórn á bílnum, Landrover-jeppa, sem fer út af veginum og lendir á steini þann- ig að framhjól brotnar undan. Reyndi hann þá að stöðva bílinn utan vegarins, þar sem við tóku ósléttir grasmóar, en bíllinn Iét ekki að stjórn. Nokkuð þarna fyrir neðan eru háir klettahjall- ar og skipti engum togum að bíllinn fór þar fram af og enda- stakkst á brúninni og kom niður á afturhornið þannig að húsið klofnaði af. Vissi Guðmundur síðan ekki af sér fyrr en allt var afstaðið og hann liggur við stein rétt hjá bílflakinu, hefur senni- lega rotast á niðurleiðinni. Af Herði bróður hans er það að segja, að hann hafði verið sof- andi í bílnum, en vaknaði upp við vondan draum, sér að bíllinn þeytist fram af brúninni svo þeir bræður kastast út úr bíln- um. Síðan sér hann þar sem hann liggur bílinn koma æðandi á móti sér. Tókst honum að mjaka sér örlítið frá og stöðvað- ist bíllinn við fætur hans, nákvæmlega á þeim stað, þar sem hann hafði áður legið. Má segja að mikil mildi er að ekki skyldi verr fara, því báðir sluppu þeir lítið meiddir og staðurinn, þar sem bíllinn og þeir fóru niður, var eins og valinn handa þeim til að sleppa lifandi, því að þeir lentu í grasi gróinni lægð, en stórgrýti allt í kring. Verður björgun þeirra að teljast miðað viá. aðstæður hreint kraftaverk. Bíllinn er gjörónýtur. Þeir bræður urðu síðan að ganga tæplega á þriggja kílómetra leið að bæn- um Fossi í leiðindaveðri. Þetta gerðist um klukkan 3.30 um nóttina. Nú er að segja af bróður þeirra Þresti, sem hafði á undan farið á móti fólkinu úr Reykja- vík, en í þeim hópi var systir hans, Steinunn. Þröstur kom líka að slysstað, þótt ekki ætti hann sjálfur hlut að. Reykja- víkurbíllinn hafði sum sé farið út af veginum við blindhæð og beygju hjá Skerðingsstöðum í Hvammssveit klukkan hálf eitt þessa sömu nótt. Fór bíllinn tvær veltur. Nokkur slys urðu á fólkinu og var það flutt til Búðardals, þar sem læknir gerði að sárum þess, en að því loknu fékk fólkið að halda ferð sinni áfram. Má segja að hér varð á farsæll endir í báðum tilfellum miðað við aðstæður og systkinin þrjú frá Kverngrjóti, sem lentu í tveimur bílslysum sömu nóttina á tveimur bílum þó, komust öll tiltölulega heil heim ásamt ððru því fólki, er hér átti hlut að máli. Fréttaritari aðrir bátar á vertíðinni. Fjölmörgum skipstjórum hefur verið veitt áminning fyrir að koma með lélegan fisk að landi á vertíðinni. Að sögn Jóns B. Jónassonar í Sjávarútvegsráðuneytinu hafa gæði hráefnisins aukist mjög á milli vertíða og hefur aukið eftirlit þar mest að segja. Ef afli hefur verið tregur hefur það oft viljað brenna við að ekki væri róið nema annan hvern dag, sem aftur hefði skilað verra hráefni. í vetur hefur tíð verið mjög góð yfirleitt og það auk annars ýtt undir að róið hefur verið daglega. Viðræður um Bernhöftstorfuna „ÞAÐ ERU ráðgerðar við- ræður við borgaryfirvöld á næstunni vegna húsanna á Bernhöftstorfunni og þá fæst væntanlega á hreint, hvað menn vilja," sagði ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra í samtali við Mbl. í gær, en forsætisráð- herra hefur óskað eftir því að sem allra fyrst verði tekin ákvörðun varðandi húsin. Forsætisráðherra sagði nauð- synlegt að fá á hreint, hver væri eigandi húsanna. Sagði hann að þótt afstaða borgaryfirvalda lægi ekki ljós fyrir, þá mætti túlka viðbrögð þeirra sem ósk um að þiggja ekki húsin nú. Morgunblaðið spurði forsætis- ráðherra um afstöðu hans og sagðist hann ákveðið vera þeirrar skoðunar, að húsin á Bernhöfts- torfunni ættu að hverfa og í þeirra stað rísa hús, sem gæti hýst einhver ráðuneyti. „Þessi bygging yrði að vera falleg og til prýði," sagði forsætisráðherra. „Okkar hugsun var nú að efna til sam- keppni meðal arkitekta um þessa byggingu og óskuðum við eftir því að borgaryfirvöld tilnefndu full- trúa í nefnd, en það hefur ekki orðið. En væntanlega skýrast málin í þessum viðræðum, þannig að hægt verði að taka einhverja ákvörðun í framhaldi af þeim." Frá stjórn Prestafélags íslands í TILEFNI ritstjórnargreinar í Morgunblaðinu 10. apríl s.l., sem lesin var upp í útvarp sama dag, minnum við á orð úr 1. Korintubréfi: „Allt hjá yður sé í kærleika gjört." Mjög miður er farið, ef umræður um kristin- dóm og kirkjunnar mál fara fram á óviðurkvæmilegan hátt og með aðkasti að einstökum mönnum. Hljótum við að harma slíkt og jafnframt vænta þess, að ábyrgir aðilar segi fram skoðanir sínar á bróðurlegan máta og málefna- lega. Fékk tenntan búrhníf í bakið ÞRJÁTÍU og þriggja ára gamall maður var stung- inn í bakið í gærmorgun með tenntum brauðhníf. Gerðist þetta í húsi við Barónsstíg, þar sem fólk hafði setið að drykkju. Sá, sem hnífnum brá, var 29 ára gamall maður. Var hann handtekinn skömmu eftir verknaðinn í Álfta- mýri. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglu ríkisins mun áverkinn, sem hinn særði hlaut, ekki vera alvarlegur, hnífurinn lenti á herðablaði mannsins og í gærkveldi var rannsókn málsins komin það langt, að ekki þótti ástæða til þess að úrskurða hinn hand- tekna í gæzluvarðhald. Ástæðan til verknaðarins mun hafa verið snörp bræði, sem greip manninn, og mun hann hafa gripið til þess, sem hendi var næst. í gær var búizt við því að hinn særði ætti ekki langa sjúkrahús- vist fyrir höndum af völdum áverkans, sem hann hlaut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.